Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Síða 2
2 | Fréttir 22. júní 2011 Miðvikudagur
Þann 8. júní síðastliðinn var til-
kynnt um sölu á helmingshlut
í Sjóklæðagerðinni hf. sem er
rekstrarfélag fataframleiðandans
66°Norður. Kaupandinn var fé-
lagið SF II, félag í rekstri hjá sjóða-
stýringarfyrirtækinu Stefni hf. sem
er dótturfélag Arion banka. SF II
er síðan í eigu Stefnis Íslenska at-
hafnasjóðsins (SÍA I), Helga Rúnars
Óskarssonar, núverandi forstjóra
Sjóklæðagerðarinnar, og Bjarneyjar
Harðardóttur, sambýliskonu Helga
Rúnars. Á heimasíðu Stefnis kem-
ur fram að á meðal sjóðfélaga SÍA
I séu margir af stærstu lífeyrissjóð-
um landsins.
Íslandsbanki fór áður með þriðj-
ungshlut í fyrirtækinu en kvik-
myndaframleiðandinn Sigurjón
Sighvatsson átti síðan tvo þriðju
í 66°Norður. Í janúar árið 2005
yfir tóku Sigurjón Sighvatsson og
tryggingafélagið Sjóvá-Almennar
66°Norður. Samkvæmt heimildum
var um svokallaða skuldsetta yfir-
töku að ræða sem alfarið var fjár-
mögnuð af Íslandsbanka sem var
„ráðgjafi kaupenda í kaupferlinu
og sá um þá fjármögunun sem til
þurfti“, eins og segir í tilkynningu
frá árinu 2005 þegar yfirtakan átti
sér stað.
Eftir að fjárfestingarfélagið Mile-
stone hafði alfarið yfirtekið Sjóvá
árið 2006 ákvað tryggingafélagið
fljótlega að losa sig við hlut sinn í
66°Norður. Keypti Íslandsbanki þá
hlut Sjóvár og hélt bankinn utan
um hann allt þar til tilkynnt var um
söluna á helmingshlut í 66°Norður
þann 8. júní síðastliðinn.
Í meirihlutaeigu félags á
Tortóla
Hlutur Sigurjóns Sighvatssonar
í 66°Norður er skráður á félagið
EGUS Inc. – félag sem stofnað var af
Eggerti Jónasi Hilmarssyni, þáver-
andi yfirmanni lögfræði- og skatta-
sviðs Kaupþings í Lúxemborg,
samkvæmt upplýsingum í Lögbirt-
ingablaðinu í Lúxemborg frá árinu
2003. EGUS Inc. er skráð til heimilis
í Road Town á eyjunni Tortóla sem
tilheyrir Bresku Jómfrúareyjunum.
Sigurjón staðfestir að félagið hafi
verið stofnað af Kaupþingi í Lúx-
emborg en vill að öðru leyti ekki tjá
sig nánar um það félag.
Líklega hafa fáir Íslendingar eins
mikla þekkingu og Eggert á stofnun
fyrirtækja á aflandseyjum. Algengt
fyrirkomulag hjá Kaupþingi í Lúx-
emborg sem og öðrum íslenskum
bönkum sem störfuðu þar í landi
fyrir bankahrunið var að eiga af-
landsfélög á „lager“ sem viðskipta-
vinir þeirra gátu síðan keypt. „Það
er mjög merkilegt að tveir þriðju
hlutar af 66°Norður, íslensku fé-
lagi sem stofnað var árið 1926, hafi
verið í eigu félags á Tortóla og eng-
inn hefur séð ástæðu til að segja frá
því,“ segir heimildarmaður sem DV
ræddi við.
85 ára gamalt félag
Sjóklæðagerð Íslands hf. var stofn-
uð árið 1926 og því er óhætt að
segja að fyrirtækið eigi sér langa
sögu en félagið heldur upp á 85 ára
afmæli sitt á þessu ári. Árið 1966
keyptu þeir Þórarinn Elmar Jensen
og Davíð S. Jónsson Sjóklæðagerð-
ina en þeir höfðu þá átt og rekið
fataframleiðandann Max frá árinu
1956. Tæplega 40 árum síðar, eða
árið 2004, fóru margir aðilar bæði
á Íslandi sem og erlendis að falast
eftir því að kaupa fyrirtækið. End-
aði það með því að Þórarinn Elm-
ar Jensen og synir hans, þeir Gestur
Már og Markús Örn, seldu fyrirtæk-
ið til Sjóvár og Sigurjóns Sighvats-
sonar.
„Þetta var keypt allt of dýru
verði. Fjölskyldan sem hafði átt fé-
lagið fékk í rauninni bara lottó-
vinning. Þau fengu rosalega hátt
verð fyrir fyrirtækið,“ segir heim-
ildarmaður sem DV ræddi við sem
þekkir vel til málefna 66°Norður. Á
þessum tíma voru skuldsettar yfir-
tökur sem fjármagnaðar voru af ís-
lensku bönkunum að hefjast fyrir
alvöru. Fullyrðir heimildarmaður-
inn að Sigurjón hafi ekki lagt fram
neitt eigið fé við yfirtökuna.
