Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Síða 10
Vigdís hlýtur verðlaun Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi for­ seti Íslands, hlaut í dag verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta fyrir árið 2011. Verðlaunin hlýtur hún fyrir að efla og styrkja vináttu milli Íslands og Dan­ merkur sem ötull talsmaður menn­ ingarsamskipta þjóðanna. Forusta hennar í stjórn sjóðsins Den Nord­ atlantiske Brygge tryggði endurbygg­ ingu „Bryggjunnar“ þar sem síðan hefur verið haldið á lofti menningu Íslands í Kaupmannahöfn, eins og stendur í fréttatilkynningu. Jóhanna Sigurðardóttir flutti hátíðarræðu við þetta tilefni og Sólveig Pétursdóttir, formaður undirbúningsnefndar af­ mælis Jóns Sigurðssonar, kynnti marg­ miðlunarsýningu sem gerð var í tilefni 200 ára afmælisársins.   10 | Fréttir 20. júní 2011 Mánudagur Margrét Friðriksdóttir segir hunda­ fangara á vegum borgarinnar hafa gengið of langt þegar hann hirti chi­ huahua­hund sem hafði þvælst yfir í næsta garð. Nágrannakona Mar­ grétar hefur skrifað undir yfirlýsingu þar sem hún fullyrðir að hún hafi haft hundinn í gæslu þegar hunda­ fangarinn hirti hann. Sagðist ætla að bíða Tildrög málsins eru þau að hundur­ inn sem Margrét hefur umsjón með slapp. Hundurinn hafði verið úti í garði þar sem hann er oft og slapp yfir í næsta garð. Hann er ógeldur og var að vitja tíkur. „Nágrannakona mín fann hundinn og tók hann, svo hringdi hún í mig,“ segir Margrét í samtali við blaðamann. En á sama tíma segir Margrét að hringt hafi ver­ ið í hundaeftirlitið. Stuttu eftir það kom hundaeftirlitsmaður og að sögn Margrétar hafði hann afskipti af ná­ grannakonu hennar. „Hann sagði henni að hann myndi bara bíða eft­ ir mér með hundinn, mér að meina­ lausu.“ Nágrannakonan fékk, að sögn Margrétar, eftirlitsmanninum hund­ inn. En þegar Margrét hafði sam­ band við eftirlitsmanninn var henni tjáð að hann væri á leið með hund­ inn upp að Leirum, sem er hunda­ hótel. Nokkurt orðaskak varð á milli þeirra þar til hundafangarinn skellti á Margréti, að hennar sögn. Skráður í nærliggjandi húsi Hundurinn er skráður í Nökkvavogi, sem er nærliggjandi hús, en Margrét hefur hann oft til umráða í blokkarí­ búð í Sólheimum. „Eigandi hunds­ ins vinnur mikið og ég hef hann oft til umráða. En hann hefur aldrei ónáðað neinn,“ segir Margrét. Eftir­ litsmaðurinn gerði athugasemd við þetta, en þegar hún fór til þess að sækja hundinn á Leirur var henni tjáð að hún þyrfti lagalegt umboð frá eiganda. Þegar þess var aflað þurfti hún að lokum að greiða 30.000 króna handtökugjald. Venjulega er einnig greitt 7.000 króna gjald fyrir hvern dag sem hundurinn er vistaður á Leirum, en starfsmaður hótelsins ákvað að rukka Margréti ekki þar sem honum ofbauð, að sögn Margrétar, framkoma hundaeftirlitsmannsins. „Hann sagði mér það maðurinn uppi á hundahóteli að þetta handtöku­ gjald væri aldrei rukkað undir þess­ um kringumstæðum. Ég skil ekki af hverju þeir eru að fara svona með mig,“ segir Margrét, döpur með fram­ vindu málsins. „Samkvæmt hunda­ lögum mega þeir bara taka hunda sem eru í lausagöngu, en hann var í gæslu.“ Hundaeftirlitið stendur á sínu Árný Sigurðardóttir, framkvæmda­ stjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja­ víkur vildi ekki tjá sig ítarlega um málið. „Hundaeftirlitið er ekki sam­ mála Margréti um málsatvik,“ sagði Árný í samtali við blaðamann. „Hundaeftirlitinu er skylt að fjar­ lægja hunda sem eru í lausagöngu og færa í hundageymslu, eins og gert var í þessu tilviki. Þetta var gert í sam­ ræmi við verklagsreglur. Hundurinn var í lausagöngu og þá var hann tek­ inn,“ segir Árný. Margrét segist íhuga að kæra mál­ ið og segir að athæfi hundaeftirlits­ ins sé ekkert annað en kúgun. „Þetta snýst ekkert um hundinn. Þarna er verið að misnota lögin og brjóta á rétti,“ segir hún. Margrét Friðriksdóttir Segir hundinn hafa verið í gæslu þegar hann var tekinn. n Chihuahua-hundur fór á milli garða og var hirtur af hundafangara n Umsjónarmaður hundsins borgaði 30 þúsund og er ósáttur við hörkuna Gremst harka hundafangara „Ég skil ekki af hverju þeir eru að fara svona með mig. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Fannst látinn Fimmtugur karlmaður sem leitað var á Rangárvöllum á laugardag fannst látinn. Björgunarsveitir og lögregla leit­ uðu mannsins á laugardag en hann ætlaði að hlaupa á laugar­ dagsmorgun frá Selsundi við Heklurætur nið­ ur á Hellu sem er um 25 kílómetra löng leið. Samkvæmt Vísi fór maður­ inn frá sumarhúsi í landi Svínhaga á Rangárvöllum í gærmorgun og ætl­ aði að hlaupa til Hellu og hitta fjöl­ skyldu sína þar. Þegar maðurinn skilaði sér ekki var farið að grennslast fyrir um hann og ríflega 70 björgunarsveitarmenn ásamt leitarhundum og þyrlu björg­ unarsveitarinnar voru kallaðar út. Maðurinn fannst rétt fyrir klukkan tíu á á laugardagskvöld og talið er að hann hafi orðið bráðkvaddur. Vill Besta flokk- inn á þing „Við þurfum eitthvað til að hrista upp í kerfinu því það er svo spillt,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þing­ maður Vinstri grænna, í úttekt breska blaðs­ ins Guardian á Besta flokknum. Hún vill að Besti flokkurinn bjóði fram á landsvísu. Ítarleg umfjöll­ un er um Besta flokkinn í Guardian en blaðamaður á vegum blaðsins var á landinu 17. júní. Þar ræddi hann við Jón Gnarr og fleiri meðlimi flokksins. Í umfjöllun blaðs­ ins er flokknum lýst sem vel heppn­ aðri samfélagslegri tilraun, sem eigi ekkert skilið við hefðbundna pólitík. Jón segist elska að „fokka“ í skamm­ sýnu fólki sem taki sig of alvarlega. Honum finnist fátt skemmtilegra en að reita hrokafullt fólk til reiði, fólk sem vilji stjórna því sem almenningur segir og gerir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.