Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Qupperneq 14
14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 22. júní 2011 Miðvikudagur Henda, gefa eða geyma? Að grynnka á í geymslum og skápum léttir ekki bara á heimilinu heldur einnig lundina. Á heimasíðu Leiðbein- ingarstöðvar heimilanna eru góð ráð um hvernig sé best að fara í gegnum skápa og geymslur. Þar segir að góð leið sé að byrja á því að flokka hlutina í þrennt, það sem má henda, gefa og geyma. Það sem fari í geymsluflokk- inn skuli sett í kassa og merkt með dagsetningu. Þremur til sex mánuð- um síðar sé innihald kassans tekið til skoðunar aftur og hafi ekki verið hreyft við hlutunum eða þeirra saknað í eitt til tvö ár, þá sé kominn tími til að láta þá fara. Það sé þó óþarfi að henda öllu en hægt er að gefa hlutina til góðra verka eða koma þeim í endurvinnslu. Við erum hvött til að muna eftir þeirri ágætisreglu að kaupa ekkert nýtt nema eitthvað annað gamalt fari í staðinn. Fékk afslátt vegna litarins n Lofið að þessu sinni fær golfbúðin Hole in One við Bæjarlind 14 í Kópa- vogi en afar sáttur viðskiptavinur vildi koma eftirfarandi að. „Búðin fær lof fyrir góða þjónustu en ég fór þangað um daginn til að kaupa golf- kerru sem ég hafði pantað. Þeir áttu þá bara eina eftir í lit sem þeim fannst ljótur svo að afgreiðslumaðurinn gaf mér 15 prósenta af- slátt af henni. Einnig er almennt góð þjónusta hjá þeim og afgreiðslu- fólkið spjallar við mann jafnvel þótt maður ætli ekki að kaupa neitt.“ Selja ekki eldri hleðslutæki n Lastið fær Nova en viðskiptavin- ur var með eins og hálfs árs gaml- an farsíma frá fyrirtækinu. Hann gat ekki keypt nýtt hleðslutæki fyrir símann þar sem hann var of gamall. Þetta fékk hann að vita þegar hann hringdi í þjónustuver fyrirtækisins til að athuga hvort hleðslutækið fengist ekki örugglega. Hann fékk því mis- vísandi upplýsingar frá þjónustuverinu áður en hann komst að því sanna að Nova býður viðskiptavinum sínum ekki upp á að kaupa fylgihluti fyrir eins og hálfs árs gömul símtæki frá fyrir- tækinu. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last E ld sn ey ti Bensín Dísilolía Algengt verð 235,9 kr. 237,9 kr. Algengt verð 235,7 kr. 236,7 kr. Höfuðborgarsv. 235,6 kr. 236,6 kr. Algengt verð 235,9 kr. 236,9 kr. Algengt verð 236,3 kr. 237,2 kr. Melabraut 235,7 kr. 236,7 kr. n Sósur á pylsur, hamborgara og pítur eru sannkallaðar fitusprengjur n Í 100 grömmum af kokteilsósu eru rúmlega 600 kaloríur n Íslendingar hafa aldrei verið feitari n Við þurfum að skera niður fituneysluna Remúlaði, kokteilsósa, hamborg- arasósa og pítusósa eru með því fitumesta sem við setjum ofan í okk- ur. Þetta eru kannski ekki ný vísindi en fæstir vita þó væntanlega að 84 til 95 prósent af þessum sósum eru fita. Tómatsósa og súrsæt sósa eru á hinn bóginn fitulitlar en nær ein- göngu búnar til úr sykri og því má deila um hvort sé hollara. Á heima- síðu Matvælastofnunar má finna lista yfir næringargildi matvæla en upplýsingar um innihald ýmissa sósa eru fengnar þaðan. Sumarið er loksins komið og Ís- lendingar farnir að huga að ferða- lögum og útilegum. Það sem ein- kennir ferðanesti í þeim ferðum er tilbúinn matur og einfaldur og sósur eru yfirleitt fyrirferðamiklar. Það er því vert að benda