Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir 21. nóvember 2011 Mánudagur Keypti vörur fyrir sjálfa sig n Kona á fertugsaldri dæmd fyrir að draga sér sex milljónir króna K ona á fertugsaldri var á fimmtu- daginn síðastliðinn dæmd, í Héraðsdómi Reykjaness, í 6 mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir að hafa dregið sér fé sem bók- ari og gjaldkeri hjá fasteignasölunni Hraunhamri í Hafnarfirði. Þá er henni jafnframt gert að greiða fasteignasöl- unni rúmar sex milljónir í skaðabætur auk dráttarvaxta. Konan var ákærð fyr- ir að hafa dregið sér rúmlega sex millj- ónir króna með ýmsum hætti. Hún er meðal annars talin hafa keypt vörur fyrir sjálfa sig, meðal annars sjónvörp og tölvuvörur á kostnað fyrirtækisins að andvirði um 905 þúsund króna. Þá var henni einnig gefið að sök að hafa greitt þrjár milljónir króna fyrir fasteign sem hún hafði sjálf fjárfest í með peningum sem hún millifærði af reikningi fasteignasölunnar, sem hún var prókúruhafi fyrir. Konan er einnig sögð hafa blekkt stjórnarformann fast- eignasölunnar til að gefa út tékka með því að leggja fyrir hann tilhæfulausa reikninga. Konan leysti síðan út tékk- ana og notaði í eigin þágu. Konan hafði ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Hún játaði ský- laust brot sín og samþykkti að greiða skaðabætur. Tekið var tillit til þess þeg- ar refsingin var ákvörðuð. Fyrir dómi bar konan að hún hefði átt erfiða æsku og að heimilislíf henn- ar hefði verið erfitt á þeim tíma sem hún dró sér féð. Þá sagði hún málið allt hafa haft mikil áhrif á sig og að hún hefði meðal annars flutt úr landi vegna þess. Þessi framburður konunnar varð ekki til refsilækkunar eins og hún ósk- aði eftir. solrun@dv.is www.omnis.is444-9900 HP ProBook langar með þér í skólann. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 89.900 kr. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES É g þarf að éta meðul núna út af lungunum, og þau hafa áhrif á beinin sagði konan mér, svo hún benti mér á að hringja og fá beinþynningarmælingu. Þar svaraði voða elskuleg kona sem spurði mig hvað ég væri þungur. Ég sagðist vera í kjörþyngd, eða rétt rúmlega 100 kíló en þá sagðist hún ekki getað tekið mig,“ segir maður sem var vísað var frá beinþynning- armælingu á Landspítala Háskóla- sjúkrahúsi vegna þyngdar sinnar. Hann fékk þær skýringar að mæl- ingatækið væri orðið svo gamalt að það réði ekki við fólk yfir 100 kílóum. Vísað til Akureyrar Manninum fannst þetta hálffyndið og enn fyndnara fannst honum að vera spurður hvort hann væri nokk uð staðsettur á Akureyri eða þar í ná- grenni. „Ég neitaði því en hún sagði að þar væri nýtt tæki, þau í Reykjavík hefðu hins vegar ekki fengið neitt,“ segir maðurinn og honum er greini- lega skemmt yfir málinu. Honum var bent á að prófa að hringja aft- ur og panta tíma eftir hálft ár, því þá væri vonandi komið nýtt mæl- ingatæki. „Ég sagðist vona að bein- in yrðu þá enn á sama stað. Þetta er nú ekkert stórmál en það er kannski rétt að láta athuga þetta,“ segir mað- urinn sem gerir sér grein fyrir alvöru málsins þó hann sjái spaugilegu hliðarnar á því. Hann hefur þó ekki enn farið í mælingu enda ekki átt leið um Akureyri nýlega. Stórir með sterk bein Gunnar Sigurðsson, yfirlæknir á innkirtladeild Landspítala Háskóla- sjúkrahúss þar sem beinþynningar- mælingar eru framkvæmdar, stað- festir það í samtali við DV að ekki sé hægt að taka við fólki yfir 100 kíló- um í mælingu á spítalanum. „Tækja- búnaðurinn sjálfur er orðinn það lasburða. Tækið er orðið þrettán ára og þolir ekki þessa þyngd.