Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 4
„Það er eitthvert lopapeysukomma­ lið sem sér fyrir sér að geta setið þarna fyrir utan kaffihús, eða fjár­ festar sem vilja byggja, sem vilja völlinn burt.“ Þetta sagði Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, í samtali við norðlenska fréttamiðilinn Vikudag. Oddur telur mikilvægt að Reykjavíkur­ flugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni. Margir klóra sér eflaust í höfð­ inu yfir ummælum Odds um lopa­ peysukommana og fjárfestana, sem eru samkvæmt honum þeir einu sem vilja flytja flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Blaðamaður DV sló á þráðinn norður yfir heiðar og bað Odd um að útskýra ummælin bet­ ur. „Ég held, því miður, að ég hafi lent nokkuð oft í svona lopapeysu­ kommaliði. Það er svona lið sem heldur að lífið snúist um að labba milli kaffihúsa og hafa það „næs“. Það sér fyrir sér í einhverjum svona „rómantískublæ“ að ef það verði byggð þarna þá verði kaffihús á öðru hverju horni. Þau geti því næst rölt þar á milli í sínum lopa­ peysum.“ Oddur tekur þó fram að það sé ekki aðeins við lopapeysukomm­ ana að sakast, það séu fjárfestarn­ ir sem komi til með að hagnast á því að flytja flugvöllinn. „Það eru hreinar línur að fjárfestarnir vilja hagnast á þessu. Þeir vilja byggja á dýrustu lóðunum þó það megi al­ veg deila um það, hvar dýrustu lóð­ irnar eru staðsettar.“ „Ég er þeirrar skoðunar að það sé það stór hluti Reykvíkinga sem vilji hafa flugvöllinn áfram í Vatns­ mýrinni, að hann fari í rauninni aldrei,“ segir Oddur. „Fólk hlýtur að sjá það að þetta land sem er þarna og skipulagið í borginni býður ekk­ ert upp á mörg þúsund manna byggð á þessu svæði. Svo má ekki gleyma að þegar það var sam­ keppni um skipulag fyrir svæðið, sem Graham Massie vann, þá var gert ráð fyrir jafnmiklu svæði í fer­ metrum fyrir vatn og er nú notað fyrir flugvöllinn.“ bjorn@dv.is Oddur Helgi Halldórsson Hefur fengið nóg af lopapeysukommaliði og fjárfestum. 4 | Fréttir 8. ágúst 2011 Mánudagur A lþingi þarf nú að ljúka mál­ inu heiðarlega eins og til stóð í upphafi. Standi Al­ þingi sig í stykkinu, ber enga knýjandi þörf til að mynda nýtt stjórnmálaafl á grund­ velli stjórnlagaráðs,“ segir Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaráðsfulltrúi og hagfræðiprófessor, um þá hugmynd sem fram hefur komið að einhvers konar stjórnmálaafl verði stofnað á grundvelli stjórnlagaráðs. „En fari Alþingi út af sporinu, geta þeir stjórnlagaráðsfulltrúar, sem eiga heimangengt, þurft að taka hönd­ um saman við kjósendur sína um að fylkja liði inn á Alþingi til að tryggja, að frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár verði borið undir þjóð­ aratkvæði í samræmi við fyrri fyrir­ heit,“ segir hann enn fremur. Fleiri gæla við hugmyndina Þorvaldur, sem hlaut flest atkvæði í kjöri til stjórnlagaþings, útilokar með öðrum orðum ekki að stofn­ að verði stjórnmálaafl á grundvelli stjórnlagaráðs. Í fréttum Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldið útilokaði Þór­ hildur Þorleifsdóttir, einn fulltrúa ráðsins, heldur ekki að vilji væri á meðal stjórnlagaráðsfulltrúa til að stofna nýtt stjórnmálaafl. DV hafði samband við nokkra fulltrúa sem sögðust fæstir hafa velt slíku fyrir sér og að slíkt hefði ekki verið rætt af neinu viti á meðan hópurinn var saman. Stjórnlagaráð hefur nú skil­ að af sér og fulltrúar ráðsins eru nú flestir í fríi, margir í útlöndum. Vinnubrögðin athygli verð Vika er nú síðan stjórnlagaráð sam­ þykkti drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Eins og gengur og gerist eru skiptar skoðanir um einstaka þætti hennar, bæði á meðal stjórnlaga­ ráðsfulltrúa og almennings. Vinnu­ brögð stjórnlagaráðs og sú eining sem náðist innan ráðsins hefur þó vakið verðskuldaða athygli. Einstak­ lingarnir sem mynduðu ráðið hafa ólíkan bakgrunn og koma úr ýms­ um geirum samfélagsins. Þrátt fyrir það voru drögin að stjórnarskránni samþykkt samhljóða. Slík eining er ekki algeng innan stjórnmála og því er ekki óeðlilegt að hugmyndin um framhald samstarfsins spretti upp. Ekki á sömu blaðsíðu Ljóst er að hugmyndin hugnast ekki öllum fulltrúunum. Þannig