Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2011, Qupperneq 23
viðtal | 23Miðvikudagur 22. júní 2011 hugsaði ég: Bíddu, hvað á ég að gera? Á ég að fara heim með skottið á milli lappanna og segja fjölskyldunni að þetta hafi ekki gengið. Ég vissi ekk- ert hvað ég ætti að gera. Maður er bara að reyna að komast aftur inn í eitthvert eðlilegt horf. Ég hafði aldrei verið ólögleg í Bandaríkjunum áður, aldrei.“ Þegar þessi leið gekk ekki leit- aði hún nýrra leiða. Var ekki á góðum stað í lífinu Linda segist ekki hafa verið á góðum stað á þessum tímapunkti í lífi sínu. „Ég var ekkert á góðum stað, hvorki sálarlega né tilfinningalega, á þess- um tíma. Ég var að hætta með kær- astanum í Kaliforníu. Það var svona svolítið djammtímabil á manni, ég var nýskilin og það var allt ein- hvern veginn að gerast á sama tíma. Dóttir mín að flytja aftur út og bara beið eftir að ég kæmi. Ég var und- ir pressu að standa mig. Yngri dótt- ir mín var á Íslandi og beið eftir því hvort við myndum flytja út eða ekki. Sem móðir þá vill maður redda öllu. Þannig að ég hugsaði bara: Ég verð að gera eitthvað. Ég hef alltaf verið úrræðagóð og er alin þannig upp.“ Linda bjó á þessum tíma á hóteli í Kanada og byrjaði að umgangast fólk sem hún þekkti lítið. „Ég var í kring- um eitthvert fólk sem ég varla þekkti, bjó á hóteli og ég var bara í einhverri krísu.“ Hún kynntist fólki sem kynnti fyrir henni auðvelda leið til að kom- ast yfir til Bandaríkjanna. „Þau sögðu mér að þau væru ekki með neina áritun því þau væru á sakaskrá en vissu hvað væri hægt að gera til að komast yfir. Við förum alltaf svona yfir, sögðu þau.“ Þau kynntu hana fyrir Indian Ex- press eða indíánahraðlestinni. Linda segir það vera helstu smyglleiðina frá Kanada og yfir til Bandaríkjanna. Það hafi hún hins vegar ekki vitað á þess- um tíma. Fór ólöglega á spíttbát til Bandaríkjanna „Þetta var svona indíánasvæði sem er friðað og yfirvöld mega ekki fara þangað nema að vera með einhverja heimild. Þetta eru kanadískir indí- ánar sem fólk borgar til að komast yfir til Bandaríkjanna. Ég spurði þá hvort þetta væri öruggt. Þeir sögðu að þetta væri ekkert mál, tæki bara 10 mínútur og þá væri ég komin yfir. Ég sagði þeim að ég vildi ekki vera ólögleg þarna en þeir sögðu: „Þú ferð bara yfir og gengur frá þín- um málum og kemur svo aftur.“ Það var það sem ég ætlaði að gera. Þetta er stærsta smyglsvæðið frá Kanada yfir til Bandaríkjanna. Fólk, dóp og bara hvað sem er. Þetta er í raun opið svæði að fara í gegn. Þetta er leiðin sem flestir ólöglegir innflytjendur fara. Þeir borga indíánunum fyrir. Þú ferð í bát frá einni höfn til ann- arrar. Það er engin lögregla eða neitt þarna. Þetta var bara eins og í ein- hverri James Bond-mynd, ég fór í bát með manni með grímu og byssu og svo bara búmm, var ég komin yfir,“ segir Linda sem hélt þá að hún væri sloppin yfir til Bandaríkjanna. Það reyndist þó ekki raunin. Vinurinn kjaftaði frá Linda hafði fengið vin sinn til að taka farangurinn hennar með sér yfir landamærin þar sem það var ekki pláss fyrir hann í bátnum. Hún beið á hóteli hinum megin við landamærin eftir að vinurinn kæmi með töskurnar hennar. Vinur hennar var hins vegar stoppaður í landamæraeftirliti þar sem farið var í gegnum farangurinn hans. „Þeim fannst grunsamlegt að hann væri með svona mikinn kven- fatnað í bílnum. Hann segir að kær- asta sín eigi þetta. Þeir trúðu honum ekki og brutu hann niður. Þeir kunna alveg að brjóta fólk niður sérstaklega ef það er ekki krimmar og kann ekki að ljúga, þá brotnar fólk alveg niður. Hann brotnaði og sagði allt. Sagði hvar ég væri, hvað ég hefði verið að gera og að ég væri ólögleg.