Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Mánudagur 8. ágúst 2011 hún í tuttugu ár og eignaðist með honum þrjú börn. „Ég var svo ástfangin. Hann flutti inn á mig, drakk mikið og ég með. Á endanum missti ég vinnuna. Svo vorum við bæði spila- fíklar og spiluðum allan sólar- hringinn. Þetta var svo sjúkt að í rauninni áttum við ekkert að vera með börn. Og við vorum svo blönk að við áttum ekki fyr- ir mat, ég öryrki og hann ekk- ert að vinna. Svo hann spurði oft hvort ég gæti ekki fundið einhvern karl og reddað okkur pening.“ Fór í vændi í hefndarhug Fimm árum eftir meðferðina setti hún fyrstu auglýsinguna inn á Rauða torgið. Dóttir hennar var þá tveggja ára og hún hafði þrisvar sinnum komið að manninum sínum í rúminu með annarri, og hvert skipti var það einhver vinkona hennar sem var þar með hon- um. Í hefndarhug auglýsti hún á Rauða torginu. Hitti mann á kaffihúsi og spjallaði lengi áður en hún fór með honum upp á hótelherbergi. Fyrir vikið þáði hún 200 þúsund krónur. „Mér leið ekki vel en hann var næs og þetta var allt í lagi,“ segir hún og hallar sér aftur. „Þetta er ekkert mál fyrir mig, þetta er bara eins og að pissa. Við vorum mjög hamingju- söm fyrstu árin. En þegar ég kom heim og sagði mannin- um frá þessu þá var honum al- veg sama. Honum fannst það bara fínt að ég kæmi heim með svona háar fjárhæðir. Hann var ekki hrifinn af mér og bar enga virðingu fyrir mér.“ Hún klökknar. „Á endanum fór ég frá honum því ég fékk nóg af þeirri kúgun sem hann beitti mig. Undir lokin var hann alltaf að henda mér inn á geðdeild og mér leið mjög illa. Ég hafði engan til að tala við því ég á enga fjölskyldu. Ég á engan að, annan en bara ein- hverja karla. En það var ekki fyrr en löngu seinna sem við skildum. Og í dag er hann allt- af til staðar fyrir mig og hjálp- ar mér ef á þarf að halda. Mér þykir vænt um hann.“ Fékk háar fjárhæðir fyrstu árin Þessi fyrsti viðskiptavinur hennar hefur haldið sam- bandi við hana allar götur síð- an og hefur oftar en ekki hjálp- að henni fjárhagslega. „Ég fæ alltaf hundrað þúsund kall hjá honum af og til. Stundum fyrir ekki neitt. Hann hefur bara að- gang að mér þegar hann vill.“ Hann er giftur og á börn segir hún en vill ekki segja meira því það síðasta sem hún vildi væri að koma upp um hann. „Hann hefur gefið mér háar fjárhæð- ir, allt upp í milljón. En kyn- lífið er líka brenglað þótt hann sé ekki ofbeldisfullur eða neitt þess háttar. Þetta er bara skrýt- ið. En það var ekki þannig til að byrja með. Í fyrsta skiptið sem við hittumst vildi hann aðal- lega spjalla en ég svaf nú samt hjá honum fyrst hann lét mig fá svona mikinn pening. Síðan varð hann hrifinn af mér og dældi í mig pening- um. Á tímabili flaug ég út um allan heim með fjölskylduna á hans kostnað og keypti mér nýtt sófasett. Ég lifði flottu lífi í svona þrjú ár þar til að hann fór að taka á sínum málum og stoppaði þetta af. Hann hef- ur samt reddað mér ef ég er í vandræðum.“ Sá fjölskyldunni farborða Síðast í dag bað hún hann um 800 þúsund. „Hann sagði nei en ég reiddist og sagðist ætla að tala við konuna hans. Ég hef stundum sagt þetta við þessa menn. Hvað á ég að gera?“ spyr hún og sér eftir því að hafa sagt frá þessu. Sér til varnar segist hún skulda sexhundruð þúsund í VISA því tryggingar- víxillinn fyrir síðustu íbúð var aldrei endurgreiddur. „Ég á ekki krónu til að lifa af. Og ég vil bara fá Visakortið mitt. Þess vegna ætla ég líka að hitta þennan karl í dag. Mig langar ekkert til þess. Síðustu tíu árin hef ég gert þetta af ein- skærri neyð. En lengi vel gerði ég þetta fyrir manninn minn og börnin mín. Ég gaf þeim allt sem þau eiga. Ég gaf elstu dótt- ur minn heilt innbú og ann- arri bíl. Þetta var allt fyrir pen- inga sem ég fékk með þessum hætti. Ég hef meira að segja platað karl til að gefa mér millj- ón svo ég gæti gefið barnsföður mínum bíl.