segir Sal­ vör Nordal, sem var formaður stjórn­ lagaráðs, að hún hafi ekki í hyggju að fara út í stjórnmál. „Þetta er ekki á dagskrá hjá mér,“ segir hún og seg­ ir enn fremur að þetta hafi ekki verið mikið rætt innan ráðsins. Ómar Ragnarsson tekur í sama streng en bendir þó á að hugmynd­ in komi honum ekki á óvart. Hann sé þó ekki sjálfur á þeim buxunum. Lýður Árnason segir í samtali við DV að allt of snemmt sé að ræða þessar hugmyndir þar sem Alþingi eigi eftir að vinna úr frumvarpinu. Ótímabært sé að ræða hugmyndina fyrr en í ljós komi hvað Alþingi geri. „Það er alls ekki útilokað að þetta gæti orðið,“ segir hann þó. Þrýstingur á Alþingi Þó afar ólíklegt sé að allir fulltrúar stjórnlagaráðsins sameinist undir einu stjórnmálaafli má lesa úr orð­ um Þorvaldar að hann setur þrýst­ ing á Alþingi. Hann segir að Alþingi beri lýðræðisleg skylda til að halda þjóðar atkvæðagreiðslu um frum­ varpið. Alþingi ráði hvort það veiti í leiðinni þjóðinni færi á að greiða at­ kvæði um nýtt frumvarp til Alþing­ is til nýrrar stjórnarskrár, þannig að val kjósenda standi á milli frumvarps stjórnlagaráðs og frumvarps Alþing­ is. „Að öðrum kosti hlýtur val kjós­ enda í þjóðaratkvæðagreiðslunni að standa milli frumvarps stjórn­ lagaráðs og gildandi stjórnarskrár frá 1944. Mér þykir síðari kosturinn eðlilegri, þar eð afskipti Alþingis af stjórnarkránni eiga ekki vel við,“ seg­ ir hann. Enginn skuli taka sér dóm­ arasæti yfir sjálfum sér. Ljóst er að ef Alþingi fer ekki þá leið sem fulltrúum stjórnlagaráðs hugnast gætu flokkarnir á þingi átt það á hættu að vinsælir stjórnlaga­ ráðsfulltrúar myndi flokk sem freisti þess að hirða af þeim þingsætin. n Hugmyndir um að stjórnlagaráð stofni stjórnmálaflokk n Veltur á því hvað Alþingi gerir n Formaður ráðsins hefur ekki áhuga Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Það er alls ekki útilokað að þetta gæti orðið. Stofna flokk ef þingið hlýðir ekki Náðu fágætri samstöðu Flokkur stjórnlagaráðsfulltrúa gæti eflaust sett strik í fylgi annarra flokka. MyNd RóbERt REyNissON Fiskafurðir munu skila milljörðum: Verðmætin munu aukast gríðarlega Útflutningsverðmæti sjávarafurða munu hækka um sextán milljarða króna á þessu ári frá því síðasta og um fjóra milljarða króna til viðbótar árið 2012. Þetta kemur fram í grein­ ingu sjávarútvegsteymis Íslands­ banka. Þar kemur fram að aukningin muni nema níu prósentum og hafa um leið jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Aukningin er tilkomin vegna auk­ inna aflaheimilda, og þá aðallega í þorski, alþjóðlegum verðhækkunum á fiski og stöðugri krónu. „Eftirspurn eftir fiskafurðum hefur aukist talsvert á alþjóðamörk­ uðum og er talið að hún eigi eftir að halda áfram að vaxa á næstu árum, meðal annars vegna fólks­ fjölgunar, aukinna tekna í þróunar­ ríkjum og aukinnar áherslu á heil­ brigðara líferni,“ segir í tilkynningu frá bankanum. Þar er einnig vitnað í vísitölu sjávarafurða sem Alþjóða­ gjaldeyrissjóðurinn reiknar út en samkvæmt henni mun alþjóðlegt fiskverð hækka töluvert á þessu ári. „Að auki telja greiningaraðilar að íslenska krónan haldist tiltölulega stöðug á næstunni. Þá jók sjávarút­ vegsráðherra heildarafla þorsks um 10 prósent fyrir árið 2011/2012 en þorskurinn er rúmlega 1/3 af heild­ arverðmæti sjávarafurða.“ Bæjarfulltrúi á Akureyri hefur enga trú á að Reykjavíkurflugvöllur verði fluttur úr Vatnsmýrinni: „Völlurinn fer aldrei“ Starfsmenn voru ölvaðir Lögreglan á Vestfjörðum rýmdi skemmtistaðinn Langa Manga á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að á staðnum voru starfsmenn sem voru undir áhrifum áfengis. Þegar lögreglan leit við á staðnum í eftirliti um klukkan hálf þrjú varð hún vör við að starfsmenn­ irnir voru ölvaðir og ákvað að rýma staðinn og loka honum í kjölfarið. Leiðrétting Í helgarblaði DV var sagt að ís­ lenska ríkið hafi keypt skulda­ bréf út úr Sjóði 9 þar sem Ill­ ugi Gunnarsson sat í stjórn. Hið rétta í málinu er að Glitnir banki keypti bréf sem voru út­ gefin af Stoðum, áður FL Group, frá sjóðnum eftir að ríkið til­ kynnti að það ætlaði sér að taka 75 prósenta eignarhlut í Glitni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.