Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 26
26 | Fólk 8. ágúst 2011 Mánudagur Fallegt fjölmiðlapar Matreiðslumaðurinn og fyrir- sætan Reynir Örn Þrastar- son hefur vakið athygli hjá kvenþjóðinni síðan hann gekk til liðs við Lottó-þulina í janúar síðastliðnum. Færri vita kannski að Reynir Örn er kærasti fréttakonunnar knáu Helgu Arnardóttur á Stöð 2. Reynir Örn hefur leikið í fjölda auglýsinga, bæði íslenskra og erlendra. Þau Helga eru bæði stórglæsileg og taka sig vel út á skjánum og eru því án efa eitt flottasta par landsins. Vinkonur á spjalli Sjónvarpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og söng- konan Birgitta Haukdal vöktu athygli vegfarenda þegar þær sátu saman fyrir utan kaffihús- ið Laundromat í Austurstræti á föstudaginn. Vinkonurnar ræddu málin yfir kaffibolla og litla dóttir Ragnhildar var með í för. Þær hafa lengi verið nán- ar vinkonur og lýsti Birgitta vinskap þeirra meðal annars í DV fyrir nokkrum árum. Þá sagði hún að þrátt fyrir að þær væru mjög ólíkar ættu þær margt sameiginlegt. „Ég held að við séum mjög líkar í hjart- anu. Við gerum allt saman og hlæjum oft af því hvað við hugsum eins,“ sagði Birgitta meðal annars um vinkonu sína Ragnhildi í viðtalinu. Uppákæddur borgarfulltrúi Rokkarinn, bóksalinn og borgar- fulltrúinn Óttar Proppé klæddi sig samkvæmt tilefni dagsins. Allt stappað í göngunni Gay Pride-gangan er búin að sprengja af sér Laugaveginn og þurfti því að fara frá BSÍ, inn Sóleyjargötu, inn Lækjargötu og að Arnarhóli. Kátar með borgarstjóranum Jón Gnarr var klæddur sem fröken Reykjavík. Sannkölluð gleði Það var mikið um dýrðir í bænum á laugardaginn H insegin dagar voru haldnir í Reykjavík í þrettánda sinn um helgina en á laugar- daginn var haldin tólfta gleðigangan. Þúsundir manna mættu í gönguna sem er búin að sprengja utan af sér Laugaveginn. Var því í fyrsta sinn haldið af stað frá BSÍ og gengið inn Sóleyjargötu að Lækjargötu og þaðan inn að Arnarhóli. Þar fóru síðan fram magnaðir tónleikar þar sem komu fram meðal annars Páll Óskar, Lay Low, Bloodgroup og erlendar sveitir á borð við Never the bride og MaryJet. Gay Pride-lagið í ár sló líka í gegn en það var sungið af Heru Björk, Haffa Haff og rapparanum Erpi Eyvindar- syni, betur þekktum sem Blaz Roca. Mikið var um dýrð- ir bæði á tónleikunum og í göngunni en spákonan Sigríð- ur Klingenberg kom til dæmis í gervi Heru Bjarkar og dans- aði með á sviðinu. Eftir erfitt sumar fóru veðurguðirnir í sparifötin en glampandi sól var og sólskin á laugardaginn þegar gleðigangan fór fram. Eins og í fyrra klæddi borgarstjórinn Jón Gnarr sig í kvenmannsföt en hann lék fröken Reykjavík. Fór hann á kostum eins og honum einum er lagið og vildu krakkar ólmir fá mynd af sér með uppáklæddum borgar- stjóranum. Borgarfulltrúinn Óttar Proppé sem seint hefur verið hræddur við að klæða sig á einstakan hátt var einnig mættur í kvenmanns- dressi. Gríðarlegt fjör var í borg- inni um helgina þar sem litadýrð og gleði setti mikinn svip á mannlífið. Það er lítið annað að gera en að leyfa myndum ljósmyndarans Gunnars Gunnarssonar að segja restina af sögunni. n Hinsegin dagar voru haldnir um helgina með pomp og prakt n Þúsundir í magnaðri gleðigöngu sem hófst á nýjum stað n Borgarstjórinn klæddur sem fröken Reykjavík Geggjaðí gleðigöngunni! Fór á kostum Lay Low sló í gegn á tónleikunum á Arnarhóli. Engum líkur Stuðboltinn Haffi Haff átti sviðið á Gay Pride. Fyrirmynd í heimalandinu Söngkonan MaryJet er opinber- lega samkynhneigð og mikil fyrir- mynd hinsegin fólks í Svíþjóð. Rokkarar Never the bride sló í gegn með lögum eftir Janis Joplin og fleiri. Þrjár flottar Vala Grand, að taka upp myndband fyrir þáttinn sinn á bleikt.is, með Siggu Kling og annarri sem voru að herma eftir Heru Björk. Alltaf flott Díana Ómel lét sig auðvitað ekki vanta. Fjölskyldudagur Þessi styðja réttindi samkynhneigðra. Hvað með þig? Ekki að mótmæla Birna Þórðar- dóttir lætur alltaf í sér heyra. Díva Hera Björk söng Gay Pride-lagið í ár ásamt Haffa Haff og Blaz Roca. M y n D iR G U n n A R G U n n A R SS o n Latibær og Þriðja ríkið Tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson hefur fjörugt ímyndunarafl ef marka má Facebo- ok-færslu hans á dögunum: „Það er eitthvað smá krípí við að sjá öll litlu börnin í Latabæjar- búningunum, svona rétt eins og þau viti eitthvað sem við fullorðna fólkið vitum ekki. Síðast þegar búningar voru svona vinsælir hjá börnum, í Þýskalandi á fjórða áratugn- um, þá fór nú ekki vel. Góðan daginn annars.“ Skilja mætti að söngvarinn hefði eitthvað á móti Latabæ en svo er víst alls ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.