Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 15
Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Neytendur 15Mánudagur 21. nóvember 2011 n Líklega ein vanmetnasta lækningarjurt veraldar Hættulegasti staðurinn fyrir börnin á heimilinu 1 Loftaðu út Loftið vandlega út tvisvar til fimm sinnum á dag. Þá er átt við að opna alla glugga upp á gátt og fá gegnumtrekk. Ekki er nóg að opna gluggann örlítið yfir daginn. 2 Þrífðu her-bergið reglulega Hluti skaðlegu efnanna bindast við ryk svo mikilvægt er að ryksuga og þurrka af að minnsta kosti einu sinni í viku. Ekki láta leikföngin liggja og safna ryki. Skápar eru því betri hirslur en hillur. Pappír, bækur og teppi safna í sig miklu ryki. Setjið bangsa í þvottavélina einu sinni í mánuði. 3 Slökkvið á öllum tækjum Hafið slökkt á öllum rafmagns- tækjum að nóttu til. Hafið í huga hvar raftækin eru staðsett í herberginu og slökkvið á þeim eftir notkun. Þetta gildir einnig um hleðslutæki fyrir síma og tölvur. Þegar tækin hitna gefa þau frá sér efni. Þetta er sérstaklega hættulegt í litlum herbergjum. Best er að hafa sjónvarp barnanna eða tölvur í öðru herbergi. 4 Lesið leiðbeiningar Sjáið til þess að börnin noti leikföng á réttan hátt. Lítil börn ættu ekki að setja leikföng, sem ætluð eru eldri börnum, upp í munninn. Slík leikföng geta innihaldið efni sem nefnast þalöt. Mesta hættan af hættulegum efnum stafar af því þegar leikföngin eru notuð á rangan hátt. Lesið ávallt leiðbein- ingar. 5 Notaðu nefið Notið lyktarskynið þegar ný leikföng eru keypt. Varist að taka inn á heimilið lyktarsterk leikföng. Þegar ný húsgögn eru keypt er gott að láta þau standa úti í nokkra dag. Ef það er ekki hægt þá skal lofta vel út eftir að umbúðir af húsgögnunum hafa verið fjarlægðar. 6 Minnkaðu reyk og sprei Takmarkaðu kerti, reykelsi og spreivörur. Ef kveikt er á reykelsi skal láta það loga í stutta stund, slökkva á því og lofta svo vel út. Það fjarlægir mest af efnunum úr loftinu. 7 Engin leikföng með ilmefnum Mörg leikföng með ilmefnum innihalda efni sem geta verið ofnæmisvaldandi og orsakað útbrot. 8 Hjálpaðu börnunum Ræðið um það við börnin hvernig hægt er að komast hjá skaðlegum efnum. Bæði hvað varðar herbergi þeirra og aðrar vörur svo sem hárvax, hárlit, andlitsfarða og svitalyktareyði. Veljið vörur sem eru merktar Svans- merkinu. Dregið úr skaðsemi efnanna Ráðleggingar Politiken um hvernig við getum dregið úr skaðsemi efnanna í barnaherbergjum: n Ný föt geta einnig valdið ofnæmis- viðbrögðum og útbrotum þar sem í þeim má finna litarefni, formaldehýð og önnur skaðleg efni. Það er því mikilvægt að þvo ný föt áður en þau eru notuð. Þetta á einnig við um sængurver og handklæði. Hvað er PAH? PAH eru efnasambönd sem myndast við ófullkomna brennslu á við, kolum, dísilolíu, fitu og tóbaki. Tjara inniheldur einnig PAH. Börn viðkvæmari n Börn eru viðkvæmari fyrir eitruðum efnasamböndum en fullorðnir og eru áhrif þessara efna verst vegna uppguf- unar þeirra úr raftækjunum. Heilsu- bankinn ráðleggur um staðsetningu og frágang á raftækjum en þar segir að best sé auðvitað að þessi tæki séu geymd í öðrum vistarverum en í svefn- herbergjum. Ef þau hins vegar eru inni í svefnherbergjum er áríðandi að lofta vel út. Annað sem mikilvægt er að gera er að taka öll raftæki úr sambandi yfir nóttina. Rafsegulsvið hefur áhrif á hormónið melatonín en framleiðsla á því er mest þegar við sofum. Að lokum er mikilvægt að halda herbergjunum hreinum og ryksuga rafeindatækin vandlega reglulega. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má finna þessar ráðleggingar: n Ekki kaupa leikföng með sterka lykt því ilmefnin geta valdið ofnæmi. n Veldu CE-merkt leikfang sem er yfirlýsing framleiðandans um að leik- fangið uppfylli grunnkröfur Evrópu um öryggi leikfanga. n Gott er að þvo leikföng upp úr í heitu vatni og mörg leikföng passa jafnvel í uppþvottavélina, þannig er hægt að lágmarka áhrif innihaldsefnanna á barnið. n Forðastu að kaupa óvönduð leik- föng eða eftirlíkingar. Þó þau séu oftast ódýrari þá eyðileggjast þau fljótt og enda í ruslinu. Æskilegt að þvo ný föt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.