Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Page 18
18 | Umræða 22. júní 2011 Miðvikudagur
„Jú, Casper er góður félagi
minn og gaf mér góð
ráð við þáttagerð-
ina.“
n Gestur Valur Svansson,
leikstjóri Tríós og vinur Caspers
Christensen í Klovn. – DV
„Ég les að ég sjái enga von
fyrir Ísland, ekki
eina einustu
nema Besta
flokkinn!“
n Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir ósátt um ummæli sem voru höfð
eftir henni á vefsíðu The Guardian. –
Smugan
„Bara svo lengi sem það
er ekki verið að tala hann
niður, því það gæti haft
vond áhrif á möguleika
okkar í kosningum.“
n Heiða Kristín Helga-
dóttir, framkvæmdastjóri
Besta flokksins, um
ummæli Guðfríðar Lilju. – DV
„Ég held að ég
hafi borðað
tvisvar þarna.“
n Nilli, fjölmiðlamaður og
fyrirsæta, er í nýjum Metro-bæklingi.
– DV
„Fínt að bögga félagana.“
n Davíð Guðbrandsson, leikari og nýr
blaðamaður Séð og Heyrt. – DV
„Mér finnst þetta vera
púlsinn á netinu í dag
frekar en Facebook.“
n Birgitta Jónsdóttir, þingmaður
Hreyfingarinnar og tvittari, sem var valin
einn af hundrað áhrifamestu einstakling-
unum á samskiptasíðunni Twitter af
tímaritinu Foreign Policy. – DV
Leiðari
Er Sjálfstæðis-
flokkurinn bestur
í Reykjavík núna?
„Já, hann er
upp á sitt besta
núna.“ segir
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir,
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks-
ins, en flokkurinn
mældist með 45%
fylgi í nýjustu
könnun Capacent.
Spurningin
Bókstaflega
Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar.
Ískaldur Jón
n Forsíða tímaritsins Mannlífs vakti
talsverða athygli þegar það kom út fyrir
nokkru. Á forsíðunni er mynd af Jóni
Ólafssyni vatnsútflytjanda, blautum í
fyrirmennaklæðnaði og með sólgler-
augu á nefinu. Forsíðufyrirsögnin er á
þá leið að Jón haldi „ískaldur“ á djúpið
við endurfjármögnun vatnsverksmiðju
sinnar í Ölfusi. Umfjöllunin um Jón inni
í blaðinu er svo gagnrýnislaus lofrolla
og hvítþvottur. Nú hefur Fréttablaðið,
sem Jón virðist hafa prýðilegan aðgang
að, greint frá því að Jón hafi lokið við
þessa endurfjármögnun. Stór hluti
hennar snýst um að skuldum félagsins
er breytt í hlutafé og eiga Jón og sonur
hans ekki lengur meirihluta í félaginu.
Jón nær hins vegar að stilla endur-
fjármögnuninni upp eins og hún sé
eingöngu jákvæð fyrir hann. Vatns-
bóndinn er því sannarlega ískaldur og
gleypa sumir fjölmiðlar gagnrýnislaust
við spuna hans.
Vinatengslin dýrmæt
n Líkt og DV hefur greint frá upp á
síðkastið eru tengsl fjárfestingarfélags
Róberts Wessmann, Salt Investments,
og Sparisjóðabankans, Icebank,
meiri en talið hafði verið. Dótturfélag
Salts var þannig notað árið 2007 til
að taka yfir þrjú félög sem voru í eigu
stjórnenda Icebank sem höfðu fjárfest
í hlutabréfum í bankanum. Félögin
þrjú áttu 5,6 prósent í bankanum og var
óheppilegt fyrir fyrirtækið að halda utan
um þennan hlut sjálft. Svo virðist sem
Salt hafi tekið þátt í viðskiptunum með
verulegan fjárhagslegan ávinning í huga
og lykta þau af markaðsmisnotkun, líkt
og DV hefur greint frá. Í viðskiptunum
hefur ekki spillt fyrir að Árni Harðarson,
forstjóri Salt Investments, og Agnar
Hansson, þáverandi forstjóri Icebank,
munu vera góðir vinir.
