Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 19
Í nýjustu kvikmynd Woody Al- len segir frá manni sem dreymir um að hafa verið uppi í kringum 1920 í Parísarborg. Þegar draum- urinn svo ræstist hittir hann mann- eskju sem dreymir um að hafa ver- ið uppi 30 árum fyrr. Þegar þau loks hafa fundið leiðina þangað kemur í ljós að helstu listamenn tímabilsins, Gauguin og Degas, dreymir um að hafa verið uppi á endurreisnartím- anum. Vafalaust eiga margir sér eitt- hvert uppáhaldstímabil sem þeir vildu hafa verið uppi á. Ég og marg- ir af minni kynslóð sáum hippatím- ann í dýrðarljóma. Þegar ég var rétt að komast á unglingsár árið 1989 var Woodstock-hátíðin endurvakin og menn sökktu sér ofan í 20 ára gamla tónlist. Þess vegna finnst mér kostu- legt í dag að sjá unglinga með hárið blásið upp í loft og slagorð rökuð aft- an á hnakkann, gullkeðjur um háls- inn og hlustandi á Vanilla Ice eða Pu- blic Enemy eins og það sé 1989 á ný. Hvers vegna tók ég svona illa eftir á sínum tíma? Framtíðarlandið Eins er það með þjóðir og ein- staklinga. Flestar þjóðir eiga sér ein- hvers konar gullöld, þótt ímynduð sé. Ítalir hafa gert það að líta um öxl að listgrein, eins og reyndar á við um flest sem þeir taka sér fyrir hendur. Þeir eiga sér minnisvarða um gull- aldir Rómaveldis og endurreisnar- tímann svo landið allt virðist eitt stórt safn, en í höndum Berlusconis er framtíðin minna glæst. Bandaríkin voru lengi land fram- tíðarinnar. Þar var engin glæst forn- öld til að grobba af, í staðinn var horft fram veginn. En nú hefur þetta snúist við, nútíminn er óöruggur en í staðinn má víða sjá minnisvarða um Elvis og Marilyn Monroe, Kadil- jáka og Diners, frá þeim tíma þegar Bandaríkin réðu heiminum á borði jafnt sem í orði. Einhvern veginn hef- ur framtíðin runnið þeim úr greip- um. Á Íslandi er okkur strax frá blautu barnsbeini sagðar sögur frá gullöld- inni, þegar við sigldum um heimsins höf og réðumst á Íra og Indjána eins og okkur lysti, og skrifum þess á milli merkustu bókmenntaverk mann- kynssögunnar, svo bætt sé aðeins í. Íslenska lýðveldið var jú að einhverju leyti stofnað í kringum þessa glæstu fornöld og endurheimt hennar. Hin íslenska gullöld En var þetta endilega svo heppi- legur tími til að vera uppi á? Á vík- ingatímanum var jú stór, jafnvel meirihluti landsmanna þrælar, og á Sturlungaöld fóru höfðingjar um með hernaði og brenndu bú smábænda sem fæddust í vitlausum firði. Lík- legra er að maður hefði fæðst sem ánauðarbóndi eða þræll en Gunnar á Hlíðarenda, væri maður sendur aftur í Íslandssöguna. Það sama má segja um aðrar gullaldir, hvort sem það var í Flórens eða Róm. Sumir áttu allt of mikið, og vel flestir næstum ekki neitt. Þannig er það og hefur alltaf verið. Ef gullöldina er ekki að finna í fjar- lægri fortíð er hún staðsett einhvers staðar í framtíðinni. Bæði sósíalísk útópía Karls Marx og góðærisútópía frjálshyggjunnar áttu að færa okkur inn í heim þar sem allir höfðu allt til alls. Kristnin boðaði einnig slíkan heim, þó ekki fyrr en eftir dauðann. En raunverulegar gullaldir, þar sem fleiri höfðu það gott en skítt, eru ekki, og hafa aldrei, verið til. Það eina sem við getum verið viss um er að tilveran er og mun áfram vera bölvað basl. En við getum samt gert það besta úr þessu og þrátt fyrir allt skapað okkur framtíð sem er ögn skárri en það sem við nú búum við. Við lifum nú einu sinni á áhugaverð- um tímum. Það er okkar bölvun, en um leið einnig einhvers virði. Umræða | 19Mánudagur 8. ágúst 2011 Gerðir þú eitthvað skemmtilegt um helgina? „Já, ég kíkti í Kolaportið og gerði góð kaup.“ Sigrún Sveinsdóttir 28 ára saumakona „Já, ég naut veðurblíðunnar með fjöl- skyldunni.“ Rúna Vigdís Guðmarsdóttir verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands „Já, ég sá Gay Pride-gönguna og kíkti á ættarmót.