Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 8
Jón fagnar útnefningu „Ég fagna því innilega að Reykjavík skuli hafa verið valin bókmennta- borg UNESCO. Þetta er mikill heið- ur fyrir Reykjavík. Íslendingar eru þekktir fyrir listir og menningu úti um allan heim og þetta er staðfest- ing á því hvað menning okkar er verðmæt. Af öllum okkar auðæfum er menningin dýrmætust,“ segir Jón Gnarr borgar- stjóri. Í útnefningunni kemur fram að Reykjavík státi af framúrskarandi bókmenntahefð og eru þar Ís- lendingasögurn- ar, Eddukvæði og Íslendinga- bók nefnd sér- staklega. Þessi rótgróna hefð sýni sig í varð- veislu, miðlun, bókmennta- kennslu og kynningu bók- mennta í dag, að því er segir í tilkynningu frá Borginni. 8 | Fréttir 8. ágúst 2011 Mánudagur Spurningar Lilju Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir hefur óskað eftir fundi með seðla- bankastjóra í efnahags- og skatta- nefnd. Þar vill hún ræða ný- leg útboð sem Seðlabankinn réðst í sem lið í afnámi gjald- eyrishafta. Hún vill líka ræða gagnrýni OECD á peningastefnu bankans, sem fram kom í nýlegri skýrslu, en þar segir meðal annars að ekkert land eyði meiru í banka- kerfið en Ísland, að Írlandi frátöldu. Þá vill Lilja ræða kosti þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum í ljósi vandans á evrusvæðinu. É g á engan aur lengur, það er bara búið að hreinsa reikn- inginn,“ segir Einar Bjarna- son sem hugðist taka út líf- eyrissparnað sem hann átti inni hjá Lífeyrissjóðnum Gildi, í síð- ustu viku. Hann greip hins vegar í tómt. Í ljós kom að kona, sem hann kann engin deili á, hafði tekið út all- an sparnað á hans nafni þann 16. ágúst árið 1967. „Ég hef aldrei nokk- urn tíma heyrt um þessa konu. Ég veit ekki hver þetta er. Ég sagði svona í gríni við starfsmanninn að þetta gæti heldur ekki verið neitt ævin- týri úr Glaumbæ. Ég hef aldrei verið það drukkinn að ég hafi skrifað und- ir eitthvert umboð fyrir einhverja konu,“ segir Einar hlæjandi. Hann getur ekki annað en slegið á létta strengi vegna málsins, svo fáránlegt er það. Greiddi í Lífeyrissjóð sjómanna Einar hefur búið og starfað er- lendis nánast allt sitt líf. Honum reiknast til að hann hafi unnið í 32 löndum, lengst af fyrir þýska ferða- skrifstofu. Hann býr núna í Mar- okkó þar sem hann rekur gisti- heimilið Villa Zahara. Á sumrin á menntaskólaárunum starfaði Einar þó sem háseti hjá Eimskipafélaginu og greiddi hann þá í Lífeyrissjóð sjó- manna. Sá sjóður hefur nú verið sameinaður Lífeyrissjóðnum Fram- sýn undir nafninu Gildi. „Nú er ég komin heim því það þarf að vesenast í þessum lífeyris- sjóðsmálum áður en ég kemst á elli- laun. Mér hafði ekki dottið í hug að kanna þetta fyrr, en það var búið að ráðleggja mér að gera þetta svolítið áður,“ segir Einar sem átti 65 ára af- mæli á sunnudaginn þegar blaða- maður ræddi við hann. Konan skráð maki Einars Einar fór á nokkra staði til að grennslast fyrir um inneign sína í lífeyrissjóðum á Íslandi og síðasti staðurinn sem hann fór á var Gildi. Á þeim stöðum sem Einar hafði farið á var eingöngu flett upp í gögnum á tölvutæku formi. Starfsmaður Gildis var hins vegar sá fyrsti sem vildi at- huga málið frekar í eldri gögnum frá því fyrir tíma tölvunnar. „Ég skal bara fara niður í kjallara, sagði aumingja maðurinn, og leita í þessum gögn- um.“ Einar ber starfsmanni Gildis vel söguna og segir hann hafa verið allan af vilja gerðan til að aðstoða hann. „Svo komum við daginn eft- ir og þá var maðurinn búinn að fara niður í kjallara og fletta í þessum milljónum af skjölum og var með eitt skjal í höndunum þar sem búið var að færa inn á allar inngreiðslur mínar í lífeyrissjóðinn. Þar var skrif- að inn á að ákveðin kona hefði feng- ið útborgaðar þessar greiðslur þann 16. ágúst 1967. Það er ári áður en ég fór til útlanda að læra og vinna.“ Kon- an er skráð sem maki Einars á skjal- inu, en hann hefur aldrei verið gift- ur. Nafn konunnar kemur eingöngu fram en ekki nafnnúmer hennar eða kvittun fyrir úttektinni. Starfsmaður sjóðsins á þeim tíma virðist hafa fært nafn hennar inn á skjalið. Kvittun ætti að vera til Starfsmaður Gildis ætlar á næstu dögum að fara í gegnum fleiri gömul skjöl fyrir Einar og reyna að komast til botns í málinu. Hann tjáði Einari að konan hlyti að hafa skrifað und- ir einhverja kvittun. „Hann sagði að konan hefði aldrei getað fengið þessa peninga án þess að að skrifa undir eitthvað.