Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 20
D
alvíkingurinn Heiðar
Helguson hefur farið
á kostum í ensku úr-
valsdeildinni síðasta
mánuðinn með sínu
liði, QPR. Hann fór á kost-
um á einum erfiðasta útivelli
deildarinnar um helgina þeg-
ar hann skoraði tvö mörk og
tryggði sínum mönnum gífur-
lega góðan og mikilvægan úti-
sigur á Stoke, 3–1. Fyrra markið
skoraði Heiðar með fallegum
skalla en það síðara af stuttu
færi eftir fyrirgjöf. Heiðar er
núna búinn að skora fimm
mörk í síðustu fimm leikjum
eftir að hann fór að fá tækifæri
í byrjunarliðinu og auk þess
hefur hann gefið eina stoð-
sendingu. Eftir að Heiðar kom
inn í liðið hefur það safnað sjö
stigum í sarpinn af 15 mögu-
legum og lyft sér upp í níunda
sæti deildarinnar.
Maðurinn með níuna
horfir á
Heiðar hefur heldur betur þurft
að berjast fyrir sæti sínu hjá
QPR en fyrri hluta tímabilsins
í fyrra þar sem liðið barðist á
toppi Championship-deildar-
innar kom Heiðar mikið inn á
sem varamaður. Í febrúar fékk
hann tækifæri í byrjunarliðinu
og leit ekki til baka og var hann
lykilmaður í því að tryggja QPR
titilinn í Championship-deild-
inni. Neil Warnock, stjóri QPR,
reyndi svo eins og óður maður
að finna sér nýja framherja í
sumar og þegar D.J. Campbell
var keyptur frá Birmingham
fékk hann ekki bara byrjunar-
liðssæti Heiðars, heldur níuna
sem Heiðar hafði borið á bak-
inu frá því hann kom til liðsins.
Heiðar lét það ekkert á sig
fá. Hann beið bara eftir sínu
tækifæri og þegar Campbell
braut bein í tá um miðjan
október nýtti Dalvíkingurinn
sterki tækifærið og hefur far-
ið á kostum. Campbell hefur
skorað eitt mark í fimm leikj-
um á meðan Heiðar hefur
skorað fimm mörk í þeim sjö
sem hann hefur komið við
sögu í, þar á meðal sigurmark
gegn Chelsea og mörkin gegn
Stoke um helgina. Það er því
engin spurning hvor hefur
verið að skila meiru til liðs-
ins.
Aðeins Persie betri
Mörkin fimm hjá Heiðari
undanfarinn mánuð er besta
framlag nokkurs leikmanns
í ensku úrvalsdeildinni fyr-
ir framan mark andstæðing-
anna að undanskildum Robin
van Persie, fyrirliða Arsenal.
Ekki leiðinlegur félagskap-
ur að vera í á meðan talað
er um Persie sem einn besta
framherja Evrópu um þess-
ar mundir. Ljóst er að ef svo
fer sem horfir þá mun nýráð-
inn landsliðsþjálfari Íslands,
Lars Lagerbäck, gera sér aðra
ferð til Lundúna og reyna að
sannfæra Heiðar um að hætta
við að hætta með íslenska
landsliðinu. Heiðar hefur nú
þegar gefið það út að hann
muni ekki spila fleiri lands-
leiki og tjáði Lagerbäck það
þegar þeir hittust eftir einn
leikja QPR fyrir nokkrum vik-
um.
Nei Warnock, stjóri QPR,
gat ekki hrósað Íslendingnum
nóg eftir leikinn. „Mér fannst
frammistaða Heiðars endur-
spegla baráttuanda alls liðs-
ins í þessum leik. Hann var
með kúlu á kinninni á stærð
við golfkúlu frá fyrstu mín-
útu en samt var hann frábær
fyrir okkur í báðum teigum,“
segir Warnock en Heiðar
vann nánast hvert einasta
skallaeinvígi í leiknum, hvort
sem það var í sókn eða vörn.
„Hann lét kúluna ekkert á
sig fá. Ef eitthvað þá varð
hann bara enn ákveðnari í að
standa sig. Heiðar var hreint
magnaður,“ segir Neil War-
nock um Heiðar Helguson.
