Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Þetta var alveg ógeðslega erfitt Skilnaðir eru alltaf erfiðir Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona segir barnleysið hafa reynt á. – DV. Metanlaust á Akureyri „Já, ég fer út um jólin. Annað- hvort til Glasgow eða Moskvu, ég veit það ekki enn.“ Magdalena Björnsdóttir 17 ára nemi „Nei, ég er í skóla og er blankur.“ Þorsteinn Jónsson 18 ára nemi „Nei, ég var að flytja til Íslands.“ Sigurlaug Jóhannsdóttir 32 ára atvinnulaus „Nei, ég verð bara á Íslandi í vetur.“ Auður Magnúsdóttir 32 ára í fæðingarorlofi „Ég mun flytja til Nýja-Sjálands um áramótin, svo já.“ Kevin Franke 30 ára nemi Ætlar þú að ferðast til út- landa í vetur? Foringjadýrkun á háu stigi A ð ganga í takt er umfram allt einkenni Sjálfstæðisflokks- ins. Þegar Vinstri grænir verða ósammála, eins og gengur og gerist í lýðræðinu, eru sjálfstæðis- mennirnir fljótir að fullyrða að ríkis- stjórnin sé óstarfhæf fyrir vikið, og í kjölfarið að hún sé þar með „verklausa ríkisstjórnin“. Vinstri grænir urðu á dögunum ósammála um Vaðlaheiðargöngin og ákváðu því að láta ríkisendurskoðun gera faglegt mat á framkvæmdunum. Hjá alvöruflokki hefði slíkt verið leyst að tjaldabaki. Þar hefði aldrei verið efast um að kjördæmi formannsins þyrfti að fá stórframkvæmd. Í Sjálfstæðisflokknum er höfuð- dyggð að standa saman að baki for- ingja flokksins. Þetta birtist skýrt á landsfundinum um helgina. Bjarni Benediktsson formaður hélt þrumandi ræðu, þar sem hann talaði um „ævar- andi skömm“ eftir efnahagshrunið. Skömmin var ekki Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde, sem stýrðu land- inu að hruni. Heldur var skömmin hjá þeim sem „hröktu“ Davíð af stóli seðlabankastjórans, eftir að Seðla- bankinn varð gjaldþrota, og létu Geir Haarde svara fyrir lög um ráðherra- ábyrgð, eftir að efnahagslífið hrundi á hans vakt. Kjarni skilaboðanna og stefnunn- ar er að þótt efnahagslíf hrynji á vakt foringjanna, eiga foringjarnir ekki að gjalda fyrir það með neinum hætti. Pólitískt ráðni bankastjórinn á að sitja áfram í rústum hins gjaldþrota banka, og forsætisráðherrann sem lofaði traustri efnahagsstjórn á að vera haf- inn yfir það að svara fyrir lög, sem til eru fyrir slík tilvik. Annað sé hreinlega skammarlegt. Á landsfundi flokksins árið eftir hrun var niðurstaðan hins vegar að „fólkið hefði brugðist“, en ekki stefn- an. Í þeirri niðurstöðu var ekki tekið með í reikninginn að inngróin í stefnu flokksins er foringjadýrkun, sem felur í sér að foringjarnir eru ósnertanlegir, og því getur fólkið ekki brugðist. Og samkvæmt stefnu Sjálfstæðisflokksins um að ganga í takt, gat Bjarni fullyrt á landsfundinum að allir á landsfund- inum styddu Geir Haarde, allir þing- menn og allir sveitarstjórnarmenn. Einn flokkur sem einn maður. Svarthöfði Þ au gleðitíðindi bárust á dög- unum að Reykjavíkurborg hafi fjárfest í nýjum metanbílum sem stendur til að nota í þágu borgarinnar. Þar hefur Reykjavíkur- borg stigið stórt skref í umhverfismál- um ásamt því að bæta hag þjóðar- innar. Hver ekinn kílómetri á metani sparar þjóðarbúinu gjaldeyri. Þetta skiptir máli, þetta skiptir miklu máli. Ég á bifreið sem ég lét breyta fyrir metan, upphaflega var það gert til að lækka rekstrarkostnaðinn á fjölskyldubifreiðinni en fljótlega fann ég fyrir þeirri ánægju sem fylgir því að vera á mengunarlitlum bíl. Það var ánægjulegt að vera þátttakandi í ein- hverju sem raunverulega skipti máli. Í byrjun sumars ákváðu ég og fjölskyld- an mín að flytjast búferlum og setjast að á Akureyri. Akureyrarbær gerir sig út fyrir að vera náttúruvænsta bæjar- félagið á landinu þar sem fólki er gert að flokka rusl sitt af mikilli alúð. Því það skiptir jú máli að hugsa um end- urvinnslu og umhverfismál. En mér til mikillar furðu er ekki hægt að fá metan afgreitt á Akureyri – þar hvarf