Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 12
12 | Fréttir 8. ágúst 2011 Mánudagur Vændishús Catalinu F rá árinu 2008 hafa tveir einstaklingar verið sakfelldir fyrir vændiskaup í Héraðsdómi Reykjavíkur og tveir verið sýknaðir. Hinir sakfelldu voru ekki nafngreindir og refsing þeirra mjög væg. Í öllum málunum kváðust þeir sem ákærðir voru fyrir vændiskaup vera saklausir. Fjórum sinnum hefur verið ákært vegna vændiskaupa frá 2008 í Reykjavík. n Vændið fór í öllum tilfellum fram undir því yfirskyni að um nudd væri að ræða. Dómarnir hér að neðan féllu allir í tengslum við vændishúsið sem Catalina Ncoco starfrækti í fyrra. Vændishúsið var á Hverfisgötu. n Lögreglan hleraði síma Catalinu og alls voru upplýsingar um sautján vændiskaupendur sendar til lögreglu. Af þeim ákvað ríkissaksóknari að ákæra í málum ellefu þeirra. Þetta var fyrri part árs í fyrra. Dómar hafa nú fallið í fjórum þessum málum en óljóst er hvað varð um hin málin. Mál S-392: Sýknaður Greiddi 15.000 krónur fyrir þjónustu. „Stúlka, sem vann sem vændiskona í nefndu húsi á þessum tíma, bar að þær hefðu verið þrjár sem unnu þarna sem vændiskonur í nóvember 2009 og hefði ekki önnur starfsemi verið stunduð þar. Hún kvað starfsemina hafa verið auglýsta sem nudd í blöðum og á vefsíðu, en nudd hafi ekki verið í boði heldur kynlífsþjónusta og hefðu allir, sem sóttu í þetta, skilið það. Á þessum tíma hefðu stúlkurnar, sem unnu með henni, ekki talað íslensku. Önnur hefði getað talað smávegis ensku en hin ekkert. „Hún kvaðst hins vegar ekki muna eftir að hafa opnað fyrir ákærða, en sú sem opnar fyrir viðskiptavini þjónusti hann. Þá kvaðst hún ekki geta borið um hvaða þjónustu ákærði fékk. Ákærði, A, er sýknaður af kröfu ákæruvaldsins. Mál S-394: Sakfelldur Greiddi 40.000 krónur fyrir þjónustu. „Stúlka, sem vann sem vændiskona í nefndu húsi á þessum tíma, bar að ekki hafi verið boðið upp á nudd í húsinu heldur hafi þjón- ustan verið auglýst sem erótískt nudd í blöðum og á vefsíðu, þannig að allir hafi skilið að verið var að auglýsa vændi. „Hún kvaðst muna eftir að ákærði hefði komið í húsið á umrædd- um tíma en kvaðst ekki muna hvenær það var, en það gæti hafa verið í nóvember eða desember. Hún kvaðst muna eftir að hafa haft samfarir við hann einu sinni en ekki hvort hún hefði þjónustað hann oftar. Ákærði, A, greiði 80.000 krónur í sekt og komi 6 daga fangelsi í stað sektar. Mál S-396: Sýknaður Greiddi 30.000 fyrir þjónustu.„Stúlka, sem vann sem vændiskona í húsinu, kannaðist við ákærða og að hann hefði komið í húsið ásamt félaga sínum til að fá vændi og hefðu þeir verið á sérsamningi við konuna sem rak húsið. „Framangreind stúlka bar að hafa unnið sem vændiskona í nefndu húsi í október og nóvember 2009 og einnig aðstoðað konuna sem rak vændisstarfsemina. Auk sín hafi þrjár aðrar konur unnið þarna sem vændiskonur á þessum tíma. Þarna í húsinu hafi bara verið rekin vændis- starfsemi, það er boðið var upp á samfarir og munnmök. Verðið var 15 þús- und krónur fyrir munnmök en 20 þúsund fyrir samfarir og voru þá munn- mök innifalin. Þessi starfsemi var auglýst sem nudd en viðskiptavinirnir vissu fullvel að um