Beðið eftir Jóni Ásgeiri
n Ýmsir bíða nú spenntir eftir því
hvort Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir
standi við þau orð sín að stefna Birni
Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, fyrir
meiðyrði. Í bók sinni um Baugsmálið
varð Birni það á að segja að Jón Ásgeir
hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt í mál-
inu. Sannleikurinn er hins vegar sá að
Jón Ásgeir var dæmdur fyrir bókhalds-
brot. Þegar Björn komst að þessum
mistökum bað hann Jón Ásgeir afsök-
unar á rangfærslunni. Jón Ásgeir sagði
afsökunarbeiðnina hins vegar engu
skipta og sagðist ætla að stefna Birni.
Enn hefur ekkert heyrst af stefnunni og
verður fróðlegt að sjá hvort Jón Ásgeir
láti sér afsökunarbeiðnina nægja eða
hjóli í Björn.
Gunnar Smári í ham
n Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður
og nýr formaður SÁÁ, hefur ekki setið
auðum höndum frá því tilkynnt var
að hann hefði verið kjörinn formaður
SÁÁ í lok síðasta mánaðar. Hann hefur
meðal annars beitt sér í umræðunni um
misnotkun á rítalíni og átt í orðaskaki
við vert á knæpu í Reykjavík út af þrifn-
aðarmálum í miðborginni. Fátt virðist
því vera Gunnari Smára óviðkomandi
í nýja starfinu. Formaðurinn nýi ætlar
greinilega að láta til sín taka á þessum
nýja vettvangi sínum enda yfirleitt
gustað í kringum Gunnar Smára í
gegnum tíðina og hann vakið athygli og
jafnvel verið umdeildur. Þá hefur ekki
skipt máli hvort Gunnar Smári hefur
verið blaðamaður, ritstjóri, álitsgjafi eða
forstjóri hjá Baugsfyrirtæki.
Sandkorn
TryGGvaGöTu 11, 101 reyKjavíK
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
HundaHatur
Sífellt fleiri virðast fyllast hunda-hatri í höfuðborginni. Skilti sem banna frjálsa göngu hunda
spretta upp eins og gorkúlur á græn-
um svæðum borgarinnar. Umræðan
útmálar hundinn sem ofbeldisfullan
og stimplar hann sem óæskilegan.
Borgin er uppfull af hundarasisma.
upphafið að yfirstandandi haturs-bylgju gegn hundum má rekja til þess að hundur stökk á bréfbera
í Mosfellsbæ og beit hann, þannig að
bréfberinn datt og braut á sér fótinn.
Ástæðan fór kannski ekki svo hátt.
Hundurinn veit ekkert mikilvægara
í heiminum en að vernda fjölskyldu
sína. Þegar ókunnugir koma og skjóta
aðskotahlutum inn á heimili fjölskyld-
unnar býst hundurinn til varnar.
Stundum er það þannig að eigand-
inn bregst hundinum og kennir
honum ekki að halda aftur af sér.
Það eru ekki til vondir hundar, bara
vondir hundaeigendur.
Það sama gildir um hunda og menn að misjafn sauður er í mörgu fé. Þannig eru langflest-
ir hundar hvers manns hugljúfi. En
rétt eins og hjá mönnunum er einn
og einn hundur fífl.
Herferðin gegn hundinum er hafin. Chihuahua-hundur þótti svo mikil ógn í Voga-
hverfinu í Reykjavík á dögunum að
hundafangari hirti hann úr höndum
nágrannakonu eigandans. Hundur-
inn hafði sloppið yfir í næsta garð,
og væntanlega valdið Godzilla-legri
ógn og skelfingu á leiðinni. Í athuga-
semdakerfi DV undruðust flestir að
umsjónaraðili hundsins kvartaði
undan 30 þúsund króna sektinni.
Hundurinn hefði jú sést laus.