“ Frosin gagnvart börnunum Síminn pípir. Hún blótar út- lendingnum fyrir að hafa ekki stillt hann á „silent“ um leið og hún nær í hann. Skila- boðin eru frá manni sem hún bjó með eftir að hún skildi við barnsföður sinn. Sá tók stund- um þátt í vændinu, einn kúnn- inn vildi þau saman en borg- aði manninum alltaf betur en henni. „Þetta var algjört rugl,“ segir hún. Nú er hann graður, segist vera að springa og að hann vilji fá hana. Vandinn er bara sá að hún kærði hann fyrir nauðgun fyr- ir nokkrum mánuðum og vill ekki sjá hann. „Þetta er allt svona. Ég hef aldrei verið með manni sem ber virðingu fyrir mér. Ekki einu sinni barnsfaðir minn, sem tók strákinn minn af mér. Ég barðist fyrir honum í heilt ár áður en ég gafst upp og gaf skít í þetta.“ Núna er hún eiginlega hætt að tala við börnin sín, segir hún. „Mér líð- ur bara illa í kringum þau. Ég er svo sár. Ég er búin að berj- ast fyrir þessum börnum í tutt- ugu ár. Hann sá aldrei um þau, það var alltaf ég sem gerði það. Og þau notfærðu sér það. Þau vissu vel hvernig ég fékk þessa peninga en engu að síður létu þau mig fleyta sér í gegnum háskólanám. En ég geri allt fyr- ir þau sem ég get. Allir sem ég þekki leita til mín þegar þeir eru í vandræðum því þeir vita að ég bjarga málunum. Ég hef aldrei borið virðingu fyrir lík- ama mínum.“ Börnin vissu af vændinu Það fór ekkert á milli mála hvað hún var að gera, segir hún, svo hún sagði elstu börn- unum þetta sjálf. „Ég var allt- af að skreppa út og kom heim með peninga. Þannig að þau vissu þetta alveg. Barnsfað- ir minn sagði þeim þetta líka. En ég veit ekki hvort hann hafi sagt þeim yngsta frá þessu. Annars vissu þetta allir. Fjölskyldan hans dæmdi mig, kom aldrei í heimsókn og sneri nefinu upp í loft. Ég var ekkert nema drusla í þeirra huga. Mér leið svo sem þannig sjálfri. Samt finnst mér ég ekki vera að gera neitt rangt. Mér finnst allt í lagi að konur sem eiga fullt af börnum og ekkert að borða geri þetta til að bjarga sér. Ég þekki reyndar eina sem er gift og stendur vel fjárhags- lega en gerir þetta samt. Ég veit ekki af hverju. Örugglega af því að hún er svo nísk. En hún þorir ekki að auglýsa þannig að hún hringir í mig til þess að fá kúnna. Mér finnst það allt í lagi, hún fær þessa ógeðslegu og ég held þeim góðu eftir fyrir mig.“ Samtal við kúnna Þótt hún hafi haldið öðru fram fyrst eftir að við settum saman þá tekur þetta líferni á. „Mér finnst ég ógeðsleg. Ég er svo horuð að ég get varla sof- ið hjá mönnum. En ég er að reyna að borða og fékk mér eina brauðsneið í morgun. Þá hafði ég ekki borðað í þrjá daga. Enda hef ég ekki hitt neinn í tvo til þrjá mánuði. Ekki fyrr en núna, þá er þessi maður allt í einu kominn. Hann er reyndar búinn að hringja í marga daga. Ég er alltaf með auglýsingu á Rauða torginu og hann fann númerið mitt þar. Á ég að hringja í hann?“ spyr hún allt í einu og tekur símann upp, slær inn númer- ið og heilsar: „Síðustu tíu árin hef ég gert þetta af ein- skærri neyð. En lengi vel gerði ég þetta fyrir manninn minn og börnin mín. Ég gaf þeim allt sem þau eiga. „Einu sinni fékk ég svo mikið ógeð á karli að ég hringdi í konuna hans og sagði henni frá þessu. Framhald á næstu opnu 206. grein hegningarlaga n Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. n Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi barns undir 18 ára aldri skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. n Hver sem hefur atvinnu eða viðurværi sitt af vændi annarra skal sæta fangelsi allt að 4 árum. n Sömu refsingu varðar það að ginna, hvetja eða aðstoða barn yngra en 18 ára til vændis. n Sömu refsingu varðar það einnig að stuðla að því að nokkur maður flytji úr landi eða til landsins í því skyni að hann stundi vændi sér til viðurværis. n Hver sem stuðlar að því með ginningum, hvatningum eða milligöngu að aðrir hafi samræði eða önnur kynferðismök gegn greiðslu eða hefur tekjur af vændi annarra, svo sem með útleigu húsnæðis eða öðru, skal sæta fangelsi allt að 4 árum en sektum eða fangelsi allt að 1 ári ef máls- bætur eru. n Hver sem í opinberri auglýsingu býður fram, miðlar eða óskar eftir kynmökum við annan mann gegn greiðslu skal sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.