“ Linda beið á hótelinu eftir vin- inum sem aldrei kom. Í staðinn var bankað á dyrnar hjá henni og þar á ferð voru lögreglumenn. „Ég var virkilega hrædd. Maður hefur aldrei lent í neinu svona. Þetta var ekkert létt ákvörðun, stundum tekur mað- ur bara ranga ákvörðun fyrir það sem maður telur að muni skila réttri niðurstöðu. Ég réttlætti þetta í hug- anum með því að ég hefði verið að fara út af dóttur minni, ég væri að fara að redda þessu.“ Vissi að hún væri að brjóta af sér Linda segist strax hafa gert sér grein fyrir því hvað hún hefði gert. Enda vissi hún allan tímann að þetta væri ekki löglegt. „Auðvitað vissi ég allan tímann að þetta væri ólöglegt.“ Hún ber lögreglumönnunum sem hand- tóku hana vel söguna. Segir þá hafa verið viðkunnanlega en gert henni grein fyrir því að hún hefði brotið af sér. „Þau sögðu mér að þau myndu fara með mig fyrir dómara og sögðu mér að ég væri ekkert í góðum mál- um því ég hefði vitað að þetta væri ólöglegt. Mér hefði verið neitað um að koma inn í landið sex mánuðum fyrr þannig að ég væri að fara að fá kæru fyrir að fara ólöglega inn í land- ið. Sem er náttúrulega bara dómur,“ segir hún alvarleg er hún rifjar upp þennan örlagadag í lífi sínu. Sá útidyrnar og hljóp út „Ég var bara skíthrædd, skalf bara og var í handjárnum og allt. Ég fór þarna í lögreglubílnum og maður var nátt- úrulega bara alveg rosalega hrædd- ur. Þau fóru með mig í dómhúsið í þessum litla bæ, Plattsburgh.“ Þar fór hún fyrir dómara sem sagði við hana að hún gæti verið að horfa fram á tveggja ára dóm. Þá hrundi heimur Lindu. „Ég var bara í sjokki með gíf- urlega innilokunarkennd. Var búin að sitja í einhverjum klefa fyrst, búin að vera handjárnuð og maður er náttúrulega ekkert með sjálfum sér. Maður er hræddur og þetta er svo óraunverulegt. Þetta er bara eins og í einhverri bíómynd. Ég sat þarna á ganginum og lögreglumaðurinn sem var með mér vorkenndi mér svo. Ég sat bara og grét og brotnaði gjör- samlega saman. Ég var ekki sett í handjárn og sat bara frammi á gangi og átti að bíða. Þegar ég sat þarna þá bara helltist þetta allt yfir mig í einu. Ég fékk bara þvílíkt kvíðakast í bland við innilokunarkennd og auk þess hafði ég verið að drekka áfengi kvöldið áður og var líka í algjöru sjokki. Þá horfði ég og sá útidyrnar og bara hljóp út. Lögreglumaðurinn var bara eitthvað að tala í símann og ég bara fór.“ Linda segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún væri að gera, hún vildi bara komast burt. Ætlaði að komast út úr bænum „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Maður tekur svona ákvörðun út frá ótta og síðan var ég með gífurlega innilokunarkennd. Ég var nýbúin að hringja í dóttur mína og segja henni að ég væri komin yfir landamærin. Síðan var ég bara að hlaupa og eina hugsunin var að komast aftur yfir landamærin. Ég vissi ekkert hvar ég var. Linda faldi sig í görðum og í ein- um garðinum komu lögreglumenn með hunda inn í garð og Linda faldi sig undir sólpalli. „Hundurinn kom alveg að mér og þefaði af mér en lét ekki vita. Ég lokaði bara augunum. Síðan fóru þeir í næsta garð og ég fór áfram. Ég ætlaði mér að komast út úr bænum.