Þetta á kannski ekki að þurfa að koma á óvart. Hundar eru bannaðir í Reykjavík. Þeir
hundar sem fá að vera í borginni eru
á undanþágu. Síðan hundabannið
tók gildi hefur verið þrengt meira
og meira að hundinum. Allt byggir
þetta á því að hundar séu gagnslaus
og tilgangslaus óþarfi, sem veldur
öðrum óþægindum, ekki síst þegar
þeir hlaupa að fólki á útivistarsvæð-
um. Það er satt. Margir hundar vilja
hlaupa að fólki og faðma það að sér,
að hætti hunda. Hundar eru einstak-
ar félagsverur, uppfullir af kærleika.
Streita er einn helsti banavaldur fólks í nútímanum. Eitt öflug-asta móteitrið gegn henni er
félagsskapur. Þeir sem hafa ekki
félagsskap eru líklegri til að deyja
yngri en aðrir. Rannsóknir hafa sýnt
að þeir sem hafa ekki félagsskap
fólks geta orðið fyrir sömu jákvæðu
áhrifunum af félagsskap hunda.
Mælingar hafa sýnt að einkenni
kvíða minnka töluvert þegar hundur
er nærri. Fyrir sumum er hundurinn
besti vinur mannsins. Og það skiptir
máli þegar einmanaleikinn getur
drepið.
Það eru 400 milljónir hunda í heiminum. Hundar gegna margs konar hlutverki í samfé-
lagi manna. Þeir hjálpa blindum að
rata. Hundar hafa bjargað börnum
frá drukknun og fjölskyldum frá
bruna.
Hundar bjarga lífum á hverj-um degi, án þess að talað sé um það. Rannsóknir sýna að
hundaeigendur lifa lengur en aðrir
og eru bæði með betri andlega og
líkamlega heilsu. Fólk sem lendir í
snjóflóðum á sér oft þá einu von að
hundur þefi það uppi. Og það gerist.
Hundurinn hefur lifað 15 þúsund
ár með manninum og bjargað fólki
í gegnum alls kyns hremmingar fyrr
og nú. Getur verið að 15 þúsund
ára félagsskap sé að ljúka vegna for-
dóma?
Fólk sem meiðir börnF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
Margrét Müller rannsökuð:KENNARINNSEM KVALDIBÖRN
20.–21. júní 2011 69. tbl. 101. árg. leiðb. verð 429 kr. Mánudagur og þriðjudagur
kalli BjarniaFturFYrir dÓM
Félag rÓBerts í Misnotkun
á 110% leiðinni
glannar græða
LANDSLIÐIÐDJAMMAÐIEFTIR
SIGURINNn „Áfram ísland“ ómaði fram á nótt
KVARTAR UNDANhÖRKU hUNDA- FANGARA
Verðlauní skuggauppsagna
Óvænti þingmaðurinn
Framsóknarkonan Eygló Harðardóttir:
n „Ég hélt nú ekki“ n Einkennilegir tímar n Vildi fjóra
ráðherra fyrir dóm n „Valdinu verður að fylgja ábyrgð“
n nemendur landakotsskóla
takast á við afleiðingar andlegs ofbeldis n „ég er enn svo reiður“ n „allir vissu hvernig hún
var en enginn gerði neitt“
Fréttir 2–3
Fréttir 12
Fréttir 4
Neytendur 14–15
Sport 24
hENTI SéR NIÐUR úR TURNI SKóLANS
Viðtal
Fréttir 10
Fókus 20
22–23
Þ
etta telur á hverjum degi. Börn
eru beitt ofbeldi og beita síð-
ar ofbeldi sjálf. Þetta er víta-
hringur í samfélaginu sem
hefur stöðugar afleiðingar. Fullorðnir
og börn verða fyrir ofbeldi og öðrum
glæpum vegna þess að börn voru beitt
ofbeldi. Andlegu kvölina sem ofbeldi
veldur fólki má smætta niður í sam-
félagslegan kostnað.
