Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Page 20
20 | Fókus 22. júní 2011 Miðvikudagur
Frábær skemmtun út í gegn
Myndin fjallar um vinkonurnar
Annie og Lillian sem hafa verið
bestu vinkonur frá því þær voru litl-
ar stelpur. Ástarmál þeirra beggja
hafa verið frekar misheppnuð en
lukkan virðist vera að snúast Lillian
í hag. Hún hefur fundið stóru ástina
og þau ætla að gifta sig. Hún gerir
Annie að aðalbrúðarmey sinni og út
frá því spinnst söguþráður myndar-
innar. Fleiri brúðarmeyjar bætast í
hópinn og þær lenda í ýmsum æv-
intýrum. Brúðarmeyjahópurinn er
einstaklega vel heppnaður og pers-
ónusköpunin er frábær. Hópurinn
skartar óþolandi fullkomnu týp-
unni, þreyttu þriggja barna móð-
urinni sem er algjör glyðra, rólegu
nördatýpunni, misheppnaða bak-
aranum og svo uppáhaldinu mínu,
feitu og fyndnu týpunni. Hún er al-
gjörlega frábær karakter. Ég var
ekki með neinar sérstakar vænting-
ar þegar ég fór á myndina. Ég hafði
heyrt utan að mér að myndin væri
góð en ég gerði mér engan veginn
grein fyrir því hversu góð hún væri.
Það er langt síðan það kom almenni-
leg grínmynd og hvað þá sem skartar
konum í nánast öllum aðalhlutverk-
um. Þetta er einstaklega vel heppn-
uð mynd og bíómiðinn er hverrar
krónu virði. Leikkonurnar eru all-
ar frekar óþekktar og þetta er frum-
raun þeirra flestra í aðalhlutverk-
um á stóra tjaldinu. Þær standa sig
allar með prýði og skila sínu vel. Ég
fann ekki marga galla við myndina,
helst kannski að hún missir aðeins
flugið á ákveðnum punkti og verð-
ur hæg en það samt eiginlega kem-
ur ekki að sök. Salurinn engdist um
af hlátri nánast allan tímann og ég
var þar engin undantekning. Frábær
skemmtun út í gegn.
Ég hef oft staðið mig að því þegar ég
hlusta á djasstónlist að vilja heyra
kontrabassann leika meira áberandi
hlutverk í músíkinni. Þetta á bæði við
þegar um er að ræða tónlist sem er
kennd við bassaleikara, til að mynda
eins og í tilfelli Daves Holland eða
Charlies Haden, og eins þegar bass-
inn á að vera í meira aukahlutverki í
tónlistinni. Bassinn er oft bara í bak-
grunninum en ekki forgrunninum
og bassaleikurunum er ekki ætlað að
láta ljós sitt skína um of með sólóum
og öðrum tilburðum. Bassinn er oft
og tíðum fyrst og fremst bakgrunns-
og ryþmahljóðfæri en ekki einleiks-
tæki. Stundum sakna ég þess því ein-
faldlega að fá ekki meiri kontrabassa í
djassi.
Á nýjustu plötu Tómasar R. Ein-
arssonar, Streng, er hins vegar nóg af
kontrabassa. Bassi Tómasar er í að-
alhlutverki í öllum tólf lögunum á
plötunni. Eini undirleikurinn við
bassa Tómasar R. er lágstemmt slag-
verk Matthíasar Hemstock og ýmiss
konar vatnshljóð úr íslenskri náttúru
sem tekin voru upp í Húnaflóa og
Dalasýslu, þaðan sem Tómas R. er
ættaður. Slagverkið og vatnshljóð-
in gefa plötunni sérstakan og ró-
lyndislegan blæ. Bassinn er þó það
sem platan snýst um en slagverkið
og vatnshljóðin eru í aukahlutverki;
aukahlutverki sem þó er afar mikil-
vægt þar sem fullberangurslegt væri
að vera bara með bassa í lögunum,
platan er nógu lágstemmd og mini-
malísk fyrir.
Þetta er fyrirtaks plata hjá Tómasi
R. Margar af bassalínunum hjá hon-
um eru fallegar og grípandi. Platan er
persónuleg þar sem Tómas gefur sér
lausan tauminn og ber hana uppi
með leik sínum og tilfinningu. Lögin
Halldórshús og Til Ástríðar – Tómas
tileinkar Ástríði dóttur sinni plötuna
en hún lést af slysförum í fyrra – eru
einna eftirminnilegust af verkunum
á plötunni sem saman mynda þétta
heild. Platan rennur ljúflega áfram á
sefandi hátt eins og þægilegur helgar-
dagur – ekki er slæmt að liggja á melt-
unni og lesa við hana.
Með hljómdisknum fylgir DVD-
diskur þar sem hægt er að horfa á
hreyfingu vatnsins sem notað er í
undirleikinn á Streng en hreyfing
þess var fest á filmu um leið og hljóð-
ið var tekið upp. Auk þess fylgir plöt-
unni rúmlega 30 síðna myndskreyttur
bæklingur þar sem Tómas skrifar um
skyldmenni sín sem bjuggu í þeim
sveitum þar sem vatnshljóðin eru tek-
in upp. Plata Tómasar er því í reynd
persónuleg í margs konar skilningi.
Tónlistarinnar á plötunni má því njóta
á að minnsta kosti tvo vegu: Með upp-
töku af vatnsföllunum eða án. Sama
hvor leiðin er farin þá er Strengur
veisla fyrir þá sem hafa gaman af því
að hlusta á fallegan og róandi bassa-
leik með sérstæðu kryddi.
