Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Síða 6
6 | Fréttir 8. ágúst 2011 Mánudagur M ikill órói á meðal fjár­ festa í Evrópu og Banda­ ríkjunum hefur leitt til mikilla verðlækkana á mörkuðum úti um allan heim. Menn hafa miklar áhyggjur af ástandi mála í Evrópu og Bandaríkj­ unum. Bandaríkin og mörg Evrópu­ ríki glíma við mikinn skuldavanda sem fjárfestar eru farnir að óttast að eigi ekki eftir að leysast með góðu móti. Á Íslandi getur þetta ástand haft margvíslegar afleiðingar. Þrotabú bankanna „Aðaláhrifin eru í gegnum hluti eins og Icesave og þrotabú gömlu bankanna,“ segir Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Háskóla Íslands og ráðgjafi hjá Gamma ráðgjöf, um hvernig fall hluta­ bréfa á erlendum mörkuðum geti haft áhrif á Íslandi. Ef lækkun hlutabréfa­ markaða verður langvarandi getur það þýtt minni endurheimtur gömlu bankanna og þar með fengist minna til að mynda upp í Icesave kröfurnar. Eignir bankanna eru viðkvæmar fyrir lækkunum eins og þeim sem átt hafa sér stað undanfarna daga. Sama gæti einnig átt við um eignasafn Seðla­ banka Íslands, þar gætu verið eitthvað um viðkvæmar eignir, eins og Ásgeir orðar það. „Til skamms tíma eru áhrifin ekki mikil þar sem það er búið að aftengja okkur frá erlendum mörkuðum,“ seg­ ir Ásgeir en þeir aðilar sem DV hefur rætt við innan íslenska fjármálakerf­ isins virðast almennt sammála um þetta. Íslensku fjármálafyrirtækin eru enda nær skuldlaus við erlenda aðila. Það er þó ekkert óeðlilegt við að hlutabréfaverð lækki á tímapunkti sem þessum, að mati Ásgeirs. Verð á hlutabréfum hækkaði mikið árið 2009 og því sé ef til vill ekki skrýtið að eitt­ hvað bakslag komi á markaðina. En svo virðist aftur á móti sem skulda­ vandræði og vandamál tengd þeim ætli að verða viðvarandi vandamál. Ásgeir segir að rekja megi þetta til árs­ ins 2008 og gæti ástandið jafnvel stað­ ið yfir í fimm ár. Lækkandi afurðaverð Þessi litla krísa getur leitt til þess að afurðaverð á helstu útflutningsvör­ um Íslendinga lækki ef hún varir í lengri tíma. Þetta gerist vegna minnk­ andi eftirspurnar eftir vörunum á er­ lendum markaði. Ef verð á áli og fiski lækkar á heimsmarkaði getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir ýmis fyrirtæki hér á landi. Tekjur Lands­ virkjunar eru til að mynda að mörgu leyti bundnar við gengi verðs á áli á heimsmarkaði. Þetta kemur til vegna raforkusamninga við stóriðju hér á landi. Álverð hefur fallið nokkuð á undanförnum dögum en enn ekki svo mikið að menn hafi áhyggjur af. Til lengri tíma litið er Landsvirkjun farin að horfa til þess að geta selt raf­ orku í gegnum sæstreng til útlanda. Með því væri hægt að selja orkuna á heimsmarkaðsverði sem myndi stór­ auka tekjur Landsvirkjunar. Verð á hrávöru hefur einnig lækk­ að að undanförnu en ekki bara á hlutabréfum. Að mörgu leyti má rekja þetta til ótta um minnkandi eftir­ spurn en þetta getur haft áhrif á af­ komu fjölmargra íslenskra fyrirtækja. Afurðir íslensks sjávarútvegs eru stór hluti af útflutningi landsins og verð­ lækkun á vörum sjávarútvegsins get­ ur sett þar strik í reikninginn. Verð­ lækkun á þessum afurðum myndi því leiða til minni gjaldeyristekna, sem lækkar gengið og minnkar þannig kaupmátt landsmanna. Aðhald í ríkisfjármálum Arnór Sighvatsson aðstoðarseðla­ bankastjóri telur að skammtímaáhrif þessara hræringa séu ekki líkleg til að vera mjög mikil hér á landi, með­ al annars vegna gjaldeyrishaftanna. Áhrif gætu þó komið fram í gegnum utanríkisviðskipti, einkum ef óró­ leikinn dregst á langinn. „Gjaldeyr­ ishöftin, sú staðreynd að erlendar skuldir innlendra fjármálafyrirtækja eru nær engar og rúm lausafjárstaða ríkissjóðs takmarka hins vegar mjög skammtímaáhrifin,“ segir Arnór um málið. Hann telur aftur á móti að til lengri tíma litið séu aðstæðurnar rök fyrir því að áfram verði gætt aðhalds í ríkisfjármálum til þess að draga úr endurfjármögnunarþörf ríkissjóðs. Fjármálakerfið Þeir sem DV hefur rætt við innan íslenskar fjármálakerfisins hafa ekki miklar áhyggjur af því að vandi erlendra markaða hafi mik­ il áhrif á Ísland og íslenska fjár­ málakerfið á næstunni. Ef íslensku bankarnir væru að fjármagna sig á erlendum millibankamörkuð­ um líkt og fyrir íslenska banka­ hrunið væri vandi fyrir höndum. Þá lokuðust þessir markaðir, ís­ lensku bankarnir gátu ekki leng­ ur fjármagnað sig og fóru í þrot. Í dag líta málin öðruvísi við, gjald­ eyrishöftin hafa klofið Ísland frá erlendum mörkuðum og íslensku bankarnir eru ekki háðir erlendu lánsfé eins og áður var. Hrun á mörkuðum hefur lítil áhrif hér n Óróleiki á erlendum mörkuðum n Hefur aðallega áhrif í gegnum þrotabú gömlu bankanna n Seðlabanki segir aðstæður rök fyrir aðhaldi í ríkisfjármálum„Það er búið að af- tengja okkur frá erlendum mörkuðum. Lítil áhrif Ásgeir Jónsson hagfræðingur telur að óró- leikinn á erlendum mörkuðum komi aðallega fram á Íslandi í gegnum þrotabú gömlu bankanna. