Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 22
Syngur með dóttur sinni n Feðgin vinna saman R únar Þór nálgast nú sextugsaldurinn en set- ur aukinn kraft í tón- listarferilinn. Nú hefur Geimsteinn í Keflavík, undir stjórn drengjanna hans Rún- ars Júlíussonar, tekið sig til og safnað saman 40 lögum með nafna föður síns sem endur- spegla allan hans feril í plöt- unni Brotnar myndir. Þrjú laganna eru ný en hin eru frá upphafi ferilsins til síðustu út- gáfu. Langflestir textanna eru eftir Heimi Má bróður hans, aðrir eftir hann sjálfan en Rúnar Þór hefur líka samið lög við ljóð góðskálda á borð við Davíð Stefánsson og Stein Steinar, önnur minna þekkt skáld og nokkur lög við ljóð föður síns Péturs Geirs Helga- sonar. Píanólögin hefur hann öll samið með börnin sín og móður í huga, eins 1.12.87 og Ósk sem er samið til móð- ur hans. Þau lög er einnig að finna á þessum safndiski. Fjölskyldan er honum mjög hugleikin á þessari plötu því Rúnar syngur með dóttur sinni, Öldu Karen, í einu lag- inu. Alda Karen er sautján ára og vakti mikla athygli þegar ljúf og fögur rödd hljómaði í laginu Stjarna, máni, kross þar sem sungið er um stríð og frið. „Ég hef bara gaman af þessu,“ segir Alda Karen með bros á vör. „Ég fæ hlýjar móttökur og þetta er fallegur boðskapur um skelfilegan heim.“ Rúnar Þór tekur undir með dóttur sinni, hann seg- ist hafa gaman af því að hafa hana með. Hann er því við- búinn að hún hefji sinn eigin tónlistarferil. „Hún er að sjálf- sögðu með villt rokkaragen í blóðinu, það er best að veita þeim útrás með tónlist frekar en einhverju öðru,“ segir hann og hlær. Eru þau lík? „Það er eitt líkt með okkur, sem margir falla í stafi yfir og það er hvað við erum bæði afburðafalleg,“ segir Rúnar Þór og Alda Karen fer við það að hlæja. „Ég hef reyndar fengið að heyra alla ævi að ég sé myndarlegur, ég eldist vel. Eins og tónlistin,“ segir Rúnar Þór. 22 Fólk 21. nóvember 2011 Mánudagur Brotnar myndir Rúnar Þór ásamt Öldu Karen dóttur sinni. Mynd sigtryggur ari Nýtt tattú Glamúrgellan Ásdís Rán skellti sér til húðflúrara í Sofíu á dögunum. Á Fa- cebook-síðu sinni segist Ás- dís hafa látið breyta þremur tattúum og hafa fengið sér eitt nýtt. Húðflúrarinn, Liud- mil Vasilev,sá einnig um að endurgera stóra tattúið á Garðari Gunnlaugssyni, eiginmanni Ásdísar. Vasilev var himinlifandi með ís- lenska viðskiptavininni og skrifaði á Facebook-síðu sína að Ásdís sé yndisleg kona og miklu fallegri augliti til auglitis en á síðum tíma- ritanna. Vasilev endar svo færstu sína á að skrifa: „YOU ROCK!!!“ og beinir orðum sínum til Ásdísar. Í fótabað með smáfiskum Í Týndu kynslóðinni síðast- liðið föstudagskvöld skelltu þau Björn Bragi Arnarsson, Þórunn Antonía og Nilli sér í fótabað í Kaupmannahöfn. Ekkert venjulegt fótabað þó því í kerjunum var fjöldi smáfiska sem sogaði dautt skinn af fótunum. Fyrirliði FH í fótbolta, Matthías Vil- hjálmsson, var þó á undan krökkunum í Týndu kynslóð- inni að prófa þetta sérstaka fótabað en hann skellti sér í eitt slíkt í Lundúnum um þar síðustu helgi. „Skrýtin til- finning en gott eftir á,“ segir Matthías á Twitter-síðu sinni um