“ Bensínafgreiðslumaður kjaftaði frá Þegar hún kom út úr bænum þá gekk hún eftir hraðbrautinni í um það bil tvo tíma þangað til hún kom að bensínstöð. Alls staðar í kringum hana voru lögreglumenn að leita að henni. „Þegar ég var búin að vera á flótta í einhverja fjóra til fimm tíma þá gekk ég inn á bensínstöð og ætl- aði að nota salernið þar. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það væri búið að fjalla um strokið í sjónvarpinu í þessum smábæ. Ég fór á salernið og ætlaði að finna út hvar ég væri og hvað ég myndi gera. Ég velti því fyr- ir mér að segja þeim að koma að ná í mig þangað. Þetta væri bara bull. Þegar ég kom fram áttaði ég mig á því að maðurinn í afgreiðslunni hafði þekkt mig og hringt á lögregluna. Þá beið ég bara, þá vissi ég að þeir væru að koma að ná í mig,“ segir hún. Allir í fangelsinu þekktu hana Þá var farið með Lindu í fangelsi bæjarins. Þar þekktu hana allir enda lítill bær og allir höfðu fylgst með fjölmiðlaumfjölluninni um strok hennar úr dómhúsinu. „Allar kon- urnar í fangelsinu horfðu á mig og ég skyldi ekkert í þessu. Ég var þvílíkt fræg í bænum. Fékk besta lögfræð- inginn og allt,“ segir Linda og hlær. Hún dvaldi í bæjarfangelsinu í tvo mánuði. Það var ekki slæm dvöl að hennar mati. Næst var hún færð í rík- isfangelsið. „Það var hræðilegt fang- elsi. Það var eins og einhverjar fanga- búðir. Þegar ég kom þangað þá voru þar eiturlyfjaneytendur, vændiskon- ur og allt þar á milli.“ Þar var hún þar til dæmt var í máli hennar. Þá var hún send í annað fangelsi. „Þar byrjaði uppbygging. Þá gat ég loksins andað. Þá var ég búin að sætta mig við þetta og ákvað að gera eins gott úr þessu og mögulegt væri. Þar fékk ég að fara í líkamsrækt og til sálfræðings einu sinni í viku.“ „Mitt eðli að hlaupa“ Hún segir fjölskyldu sína hafa ver- ið mjög hrædda þegar hún heyrði af handtökunni og svo strokinu. „Auð- vitað voru þau í sjokki. Ég gat alveg hringt í þau þegar ég var komin í fangelsið sem ég fór í eftir að ég var dæmd en talaði við þau í gegnum sendiráðið þar áður.“ Hún segir þetta hafa tekið á þau öll. Sérstaklega dæt- ur sínar tvær. „Þetta var náttúrulega rosalega erfitt tímabil fyrir þær, en þær eru sterkar og duglegar stelp- ur sem vissu að mamma þeirra væri enginn asni og myndi koma ágæt- lega út úr þessu. Maður náttúrulega verður bara að ákveða það. Þetta er bara lífsreynsla sem maður verður að tækla. Eins og ég segi, ég var ekki á góðum stað á þessum tíma. Þegar maður lendir í ákveðinni krísu og veit ekki hvert maður á að fara þá verður maður eins og innilokað dýr. Mitt eðli er ekki að sitja, mitt eðli er að hlaupa. Það er það sem ég gerði og það kostaði mig mitt frelsi í 21 mánuð.