Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 2
2 Fréttir 21. nóvember 2011 Mánudagur É g ætla bara að láta þessum degi ljúka,“ sagði Hanna Birna Krist- jánsdóttir eftir að úrslit í for- mannskjöri Sjálfstæðisflokks- ins voru kunngerð á landsfundi Sjálfstæðismanna um helgina. Bjarni Benediktsson stóð uppi sem sigur- vegari og er enn formaður flokksins en Hanna Birna bauð sig fram gegn honum. Ólöf Nordal var einnig end- urkjörin sem varaformaður flokksins en séra Halldór Gunnarsson bauð sig fram gegn henni. Forysta flokksins er því óbreytt eftir helgina. Spennuþrungið andrúmsloft Andrúmsloftið í Laugardalshöllinni var spennuþrungið þegar til atkvæða- greiðslu kom enda ljóst að baráttan væri hörð og alls óvíst hver hefði bet- ur í formannskjöri flokksins. Þegar blaðamann bar að garði var fjölmennt í höllinni og sátu fundargestir þétt saman við langborð í salnum. Virðu- legir, jakkafataklæddir karlmenn um miðjan aldur voru áberandi í salnum, en almennt virtist fólk vera í sínu fín- asta pússi og hópurinn frekar einsleit- ur. Einn fundargestanna skar sig úr frá öðrum þar sem hann klæddist veiði- samfestingi í felulitum. Hafði þó sem betur fer skilið byssuna eftir heima. Atkvæðagreiðslan fór fram á sunnudag, hófst klukkan tvö og stóð í tuttugu mínútur. Það var svo um þrjú- leytið sem Sturla Böðvarsson fundar- stjóri lýsti Bjarna réttkjörin formann flokksins. Bjarni var var endurkjörinn formaður með 727 atkvæðum eða 55% greiddra atkvæða og þakkaði klökkur fyrir sig: „Ég er óendanlega þakklátur ykkur öllum fyrir stuðninginn.“ Sagði hann einnig að nú væri kom- inn tími til að láta sverfa til stáls. Það verður því í hans höndum að leiða flokkinn í næstu kosningum og reyna að koma honum aftur í þá lykilstöðu sem flokkurinn gegndi fyrir hrun. Þykir klókur Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Hanna Birna verið sterkari leiðtogi á landsvísu fyrir flokkinn en Bjarni, en þær niðurstöður hafa yfirleitt endur- speglað alla kjósendur en ekki aðeins Sjálfstæðismenn. Bjarni Benediktsson hefur verið umdeildur sem formaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann studdi meðal annars Icesave-samningana og hefur þátttaka hans í fjármálalífinu, bæði fyrir og eftir hrun, þótt vera mjög umdeild. Það virðist ekki hafa vafist fyrir landsfund- armönnum sem telja greinilega Bjarna hafa það sem þarf til að koma flokkn- um aftur til vegs og virðingar. Fyrir fundinn ríkti bjartsýni í her- búðum beggja aðila. Ljóst var að Hanna Birna nyti ekki fulls traust þing- flokksins þar sem hún hafði rætt um að hreinsa þyrfti til á Alþingi, en Bjarni virtist hafa yfirhöndina hjá samstarfs- mönnum sínum. Bjarni þykir einnig hafa verið klókur og komið fleiri stuðn- ingsmönnum sínum á landsfund, en eftir framboðsræður þeirra í gær þótti Hanna Birna draga á hann. Formaðurinn ljómaði Eftir kosninguna var létt yfir hópnum og mátti ekki betur sjá en að fundar- gestir væru almennt ánægðir með úr- slitin. Á meðal gesta mátti sjá Vilhjálm Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóra og dóttur hans, Jóhönnu, ásamt eigin- manninum Geir Sveinssyni. Skammt frá stóð Illugi Gunnarsson á spjalli við Agnesi Bragadóttur, blaðamann Morgunblaðsins, sem virtist vera í ess- inu sínu. Fyrrverandi foringi flokksins, Geir H. Haarde, gekk um salinn og spjall- aði við fólk og óskaði því til hamingju með úrslitin svo ekki var annað að sjá að hann væri nokkuð sáttur. Annar fyrrverandi foringi, Dav- íð Oddsson, var einnig á vettvangi og gekk hann rösklega í átt að útgangin- um og vildi ekki ræða úrslit kosning- anna. „Ég vil ekkert tjá mig það,“ sagði hann og yfirgaf höllina. DV náði aftur á móti tali af núver- andi formanni í anddyrinu í Laugar- dagshöll þar sem hann stóð og ljóm- aði. Við hlið hans stóð kona hans með nýfætt barn þeirra í vagni. Bjarni var stoltur og hrærður yfir þessum mikla stuðningi: „Ég er stoltur yfir því að fá að leiða Sjálfstæðisflokkinn, stærsta og mikilvægasta stjórnmálafl í land- inu á þessum gríðarlega mikilvægum tímum þar sem við stöndum frammi fyrir því að finna leiðir, hrinda stefnu- málum í framkvæmd sem varða leið- ina út úr þeim efnahagsþrengingum sem við erum að fást við.