á hvílíkar hitaein- ingasprengjur eða sykursósur það eru sem við borðum daginn út og inn á ferðalögum. Þess má geta að upplýsingar um innihald sósanna eru fengnar af áðurnefndum lista og eru ekki tengdar ákveðnu vöru- merki. Auk þess er hægt að kaupa fituminni sósur en ekki er tekið tillit til þess hér. Safnast þegar saman kemur Fyrir utan feitasta majónesið þá eru það remúlaði og kokteilsósa sem eiga vinninginn í hitaeiningafjölda en báðar sósurnar eru yfir 95 pró- sent fita. Það má því ætla að neysla þeirra hafi mikil áhrif á þyngd þess sem borðar þær að staðaldri. Til að setja þetta í samhengi má hugsa sér manneskju sem borðar eina pylsu með öllu á viku allt árið. Segj- um sem svo að á einni pylsu séu 20 grömm af remúlaði sem gera 127,8 hitaeiningar en í 100 grömmum eru 639 hitaeiningar. Ein pylsa á viku í heilt ár með 127,8 hitaeiningum úr remúlaði gera 6.645 hitaeiningar á ári. Þar sem almennt er talað um að eitt kíló á kroppinum samsvari 7.000 hitaeiningum má segja að á einu ári borði manneskjan á sig um það bil kíló af fitu. Ef sama manneskja borðar tvær pylsur á viku og slepp- ir remúlaðinu kemur hún til með að spara líkamanum tvö kíló á ári. Hér skal skýrt tekið fram að þetta á einungis við um þegar því er sleppt að setja remúlaði á pylsuna. Svipað mætti reikna út fyrir aðrar pylsu sósur eða kokteilsósu sem er gjarnan borðuð með frönskum kart- öflum. Eitt kíló gæti virst vera frekar lág tala en eins og heilsusálfræðingur- inn Ragnhildur Þórðardóttir komst að orði í ágætum pistli: „Lítið + lít- ið + lítið er ekki lengur lítið“. Ef við tækjum saman allt það magn af feitum sósum sem við neytum á ári myndi kílóafjöldinn snarhækka. Stilla neyslu á fitu í hóf „Það er ekki mikið af óhollu mett- uðu fitunni í majónessósum og majónesi sem er gert úr olíu, eggjum og fleiru. Það er hins vegar mikið af hitaeiningum. Það þarf því að huga vel að magninu sem við neytum því fita er í eðli sínu orkurík,“ segir Elva Gísladóttir, næringarfræðing- ur hjá Landlæknisembættinu, að- spurð um hversu óhollar slíkar sós- ur séu í raun og veru. Hún segir að vert sé að muna að þótt hollusta fitu sé breytileg eftir tegund og uppruna sé öll fita jafnorkurík og því ráðlagt að stilla neyslu á fitu og feitum mat- vörum í hóf. Í Handbók um mataræði í fram- haldsskólum sem Lýðheilsustöð gaf út segir að feitar sósur sé und- antekningarlaust hægt að laga að hollustumarkmiðum með einföld- um breytingum. Til dæmis með því að búa þær til úr 5 0 prósent sýrð- um rjóma eða súrmjólk. Einnig megi blanda léttmajones til helm- inga með ab mjólk, súrmjólk eða 5 0 prósent sýrðum rjóma. Það er því óþarfi að laga allar kaldar sósur úr majón esi einu saman eins og sjá má í þessari kokteilsósuuppskrift sem má finna í Handbók fyrir skólamöt- uneyti, sem gerð er af Lýðheilsustöð: Holl kokteilsósa Léttmajónes 2 dl Súrmjólk 2 dl Sýrður rjómi (5-10%) 2 dl Tómatsósa 1 dl Sinnep 2 msk SkaðSemi SóSunnar Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is „Það er því vert að benda á hvílíkar hitaeiningasprengjur eða sykursósur það eru sem við borðum daginn út og inn á ferðalögum. Full af hitaeiningum Sósan gerir það að verkum að matvælin verða svo hitaeiningarík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.