Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Qupperneq 16
16 Hetja ársins 17. desember 2012 Mánudagur
D
V velur nú hetju ársins í
fimmta sinn. Úr vöndu er að
ráða þetta árið en kosið er
á milli þeirra 17 sem flestar
tilnefningar fengu þegar DV
óskaði eftir þeim. Alls bárust um 200
ábendingar. Tekið var mið af þeim
en þar að auki komu tilnefningar
frá dómnefnd DV. Hana skipuðu
Kristjana Guðbrandsdóttir, Viktoría
Hermannsdóttir, Birgir Olgeirsson
og Aðalsteinn Guðmundsson, blaða-
menn. Kosningin á milli þessara 17
fer fram á DV.is og lýkur henni á mið-
nætti þann 26. desember.
Hér fyrir neðan má sjá og lesa um
hetjurnar sem kosið er um, í stafrófs-
röð.
Hetjurnar
Adam Atli Sandgreen og
Birgir Arngrímsson
Þessir ungu drengir björguðu sex ára
barni í Sundlaug Akureyrar í ágúst.
Vinirnir voru að leika sér við hlið
drengsins og brugðust hárrétt við
þegar þeir tóku eftir því að hann lá
hreyfingarlaus á botni laugarinnar.
Birgir kafaði niður og náði drengn-
um upp á yfirborðið á meðan Adam
sótti hjálp. Í lauginni voru staddir
bæði læknar og sjúkraflutninga-
fólk sem hóf endurlífgun um leið og
barnið var komið upp á bakkann.
Farið var með barnið á sjúkrahús í
kjölfarið.
Amelía Rún Guðmundsdóttir
Amelía Rún vann þrekvirki þegar
móðir hennar missti meðvitund
um miðja nótt á heimili þeirra. Við-
brögð og stilling Amelíu voru til
fyrirmyndar og varð til þess að öll
neyðarviðbrögð og aðstoð björg-
unaraðila urðu skilvirk og björguðu
þannig lífi móður stúlkunnar. Amel-
ía Rún fékk bronskross Bandalags
íslenskra skáta sem er eitt af hetju-
dáðarmerkjum skátanna og er veitt
þeim sem sýnt hafa hreystilega fram-
göngu er slys ber að garði.
Annie Mist
Þórisdóttir
Annie Mist Þórisdótt-
ir varði titil sinn á
heimsleikunum í
crossfit sem fram fóru
í Los Angeles í júlí. Var það í fyrsta
skipti sem sami keppandi vinnur tvö
ár í röð. Hún varði því titill sinn sem
hraustasta kona heims. Mikil um-
ræða hefur skapast í kjölfarið um
hvort crossfit verði skilgreint sem
íþrótt og hluti af ÍSÍ.
Bjarnhildur og Friðrik
Hjónin Bjarnhildur og Friðrik fóru til
Kólumbíu fyrir ári til að sækja dætur
sínar sem þau höfðu ættleitt. Þau
væntu þess að geta komið heim með
dætur sínar að sex vikum liðnum
eins og vaninn er. Í millitíðinni sner-
ist kólumbískum yfirvöldum hugur
og meinuðu þeim að yfirgefa landið
með börnin. Dvölin var þó lengri en
búist var við eða næstum heilt ár en
fjölskyldan kom loksins til Íslands
fyrir skömmu.
Eiríkur Ingi
Jóhannsson
Eiríkur Ingi komst
lífs af þegar togarinn
Hallgrímur fórst vest-
ur af Noregi í aftakaveðri. Eiríkur
Ingi komst einn lífs af en honum
var bjargað um borð í þyrlu þremur
og hálfri klukkustund eftir að skip-
ið sökk. Eiríkur Ingi sagði frá sjó-
ferðinni, allt frá því skipið lagði úr
höfn og þar til hann var kominn í
land í Noregi, í Kastljósviðtali. Hann
vakti athygli landsmanna með ein-
lægri og tilfinningaþrunginni frá-
sögninni.
Finnbogi Örn Rúnarsson
Finnbogi Örn fæddist 2001 og er
með Downs-heilkenni og einnig
hjartasjúkdóm. Eins árs fór hann
til Svíþjóðar í hjartalokuaðgerð en
fyrir skömmu fékk hann heilablóð-
fall, hægri hlið líkamans lamaðist
að mestu leyti og hann missti mál-
ið. Finnbogi Örn er með blóðtappa í
heilanum sem olli skaða en eins og
hann hefur sýnt þá er hann algjört
kraftaverk. Nú gengur hann og talar
og er hann sjálfur. Þrátt fyrir allt þetta
er hann alltaf glaður og veitir öllum í
kringum sig mikla hamingju.
Franz Gunnarsson
Franz hlúði að eldri konu eftir að
strætisvagn hafði keyrt á hana. Franz
hringdi á Neyðarlínuna og hlúði svo
að konunni sem lá í jörðinni með-
vitundarlaus. Þegar lögreglan kom
á staðinn hjálpaði Franz einnig,
ásamt öðrum, við að losa um um-
ferðarteppu sem hafði myndast til að
sjúkrabíll kæmist að slysstaðnum.
Guðni Bergsson
Guðni Bergsson,
lögfræðingur og
fyrrverandi fótbolta-
kappi, sýndi hetjudáð
þegar hann kom sam-
starfsfélaga sínum til hjálpar eftir
fólskulega árás. Í mars kom maður
inn á lögfræðistofuna sem Guðni
vinnur á og réðst á Skúla Eggert
Sigurz og stakk hann ítrekað. Guðni
brást við og yfirbugaði árásarmann-
inn en var sjálfur stunginn í lærið í
átökunum. Skúli lifði árásina af.