“ Aðspurður hvort hann hafi ein- hvern tímann óttast að ná ekki endur- kjöri sagði hann: „Ég hef aldrei gengið að neinu sem vísu varðandi það hvort ég fái áfram umboð. Menn verða að skila árangri ef þeir ætla að fá umboð í þessum flokki.“ Pólitísk framtíð óráðin Hanna Birna virtist hálfbuguð að sjá þar sem hún ræddi við stuðnings- menn sína á leiðinni út. Hún var að vonum ósátt við úrslitin. „Ég vildi auð- vitað sjá aðra niðurstöðu. Ég taldi þörf á breytingum og talaði fyrir því. Fund- urinn var ekki reiðubúinn til þess að taka það alla leið og þannig er það bara,“ sagði Hanna Birna. Hún sagðist ekki ætla að bjóða sig aftur fram í for- mannsembættið. „Ég hef ekki hugsað mér það. Ég sé þetta ekki sem eitthvað sem ég ætla að gera reglulega. Ég leit svo á að nú væri tækifæri fyrir flokkinn og ég held að það sé nóg að reyna það einu sinni.“ Umtalað var að það gæti veikt stöðu Hönnu Birnu sem formanns flokksins að hún ætti ekki sæti á Alþingi og gaf hún það út fyrir landsfundinn að næði hún kjöri myndi hún bjóða sig fram til þings í næstu kosningum. Aðspurð hvort hún muni nú einbeita sér að borgarmálum segist hún ætla að halda áfram að sinna sínum störfum sem kjörinn fulltrúi í Reykjavík og sjá svo til með framhaldið. Hún vildi ekkert um það segja hvort enn væri inni í mynd- inni að bjóða sig fram í næstkomandi alþingiskosningum. „Við sjáum til. Ég ætla ekki að taka neinar ákvarðanir á þessum tímapunkti. Ég ætla bara að láta þessum degi ljúka.“ Við sama tækifæri sagði hún að framtíð hennar í stjórnmálum væri óráðin. Flokkurinn klofinn Birgir Guðmundsson, stjórnmála- fræðingur við Háskólann í Akureyri, telur að þótt Hanna Birna hafi tapað þessum slag hafi hún engu tapað á því að taka hann. „Hún haslar sér völl sem raunverulegur keppandi um for- mannsstólinn og stimplar sig ræki- lega inn í forystusveit flokksins. Það er ekki hægt að meðhöndla hana eins og hún sé ekki þungavigtarmanneskja í flokknum. Hún fékk hátt í helming atkvæða á landsfundi,“ segir Birgir og bætir því við að nú sé bara spurning hvernig hún spili úr því. „Forystan er skipt. Við erum með hinn eiginlega foringja sem er Bjarni en skuggi Hönnu Birnu mun alltaf vofa yfir honum ef hún nýtir sér það með því að hafa áhrif og koma sterk inn í þessu valdaspili í flokknum þannig að menn geti ekki tekið meiri- háttar ákvarðanir án þess að hafa hana með í því. En hennar staða fyrir utan þingflokkinn gerir það að verk- um að þetta er svolítið sérstakt.“ Eftirspurn eftir Hönnu Birnu Birgir telur þó að hún muni bjóða sig fram til þings. „Stuðningurinn við hana er það mikill að það verður erfitt fyrir hana að fara ekki fram.“ Hann gerir ráð fyrir því að í borg- inni séu einhverjir farnir að hugsa sér til hreyfings og undirbúa næstu kosn- ingar. „Ég gæti trúað að það yrði eftir- spurn eftir henni á báðum stöðum, í borginni og landsmálum. Hún gaf það reyndar út að hún myndi ekki starfa áfram í borginni ef hún yrði kjörin for- maður en það er spurning hvort hún muni standa við það.“ Eins og kunnugt er missti Hanna Birna borgarstjórastólinn í síðustu kosningum þegar Besti flokkurinn kom sá og sigraði. „Það er náttúrulega erfið staða. En það verður að segjast eins og er að engir augljósir kandídatar eru til að taka við borginni,“ segir Birgir. Óljós staða í borginni Aðspurður segir Birgir að þetta fram- boð skipti sennilega ekki sköpum Bjarni þakkaði klökkur fyrir sig n Bjarni Ben endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins n Forystan helst óbreytt n Framtíð Hönnu Birnu í pólitík óráðin n „Ég ætla bara að láta þessum degi ljúka“ n Flokkurinn sækir fram og hyllir gamla leiðtoga „Ég hef aldrei gengið að neinu sem vísu varðandi það hvort ég fái áfram um- boð. Menn verða að skila árangri ef þeir ætla að fá umboð í þessum flokki. „Skuggi Hönnu Birnu mun alltaf vofa yfir honum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Formaðurinn Bjarni Ben var endurkjörinn með 55% atkvæða. Hann sneri vörn í sókn á fundinum, horfði til framtíðar á fundinum og hyllti gamla leiðtoga. Styrkti stöðu sína Hanna Birna Kristjánsdóttir braut blað í sögu flokksins með fram- boðinu. Álitsgjafi DV telur að með því hafi hún styrkt stöðu sína sem stjórnmálamanns og nú sé ekki hægt að líta fram hjá henni sem þungavigtarmanni í flokknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.