Rannsókn á níu þúsund grunn-
skólabörnum, sem Bryndís Björk Ás-
geirsdóttir lektor í sálfræði kynnti í síð-
asta mánuði, sýndi fram á sterka fylgni
milli þess að barn verði fyrir kynferðis-
ofbeldi og að barn fremji glæpi, neyti
vímuefna og skaði sjálft sig. Lengi vel
var talað um vanlíðan barna og kyn-
ferðisofbeldi sem tilfinningamál. Líkt
og ofbeldið hefði fyrst og fremst til-
finningalega vídd, eins og það varðaði
helst góðmennsku að taka á slíkum
málum. Í umræðunni, og jafnvel inn-
an fjölmiðla, var gerður greinarmunur
á mjúkum og hörðum málum. Hörðu
málin vörðuðu sjávarútveg, stjórn-
málalífið og slíkt. Mjúku, og kannski
kvenlægu, málin voru það sem við-
kom börnum og annað sem þótti ekki
varða lífsafkomu þjóðarinnar. En or-
sakasamhengið kemur betur og betur
í ljós eftir því sem umræðan opnast.
Hin hefðbundna, karllæga sýn á
þessi mál er röng. Enn eimir hins veg-
ar eftir af henni. Oft er látið eins og
útgjöld til leikskóla og skóla séu lúx-
usútgjöld; skólar séu fyrst og fremst
nauðsynlegar geymslur fyrir börnin á
meðan foreldrarnir búi til peninga. Að
starfsfólk í skóla sé í mjúkri vinnu, sem
skili engum arði, en sem beri að sýna
skilning, þótt það sé auðvitað fjárhags-
leg frelsissvipting að borga fyrir ann-
arra manna börn. Þegar niðurskurð-
arhnífurinn fer á loft fer hrollur um
skólastarfsmenn. Þeir vita hvert hnífn-
um verður fyrst beint.
Vitundin um raunverulegt mikil-
vægi uppeldis er sífellt að verða skýr-
ari. „Mannauður“ er ekki innantómt
orð, þótt það sé oft notað í innantóm-
um setningum. Orðið er tilraun til að
gefa heilbrigðum, frjóum og starfandi
borgurum gildi í umræðu um fjármál
og hagfræði. Það er liður í því að ná
utan um hið flókna orsakasamhengi,
sem teygir sig frá góðu uppeldi til hag-
vaxtar. Verðmætasköpun veltur sí-
fellt meira á sköpunargáfu og andlegu
heilbrigði, en stöðugt minna á líkam-
legri vinnu. Hagvöxtur sprettur ekki
fullskapaður upp úr stíflum eða fjár-
málagjörningum. Hann er ræktaður,
og það að stórum hluta með heilbrigð-
um uppvexti barna.
Við þurfum að geta alið af okkur
börn sem beita gagnrýninni og frjórri
hugsun, sem hafa sterka sjálfsmynd,
en ekki á kostnað annarra; börn sem
hafa stjórn á eigin lífi og beita ekki
börnin sín ofbeldi. Fólk eins og Mar-
grét Müller, kennari í Landakotsskóla,
sem beitti börn alvarlegu andlegu of-
beldi í áraraðir, gekk gegn þessu mikil-
væga hlutverki.
Fólk sem byggir upp börn hef-
ur líka hagrænt gildi, þótt afrakstur-
inn komi ekki allur fram strax, heldur
í margfeldi á hverjum degi í lífi hvers
barns og þeirra sem þau hafa áhrif á.
En hugsunin er víða enn að það sé dýrt
og óhagkvæmt að sá fræjum, en gróða-
vænlegt að uppskera. Þetta er hugsun
þeirra sem vilja bara uppskera en ekki
sá.
Stór orsök fyrir auknum útgjöld-
um og glötuðum tekjum í hagkerfinu
Íslandi eru börn sem voru meidd og
villtust þess vegna af leið. Hin sorg-
lega staðreynd er að fólkið sem meiðir
börn er iðulega börn sem voru meidd
og var ekki bjargað.
„Hin hefðbundna,
karllæga sýn á
þessi mál er röng.
Svarthöfði