Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2011, Page 3
Fréttir | 3Mánudagur 8. ágúst 2011 n Íslendingar fjárfestu í 72.000 m2 svæði í Berlín árið 2007 n Hilmar Steinar Sigurðsson, þáverandi starfsmaður Glitnis, tók persónulega þátt n Þýskir fjárfestar hafa óskað eftir rannsókn hjá sérstökum saksóknara Glitnistoppar voru í braski í Berlín Í samtali við DV segir Hilmar Steinar Sigurðsson, núverandi starfsmaður Klasi Investment Services og fyrrverandi starfs- maður Glitnis, að ásakanir Þjóð- verjanna á hendur honum og öðrum Íslendingum sem koma að fasteignafélaginu R.E.D. Berlin Development séu fráleitar. Hann segir að sérstakur saksóknari hafi ekki haft samband við sig né aðra Íslendinga tengda félaginu. Enda hafi engin brot átt sér stað. Hér að neðan birtast nokkrar spurningar sem DV sendi Hilmari. Einnig er birt athugasemd frá honum. Hvernig kom það til að Glitnir tók þátt í fjármögnun á þessu verkefni og hversu mikið lánaði bankinn út á það? Svar: „Einhver á vegum Glitnis þarf að svara þessari spurningu.“ Nú stofnaðir þú félagið Kvarter ehf. sem fer með 8,5 prósenta hlut í R.E.D. Berlin Development. Setti Glitnir ekkert út á það að þú skyld- ir sjálfur persónulega taka þátt í umræddu verkefni? Svar: „Ég sótti um leyfi hjá bankan- um að félagið mitt Kvarter fjárfesti í verkefninu og var það samþykkt af yfirmönnum bankans.“ Hvað varð um 800.000 EUR greiðslu sem Glitnir sendi inn á reikning Winter þann 25.03.2008? Svar: „Einhver á vegum Glitnis verður að svara þessari spurningu.“ Samkvæmt fyrirtækjaskrá sett- ist þú og Axel Ómarsson í stjórn Winter þann 01.06.2011. Hver er skýringin á því? Svar: „Vegna langrar reynslu okkar í verkefninu vorum við beðnir um að setjast í stjórn Winter ehf.“ Nú stofnaðir þú félagið Mynt ehf. ásamt Axel Ómarssyni og Jóhanni Ómarssyni. Í hvaða rekstri hefur umrætt félag verið? Svar: „Félagið hefur ekki verið í rekstri um nokkurt skeið.“ Hver er staðan á umræddu R.E.D. Berlin Development verkefni í dag? Svar: „Verkefnið er í biðstöðu vegna hluthafadeilna milli ís- lensku hluthafanna sem eiga 75,5% og Þjóðverjanna sem eiga 24.5%. Eignin er að mestu í útleigu til ýmissa aðila.“ Er það rétt að búið sé að höfða 20 dómsmál gegn þér og Guð- jóni Haukssyni í Þýskalandi vegna málefna R.E.D. Berlin Develop- ment? Svar: „Mér er ekki kunnugt nein dómsmál gegn mér persónulega.“ Hvaða fasteignir eru í dag undir Klasi Investment Services? Svar: „Engar.“ Nú hafa þeir Moritz Müller og Klaus Wagner farið fram á að sér- stakur saksóknari á Íslandi rann- saki málefni R.E.D. Berlin Deve- lopment. Telja þeir að þú, Axel Ómarsson, Jóhann Ómarsson og Guðjón Hauksson hafið brotið lög. Hver er afstaða þín til ásakana þeirra? Svar: „Þetta er fjarstæða og leik- flétta að hálfu þýsku hluthafanna til þess að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að 17 dómsmál eru ýmist unnin gegn þeim eða í vinnslu. Samkvæmt minni vit- und hafa engin lög verið brotin hvorki hér né í Þýskalandi, hvað þetta félag varðar af íslensku að- ilunum.