Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Qupperneq 19
Umræða | 19Mánudagur 20. júní 2011
Alltaf haft
áhuga á
hjálpar-
starfi
1 74 ára í ótrúlegu formi „Mér finnst ég vera yngri nú en ég var fyrir tuttugu
árum,“ segir vaxtarræktardrottningin
Ernestine Shepherd, sem er á átt-
ræðisaldri.
2 Barinn til bana á skemmtistað í Kaupmannahöfn 19 ára
gamall karlmaður lést eftir slagsmál á
skemmtistað.
3 Maðurinn fannst látinn Fimmtugur karlmaður sem leitað var á Rangár-
völlum fannst látinn. Hann hafði ætlað
að hlaupa frá Selsundi við Heklurætur
niður á Hellu sem er um 25 km leið.
4 Aleinir í flugstöð um nótt Tveir strandaglópar á Dallas-Fort Worth
flugvellinum eyddu nótt aleinir á flug-
vellinum. Flug þeirra hafði verið fellt
niður.
5 Eiginkonu Helmuts Kohl var nauðgað af meðlimum Rauða
hersins Hannelore Kohl, eiginkona
fyrrverandi kanslara Þýskalands
Helmuts Kohl, var nauðgað þegar hún
var 12 ára gömul af rússneskum her-
mönnum.
6 „Nú á dögum rassskellum við ekki“ Móðir í Texas í Bandaríkjunum
hlaut á dögunum fimm ára skilorðs-
bundinn dóm fyrir að hafa rassskellt
tveggja ára gamalt barn sitt.
Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir
hlaut viðurkenningu fyrir störf sín og
var valin sjálfboðaliði ársins hjá
Fjölskylduhjálp Íslands við hátíðlega
athöfn í húsi Fjölskylduhjálparinnar í
gær, sunnudag. Ásta Katrín þykir hafa
staðið sig sérstaklega vel sem
sjálfboðaliði og fékk glerstyttu frá
Markó og flugmiða frá Iceland Express
að launum.
Hver er konan?
„Ég heiti Ásta Katrín Vilhjálmsdóttir.“
Hvar ertu uppalin?
„Ég er alin upp í Reykjavík.“
Hvað drífur þig áfram?
„Mér finnst gaman að gera eitthvað gott
fyrir aðra. Það er bara mitt mottó.“
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
„Ég ætla að vinna fyrir Fjölskylduhjálp
Íslands.“
Hver eru áhugamál þín?
„Að hjálpa öðrum og hlúa að fjölskyldunni.“
Af hverju ertu sjálfboðaliði hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands?
„Ég var sjálfboðaliði áður en ég varð
atvinnulaus og hélt því áfram eftir að ég
missti vinnuna. Mér finnst gott að geta farið
út og gert eitthvað.“
Hvernig væri hægt að bæta hag þeirra
einstaklinga og fjölskyldna sem þurfa að
leita til hjálparstofnana til að geta séð
sér farborða?
„Ég hvet fólk til að leita til Fjölskylduhjálp-
arinnar eftir aðstoð. Við fáum mjög góðan
afslátt hjá þeim fyrirtækjum sem aðstoða
okkur og fólk fær mikið út úr matarpok-
anum hjá okkur.“
Hvetur þú aðra til þess að gerast sjálf-
boðaliðar hjá hjálparstofnunum?
„Já, alveg hiklaust, þá sem hafa áhuga á því.
Ég hef alltaf haft áhuga á hjálparstarfi og
finnst mjög gaman að vinna þarna.“
Hvað finnst þér mikilvægast í lífinu?
„Að hjálpa öðrum og láta gott af sér leiða.“
„Nei, ekki alveg, held ég. Það er smá launa-
mismunur.“
Maren Rós
29 ára matráður
„Svona að mestu leyti. Það er margt eftir,
launamál og þannig. Þetta er að jafnast út.“
Sigurður Rúnarsson
30 ára smiður.
„Þekki það ekki af eigin raun. Ég veit það
ekki. Kannski er það langt komið.“
Axel Baldursson
54 ára smiður
„Nei. Það er svo margt sem vantar upp á, að
ég veit ekki hvar ég á að byrja.“
Helga Vattnes
52 ára öryrki
„Ja, ætli það sé nú ekki að verða nokkuð
jafnt. Kannski ekki alveg, eða jú, ég myndi
telja það vera jafnt. Ég sé ekki annað.“
Haraldur Lýðsson
81 árs verslunarmaður
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Hefur jafnrétti kynjanna verið náð?
