Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Side 22
22 | Úttekt 8. ágúst 2011 Mánudagur T veir eru þeir heimar sem löngum hafa átt meira sameiginlegt en eðli þeirra gefur tilefni til og eru það heimur rokksins eða dægurtónlistar almennt og heimur tískunnar með sínum ofurfyrirsætum, fegurðardrottningum og oft á tíðum skjásnoppum. Með smá dassi af fólki sem hlotið hefur frægð fyrir afar óskilgreind og gjarna óljós afrek eða hæfi- leika sem oftar en ekki eru áhöld um. Kannski má með sanni segja að frægir tónlistarmenn og fyrirsætur séu eins konar þjáningarsystkin sem geta lif- að hinu ljúfa lífi, gengið eftir rauða dreglinum sem liggur inn í svonefndar VIP-hæginda- stofur og baðað sig í glysi og glamúr. En sá böggull fylgir skammrifi að ljósmyndarar slúðurblaða hafa verið settir þeim til höfuðs og fylgja þeim eftir eins og úlfahjörð til að fullnægja undarlegri þörf hins sauðsvarta almúga sem nærist á fréttum af frægu fólki sem lif- ir og hrærist í veröld sem gæti ekki verið fjær veröld meðal- jónsins þó hún væri í öðru sól- kerfi. Hvað sem þessum vanga- veltum líður eru þess fjölmörg dæmi að popparar og fyrir- sætur eða fegurðardrottningar hafi fellt hugi saman og á sund- um er engu líkara en sumum hverjum hugnist ekki að leita hófanna utan fyrirsætuheims- ins í leit að lífsförunaut. Frægur, frægari … Eðli málsins samkvæmt til- heyra umræddum hópum misfrægir einstaklingar. Í þeim er að finna ofurrokkara og of- urfyrirsætur en einnig minni spámenn. Á meðal frægari rokktón- listarmanna sem bundu trúss sitt við fræga fyrirsætu, ekki bara einu sinni heldur tvisvar, er píanistinn og hnefaleikar- inn fyrrverandi Billy Joel. Stjarna Billys reis hvað hæst undir lok áttunda áratugar og á níunda áratug tuttugustu aldar. Árið 1983 sendi Billy frá sér plötuna Innocent Man og á henni var að finna lagið Up- town Girl. Við vinnslu plöt- unnar tókust kynni með hon- um og fyrirsætunni Christie Brinkley og ályktuðu margir að lagið væri samið til hennar en sú ku ekki hafa verið reyndin. Billy hafði nefnilega áður ver- ið í sambandi með stallsystur Christie, Elle Macpherson, og leiddar hafa verið að því getur að lagið hafi verið samið með hana í huga öðrum konum fremur. Christie lék hins veg- ar stórt hlutverk í myndbandi lagsins og hún og Billy rugluðu saman reytum árið 1985. Billy og Christie voru bæði nánast órjúfanlegur hluti ver- aldar fræga fólksins á níunda áratugnum en glóðin í sam- bandi þeirra kulnaði og þau slitu sambandi sínu endanlega árið 1994. Axlapúðar og glansfatnaður Um miðjan níunda áratug síðustu aldar gerðist einhver fjandinn í heimi tískunnar og að sumu leyti tónlistarinnar. Eflaust hrista margir karlmenn höfuðið og klóra sér í kollin- um þegar þeir hugsa til baka og rifja upp innihald fataskáps síns á þeim tíma. Tónlistarfólk og aðrir frægð- armenn voru í broddi fylkingar og engu líkara en tískusýning- ar væru þeirra ær og kýr. Einn var sá sem naut mikilla vin- sælda á þessum tíma, Simon LeBon, söngvari hljómsveit- arinnar Duran Duran. Hljóm- sveitin var þá á hátindi ferils síns og frægðar og háði hat- ramma baráttu um vinsældir við dúettinn Wham, sem líkt og Duran Duran var barn síns tíma. En það er önnur saga. Simon LeBon krækti sér í Yasmin Parvaneh, fyrirsætu af breskum og írönskum upp- runa. Þannig var mál með vexti að LeBon hafði í mestu mak- indum blaðað í gegnum tíma- rit og hnotið um ljósmynd af Yasmin. LeBon gat ekki á sér heilum tekið í kjölfarið og hafði samband við umboðs- skrifstofu Yasmin til að hafa upp á henni. Simon LeBon hafði erindi Það verður að teljast eðlilegt að fólk leiti sér maka, og finni, innan þeirrar hringiðu sem einkennir líf þess. Bók- hneigt fólk fellir oft hugi saman; sameiginleg trú kann að tengja fólk órofa böndum og ýmis áhugamál; hesta- mennska, skák, íþróttir og fleira, kunna að reynast hinn besti grunnur að endingargóðu hjóna- eða sambandi. Hvað tengir tónlistarmenn og tískufyrirsætur er ekki gott að segja, en engu að síður eru þess mýmörg dæmi að fólk úr þessum geirum, sem eru að mörgu leyti afar ólíkir, laðist hvert að öðru þannig að úr verði varanlegt samband. Músíkantar og módel Bítilssonur við skák- borðið Sean Lennon ásamt ástkonu sinni og félaga, Charlotte Kemp Muhl. Myndir reuters „Eins og málum er háttað nú gætu fyrrverandi kærastar hennar stofnað hljómsveit saman; The Ex’s, Hinir fyrrverandi, og hver veit nema fjöldinn gæti nægt til að stofna stórhljómsveit þegar fram líða stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.