Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2011, Qupperneq 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 20. júní 2011 Mánudagur
Danskir fjölmiðlar slátra U-21 liðinu sínu:
Danir sem flugur í öskuskýi
Danskir fjölmiðlar eru óvægnir í
garð danska U-21 landsliðsins sem
tapaði með þremur mörkum gegn
einu í leiknum gegn Íslendingum á
laugardag. Danska blaðið BT gefur
sjö leikmönnum liðsins núll í ein-
kunn fyrir frammistöðu sína í leikn-
um. „Fiasko“ segir BT í stórri fyrir-
sögn. Þrír fá tvo í einkunn af fimm og
meira að segja þjálfarinn fær algjöra
falleinkunn.
Það verður ekki sagt að danska
liðið hafi spilað illa í leiknum. Það
skapaði sér 26 marktækifæri á móti
17 færum íslenska liðsins. Munur-
inn á liðunum lá í því að íslenska lið-
ið nýtti þrjú færi en danska liðið að-
eins eitt. Bæði lið sitja eftir með sárt
ennið en eins og fram hefur komið
hefði íslenska liðinu nægt eitt mark
til viðbótar til að komast áfram.
„Þetta eru mestu vonbrigði mín á
ferlinum,“ sagði framherjinn Nicki
Bille sem misnotaði nokkur góð færi
í leiknum. Hann gat ekki leynt von-
brigðum sínum í samtali við blaða-
menn. „En við vinnum sem lið og
töpum sem lið,“ sagði hann og and-
varpaði. Hann sagðist ætla heim og
hugsa sinn gang. „Dönsku lærling-
arnir féllu eins og flugur í öskuskýi,“
sagði í fyrirsögn á forsíðu Extra Blad-
et, þar sem dönsku strákarnir fengu
líka háðuglega útreið. Það þykir ekki
fínt í Danmörku að tapa fyrir Íslend-
ingum. „Þetta var versti leikurinn
okkar,“ sagði þjálfari danska liðsins
en sumir leikmenn þess létu hafa
eftir sér að þeir hefðu frekar viljað
að Íslendingar kæmust áfram en
Hvít-Rússar. „Það er bara djók að
þeir skuli komast áfram,“ sagði einn
þeirra.
baldur@dv.is
Eyjólfur verður áfram
n Eyjólfur Sverrisson mun áfram
þjálfa U-21 landslið Íslands. Hann
er búinn að semja um að stýra lið-
inu út næsta
mót. Frá þessu
greindi hann í
samtali við Fót-
bolta.net. Eyjólf-
ur hefur náð frá-
bærum árangri
með ungmenna-
lið Íslands, sem
undir hans
stjórn var hársbreidd frá því að
komast í undanúrslit á EM í knatt-
spyrnu. Liðið var aðeins einu marki
frá því takmarki eftir flottan sigur á
Dönum um helgina. Eyjólfur bendir
þó á að hann verði ekki áfram með
sama liðið því margir leikmenn sem
hann stýrir nú eru orðnir of gamlir
til að spila með ungmennaliði. Nýir
leikmenn muni því koma inn. „Við
ætlum okkur langt,“ sagði hann við
Fótbolta.net. „Það eru bara spenn-
andi tímar fram undan, fullt af efni-
legum strákum og ég hlakka bara til
að vinna með þeim.“
Jafnt í góðgerðarleik
n ÍA og KR gerðu 3-3 jafntefli í góð-
gerðarleik sem háður var til styrktar
Sigursteini Gíslasyni sem heyr nú
harða baráttu við
krabbamein. Sig-
ursteinn lék með
ÍA 1988 til 1998
og með KR 1999
til 2003 og varð
Íslandsmeistari
samtals níu sinn-
um með liðunum
tveimur. Það voru
gamlir samherjar Sigursteins sem
spiluðu leikinn, þar á meðal Karl
Þórðarson sem nú er 56 ára gamall.
Bjarni Guðjónsson, núverandi fyrir-
liði KR, og Ólafur Þórðarson skoruðu
mörk Skagamanna og Einar Þór Daní-
elsson og Rúnar Kristinsson skoruðu
mörk KR. Þá fékk hvort lið fyrir sig
eitt mark fyrir bylgju áhorfenda.
Meðal annarra sem spiluðu voru
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, Gunn-
laugur Jónsson, Bjarki Gunnlaugsson,
Guðmundur Benediktsson, Þormóður
Egilsson og Brynjar Björn Gunnarsson.
4. sæti í Evrópubikar
n Íslenska landsliðið í frjálsum
íþróttum hafnaði í 4. sæti í 3. deild
Evrópubikarsins í dag og komst þar
með ekki upp
um deild eins
og stefnt var að.