Líf og fjör Það leiddist engum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. Þar lék blíðan við börnin sem léku við
hvurn sinn fingur, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Mynd SigtRygguR ARi
Myndin
Dómstóll götunnar
Þ
egar Milos Formann kom til
Íslands á Alþjóðlega kvik
myndahátíð sagði hann að
hann hefði eitt sinn áformað
að gera leikna mynd um Bobby Fisch
er með hann sjálfan í aðalhlutverki,
en Fischer var erfiður við að eiga að
vanda og enginn mátti sjá hann á
kvikmyndatökustað. Sú mynd var
aldrei gerð, svo heimildamyndagerð
armenn verða að reyna að segja sög
una út frá því efni sem til er.
Bobby Fischer varð undir lok ævi
sinnar ættleiddur sonur Íslands. Það
var í fyrsta sinn sem Alþingi ákvað
að taka fram fyrir hendur Útlend
ingastofnunar og veita ríkisborgara
rétt upp á sitt einsdæmi, og mögulega
hefur það fordæmi haft eitthvað með
það að gera að leikurinn hefur nú ver
ið endurtekinn, þó að einstaklingarn
ir 50 sem eiga í hlut séu minna nafn
togaðir. Það væru þá undarleg, en um
leið jákvæð eftirmæli hinnar undar
legu ævi Bobbys Fischer.
Sá tapar aldrei sem ekki teflir
Allt frá því að Fischer var sex ára eða
svo átti hann sér það eina markmið
að verða heimsmeistari í skák. Allar
sínar vökustundir einbeitti hann sér
að markmiðinu, en það er eins og
að um leið og því var náð hafi hann
dottið í sundur sem mannvera. Það
eina sem nú var eftir var að verja titil
inn eins lengi og hægt var, en Fischer
kaus að gera það ekki.
„Sá einn tapar aldrei sem ekki
teflir,“ sagði Anatoly Karpov, sem tók
við titlinum þegar Fischer neitaði
að mæta til leiks. Fyrri hluta lífs síns
gerði Fischer fátt annað en að tefla,
seinni hlutinn var minna glæstur.
Heimildamyndin eyðir mestu
púðri í dýrðardaga Fischers í Reykja
vík árið 1972, og ekki síst þá spennu
sem var í loftinu um hvort hann myndi
yfirhöfuð mæta. Þegar hann kom var
það of seint, svo að Spasskí hefði get
að neitað að tefla og haldið titlinum.
Hann reyndist betri maður en svo, þó
Bobby væri betri við taflborðið.
Bobby Fischer spilaði skák
Skautað er hratt yfir týndu árin í lífi
Fischers, en talsvert er fjallað um
síðustu árin, þar sem myndefnið
er fengið að láni frá Friðriki Guð
mundssyni úr myndinni „Me and
Bobby Fischer.“ Fischer var fagnað
sem týndum syni við komuna, en
virtist fljótlega gleymast. Kári Stef
ánsson sóttist í fyrstu eftir fundi við
hann, en segir frá því að síðast þeg
ar hann hafi hitt skákmanninn hafi
hann vísað Fischer frá borði sínu.
Fáir aðrir en Sæmi virtust geta um
borið hann til lengdar, og það var
undarlegt að sjá Bobby Fischer sitj
andi á Hlemmi eða verslandi í 10–11
síðustu árin, þar sem enginn veitti
honum athygli. Kannski var það ein
mitt það sem hann þráði.
Tvær aðrar myndir eru vænt
anlegar um Fischer, önnur byggð
á bókinni „Bobby Fischer Goes to
War“ og hin með köngulóarmann
inum Tobey Maguire í aðalhlutverki.
En hvorug þeirra mun þó fyllilega ná
utan um manninn.
Ef til vill er samt ekki frá svo
mörgu að segja þrátt fyrir allt. Í við
tali við Friðrik segist hann hafa gert
tilraunir með að semja lög, en slíkt
hafi mistekist, því til þess að yrkja
þurfi maður að byggja á einhverri
lífsreynslu og þá hafði Fischer ekki.
Bobby Fischer spilaði skák. Kannski
er þrátt fyrir allt ekki meira um hann
að segja en það.
Undarleg ævi
Kjallari
Valur
gunnarsson