Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 14
Gott verðlag
n Viðskiptavinur Allans á Siglufirði
vildi senda lof en þar keypti hann sér
hamborgara á 1.200 krónur en með
honum fylgdu franskar og kokteil-
sósa. Hún kvaðst hafa verið mjög
ánægð með matinn og fannst verð-
lagið gott. „Sérstaklega í ljósi
þess að á veitingastað sem er
hinum megin við götuna kost-
aði sambærileg máltíð 1.750
krónur. Ég sá ekki betur
en það væri svipaður
borgari og fékkst á All-
anum en tek þó fram að
hef ekki smakkað ham-
borgarann hinum megin
við götuna.“
Sælgæti í tíma
og ótíma
n Lastið að þessu sinni fær N1 fyrir
vegabréfaleik sinn. „Þetta er í sjálfu
sér ágætishugmynd en hún er
hræðilega framkvæmd. Börn sem
verða sér úti um vegabréf geta farið
í tíma og ótíma og náð sér í stimpil
og góðgæti með sem verðlaun. Ef
verðlaunin væru dót eða
eitthvað hollt væri þetta
í lagi en þau geta valsað
út á næstu bensínstöð
og náð sér í sælgæti
og koffínríka drykki
að vild. Ég er alls ekki sátt við
þetta fyrirkomulag,“ segir
ósáttur neytandi.
14 | Neytendur 8. ágúst 2011 Mánudagur
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 239,8 kr. 239,8 kr.
Algengt verð 239,6 kr. 239,6 kr.
Höfuðborgarsv. 239,5 kr. 239,5 kr.
Algengt verð 239,8 kr. 239,8 kr.
Algengt verð 242,8 kr. 240,7 kr.
Melabraut 239,6 kr. 239,6 kr.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Þrífum
krukkurnar vel
Sultugerð er eitt af haustverkunum á
mörgum heimilum. Þótt sumarið sé
ekki alveg búið þá fara berin brátt að
spretta og þá er gott að vera búinn að
undirbúa sig. Þeir sem hafa safnað
glerkrukkum til að setja sultur í geta
farið að þrífa þær en það er ýmis-
legt sem þarf að huga að. Á heima-
síðu Leiðbeiningastöðvar heimil-
anna segir að nauðsynlegt sé að
þvo og hreinsa krukkur og lok mjög
vel. Annars geti bakteríur komist á
kreik og dafnað en það vill enginn.
Eins auki það geymsluþol að vanda
til verka við þrifin, og hreinlæti við
sultugerð er jafn mikilvægt og við
aðra matargerð. Þá er bara að bíða
Þ
egar kemur að því að velja
sér tölvu er mikilvægt að
hafa rafhlöðuendingu og
þyngd tölvunnar í huga. Nú
er sá tími að renna upp þeg-
ar nemendur flykkjast í tölvuversl-
anir til að finna tölvu sem nota skal
við námið í vetur. Verslanirnar eru
farnar að bjóða skólatilboð en það
getur væntanlega reynst erfitt að vita
hvað skal velja. Tölvur eru dýr fjár-
festing og því mikilvægt að gera sér
grein fyrir því hvað maður þarf og
í hvað nota skuli gripinn. DV hef-
ur sett saman upplýsingar um hvað
hafa ber í huga þegar kemur að vali
réttu tölvunnar og naut aðstoðar
Óskars Þórs Óskarsson, viðskipta-
stjóra Tölvulistans, og Hafþórs Helga
Hjörvarssonar, framkvæmdastjóra
Tölvuteks.
Rafhlöðuending og þyngd
Það sem kaupendur ættu að hafa efst
í huga er rafhlöðuending og þyngd.
„Það sem hefur helst verið að breyt-
ast upp á síðkastið er að það er allt-
af meiri og meiri áhersla lögð á raf-
hlöðuendinguna í fartölvum. Í dag
getur hún verið allt að 10 tímum
og þá helst í fistölvunum, 10 til 12
tommum. Þær eru með lághita ör-
gjörva sem gerir að verkum að tölv-
an eyðir minna rafmagni. Þær duga
þó vel til skólavinnslu,“ segir Óskar
en bætir við að það sé þó spurning
hvort þú viljir vinna við 10 tommu
skjá allan daginn.
Stærð tölvunnar
„Val á stærð tölvunnar er að sjálf-
sögðu einstaklingsbundið en ég
mundi ekki velja minni en 12 til 13
tommur. Það er ofboðslega hentug
stærð og þá ertu líka kominn í létt-
ari tölvur eða um það bil 1,4 til 1,6
kílógrömm,“ segir Óskar. Hann seg-
ir að ef þú veljir 15 tommu tölvu þá
sértu kominn í þyngdina 2,3 til 2,6
kílógrömm og að það muni um hvert
kíló í skólatöskunni.