Hljómplata
Ingi Freyr
Vilhjálmsson
Strengur
Tómas R. Einarsson
Útgefandi: Blánótt ehf.
Bassaveisla
Jamie Cullum
í Hörpu
Jamie Cullum verður á tónleikum í
Hörpu þann 23. júní í Eldborg. Jamie
Cullum hefur lengi verið með allra
vinsælustu tónlistarmönnum Bret-
lands og árið 2003 var hann þegar
orðinn söluhæsti djasstónlistar-
maður þar í landi. Jamie Cullum er
ásamt Noruh Jones og Díönu Krall
talinn frumkvöðull í því að brúa
bilið á milli djasstónlistar og nútíma
popptónlistar.
Þuríður og
Vanir menn
Í nóvember 2005 steig Þuríður á
svið í Salnum og hélt upp á 40 ára
söngafmæli sitt. Nú ætlar hún að
stíga aftur á svið og rifja upp í tali
og tónum ríflega 45 ára feril. Með
Þuríði spilar hljómsveitin Vanir
menn sem er skipuð þeim Birgi
Ingimarssyni, Leó R. Ólasyni og
Magnúsi Guðbrandssyni.
Grímur Sigurðsson hefur bæst í
hópinn af þessu tilefni.
Sérstakur gestur verður Jóhann
Vilhjálmsson. Á tónleikunum
verður flutt úrval dægurlaga sem
hljómað hafa í óskalagaþáttum
útvarps, á dansleikjum, í Lídó, á
Röðli, í Sigtúni, á Hótel Sögu og
víðar.
É
g verð að viðurkenna að ég varð
töluvert spenntur fyrir nýjustu
plötu Bubba Morthens, Ég trúi
á þig, eftir að hafa lesið bloggið
hans þar sem hann rakti tilurð henn-
ar og greindi frá tónlistarfólkinu sem
spilar á henni. Þar voru á ferð einstak-
ir fagmenn sem Bubbi var að vinna
með og ekki annað hægt en að verða
smá spenntur. Auk þess ætlaði Bubbi
að reyna við sálartónlist.
Bubbi fer nokkuð troðna slóð með
því að snúa sér að þeirri tónlistar-
stefnu, en það er ekkert að því enda
viðurkennir hann það fúslega í ræðu
og riti þar sem hann hefur talað um
áhrif tónlistarmannsins og upptöku-
stjórans Marks Ronson. Ronson vann
meðal annars að hinni frábæru plötu
Back to Black með söngkonunni Amy
Winehouse sem kom út fyrir tæpum
fimm árum. Á plötunni er sótt í sálar-
tónlist sjöunda áratugs síðustu ald-
ar og naut hún mikillar velgengni,
og fylgdu nokkrir listamenn í fótspor
Winehouse.
Á plötunni hans Bubba leika Sól-
skuggarnir svokölluðu stórt hlutverk.
Útsetningarnar á lögum Bubba eru
margar hverjar mjög góðar og allur
hljóðfæraleikur er fantagóður. Plat-
an hljómar mjög vel og er öll vinnsla
hennar til fyrirmyndar. Bassa- og
trommuleikurinn er einstaklega
þéttur og raddútsetningar mjög fag-
mannlegar, sem og blásturinn. Það
síðasta sem hægt er að setja út á
þessa plötu er tónlistarflutningurinn
sjálfur, hann er hreint út sagt frábær.
Það sem er hægt að setja út á er
eiginlega voðalega fátt ef rýna á til
gagns. Ég get þó sagt það að plat-
an stóðst ekki alveg mínar vænt-
ingar til hennar. Ég kannski bjóst við
of miklu eftir að hafa heyrt Bubba
tala svona vel um hana. Hljómsveitin
nær „fílingnum“ sem þarf til að flytja
svona tónlist mjög vel en ætli það sé
ekki helst að lagasmíðarnar sjálfar eru
ekki alveg nógu sterkar, að mínu mati.
Bubbi hefur svo sannarlega sýnt það í
gegnum árin að hann kann að semja
góð lög og lögin eru alls ekki slæm á
þessari plötu. Það vantar bara eitthvað
í lögin þannig að þau nái til mín pers-
ónulega.
Það fær mig þó aldrei til að segja að
þessi plata sé slæm, þvert á móti. Mér
finnst hún vera prýðilegt verk sem
hægt er að mæla með fyrir áhuga-
sama. Lögin sem bera af eftir nokkrar
hlustanir hjá mér eru Háskaleikur, Blik
þinna augna og Sól. Þá mun ég hér eft-
ir alltaf raula „bi-bi-bi-bi-bi-biðraðir“
næst þegar ég lendi í röð eftir að hafa
heyrt lagið Biðraðir og bomsur.
Sú tilraun Bubba að gefa út sálar-
plötu finnst mér skemmtileg þótt plat-
an hafi ekki alveg verið fullkomin.
„Fílingurinn“
til staðar
Hljómplata
Birgir
Olgeirsson
Ég trúi á þig
Bubbi Morthens
Útgefandi: Sena
Bíómynd
Viktoría
Hermannsdóttir
Bridesmaids
IMDb 7,7 RottenTomatoes 89% Metacritic 75
Leikstjóri: Paul Feig
Handrit: Kristen Wiig og Annie Mumolo
Leikarar: Kristen Wiig, Terry Crews, Jessica
St. Clair og Maya Rudolph
125 mínútur