Ísland endaði
með 411,5 stig
en Ísrael varð í
fyrsta sæti með
490 stig og Kýpur
í öðru með 469
og tryggðu þau
sér þar með sæti í annarri deild á
næsta ári. Ásdís Hjálmsdóttir sigraði
í spjótkasti kvenna. Hafdís Sigurð-
ardóttir náði silfri í langstökki og
Helga Margrét Þorsteinsdóttir silfri í
kúluvarpi. Boðsveit kvenna í fjórum
sinnum 400 metra hlaupi kvenna
vann einnig silfur.
Spánverjar og Tékkar í
undanúrslit
n Spánverjar og Tékkar komust upp
úr B-riðlinum á Evrópumóti U-21
landsliða í knattspyrnu. Tékkar
unnu drama-
tískan sigur á
Englendingum
þar sem sigur-
markið kom á
síðustu mínútu
í uppbótartíma.
Spánverjar unnu
öruggan 3-0
sigur á Úkraínu-
mönnum. Spánverjar unnu riðil-
inn með sjö stigum en Tékkar voru
með sex stig. Englendingar tvö og
Úkraína eitt. Tékkar mæta Sviss-
lendingum í undanúrslitum og
Spánverjar mæta Hvít-Rússum. Þrjú
efstu sætin á mótinu gefa þátttöku-
rétt á Ólympíuleikunum í London
2012.
Molar
Þetta var magnað. Grátbroslegt, en
algjörlega magnað. Knattspyrnu-
landslið Íslands, skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri, vann hug og
hjörtu þjóðarinnar eftir frækilega
frammistöðu gegn jafnöldrum sín-
um frá Danmörku, þar sem íslenska
liðið vann frábæran sigur. Stemn-
ingin á vellinum í Álaborg var hreint
út sagt mögnuð og óhætt að segja
að íslensku stuðningsmennirnir
hafi einnig farið með sigur af hólmi
í stúkunni. Um gjörvallan Limafjörð
ómaði: „Áfram Ísland“ fram á rauða
nótt.
Rigningin skemmdi ekki fyrir
Íslensku stuðningsmennirnir í Ála-
borg voru á annað þúsund og greini-
legt að þeir skemmtu sér vel. Þrátt
fyrir úrhellisrigningu lungann af
deginum skemmdi það ekki fyrir
pöbbarölti á Jómfrúargötunni en þar
er jafnan mikið fjör. Völlurinn í Ála-
borg tekur rétt tæplega 10 þúsund
manns í sæti en þrátt fyrir að vera
mun færri voru Íslendingarnir dug-
legir við að láta í sér heyra.
Eftir að leiknum lauk hittust svo
íslensku stuðningsmennirnir í Stud-
entshuset, en þar höfðu verið skipu-
lagðir tónleikar með hljómsveitinni
Retro Stefson, sem áttu eftir að verða
ógleymanlegir.
Náðu loks fram brosi
Landsliðsmennirnir sjálfir létu sig
ekki vanta í Studentshuset. Þar voru
„piltarnir okkar“ eða „vormenn Ís-
lands“ mættir í öllu sínu veldi og
gáfu sig á spjall við landa sína sem og
aðra. Auðsjáanlegt var á drengjun-
um að þeir voru svekktir með að hafa
ekki náð að komast áfram í undan-
úrslit keppninnar en eftir góða hug-
hreystingu frá öllum viðstöddum, og
þá sér í lagi Retro Stefson, tóku þeir
gleði sína á ný. Hápunktur kvöldsins
var tvímælalaust þegar Unnsteinn,
söngvari hljómsveitarinnar, kallaði
landsliðsmennina upp á svið þar
sem þeir sungu glæsilega Þetta redd-
ast.
Áhorfendur klöppuðu bæði lið-
ið og hljómsveitina upp og ætlaði
allt um koll að keyra þegar piltarnir
hneigðu sig í lokin. Eins og sjá má á
myndunum var stemningin góð.
n Íslendingar og landsliðsstrákarnir fóru eftir leik á tónleika með Retro Stefson
n Piltarnir stigu á svið og sungu Þetta reddast n Voru hughreystir eftir sigurinn á Dönum„Áhorfendur klöpp-
uðu bæði liðið og
hljómsveitina upp og ætl-
aði allt um koll að keyra
þegar piltarnir hneigðu
sig í lokin.
Björn Teitsson
skrifar frá Kaupmannahöfn bjorn@dv.is
Rífandi stemning Íslendingar skemmtu sér konunglega á vellinum og í Studentshuset.
Hneigðu sig Strákarnir tóku lagið á sviðinu.
Strákarnir hylltir Retro Stefson
kallaði ungmennaliðsdrengina á svið
og hughreysti þá. MyNDiR BJöRN TEiTSSoN
Íslendingar lögðu
undir sig Limafjörð
Tapa sem lið „Þetta var versti leikurinn okkar.“