Vandamálið ljóst hjá Chelsea
n Hræðilegur varnarleikur Chelsea og Liverpool sótti þrjú stig
É
g var örugglega síðasta
nafnið sem fólki datt í
hug þegar það hugsaði
um mögulegt sigurmark
en ég er ánægður með að hafa
fengið tækifærið,“ sagði hetja
Liverpool, bakvörðurinn Glen
Johnson, eftir 2–1 sigur liðs-
ins gegn Chelsea á Stamford
Bridge í gær. Johnson skoraði
sigurmarkið á 86. mínútu með
því að klobba Ashley Cole,
bakvörð Chelsea, og æða einn
og óáreittur að marki heima-
manna og leggja boltann í
netið.
Varnarleikurinn í sigur-
markinu var hörmulegur og
ekki var neitt skárra uppi á
teningnum hjá Chelsea þegar
Liverpool tók forystuna, 1–0,
í fyrri hálfleik. Eftir hálftíma
af tómu rugli í varnarleikn-
um missti Chelsea boltann á
versta stað og tættu Luis Sua-
rez og Craig Bellamy varnar-
menn Chelsea í sig. Bellamy
renndi boltanum á Maxi Rod-
riguez sem fékk óvænt tæki-
færi í byrjunarliðinu og skor-
aði fyrsta mark leiksins.
Fernando Torres byrjaði
leikinn á bekknum og var
ekki einu sinni fyrsti vara-
maður til að koma inn á.
Andre Villas-Boas setti hinn
unga Daniel Sturridge inn á
við upphaf seinni hálfleiks
til þess að fríska upp á dauf-
an sóknarleik Chelsea og sú
ákvörðun skilaði árangri inn-
an tíu mínútna því Sturridge
skoraði jöfnunarmarkið. Tor-
res kom inn á þegar tíu mín-
útur voru eftir en gerði lítið
annað en að horfa upp á sína
fyrrverandi liðsfélaga fagna
góðum sigri.
Vandamálið hjá Chelsea í
leiknum var augljóst eins og
það hefur verið alla leiktíðina.
Varnarleikurinn er langt frá
því að vera eins sterkur og
hann hefur verið undanfarin
ár. Meira að segja John Terry
er farinn að halda brunaút-
sölur í vörninni og kasta sér
í grasið um allan völl. Ekki er
honum þó vorkunn að standa
við hlið Davids Luiz sem eftir
góða byrjun á Chelsea-ferlin-
um virðist stundum ekki vita
hvar hann er staddur. Chel-
sea er nú þegar búið að fá á
sig sautján mörk á tímabilinu
en það er svipað og liðið hef-
ur verið að fá á sig á heilum
tímabilum. Andre Villas-Boas
þarf að fara að passa sig svo
Roman missi ekki þolinmæð-
ina.
,,Það var mikil barátta sem
skilaði okkur þessum sigri.
Mér fannst við vera frábærir.
Það var gott að koma til baka
eftir jafnteflið gegn Swansea
því þeim úrslitum var erfitt
að kyngja. Við erum ánægð-
ir með sigurinn sem við vilj-
um tileinka syni Brads Jones,“
sagði miðjumaðurinn Charlie
Adam eftir leikinn en Jones
er einn af markvörðum Liver-
pool. Sonur hans lést úr hvít-
blæði í vikunni, fimm ára að
aldri.
20 Sport 21. nóvember 2011 Mánudagur
Úrslit
Enska úrvalsdeildin
Norwich - Arsenal 1-2
1-0 Steve Morison (15.), 1-1 Robin van Persie
(27.), 1-2 Robin van Persie (58.).
Man. City - Newcastle 3-1
1-0 Mario Balotelli (40. víti), 2-0 Micah
Richards (43.), 3-0 Sergio Agüero (72.), 3-1
Dan Gosling (89.).
Stoke - QPR 2-3
1-0 Jonathan Walters (7.), 1-1 Heiðar
Helguson (22.), 1-2 Luke Young (44.), 1-3
Heiðar Helguson (54.), 2-3 Ryan Shawcross
(64.).
Everton - Úlfarnir 2-1
0-1 Stephen Hunt (36. víti), 1-1 Phil Jagielka
(44.), 2-1 Leighton Baines (82. víti).
Sunderland - Fulham 0-0
WBA - Bolton 2-1
1-0 Jerome Thomas (15.), 1-1 Ivan Klasnic
(20. víti), 2-1 Shane Long (55.).
Wigan - Blackburn 3-3
0-1 Yakubu Aiyegbeni (2.), 1-1 Jordi Gómez
(7.), 2-1 Gary Caldwell (30.), 2-2 David
Hoilett (59.), 3-2 Albert Crusat (87.), 3-3
Yakubu Aiyegbeni (98. víti).