glansmyndin af þessu öllu saman. Ég hef sent fyrirspurnir á bæjarfélagið, N1 og fleiri aðila sem gætu skipt máli vegna þessa máls en þau fáu svör sem ég hef fengið hafa öll verið á þá leið að ekki sé að vænta neins í þessum málum fyrr en eftir nokkur ár. Slík svör eru að mínu mati algjörlega óásætt- anleg þar sem Akureyrarbær á að vera í fararbroddi í þessum málum og fólk er tilbúið fyrir þetta núna. Ekkert gerist Helstu rök fyrir því að það sé ekki hægt að flytja metan frá Reykjavík til Akureyrar eru að það kosti svo mikið. En það þarf að flytja bensín og olíu frá Reykjavík til Akureyrar, það kæmi nú svolítið flatt upp á menn ef það yrði hætt að selja bensín vegna þess að það kostaði svo mikið að flytja það, það er ekki eins og það komi ekki frá Evrópu meðan metan kemur úr jörðu hér á landi. Auðvitað tekur metan meira pláss í flutningum en ef það er eitthvert elds- neyti sem hefur svigrúm kostnaðarlega séð vegna flutnings þá er það met- an. Það var lítill fugl sem hvíslaði því að mér þegar metanið var að koma á markaðinn hérna að hagnaðurinn af hverjum seldum lítra af metani væri ca. 75 krónur. Engu að síður þá er metan- sala „gæluverkefni“ hjá N1 samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið. Það er búið að rannsaka Glerárhauga fyrir hugsanlega metanframleiðslu á Akureyri og kom sú rannsókn vel út en ekkert virðist vera að gerast í kjölfarið. Það hefur verið stofnað fyrirtæki hér á Akureyri til að rannsaka hugsanlega metanvinnslu úr dýraúrgangi en þeir reikna ekki með sölu á neinum afurð- um fyrr en fyrsta lagi eftir 3 ár. Fækkar um einn Það eru aðilar á Akureyri sem eiga all- an þann búnað sem til þarf til að met- anbreyta bílum en það er lítill tilgang- ur að breyta bílum ef það er ekki hægt að fá metan. Nú stend ég frammi fyrir því að selja bifreið mína til Reykjavík- ur vegna mikillar óhagkvæmni sem fylgir því borga af breytingu sem var framkvæmd á bílnum ásamt því að kaupa bensín dýrum dómi þar sem ekkert metan er að fá. Við það mun metanbílum á Akureyri fækka um einn bíl að sinni. Að mínu mati þurfa stjórnendur Akureyrarbæjar að taka sig saman í andlitinu og fara að gera eitthvað í þessu máli, eða breyta sín- um áherslum í umhverfismálum þar sem mikils ósamræmis gætir þar. „Að mínu mati þurfa stjórnendur Akureyrarbæjar að taka sig sam- an í andlitinu Góð stemning Mikil gleði ríkti á úrslitakvöldi Rímnaflæðis sem haldið var í Rimaskóla í Grafarvogi á föstudagskvöld. Um fimm hundruð ungmenni mættu á svæðið og börðu rappara framtíðarinnar augum. Keppnin er haldin árlega og er fyrir ungmenni sem stunda nám í áttunda, níunda og tíunda bekk. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Henry Birgir Gunnarsson er hrifnastur af íslenskum jólabjór. – DV. Þeir eru bara betri en þessir erlendu Mest lesið á DV.is 1 Heillaðist af karlmennsku hans Leikkonan Alexía Björg um sinn heittelskaða, þingmanninn Guðmund Steingrímsson. 2 Grænmetisfélag í milljarðaþrot eftir hlutabréfabrask Nýrækt ehf. komið í þrot eftir að hafa fengið stór lán fyrr hlutabréfum í íslensku bönkunum. 3 Móðir Jakobs Frímanns dó úr ofdrykkju Jakob Frímann lýsti drykkju móður sinnar í helgarblaði DV. 4 Nauðgaði tíu ára stúlku Lögreglan á Jótlandi leitar karlmanns sem nauðgaði ungri stúlku í skóglendi á laugardag. 5 Demi Moore er tvíkynhneigð Ein af ástæðum þess að Demi Moore og Ashton Kutcher hættu saman er tvíkyn- hneigð Demi. 6 Af hverju fitnum við? Atvinnuleysi, óhamingja og skilnaður geta valdið ofþyngd eða offitu. 7 Afskriftir óhjákvæmilegar hjá Björgólfi Thor Björgólfur Thor skuldar rúmlega 70 milljarða og eru afskriftir hjá honum óhjákvæmilegar. Umræða 17Mánudagur 21. nóvember 2011 Aðsent Jóhannes Þór Jakobsson íbúi á Akureyri Jakob Frímann skildi við Ragnhildi Gísladóttur eftir 17 ára hjónaband. – DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.