Guðrún Harðardóttir
Í viðtali í Nýju Lífi í
febrúar gerði Guðrún
Harðardóttir opin-
ber bréfaskriftir Jóns
Baldvins Hannibalssonar,
fyrrverandi ráðherra og sendiherra,
til hennar þegar hún var á unglings-
aldri. Í bréfunum er meðal annars
að finna grófar kynlífslýsingar með
nafngreindum einstaklingum. Árið
2005 kærði Guðrún samskipti Jóns
Baldvins við hana, þá var hún 21 árs.
Gunnar Örn Gunnarsson
Gunnar Örn var aðeins 19 ára þegar
hann, ásamt félögum sínum, kleif
Kilimanjaro í febrúar. Þeir voru á
ferð í stórri jeppabifreið sem skall á
aðra og danskur félagi hans kastað-
ist út úr bílnum og varð undir hon-
um. Gunnari tókst ásamt öðrum að
draga hann undan flakinu en hafði
hins vegar sjálfur skömmu áður hlot-
ið alvarleg höfuðmeiðsli því stuttu
seinna hné hann niður og missti
meðvitund. Gunnar lést skömmu síð-
ar. Í tilnefningu segir að það sé afrek
að klífa Kilimanjaro, en hetjuskapur-
inn við það sé lítill samanborið við
það að bjarga mannslífi.
Hildur Lilliendahl
Hildur hefur sýnt
mikinn kjark og elju
í jafnréttismálum.
Hún hefur vakið
athygli á óréttlæti sem ís-
lenskar konur búa við með því að
berjast gegn því að kvenfyrirlitning
og lítillækkun á konum í orðræðu
landsins verði að „eðlilegum“ hugs-
unarhætti. Fyrir faglega vinnu sína í
þágu jafnréttismála hefur hún þurft
að þola meðal annars persónuárásir,
hótanir og útskúfun á Facebook.
Hjördís Svan Aðalheiðardóttir
Hjördís Svan hefur staðið í harðri
forræðisdeilu við fyrrverandi eigin-
mann sinn í nokkur ár og voru börn-
in tekin af henni með lögregluvaldi í
sumar. Hún hefur háð baráttu við ís-
lensk og dönsk barnaverndaryfirvöld
til að fá dætur sínar til sín aftur.
Högni Egilsson
Högni Egilsson,
söngvari í Hjalta-
lín, ræddi um sjúk-
dóm sinni í viðtali
við Fréttatímann fyrir
skömmu. Högni greindist með geð-
hvarfasýki í byrjun sumars og með
því að tala opinskátt um veikindi sín
sló hann á kjaftasögur en fólk hefur
jafnvel haldið því fram að hann væri
á ólöglegum fíkniefnum. Högni fékk
mikið lof fyrir að tala opinskátt um
veikindi sín og með því að að opna
umræðu um sjúkdóminn.
Jón Björnsson
Jón var ásamt vinnufélaga sínum
við vinnu á þaki húss Ísfélags Vest-
mannaeyja á Þórshöfn í október
þegar þeir féllu báðir niður. Fallið
var rúmir átta metrar og lentu þeir á
kranabómu og síðan á steyptri stétt.
Jón hélt rænu og náði að hringja í
Neyðarlínuna. Hann skreið svo til
vinnufélagans sem var illa slasaður,
hélt höfði hans uppi og talaði við
hann þar til sjúkrabíllinn kom. Þá
skipaði hann sjúkraflutningamönn-
um að hlúa fyrst að vinnufélaganum.
Jón er nú kominn á fætur en vinnu-
félaginn liggur enn á spítala.
Jón Gnarr
Jón Gnarr var tilnefndur fyrir að nota
stöðu sína til fræðslu í mannréttinda-
málum. Þá er nefnt nýlegt bréf sem
hann sendi til borgarstjóra Moskvu,
varðandi bann sem sett var við gleði-
göngum þar í borg. Bent er á að allt
of fáir háttsettir einstaklingar þori að
gera þetta og að borgar stjórinn berj-
ist fyrir lífskjörum milljóna og sé til
fyrirmyndar.
Jón Margeir Sverrisson
Jón Margeir Sverrisson sund-
kappi úr Fjölni/Ösp vann til gull-
verðlauna í 200 metra skriðsundi á
Ólympíuleikum fatlaðra í London
í sumar. Hann kom í mark á nýju
heims- og Ólympíumeti á tímanum
1:59:62 mínútum. Áður hafði hann
sett Ólympíumet í greininni en það
met lifði ekki lengi því í úrslitasund-
inu sló hann sitt eigið met. Sannar-
legar afreksmaður hér á ferð.
Kári Kárason
Kári bjargaði mannslífi fyrr á þessu
ári þegar hann sá bíl velta á hvolf
ofan í Laxá á Ásum. Hann sýndi þar
mikið þrekvirki ásamt syni sínum
Pétri Arnari Kárasyni. Kári óð út í
ána og reyndi að losa manninn úr
beltinu. Það tókst hins vegar ekki svo
hann hélt höfði hans upp úr vatninu
þar til hjálp barst. Pétur Örn hljóp
og stoppaði næstu bíla og hringdi í
Neyðarlínuna.
Hver er Hetja
ársins 2012?
n Lesendur DV velja hetju ársins í fimmta sinn n Fjölmargir hafa unnið hetjudáð á árinu
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is