“ Hann segir þetta vissulega oft skapa vandamál en það sé þó lán í óláni að stórt og mikið fólk sé yfir- leitt með sterk bein. Minnihluti þeirra sem þarf að fara í beinþynn- ingarmælingu er því yfir 100 kílóum, að sögn Gunnars. „En það þarf þó ekkert að vera. Það geta verið erfða- þættir og ýmislegt sem veldur því að þeir sem eru yfir 100 kílóum séu með þunn bein.“ Lyfjanotkun eins og í tilfelli mannsins er einn þeirra þátta. Ekki endurnýjað í bráð „Þetta var auðvitað ekki svona en við urðum að grípa til þessa fyrir um ári fyrst tækið var orðið þrettán ára. Til að það entist þá urðum við að tak- marka það við þessi kíló. Það er af illri nauðsyn,“ segir Gunnar. „Auð- vitað vildum við geta sinnt þessu,“ bætir hann við. Gunnar staðfestir það jafnframt að ef nauðsyn krefur þá sé fólk sent til Akureyrar í beinþynningarmæl- ingu, en þar er nýlegra tæki sem leyfir allt upp í 200 kíló. Landspítalinn hefur verð þjakað- ur af niðurskurði síðustu ár, deild- um hefur verið lokað eða starfsemi þeirra takmörkuð. Þá hefur lítið fjár- magn fengist til tækjakaupa. Gunn- ar segir beinþynningarmælingatæki ekki vera ofarlega á lista spítalans yfir tæki sem þarf að endurnýja eins og staðan er í dag. „Ég sagðist vona að beinin yrðu þá enn á sama stað Stórum og miklum vísað til Akureyrar n Fólk yfir 100 kílóum að þyngd fær ekki beinþynningarmælingu á Landspítalanum n Tækið orðið 13 ára og þolir ekki svo mikla þyngd n Stendur ekki til að endurnýja tækið Úreltur tækjakostur Beinþynn- ingarmælingatæki á Landspítalanum er komið til ára sinna og sjúklingum yfir 100 kílóum er vísað frá. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Akureyri Tæki til að mæla beinþynn- ingu er betra á Sjúkrahúsinu á Akureyri en í Reykjavík – tekur 200 kíló. Dæmdur í níu mánaða fangelsi: Ofsaakstur á morfíni Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag mann á fertugsaldri í níu mánaða fangelsi og til svipt- ingar ökuréttinda í þrjú ár. Maðurinn var dæmdur fyrir að aka margsinnis undir áhrifum fíkniefna, þjófnað, nytjastuld og rangar sakargiftir, en hann gaf upp nafn bróður síns í eitt skipti er lög- reglan stöðvaði för hans og falsaði nafn hans á lögregluskýrslu með þeim afleiðingum að bróðir hans var ákærður fyrir fíkniefnaakstur. Eitt umferðarbrotanna sem maðurinn var dæmdur fyrir stofn- aði lífi annarra vegfarenda í hættu á „ófyrirleitin hátt“ eins og kemur fram í ákæru. Þá keyrði hann und- ir áhrif- um, var óhæfur til að stjórna bif- reiðinni örugglega vegna áhrifa amfetamíns og morfíns án gildra ökuréttinda og án þess að sinna stöðvunarmerkj- um lögreglu. Annað umferðarbrot mannsins endaði með ósköpum þegar lögregla veitti honum eftir- för en þá ók hann meðal annars á móti umferð á 130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Bifreið- in kastaðist yfir á rangan vegar- helming og yfirgaf hann bifreiðina og vettvang án þessa sinna lög- boðnum skyldum sínum, en lög- reglumenn hlupu hann uppi og handtóku skömmu síðar. Hann var einnig dæmdur fyrir þjófnaði en hann braust meðal annars inn í auglýsingastofuna Jónsson og Lemack við Laugaveg og stal þaðan tölvum. Jafnframt var hann dæmdur fyrir að stela handtösku úr Baðhúsi Lindu sem og innbrot í nokkur apótek þar sem hann stal meðal annars lyfj- um og fartölvum. Maðurinn játaði brot sín ský- laust fyrir dómi. Dró sér fé Konan greiddi meðal annars þrjár milljónir af reikningi fasteignasölunnar upp í íbúð sem hún keypti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.