“ Upphæðin sem um ræðir er ekki há en Einar greiddi í sjóðinn í þrjú og hálft ár. Þetta voru 4.089 krónur og 68 aurar. Sé miðað við gengi dagsins í dag er upphæðin margföld og nem- ur hundruðum þúsunda sé gert ráð fyrir vöxtum á upphæðina. Ætlar að kæra málið Þrátt fyrir að 44 ár séu síðan um- rædd kona sveik lífeyrissparnað Ein- ars út úr sjóðnum ætlar hann ekki að láta kyrrt liggja. Starfsmaðurinn sagði að Einar yrði að kæra málið og það hyggst hann gera. „Við vitum náttúrulega ekki ennþá hver þessi kona er en hann ætlar að reyna að grafa það upp fyrir miðvikudaginn hver þessi manneskja gæti verið og hvernig hún komst inn í minn lífeyr- issjóð,“ segir Einar. Starfsmaðurinn var, að sögn Einars, alveg jafn gáttað- ur á málinu og hann. „Hann sagði að á öllum sínum starfsferli hefði hann aldrei séð neitt þessu líkt.“ Aðeins sést í eitt dekk rútunnar sem sökk í Blautulónum á laugardag. Tuttugu og tveir tékkneskir ferða- menn voru á ferðalagi þegar slysið varð en helmingur þeirra var í rút- unni þegar hún sökk. Þeir farþeg- ar sem voru í rútunni komust út af sjálfsdáðum en ljóst er að ekki mátti miklu muna að mjög illa færi. Rauði krossinn í Vík kom upp fjöldahjálp- arstöð og tók á móti fólkinu á laug- ardagskvöld. Voru farþegar meðal annars látnir fá þurr föt og gefinn kostur á að hringja heim til Tékk- lands og segja ættingjum og vinum frá því sem gerðist. Farangur fólksins var í rút- unni þegar hún sökk, en aðfaranótt sunnudags var hópur kafara kallaður út og köfuðu þeir eftir farangrinum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem fer með rannsókn málsins, gekk það ágætlega, en aðal- atriðið var að ná í það sem fólkið get- ur illa verið án, svo sem föt og slíkt. Í samtali við DV síðdegis á sunnu- dag sagði varðstjóri lögreglu að rannsókn væri á algjöru frumstigi. Stefnt var að því á sunnudag að taka skýrslu af fararstjóra hópsins og öku- manni rútunnar, en varðstjóri sagð- ist ekki getað tjáð sig um tildrög þess að rútan ók út í lónið. Blautulón eru á Fjallabaksleið nyrðri en um er að ræða smávötn skammt frá fjallinu Gretti. Rútan liggur á botni lónsins en stefnt er að því að ná henni á þurrt eins fljótt og kostur er. Dekkið sést Eins og sést á þessari mynd stendur einungis eitt dekk rútunnar upp úr lóninu. MynD ODDur EiríKssOn Hópur tékkneskra ferðamanna hætt kominn við Blautulón: Kafarar sóttu farangurinn skjalið Starfsmaður Gildis fann gögn um lífeyrissparnað Einars í gömlum skjölum. Í ljós kom að reikningurinn hafði verið tæmdur fyrir 44 árum. Gáttaður Einar Bjarnason varð heldur betur hissa þegar hann ætlaði að taka út lífeyris- sparnaðinn. Ókunnug kona, skráð sem maki Einars, var búin að tæma reikninginn. H&n-MynD Gunnar GunnarssOn Óþekkt kona rændi lífeyrissparnaðinum n Einar Bjarnason greip í tómt þegar hann ætlaði að taka út lífeyrissparnað n í ljós kom að kona sem hann kann engin deili á tæmdi reikninginn árið 1967 Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég hef aldrei nokk- urn tíma heyrt um þessa konu. Ég veit ekki hver þetta er. safnað fyrir sveltandi börn: „Þakka þér fyrir að rusla mér upp“ „Þakka þér fyrir að rusla mér upp. Þetta var eins og gott lag – 3 mínút- ur,“ sagði glaðbeittur Geir Ólafsson söngvari eftir skák sína við Doniku Kolica í Ráðhúsi Reykjavíkur. Geir lagði sitt af mörkum í söfnun fyrir sveltandi börn í Sómalíu og hrósaði börnunum í Ráðhúsinu fyrir frábæra frammistöðu. Á hádegi á sunnu- dag höfðu fimm hundruð þúsund krónur safnast í átakinu sem renna óskiptar til Rauða krossins. Í heild- ina hafa safnast hátt í 30 milljónir. Tilgangur maraþonsins var að safna fé fyrir sveltandi börn í Sómal- íu þar sem mikil hungursneyð ríkir. „Það er gaman að sjá hversu margir hafa mætt hérna í morgun og tekið daginn snemma. Það gekk mjög vel í gær [laugardag], við höfðum sett okkur það takmark að ná hálfri milljón, en það náðist næstum hálf milljón í gær,“ segir Stefán Bergsson, framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur, á sunnudag. Hæsta einstaka framlagið nam 40 þúsund krónum, en það kom frá Daða Guðmundssyni, gamalli skák- kempu. Allir peningar sem safnast renna til kaupa á vítamínbættu hnetu- smjöri, sem notað er til að hjúkra sveltandi börnum í Sómalíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.