Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 18
fjölbreyttar skreytingar 18 Lífsstíll 17. desember 2012 Mánudagur Ekki labba og senda n Enn hættulegra að senda sms en við héldum V ið þekkjum öll hættuna sem felst í því að skrifa sms-skilaboð við akstur en nú hefur komið í ljós að notkun smáskilaboða í farsíma er einnig hættuleg gangandi vegfar- endum. Vísindamenn í Seattle komust að því að einn þriðji gangandi veg- farenda var annars hugar þegar þeir gengu um götur borgarinnar vegna þess að þeir skrifuðu smá- skilaboð á meðan. Aðrir vegfar- endur sem töluðu í símann eða hlustuðu á tónlist á meðan þeir gengu reyndust ekki vera í jafn mikilli hættu. Samkvæmt rannsókn vísinda- mannanna er langhættulegast að senda sms þegar maður gengur en í ljós kom að þannig ertu fjór- um sinnum ólíklegri til að líta til beggja hliða áður en þú gengur yfir götu, fjórum sinnum ólíklegri til að fara eftir umferðarljósunum og fjórum sinnum ólíklegri til að eða fara yfir götu á réttum stöðum. Þeir stoppuðu einnig tveimur sekúnd- um lengur á gatnamótum en þeir sem sendu ekki sms á göngu sinni. Á síðasta ári lentu yfir 1.100 einstaklingar á bráðamóttöku sjúkrahúsanna í Seattle vegna þess að þeir voru að nýta sér smá- skilaboð farsíma sinna á meðan þeir gengu um göturnar. Vísinda- mennirnir telja þó að talan sé mun hærri í rauninni. Þessir 1.100 eru þeir sem sögðu lækni að þeir hefðu verið að senda sms þegar þeir slös- uðust. n indiana@dv.is Ekki senda sms á göngu Samkvæmt vísindunum ertu fjórum sinnum ólíklegri en aðrir til að líta til beggja hliða ef þú ert að senda sms á meðan þú gengur. Gjafir handa matgæðingnum Ristaðar valhnetur Á meðan möndlur og valhnetur fá alla athygl- ina vilja pek- anhnetur oft gleymast. Farðu í heilsubúð og finndu fallega pakkningu af þessu ristaða og saltaða snakki. Kryddsett Þessir snið- ugu baukar eru snilldar hönnun fyrir hágæða krydd. Girnileg ostakarfa Þeir sem eru duglegir í eldhús- inu geta alltaf notað góðan ost í eldamennskuna. Lífrænt vín Tilvalið handa þeim sem fá haus- verk eftir að hafa drukkið hefð- bundið léttvín og þeim sem vilja forðast eiturefnin í skordýraeitrinu. Fallegt og hollt te Sælkerar fá aldrei nóg af því að prófa eitthvað hollt. Te er gott gegn brjóstakrabbameini og hjálpar þér að halda mittismál- inu í skefjum. Vínskammtari Við þekkjum öll jákvæðu og heilsu- samlegu áhrifin sem léttvín hefur ef skammturinn er í nægilega litlu magni. Það er bara ekkert gam- an að opna flösku, drekka eitt glas og láta afganginn skemm- ast. Með þessari sniðugu hönnun er hægt að láta flöskuna sjálfa skammta þér eitt glas á kvöldi. Jójó-megrun er slæm Miklar þyngdarsveiflur, oft nefnd jójó-áhrif, þegar líkaminn þyngist og léttist til skiptis hefur slæm áhrif á heilsuna. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem vísindamenn við Wake Forest- háskólann í Bandaríkjunum stóðu fyrir. Í rannsókninni voru skoðaðar hundrað konur sem allar voru komnar yfir miðjan aldur og voru of feitar. Þær voru látnar á megr- unarkúr í fimm mánuði og var meðalþyngdartap á þessum tíma rúm ellefu kíló. Eftir að kúrnum var lokið var fylgst með konunum í eitt ár. Að þessu ári loknu höfðu konurnar bætt aftur á sig um tveimur kílóum að meðaltali. Þrátt fyrir að vera léttari en áður var kól- esterólmagn í blóði í sumum til- fellum hærra en áður en megrun hófst. Hjá konum sem bættu á sig mestu þyngdinni eftir að hafa lést var blóðþrýstingurinn einnig hærri áður en megrunarkúrinn hófst. n Einfaldar og fallegar hugmyndir fyrir borðhaldið yfir jólahátíðina Fyrir tónelska Hátíðleg borðskreyting fyrir tónelska. Notið nótnablöð til skrauts á hátíðarborðið. Náttúruna heim í stofu F ærið náttúruna heim í stofu með stórri borðskreytingu í miðju. Persónulegt Allt sem er handgert og persónulegt gæðir borðhaldið lífi. Hér er notast við mjög einfaldar skreytingar sem með smekkvísinni heppnast mjög vel. Náttúrulegt Fáðu innblástur úr nátt­ úrunni, notaðu kanilstangir, köngla og trjágreinar til skrauts. Ef ekki er til drifhvítur dúkur er hægt að gera hann sjálf. Í raun er hægt að nota hvaða efni sem er og strauja inn endana. Engin þörf er á að sauma dúk eða kaupa fyrir eitt kvöld. Falleg sætindi Sætindi í fallegum skálum eða kössum gleðja auga. Hugsaðu vel um áferð og liti, hér er súkkulaðitrufflum raðað saman í fallegan, ljósbláan kassa með borða. Perlur og könglar Borðskreyting sem er ákaflega einföld í framkvæmd. Plastperlur á bandi má kaupa víða, festu þær á borð­ brúnina með könglum og greni og útkoman verður einstaklega hátíðleg. Skemmtileg skreyting Það er vel hægt að leggja áherslu á stólana í stað þess að ofhlaða borðið skrauti. Hér er notaður hring­ ur úr frauðplasti vafinn með striga og festur með borða á stólbak. Skreytið hvern hring með kanilstöngum og ávöxtum, könglum eða þurrkuðum berjum. Falleg kertaskreyting Vel gerð kertaskreyting á miðju borðsins er einföld leið til þess að gera borðhaldið hátíðlegt. Notið jólakúlur, perlur og kaupið fallegt kerti. Greinar í loftljósið Festið langar greinar við loftljósið fyrir ofan borðstofuborðið og skreytið með fallegu skrauti. Útkoman verður alltaf hin fegursta en hér þarf lagni til að festa greinina vel. Léttleiki og litadýrð Ekki eru allir fyrir hátíðlegt og klassískt jólaskraut. Þeir sem kjósa léttleikann geta valið að skreyta með gagnsæjum glerkúlum og valið óhefð­ bundnari en frísklegri liti með. Borðað úti Þeir sem búa svo vel að eiga fallega borðaðstöðu úti við geta lagt stellið ofan á þykkt teppi, klætt sig vel og borið fram heitt kakó og með því meðan börnin njóta hollrar útivistar á jóladag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.