vændi væri að ræða og nudd hefði ekki verið í boði. Ákærði, X, er sýknaður af kröfu ákæruvaldsins. Mál S-398/2010: Sakfelldur Greiddi 35.000 fyrir þjónustu. „Konan segir honum að koma í tiltekið hús. Skömmu síðar hringir hann aftur og spyr hvort það sé sami staður og síðast og hvort verðið sé það sama og venjulega. „Stúlka, sem vann sem vændiskona í nefndu húsi, kannaðist við ákærða og bar hjá lögreglu að hafa haft við hann samfarir og veitt honum munnmök gegn 20 þúsund króna greiðslu. Ákærði, X, greiði 120.000 krónur í sekt og komi 10 daga fangelsi í stað sektar. Hún: Hæ. Hann: Hæ. Hún: Ertu farinn? Hann: Nei, nei. Hún: Þetta er að verða búið eft- ir smátíma. Meikarðu að bíða? Hann: Já, já. Hvar er þetta? Hún segir honum það. Hann: Sést ég við dyrnar? Hún: Nei, nei. Það sér þig eng- inn. Þú leggur bara beint fyrir utan. Ég er í íbúð ... Hann: Er þetta auðfundið? Hún: Þú hlýtur að finna þetta. Þú leitar bara að þessu. En þú mátt ekki koma fyrr en ég er búin að hringja. Hann: Nei, nei. Hún: Ókei. Segjum það. Hann: Ókei. Bæ. „Ég titra alveg“ Hún leggur símann frá sér og snýr sér aftur að mér. „Hann er búinn að bíða í þrjá klukku- tíma. Þetta er gamall karl. Ég veit ekki hver þetta er en ég veit að ég hef hitt hann áður. Ég þekkti röddina í honum. En ég vil ekki gera þetta út af þess- um manni sem ég bý með. Mér þykir vænt um hann þannig að ég hef ekki gert þetta síðan við kynntumst fyrir þremur mán- uðum,“ segir hún óróleg. Hún er öll á iði í sófan- um og segist hálfstressuð yfir þessu. „Ég titra alveg,“ segir hún og réttir fram hendurnar. Þær titra. „Fyrrverandi konan hans gerði þetta og ég meika ekki að gera honum þetta,“ seg- ir hún og á við útlendinginn. „Hann sagði að ég réði þessu sjálf, hann gæti ekki stjórnað mér en það myndi særa hann ef ég héldi þessu áfram. Hann myndi ekki fara frá mér en vonaðist til þess að ég léti þetta vera,“ segir hún en bætir því við að hún eigi engan pening og þessi maður ætli að borga henni fjörutíu þúsund sem er meira en gengur og gerist á þessum markaði. Flestir reyna að komast upp með 20–25 þús- und fyrir dráttinn og það vill hún ekki. Sendi kúnnann eftir smokkum Útlendingurinn er farinn út og hún segist ætla að láta hann vita að hún sé upptekin. Átt- ar sig svo á því að hún á enga smokka og ákveður að láta karlinn kaupa þá og koma með. „Sérðu hvernig líf þetta er? Ég er alveg „fucked up“,“ segir hún áður en hann svarar: Hún: Hæ, heyrðu. Hann: Já. Hún: Getur þú nokkuð keypt smokka? Hann: Hvar á ég að kaupa þá? Hún: Þú kaupir þá bara í sjoppu. Hann: Í sjoppu? Já, já. Ann- ars þarf það ekki. Það kemur ekkert sæði hjá mér. Ég lenti í geislameðferð fyrir nokkrum árum. Hún: Já, já. Keyptu bara þrjá. Það ódýrasta. Hann: Í sjoppunni þarna við veginn? Hún: Ég veit það ekki. Það er einhver sjoppa þarna. Ekki hér samt. Hann: Nei, nei. Ég reyni að kaupa það. Hún: Ókei. Hann: Ókei. „Hann sagðist ekki þurfa smokka því það kemur ekkert sæði eftir að hann fór í aðgerð. Ég sagðist samt vilja smokka. Ég kem ekki nálægt karlmönn- um án þess að nota smokk og þeir geta bara farið ef þeir vilja það ekki.