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Ástæða til aðhalds Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri segir að til lengri tíma litið séu aðstæðurnar rök fyrir því að aðhalds sé gætt í ríkisfjármálum. Áin hreif með sér bílinn: Sátu á þakinu og biðu aðstoðar Svissnesk hjón lentu í hættu í Skyndidalsá um miðjan dag á sunnudag þegar þau óku í ána á röngum stað. Áin hreif bíl þeirra með sér og bar hann um 50 metra niður með straumnum. Hjónin voru á leið í Lónsöræfi þegar óhappið átti sér stað. Þegar bíllinn stöðvaðist í ánni komu þau sér upp á þak bílsins og náðu að hringja eftir aðstoð þrátt fyrir að símasamband sé afar stopult á svæðinu. Hringdu þau í lögregl­ una í Sviss sem lét Neyðarlínuna vita. Gátu þau sagt númer vegarins sem þau óku (F980) og að þau væru stödd í á. Dugði það til að Björgun­ arfélag Hornafjarðar, sem var sam­ stundis kallað út, gat komið fólkinu til aðstoðar ekki svo löngu síðar. Svissnesku hjónunum var snar­ lega bjargað af þaki bílsins og voru þau í fínu ástandi enda veður gott, sólskin og blíða. Bíllinn, sem er bíla­ leigubíll, var svo dreginn úr ánni en hann er mikið skemmdur, jafnvel ónýtur, enda flæddi alveg upp undir þak á honum. Lést af slysförum Íslendingurinn sem lést við köfun við Eyrarsundsbrú á fimmtudag­ inn í síðustu viku hét Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson. Hann var 35 ára. Gunnar varð viðskila við tvo félaga sína þegar þeir voru að kafa við brúna en fannst nokkru síðar látinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. Gunnar var búsettur í Svíþjóð. Happahúsið stendur undir nafni: Vann 26 millj- ónir í lottóinu á laugardag Einn miðaeigandi var með allar tölurnar réttar í lottóútdrættinum á laugardag. Fjárhagur hans vænkast heldur í kjölfarið því hann vann 26 milljónir króna. Miðinn var seldur í Happahúsinu í Kringlunni. Tveir, sem ekki voru alveg eins heppnir, unnu 200 þúsund krónur og fimm manns unnu 100 þúsund krónur. Þess má geta að lottóvinn­ ingar eru skattfrjálsir. Alls hafa ríflega 850 manns orðið milljóna­ mæringar á því að taka þátt í lottói Íslenskrar getspár, að því er fram kemur á lotto.is. Tölurnar á laugar­ dag voru 8­12­14­20­37 og bónus­ talan var 40. Jókertölurnar voru 0­4­ 2­7­5. „Ég er búinn að vera að díla við streit, hvíta karlmenn frá blautu barnsbeini og er ég með fordóma ef ég loksins fer að setja þeim mörk?“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður í samtali við DV. Í fréttaviðtali í kjöl­ far Gay Pride­göngunnar á laugar­ dag lét Páll Óskar þau ummæli falla að það eina sem fengi að vera í friði í þessum heimi og væri hvítur gagn­ hneigður karlmaður í jakkafötum, hægri sinnaður og ætti peninga. Stundum væri hann með Biblíu í annarri hönd og byssu í hinni. Hann sagði að allt annað mætti kalla ein­ hverjum nöfnum. „Helvítis femínisti, helvítis kerlingar, helvítis hommar,“ tók hann sem dæmi. Ummælin hafa vakið mikil við­ brögð í netheimum og flestir fagna þeim. Sumir vilja þó túlka orð Páls Óskars þannig að hann sé sjálfur for­ dómafullur. Guðbjörn Guðbjörns­ son pistlahöfundur á Eyjunni er einn þeirra. „  Á sama tíma og Páll Óskar predikar yfir okkur öllum nauðsyn þess að vera ekki með fordóma í garð nokkurs fólks, er í raun ótrúlegt að hann sjálfur skuli vera haldinn slík­ um fordómum gagnvart miðaldra, hvítum karlmönnum,“ segir Guð­ björn meðal annars í pistli sínum. Páll Óskar segir það af og frá að hann sé haldinn fordómum. „Ég er að setja þeim mörk, svona tal verð­ ur ekki liðið. Það er ekki það sama og fordómar. Fordómar eru ótti við eitt­ hvað sem þú þekkir ekki. Fordæming er eitthvað sem þú dæmir fyrirfram án þess að vita um hvað þú ert að tala.“ Hann hefur hins vegar, að eig­ in sögn, verið í reiptogi við þennan hvíta karlmann alveg frá því að hann var átta ára gamall. „Þannig að ég veit pínulítið um hvað ég er að tala. Ég er ekki með fordóma gagnvart hvítum karlmönnum, ég er að setja þeim mörk og það er munur þar á,“ segir Páll Óskar. solrun@dv.is Páll Óskar segist ekki haldinn fordómum: „Ég er að setja þeim mörk“ Setur mörk Páll Óskar segir það af og frá að hann sé fordómafullur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.