fótabaðið, en hann hafði sett inn myndband af fiskun- um að narta í fætur hans. Tveir sigrar í röð Daníel Geir Moritz, sem á föstudagskvöldið var krýndur fyndnasti maður Ís- lands, var mættur á sport- barinn Ölver strax í hádeg- inu á laugardaginn til að sjá sína menn í Arsenal leggja Norwich að velli, 2–1, í ensku úrvalsdeildinni. Daníel er harður Arsenal-maður og fagnaði hann því tveimur sigrum í röð á skömmum tíma. Ekki er langt síðan Daníel fékk morðhótanir frá reiðum Liverpool-mönnum eftir pistil sem hann skrifaði um stuðningsmenn þeirra á sparkvefsíðuna fotbolti.net. Ein stór fjölskylda H ann fær oft að koma með mér í vinnuna,“ segir Hrefna Rósa Sætran, landsliðs- kokkur og annar eig- andi Fiskmarkaðarins, um soninn Bertram Skugga sem fylgir mömmu sinni reglulega á veitingastaðinn. Bertram Skuggi, sem er níu vikna, er ekki eina kornabarnið sem sést iðulega á staðnum því meðeig- andi Hrefnu, Ágúst Reynisson, á dótturina Elísu Margrétu sem er aðeins þremur dögum eldri en Bertram Skuggi og einn kokkanna, Steinar Bjarki Magnússon, á stelpuna Re- bekku Lind sem er mánuði eldri. „Það varð algjör barna- sprengja hjá okkur og sem betur fer er þetta barnvænn vinnustaður. Við erum bara ein stór fjölskylda.“ Hrefna Rósa er alsæl í móð- urhlutverkinu. „Það er mjög mikið að gera hjá mér en sem betur fer hef ég tíma til að slappa af og njóta tímans með syninum inn á milli. Hins veg- ar, þegar maður er með eigin rekstur, verður maður að vera sem mest á staðnum. En ég hef líka bara gaman af því,“ seg- ir hún og bætir við að Betram Skuggi sé vær og góður. „Það höfðu svo margir hrætt mig á því að þegar barnið væri kom- ið fengi maður ekkert að sofa lengur á næturnar. Mér finnst eiginlega næturnar auðveld- ari en dagurinn því mér hef- ur fundist erfitt að finna tíma til að fara í sturtu og gera aðra hluti sem áður þóttu sjálf- sagðir,“ segir hún brosandi og bætir við: „Ég nýt mín í botn í móður hlutverkinu en þetta er samt meiri vinna en ég hélt. Hann er náttúrulega svo lít- ill og þarf svo mikið á mér að halda. Sem er líka æðislegt.“ Bertram Skuggi var nefndur um leið og hann fæddist en hann verður skírður eftir ára- mót. „Fyrra nafnið kemur frá afa mínum sem hét Þorsteinn Betram og var norskur. Við vissum líka af einum öðrum manni sem hét þetta og bjugg- umst því við að þetta væri til á Íslandi. Svo kom í ljós að svo var ekki en við erum í ferli hjá mannanafnanefnd. Þetta verð- ur pottþétt ekkert mál,“ seg- ir hún og bætir við að nafnið Skuggi hafi komið til þar sem hún átti einu sinni læðu sem hét Skugga. „Mér þótti mjög vænt um þessa kisu og svo þykir mér þetta líka bara svo fallegt nafn.“ indiana@dv.is n Barnasprengja á Fiskmarkaðnum n Bertram skuggi skírður í höfuðið á afa og kisu alsæl móðir Hrefna Rósa viðurkennir að móðurhlutverkið sé meiri vinna en hún bjóst við. Barnvænn vinnustaður Hrefna Rósa og Ágúst Reynisson eiga Fiskmarkaðinn en þau eignuðust börn með þriggja daga millibili. Matreiðslumaðurinn Steinar Bjarki á dóttur sem kom í heiminn mánuði fyrr. Öll koma börnin reglulega með foreldrum sínum í vinnuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.