“ Ágústa Fanney Snorradóttir 24 ára nemi „Já, ég fór á Gay Pride-gönguna og hafði gaman af.“ Aldís Greta Bergdal 15 ára nemi „Já, ég fór á ættarmót og sá Gay Pride- gönguna.“ Kolbrún Snorradóttir 21 árs nemi 1 Bílslysið var upphafið að endinum Gunnar Þorsteinsson, um fyrra hjónaband sitt í viðtali í helgarblaði DV. 2 Atli horfinn Lítið hefur borið á þingmanninum Atla Gíslasyni að undanförnu. 3 „Ég þurfti að vera lengi í öndunarvél“ Jónas Kristjáns- son, fyrrverandi ritstjóri og bloggari, fór í erfiða hjartaað- gerð. 4 Skemmtistað lokað vegna ölvunar starfsmanna Nokkrir starfsmenn skemmtistaðar á Ísafirði voru ölvaðir að störfum. 5 Ástarsögur neikvæðar fyrir sambandið Rómantískar bókmenntir hafa neikvæð áhrif á ástarsambönd, samkvæmt rannsókn. 6 Hinsegin fordómar Skop-teikning Henrýs Þórs Baldurs- sonar eftir Hinsegin daga um helgina. 7 Sést í dekkið á rútunni í Blautulónum Rúta með tékk- neska ferðamenn innanborðs sökk í Blautulónum. Mest lesið á dv.is Myndin Töfrar Hörpu Tónlistarhúsið Harpa skartaði sínu fegursta á fallegum sumardegi í síðustu viku. Skipin í höfninni spegluðust í rúðum hennar sem gáfu hálf brenglaða mynd af veruleikanum. Mynd GunnAR GunnARSSon Maður dagsins Fjöldinn nálg- ast þolmörk Júlíus Júlíusson Júlíus Júlíusson, framkvæmda- stjóri Fiskidagsins mikla segir há- tíðina skipta gríðarlegu máli fyrir Dalvík og Dalvíkinga. Fiskidagurinn mikli var haldinn í ellefta sinn um helgina. Hver er maðurinn? „Júlíus Júlíusson, Dalvíkingur og fram- kvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.“ Hvar ert þú alinn upp? „Ég er alinn upp á Dalvík.“ Hvað drífur þig áfram? „Bjartsýni, skemmtilegt fólk og kærleikurinn drífur mig áfram.“ Hvað finnst þér best að borða? „Mér finnst fiskur bestur og þessa helgina er það góð dalvísk fiskisúpa.“ Hvað er skemmtilegast við Fiskidaginn? „Það er svo rosalega margt skemmtilegt við Fiskidaginn en sérstaklega skemmtileg er stemningin og andrúmsloftið og þá sérstaklega í undirbúningnum. Það gerist eitthvað, verður til undarleg orka og allir fara á fullt.“ Hvernig hefur undirbúningurinn gengið? „Undirbúningurinn hefur gengið ótrúlega vel. Hér hafa um 300 sjálfboðaliðar gert þetta kleift. Þetta eru nánast alltaf sömu sjálfboðaliðarnir og menn eru farnir að kunna sína rullu mjög vel svo þetta gengur smurt.“ Hafa vinsældir hátíðarinnar komið ykkur á óvart? „Já og nei. Í upphafi var lítill kjarni sem byrjaði á þessu og hafði trú á að hátíðin gæti orðið mjög stór. Samt kannski ekki alveg jafn stór og raun ber vitni, en samt stór.“ Geta dalvíkingar tekið endalaust við fólki? „Kannski ekki endalaust, en mannfjöldinn dreifist. Það eru á milli 12–14 þúsund manns sem hér gista en aðrir keyra hingað og svo aftur til baka. Á ákveðnum tímapunktum er þetta samt farið að nálgast þolmörk.“ Hvaða máli skiptir svona útihátíð fyrir lítið bæjarfélag eins og dalvík? „Gríðalega miklu máli. Ekki bara á meðan Fiskidagurinn stendur yfir heldur vekur þessi hátíð mikla samkennd allt árið. Hér er dalvískt tímatal, fyrir og eftir Fiskidag. Síðan Fiskidagurinn hófst er bærinn líka mun snyrtilegri. Við höldum Allt í lag fyrir Fiskidag og hvetjum fólk til að mála, klippa runna, skreyta og gera fínt í kringum sig. Þessi orka sem alltaf myndast í kringum daginn er ótrúleg og fólk er duglegt að gera fínt. Við erum miklu meiri heild fyrir vikið.“ Gullaldir mannkyns Dómstóll götunnar Kjallari Valur Gunnarsson„Þess vegna finnst mér kostulegt í dag að sjá unglinga með hárið blásið upp í loft og slagorð rökuð aftan á hnakkann, gullkeðjur um hálsinn og hlustandi á Vanilla Ice eða Public Enemy eins og það sé 1989 á ný.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.