Umdeild sala fyrir
Íslandsbanka
Segja má að salan á hlut Íslands-
banka í 66°Norður eigi sér töluvert
langan aðdraganda. Fyrirtækjaráð-
gjöf Íslandsbanka auglýsti þriðj-
ungshlut sinn í 66°Norður til sölu
í október 2010 og hófst söluferlið
formlega þann 1. nóvember. Var
söluferlið opið öllum áhugasömum
fjárfestum sem töldust fagfjárfestar
en til að uppfylla það skilyrði þurfti
að sýna fram á 300 milljóna króna
eiginfjárstöðu.
Í lok desember í fyrra fullyrti
vefmiðillinn Eyjan að sala Íslands-
banka á þriðjungshlut í 66°Norður
væri á lokastigi. Búið væri að úti-
loka alla kaupendur nema einn.
Um svipað leyti sagði Halldór
Gunnar Eyjólfsson, þáverandi for-
stjóri 66°Norður, starfi sínu lausu.
Hann var ráðinn til 66°Norður
sumarið 2006 en á þeim tíma starf-
aði hann sem framkvæmdastjóri
hjá Sjóvá sem um svipað leyti seldi
þriðjungshlut sinn í 66°Norður til
Íslandsbanka. Fyrir það hafði hann
setið í stjórn 66°Norður fyrir hönd
Sjóvár.
Í febrúar síðastliðnum var Helgi
Rúnar Óskarsson ráðinn forstjóri
66°Norður. Hann var framkvæmda-
stjóri mannauðssviðs Glitnis frá
árinu 2006 og þar til bankinn fór í
þrot haustið 2008.
Sjö mánuðum eftir að Íslands-
banki auglýsti þriðjungshlut sinn í
66°Norður til sölu var tilkynnt um
kaupandann. Eins og áður kom
fram keypti Sjóðurinn SF II helm-
ingshlutinn sem er í eigu Stefn-
is Íslenska athafnasjóðsins (SÍA
I), Helga Rúnars Óskarssonar og
Bjarneyjar Harðardóttur, sambýlis-
konu hans. SÍA I er að stærstum
hluta í eigu stærstu lífeyrissjóða
landsins eins og áður kom fram.
Mjög undarlegt þykir að Íslands-
banki hafi ákveðið að hætta við að
selja þriðjungshlut sinn í 66°Norð-
ur í opnu söluferli en þess í stað
ákveðið að selja helmingshlut í fé-
laginu sjö mánuðum eftir að fyr-
irtækjaráðgjöf bankans auglýsti
þriðjungshlutinn til sölu. Eins og
áður sagði var Helgi Rúnar einn af
æðstu stjórnendum Glitnis fyrir
bankahrunið.
Bjarney Harðardóttir, sambýlis-
kona hans, kom einnig að kaup-
unum. Hún starfaði sem yfirmað-
ur markaðs- og viðskiptadeildar
Glitnis fyrir bankahrunið og var
síðan markaðsstjóri Íslandsbanka
þar til hún lét af störfum í nóvem-
ber í fyrra. Stuttu áður en Bjarn-
ey lét af störfum hjá Íslandsbanka
hafði DV sagt frá því að útlit væri
fyrir að verktakafyrirtæki sem hún
tengdist myndi fá hundraða millj-
óna króna afskriftir hjá Íslands-
banka. Um er að ræða félagið SÆ
14 .ehf. sem skuldaði Íslandsbanka
400 milljónir króna.
Snúningur hjá Helga og
Bjarneyju
Heimildarmaður sem DV ræddi við
segir að salan á hlutnum í 66°Norð-
ur hafi verið erfitt mál fyrir Íslands-
banka. Ástæðan sé sú að það sé al-
þekkt í viðskiptalífinu að erfitt sé að
vinna með Sigurjóni Sighvatssyni.
„Það gengur öllum illa að vinna
með Sigurjóni,“ sagði heimildar-
maður blaðsins. Því hafi fáir sýnt
því áhuga að kaupa þriðjungshlut í
66°Norður enda myndi slíkt eignar-
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is
Helmingur 66°Norður
í hendur Glitnistoppa
n Fyrrverandi yfirmenn hjá Glitni fengu að kaupa hlut Íslandsbanka í 66°Norður n Auglýst sem
opið söluferli n 50 prósenta hlutur Sigurjóns Sighvatssonar í 66°Norður í eigu félags á Tortóla„Bjarney Harðar-
dóttir, sambýlis-
kona hans, kemur einnig
að kaupunum. Hún starf-
aði sem yfirmaður mark-
aðs- og viðskiptadeildar
Glitnis fyrir bankahrunið
og var síðan markaðs-
stjóri Íslandsbanka þar
til hún lét af störfum í
nóvember í fyrra.
Staðan góð Að sögn Sigurjóns er
staða 66°Norður góð og hann leggur
áherslu á að fyrirtækið hafi ekki fengið
neinar afskriftir hjá Íslandsbanka.
MyNd RóBeRT ReyNiSSoN