Rafhlaðan
Fólk þarf að vita í hvað tölvan skal
notuð áður farið er í búðina. „Þegar
kemur að rafhlöðunni þarf að taka
mið af því hvað maður ætlar að gera
við tölvuna. Stærri og hraðari diskar
og stærra skjákort éta upp meira raf-
magn. Rafhlöður verða sífellt betri
og ef það er rétt hugsað um þær ættu
þar að endast í 3 til 4 ár. Það borgar
því sig að hugsa vel um þær og með-
höndla þær á réttan hátt. Nýjar raf-
hlöður eru dýrar.
Til að ná sem lengstum líftíma
rafhlöðunnar er best að hlaða hana
til fulls í fyrsta skiptið. Það getur
tekið allt upp í 10 til 14 tíma. Klára
skal þá hleðslu og hlaða hana í 5 til
6 tíma. Mikilvægt er að tæma vélina
reglulega.
Sé tölvan alltaf á sama stað og
ekki notuð sem fartölva er æskilegt
að taka rafhlöðuna úr henni og láta
tölvuna ganga með því að vera tengd
rafmagni. Ef vel er farið með rafhlöð-
una endist hún lengur.“
Skjákort
Annað hvort eru tölvur með skjástýr-
ingu sem er innbyggð í móðurborðið
og samnýtir vinnsluminni tölvunn-
ar eða skjákort sem notar sitt eigið
vinnsluminni. Þær tölvur eyða yfir-
leitt meira rafmagni. Aðspurður um
áhrif skjákorta á rafmagnsendingu
segir Óskar að í litlu tölvunum sé oft-
ast innbyggð skjástýring sem eyði
minna rafmagni. Við hefðbundna
skólavinnu eigi skjákortin ekki að
skipta máli en annað gildi þó ef tölv-
an er mikið notuð í tölvuleiki. Hann
segir að helstu skjákortin séu nVidia
og ATI/AMD.
Stýrikerfi
Stýrikerfið sem er í nýjum vélum fyr-
ir einstaklinga er Windows 7 Home
Premium og í litlum fartölvum Win-
dows 7 Starter.
Harði diskurinn
Í fistölvunum er 160 til 250 gígabæta
diskur. Óskar segir það alveg nóg fyr-
ir skólavinnu því word- og excelskjöl
taki ekki svo mikið pláss. „Ef þú lend-
ir í vandræðum með plássið getur
þú alltaf leyst það með því að fá þér
útværan harðan disk eða það sem
er kallað flakkari. Þeir fást í 500GB
og upp úr og tengjast við tölvu með
usb-tengi. Þá þarf ekki að burðast
um með straumbreyti. Verð er frá um
það bil 10.000 krónum og þar með
hefur þú tvöfaldað geymsluplássið í
tölvunni,“ segir hann og bætir við að
fólk ætti því ekki að láta diskastærð-
ina stoppa sig.
Hafðu þetta í huga
við tölvukaupin
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
N
ú er það venjan að allir eigi
fartölvu sem unnið er á í
tímum og við heimanám-
ið. Það er því gott að hafa
þekkingu á vinnutækinu sínu en
Hafþór Helgi Hjörvarsson, fram-
kvæmdastjóri Tölvuteks, útskýrir hér
nokkra hluti tölvunnar sem vert er
að þekkja áður en haldið er í tölvu-
leiðangur:
Örgjörvi
l er einn mikilvægasti hluti
tölvunnar en hann er í raun heilinn
sem reiknar, framkvæmir og ræður
mestu um afl tölvunnar.
Vinnsluminni
l er sá hluti tölvunnar sem geymir
upplýsingar á meðan verið er að
vinna úr þeim og skila þeim áfram
l því meira vinnsluminni því meiri
hraði á vinnslu. Nýjustu fartölvunar
eru með 6GB eða 8GB og er það
æskileg stærð í dag.
Harður diskur
l er sá hluti sem geymir gögn til
lengri tíma en því stærri diskur því
meira af efni er hægt að geyma, eins
og kvikmyndir, tónlist, skjöl og fleira.
Nýjustu fartölvunar í dag eru með
640GB eða stærri diska en það er
mjög æskileg stærð því þá er öruggt
að fólk sé með nýjustu harðdiska-
tækni þegar kemur að hraða,
orkusparsemi og endingu.
Skjákort
l er eitthvað sem er vert að skoða vel
ef nýta á fartölvuna í tölvuleiki. Í
nýjustu fartölvunum eru ný skjákort
sem eru með alveg nýja tækni,
„Hann segir að ef
þú veljir 15 tommu
tölvu þá sértu kominn í
þyngdina 2,3 til 2,6 kíló-
grömm og að það muni
um hvert kíló í skólatösk-
unni.
n Í dag er áhersla lögð á rafhlöðuendingu tölvunnar n Annað mikilvægt atriði er
þyngd hennar n Mikilvægt er að hafa þessi atriði í huga þegar kaupa skal tölvu