“ Strípuð í fangelsi Hún segist hafa lært margt af mistök- um sínum. Dvölin í fangelsinu hafi skilað henni út sem betri manneskju. „Það var ekki farið með mig sem ein- hvern fanga þannig séð. Ég nýtti tím- ann til uppbyggingar. Maður kemur þangað og er bara strípaður og er ekki með neitt. Hárlengingarnar eru farnar og engar snyrtivörur. Mað- ur er bara með einn galla og maður hefur ekkert val um að vera í tískunni eða vera í Bebe-galla. Það eru engin merki í fangelsinu, ekkert Bebe eða Guess,“ segir hún og hlær. „Ég kynnt- ist fullt af yndislegum konum þarna sem ég mun halda áfram að vera í sambandi við,“ segir Linda sem er ákveðin í að læra af reynslunni. Frelsið og fortíðin „Ég segi fyrir mitt leyti að stundum gerast slæmir hlutir sem eru guðs samvisku til góðs. Það er mín trú. Ég er algjörlega á betri stað í dag. Ég er miklu rólegri og bara í friði. Mig lang- ar mikið að fara í fangelsin hér heima og styrkja kvenfanga. Ég er mjög ákveðin í að láta gott af mér leiða,“ segir Linda en hún var ekki sátt við þá fjölmiðlaumfjöllun sem mál- ið fékk á sínum tíma. „Það var bara bull þessi umfjöllun. Það var verið að blanda einhverjum eldgömlum málum inn í þetta frá því ég var með Frelsið. Það kemur þessu ekkert við,“ segir Linda en talað var um það í fjöl- miðlum þegar fjallað var um málið. „Fólk þarf bara að lifa í sátt og fyrir- gefningu við fortíðina og lifa bara í núinu. Lifa í dag. Þetta gerðist fyrir ellefu árum síðan og kemur mínu lífi í dag ekkert við. Fólk er bara mann- legt og gerir mistök. Ef ég var sek þá var ég sek gagnvart guði og minni trú og minni fjölskyldu. Þetta féll bara út af slúðri. Það var enginn feluleik- ur í gangi. Lífið heldur áfram og trú- in byggist á fyrirgefningu og að gera upp ákveðna hluti,“ segir Linda og vill ekki ræða málið frekar. Henni sjálfri að kenna Linda kom til landsins fyrir rúmri viku og er því rétt að venjast frelsinu utan rimlanna. „Ég er er hér í Hveró hjá pabba og með fjölskyldunni og fæ gífurlegan stuðning.“ Hún má ekki fara til Bandaríkjanna næstu fimm árin en segir það ekki skipta máli. „Stefna mín í lífinu hefur breyst eftir þetta. Ég hef engan áhuga á að fara aftur út til að búa úti. Húsið mitt er farið. Dóttir mín flutti í minni íbúð og líf mitt er ekki lengur þarna úti. Sá kafli í mínu lífi er bara búinn. Ég er ekkert reið út í Bandaríkin, þetta var bara mér sjálfri að kenna. Mér finnst þeir vissulega vera harðir. Þeir tóku svolítið á mér á sínum tíma þarna í Minneapolis og ég ætla mér að tala við utanríkisráðuneytið um það sem gerðist þar. Ég lærði hins vegar á þessu og þessi reynsla breytti lífi mínu til hins betra,“ segir Linda og er viss um að henni hafi verið ætlað eitthvað með þessu. „Það var tilgang- ur með þessu. Það átti bara að stoppa mig. Það átti að láta mig horfast í augu við vissa hluti. Það er ákveðinn sársauki sem ég hef þurft að vinna úr síðustu tíu ár. Ég held að þetta hafi verið uppgjör fyrir mig til að horf- ast í augu við sársauka fortíðarinnar. Eignast fyrirgefningu við guð, menn og sjálfa mig. Ég var ekki samkvæm sjálfri mér.“ viktoria@dv.is „Ég réttlætti þetta í huganum með því að ég hefði verið að fara út af dóttur minni, ég væri að fara að redda þessu. „Þetta var bara eins og í einhverri James Bond-mynd, ég fór í bát með manni með grímu og byssu og svo bara búmm, var ég komin yfir. Eftirlýst Lýst var eftir Lindu í fjölmiðlum eftir að hún flúði úr dómhúsinu. Þaðan flúði hún Linda lagði á flótta úr þessu dómshúsi í Plattsburgh í New York-fylki. Frjáls Linda horfir björtum augum til framtíðar og ætlar sér að nýta reynsluna af fangelsisvistinni til góðs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.