Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 13
Fréttir | 13Mánudagur 8. ágúst 2011 L ánsloforð Byggðastofnunar til Ökugerðis Íslands grundvall- ast, samkvæmt heimildum DV, á fyrra lánsloforði stofn- unarinnar til Motopark-skýja- borgarinnar sem átti að rísa á sama svæði. Stofnunin hafði lofað há- marksláni til framkvæmda við gerð Motopark-svæðis við Grindavíkur- veginn þar sem byggja átti kappakst- ursbrautir og hótelmannvirki. Ekkert varð úr áformunum. Eins og DV hefur greint frá stofn- uðu þeir Páll Guðfinnur Harðarson, eigandi Nesbyggðar ehf., og Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgöngu- ráðherra, fyrirtækið Ökugerði Ís- lands í júlí 2010. Fyrirtækið vinnur nú að gerð ökugerðis á sama land- svæði og Motopark átti að rísa. Heimildir DV herma að fyrra lánslof- orð Byggðastofnunar standi óhagg- að, það hafi einungis færst á milli fyrirtækja. Sturla Böðvarsson situr í stjórn Byggðastofnunar sem og í lánanefnd stofnunnarinnar á sama tíma og hann er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands. Fjöldi gjaldþrota Páll Guðfinnur Harðarson, eigandi Ökugerðis Íslands, í gegnum félögin Nesbyggð ehf. og Nesbyggð eignar- haldsfélag, er með að minnsta kosti átta gjaldþrot á bakinu. Byggða- stofnun hefur gefið Ökugerði Íslands lánsloforð að andvirði 200 milljón- ir króna, en það er hámarkslán frá stofnuninni. Samkvæmt eigin lána- reglum ber Byggðastofnun að skoða viðskiptasögu fyrirtækja og eigenda þeirra. Heimildir DV herma að láns- loforðið til Ökugerðis Íslands standi þrátt fyrir fjölmörg gjaldþrot fyrir- tækja í eigu sama aðlila. Auk þess að hafa tekið þátt í stofnun Ökugerðis Íslands var Sturla Böðvarsson fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og eini prókúruhafinn þeg- ar það var stofnað í júlí í fyrra. Sturla var skipaður í stjórn Byggðastofn- unar rétt rúmum mánuði áður en Ökugerði Íslands var stofnað og situr ennþá í stjórn. Þá hefur Sturla nýlega setið í nefnd sem skipuð var af iðn- aðarráðuneytinu og var falið að end- urskoða lánastarfsemi stofnunarinn- ar. Heimildir DV herma að Sturla sé leppur fyrir eigendur Nesbyggðar. Óvanalegt sé að fyrirtæki með slíka viðskiptasögu fái lán frá stofnuninni. Sturla á móti breytingum „Ég get ekkert sagt um það og ekki mitt að svara því,“ sagði Sturla í samtali við DV fyrir stuttu þegar hann var inntur eftir því hvaða veð verði lögð fram fyrir láninu. Byggða- stofnun hefur legið undir ámæli í gegnum tíðina fyr- ir að veita lán gegn ótrygg- um veðum. Þetta var á meðal þess sem rætt var í lánanefndinni sem Sturla sat í en heimildir DV herma að hann hafi ásamt fleiri stjórnar- mönnum úr Byggðastofnun viljað stíga varlega til jarðar í breytingum á lánastefnu stofnunarinnar. Svo virð- ist sem áherslur þeirra hafi náð yfir- höndinni. Áætlað er að nemendur muni greiða að minnsta kosti 35 þúsund krónur fyrir að nota aðstöðu Öku- gerðis Íslands. Sem samgönguráð- herra barðist Sturla fyrir því að sett yrðu lög sem skylduðu ökunema til þess að læra í ökugerði. Árið 2010 tóku slík lög gildi. Ökukennarafélag Íslands sótti um lán hjá Byggða- stofnun fyrir starfsemi ökugerðis úti á landi árið 2008 en þeirri umsókn var hafnað. Í niðurlagi í svarbréfi stofnunarinnar sagði: „Þá virðist verkefnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunarinnar.“ Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur sagt í samtali við DV að það sé ekkert athugavert við setu Sturlu í stjórn Byggðastofn- unar á sama tíma og fyrirtæki sem hann er stjórnarformaður í þiggi lán frá stofnuninni. Motopark-draumur lifir Motopark-skýjaborgin skildi eftir sig miklar skuldir þrátt fyrir að ekk- ert yrði úr draumunum. Einkahluta- félagið Toppurinn innflutningur ehf. og Reykjanesbær gerðu með sér samkomulag um lóðarleigusamn- ing á byggingarlandinu til 75 ára, frá og með 1. júní 2006. Þann 26. júní sama ár gaf VBS út 200 skuldabréf, samtals virði eins milljarðs króna, til tryggingar á lánum bankans til Toppsins. Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanesbæ, skrifaði undir lóðarleigusamninginn við Toppinn. Eigendur Toppsins, sem eiga sér langa sögu gjaldþrota og van- skila, fengu þannig milljarð króna í lán frá VBS, sem ekki var greitt til baka. Tryggingin fyrir láninu var veð í landinu sem Reykjanesbæ hef- ur aftur verið afhent veðlaust. Óljóst er hvort byggingarlandið sjálft verði aftur sett að veði, nú fyrir láni hjá Byggðastofnun. Motopark-draumurinn er ekki dauður úr öllum æðum. Í kynn- ingarbæklingi fyrir æfinga- og öku- nema á Íslandi sem gefinn var út af Ökugerði Íslands í mars í fyrra segir orðrétt: „Í framtíðinni verður hægt að nota svæðið sem þjónustu- svæði fyrir kappakstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hefur verið og var áætlað að yrði staðsett fyrir neðan ökugerðið á sínum tíma yrði byggð.“ Engar breytingar Heimildir DV herma að Sturla Böðvarsson hafi haft lítinn áhuga á því að breyta lánafyrirkomulagi Byggðastofnunar þegar hann sat í lánanefnd stofnunarinnar. n Lánsloforð Byggðastofnunar til Ökugerðis Íslands grundvallast á loforði til Motopark-draumóramanna n Viðskiptasaga lántakenda í báðum tilfellum svört n Motopark-draumurinn lifir enn í gegnum Ökugerði Íslands Motopark-skýjaborg færir Sturlu lánsloforð Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „ Í framtíðinni verð- ur hægt að nota svæðið sem þjónustu- svæði fyrir kappakstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hefur verið og var áætlað að yrði staðsett fyrir neðan ökugerðið á sínum tíma yrði byggð. Mögulegt veð? Óljóst er hvort byggingarlandið sjálft verði aftur látið sem veð fyrir láni Byggðastofnunar. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.