“ „Ég er að gefast upp“ Hún ókyrrist enn frekar í sæt- inu. „Ég er að gefast upp. Ég get þetta varla lengur. Ég meika ekki þennan karl en ekki get ég látið hann fara fýluferð. Ég vil ekki særa hann. En mig langar ekkert að hitta þennan karl.“ Hún er staðin upp og farin að ganga um gólf. „Ég veit ekki hvað ég á segja við hann. Getur þú hringt og sagt að ég geti ekki hitt hann og að mér þykir það leitt?“ Áður en ég næ að svara er hún búin að slá inn númer- ið, rétta mér símann og láta sig hverfa. Ég segi manninum að hún muni ekki hitta hann en hann gefst ekki svo auðveld- lega upp. Spyr hvort hún muni ekki losna fljótt, hvort hann geti ekki beðið, segir að hann sé búinn að bíða lengi en er kurteis í hvívetna. „Það verð- ur að hafa það,“ segir hann svo og ákveður að láta þetta gott heita. Í bili. Hann hringdi aftur næsta dag. Á botninum Ég kalla á hana og læt hana vita að hann sé farinn en hún svar- ar ekki kallinu. Eftir skamma stund kemur hún aftur inn í stofu og andardrátturinn er þungur. Þegar hún heyrir hvernig þetta fór kastar hún sér í sófann og varpar öndinni léttar. „Ég get þetta ekki lengur. Frekar svelti ég mig.“ En það er auðveldara að byrja í vændi en að hætta því, útskýrir hún. Eft- irspurnin er svo mikil: „Þetta er svo auðfengið fé. Þegar ég er í vandræðum er svo auð- velt að fara þessa leið. Ég er að hugsa um að skipta um síma- númer því það eru alltaf ein- hverjir karlar að hringja í mig. Mér finnst ég skítug og ógeðs- leg.“ En hún hefur aldrei leit- að sér hjálpar og vill það ekki. „Ég treysti engum. Enda hef ég fengið til mín löggu, lækna, geðlækni og alls konar menn. Eftir að ég kærði þessa nauðg- un átti ég að fara til sálfræð- ings, en til hvers? Hvað á sál- fræðingur að gera fyrir mig? Ég kæri mig ekkert um það að fara til sálfræðings. Ef ég fæ nóg af lífinu þá bara tek ég það,“ segir hún og viðurkenn- ir að hafa setið með klór í gær og íhugað að drekka það. „Ég hef ekkert að lifa fyrir.“ Nema kannski eitt: „Mig langar að kæra barnavernd fyrir hvern- ig farið var með mig og systur mína í æsku, en hún fyrirfór sér fyrir nokkrum árum og ég er sú eina sem get talað máli hennar.“ Rannsókn er oft tímafrek „Það er almenn staðreynd að vændi tíðkast á Íslandi. Hér er framboð af vændi – enda hefur það komið í ljós áður og það falla dómar í þeim málum,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar í samtali við DV. „En það fer eftir atvikum hvort við komumst í að sinna vændismálum.“ Hann segir lögregluna reyna að sinna þeim málum sem berast en vændismál séu oftar en ekki tímafrek. „Við reynum að gera það sem við getum, en löggjöfin um vændi er þannig að það er refsivert að kaupa vændi en refsilaust er að selja sig. Við verðum því að standa einhvern að verki eða viðkomandi þarf að viðurkenna vændis- kaupin,“ segir Björgvin. Framkvæmd löggjafarinnar er því nokkuð erfið. Aðspurður hvort að lögreglan hafi veitt nudddálkum í Fréttablaðinu eftirtekt segir hann að svo sé. „Já já, þetta hefur verið í skoðun hjá okkur. Við höfum upprætt nokkur svoleiðis vændismál, en þó hefur það ekki leitt til ákæru. En við vitum að þetta er ein birtingarmynd af vændi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.