Swansea - Man. United 0-1
0-1 Javier Hernandez (11.).
Chelsea - Liverpool 1-2
Staðan
1 Man. City 12 11 1 0 42:11 34
2 Man. Utd 12 9 2 1 29:12 29
3 Newcastle 12 7 4 1 18:11 25
4 Chelsea 12 7 1 4 25:17 22
5 Tottenham 10 7 1 2 21:15 22
6 Liverpool 12 6 4 2 16:11 22
7 Arsenal 12 7 1 4 25:22 22
8 Aston Villa 11 3 6 2 16:15 15
9 QPR 12 4 3 5 13:22 15
10 WBA 12 4 2 6 11:17 14
11 Norwich 12 3 4 5 17:20 13
12 Everton 11 4 1 6 13:16 13
13 Swansea 12 3 4 5 12:16 13
14 Stoke 12 3 3 6 10:22 12
15 Sunderland 12 2 5 5 14:13 11
16 Fulham 12 2 5 5 14:15 11
17 Wolves 12 3 2 7 13:20 11
18 Bolton 12 3 0 9 19:29 9
19 Blackburn 12 1 4 7 16:27 7
20 Wigan 12 1 3 8 10:23 6
Enska B-deildin
Burnley - Leeds 1-2
Barnsley - Doncaster 2-0
Birmingham - Peterborugh 1-1
Coventry - West Ham 1-2
Derby - Hull 0-2
Middlesbrough - Blackpool 2-2
Nott. Forest - Ipswich 3-2
Ívar Ingimarsson spilaði allan leikinn fyrir
Ipswich.
Reading - Cardiff 1-2
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn
fyrir Cardiff.
Southampton - Brighton 3-0
Watford - Portsmouth 2-0
Hermann Hreiðarsson var ekki í
leikmannahópi Portsmouth.
Staðan
1 Southampton 17 12 3 2 40:17 39
2 West Ham 17 10 4 3 30:14 34
3 Middlesbrough 17 8 7 2 22:14 31
4 Cardiff 17 8 6 3 31:21 30
5 Leeds 17 8 4 5 28:26 28
6 Hull 16 8 3 5 16:15 27
7 Blackpool 17 7 5 5 28:21 26
8 Leicester 17 7 4 6 23:19 25
9 Cr.Palace 17 7 4 6 18:17 25
10 Derby 17 7 3 7 22:25 24
11 Peterborough 17 7 2 8 33:30 23
12 Brighton 17 6 5 6 19:20 23
13 Birmingham 14 6 4 4 19:15 22
14 Reading 17 5 6 6 17:17 21
15 Barnsley 17 5 6 6 19:21 21
16 Ipswich 16 6 2 8 23:30 20
17 Nottingham F. 17 6 2 9 18:29 20
18 Portsmouth 17 5 4 8 19:20 19
19 Watford 17 5 4 8 17:26 19
20 Millwall 17 4 6 7 20:20 18
21 Burnley 16 5 3 8 21:25 18
22 Bristol City 17 4 4 9 16:28 16
23 Coventry 17 2 6 9 14:26 12
24 Doncaster 17 3 3 11 13:30 12
FARÐU
AFTUR
Í BÍÓ
Í FYRSTA
SINN
www.bioparadis.is
hverfisgötu 54 / 101 reykjavík
n Fimm mörk og stoðsending í síðustu fimm leikjum n Aðeins Robin van Persie í betra
formi n Stjórinn hrósar Heiðari í hástert n Fær eflaust aðra heimsókn frá Lagerbäck
Síðustu fimm leikir Heiðars í tölum
Mótherji Spiltími Mörk Stoðsendingar Skot Á markið
Stoke 90 2 0 3 3
Man. City 90 1 0 7 2
Tottenham 90 0 1 2 0
Chelsea 90 1 0 2 1
Blackburn 90 1 0 4 2
Tómas Þór Þórðarson
tomas@dv.is
Fótbolti
„Heiðar var hreint
magnaður,“ segir
Neil Warnock
Sjóðheitur heiðar
Mark úr víti Heiðar
tryggði QPR sigur á
Chelsea með marki úr
vítaspyrnu.
Boltinn liggur í netinu Chelsea-
menn horfa svekktir á sigurmark
Liverpool.