“ Hilmar Steinar Sigurðsson þvertekur fyrir brot: Segir Íslendinga fórnarlömbin „Samkvæmt minni vitund hafa engin lög verið brotin hvorki hér né í Þýskalandi, hvað þetta félag varðar af íslensku aðilunum. „Fyrir neðan allar hellur“ n Neyðarhnappur konu á níræðisaldri óvirkur yfir helgina n Engir tæknimenn hjá Vodafone sinntu málinu B ilun varð í símabúnaði 84 ára gamallar konu um helgina. Bilunin olli því að neyðarhnappur Guðnýjar Sigurðardóttur varð óvirkur. Hún býr ein og því olli bilunin skilj- anlegum áhyggjum hjá aðstandend- um Guðnýjar. Neyðarhnappurinn gerir henni kleift að láta aðra vita af sér ef að hún lendir í háska eða slas- ast. Aðstandendur Guðnýjar höfðu samband við Vodafone og báðu um að tæknimenn myndu gera við bún- aðinn. Engir tæknimenn hafa verið kallaðir út og því var neyðarhnapp- urinn óvirkur yfir helgina. Þungar áhyggjur „Hún býr ein og maður veit nátt- úrulega aldrei hvað gæti gerst,“ seg- ir Klara Harðardóttir, barnabarn Guðnýjar, í samtali við DV. Neyðar- hnappur Guðnýjar er fenginn frá Ör- yggisþjónustunni, en hnappurinn er tengdur við símalínur Vodafone og því olli bilun í heimasíma Guðnýjar því að hnappurinn varð óvirkur. Það olli aðstandendum hennar þungum áhyggjum enda aldrei að vita hve- nær vá ber að garði. Á laugardag- inn hafði frændi hennar samband við þjónustuver Vodafone og vildi hann að ráðist væri í að gera við sím- ann hjá Guðnýju. „Honum var þá til- kynnt að það væru engir tæknimenn sem ynnu um helgar,“ segir Klara um málið. Það var því ekki reynt að gera við bilunina fyrr en eftir helgina. Líta málið alvarlegum augum Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi hjá Vodafone, segir að mál- ið sé litið mjög alvarlegum augum. „Okkur þykir þetta að sjálfsögðu ekki léttvægt á nokkurn hátt,“ segir Hrannar í samtali við DV. Hann segir að bilunin sé líklegast í búnaði sem er að heimili Guðnýjar. Þá segir hann að þetta sé einangrað tilvik. „Þetta er allavega ekki bilun í símkerfinu,“ segir hann, en á vef Morgunblaðsins kom meðal annars fram að bilunin hefði verið í símkerfi Vodafone. Hann segir að að tæknimenn fyrirtækisins hafi ekki getað skoð- að þetta tiltekna tilvik um helgina. En tæknimenn séu jafnan kallað- ir út þegar bilanir verði í símkerfinu sjálfu. Á sunnudeginum sagði hann að ráðist væri í að skoða búnaðinn að heimili Guðnýjar strax eftir helgi. Þá munu menn frá annað hvort Voda- fone eða samstarfsaðilum fara í mál- ið. Gremst lítil viðbrögð Klara segir að frændi sinn hafi lítil viðbrögð fengið hjá Vodafone vegna málsins. „Það var sama hvað hann reyndi að útskýra fyrir þeim að það, að skilja rúmlega áttræða konu eftir eina án þess að hafa neyðarhnapp- inn, geti haft alvarlegar afleiðing- ar í för með sér. Það var bara ekki hlustað á hann,“ segir Klara. Að- standendum Guðnýjar gremst það að ekki hafi verið komið til móts við þau vegna þessa máls. „Mér finnst þetta bara fyrir neðan allar hellur og fólk á ekki að geta komist upp með svona.“ Hrannar segir að málið verði skoðað vandlega. „Við reynum að greina svona mál vandlega og skoða hvað við getum lært af þeim.“ Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is „Hún býr ein og maður veit nátt- úrulega aldrei hvað gæti gerst. Tengt í símalínu Neyðarhnappar líkt og sá sem er á heimili Guðnýjar eru tengdir í símalínu. Ef símasamband rofnar verður hnappurinn óvirkur. MyNdiN TENGiST EfNi fréTTariNNar Ekki BEiNT. Óvirkur neyðarhnappur Klara Harðardóttir og amma hennar, Guðný Sigurðardóttir. Neyðarhnappur Guðnýjar var óvirkur yfir helgina þar sem að tæknimenn frá Vodafone komust ekki í að sinna bilun í símabúnaði hennar. aðSENd MyNd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.