Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 24
24 Fólk 21. nóvember 2011 Mánudagur Á stin er mislanglíf og hjóna- bönd endast ekki öll þar dauði hjóna aðskilur þau. Hér fyrr meir gekk fólk í hjónaband, hét hvort öðru ævarandi tryggð og ást í blíðu og stríðu. Nú er öldin önnur og ekki óþekkt með öllu að fólk skipti um maka eins og sokka. Reyndar má velta fyrir sér þeim grundvelli sem sum slík hjónabönd byggðu á sem og ástæðunni fyrir að til þeirra var stofnað í upphafi. 72 dagar Mikið hefur verið fjallað um stutt hjónaband Kim Kardashian og körfu- boltakappans Kris Humphries. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að umrædd Kim hefur lifibrauð sitt að mestu leyti af fjöl- miðlafrægð sem virðist vera forsenda þess að hún geti lífsandann dregið. Aðeins 72 dögum eftir að hjóna- kornin sögðu „já“ í mikið auglýstri at- höfn með himinháum kostnaði sagði Kim „nei“ og sótti um skilnað frá kappanum. Fyrir hafði „ævintýrið“ fengið viðamikla tveggja daga um- fjöllun í sjónvarpsþáttum sem bera hið viðeigandi heiti „Keeping Up with the Kardashians“ þar sem aðal- umfjöllunarefnið er, merkilegt nokk, Kardashian-systur og það sem þær aðhafast hverju sinni. Brúðkaupið kann að hafa verið ævintýr, en annað virðist hafa verið uppi á teningnum hvað hjónabandið sjálft varðaði. Í yfirlýsingu sem Kim sendi frá sér sagði hún: „Ég hafði vonað að þetta hjóna- band entist að eilífu, en ekki fer allt eins og ætlað er. Við erum vinir og óskum hvort öðru alls hins besta.“ 55 klukkustundir Hjónaband Kim og Kris entist nánast að eilífu í samanburði við hjónaband poppstjörnunnar Britney Spears og Jason Alexander. Að eigin sögn voru þessir æskuvinir undir verulegum áhrifum frá Bakkusi þegar splæst var í hjónaband í Las Vegas árið 2004. Haft hefur verið á orði að hjóna- bandið, sem entist í heilar 55 klukku- stundir, hafi markað upphaf þess tíma þegar frægðarsól Britney hneig til viðar en Britney hafði verið ímynd skírlífrar Suðurríkjastúlku um tíu ára skeið. Hjónabandið var ógilt og við tók tími fíkniefna, áfengis og firru hjá Britney sem virðist þó, nú sjö árum og einum hjóna- skilnaði síðar, hafa rétt úr kútnum. 107 dagar Leikarinn Nicolas Cage er mik- ill aðdáandi rokkkonungsins Elvis Presley og þegar hann kynntist Lisu Marie Presley, einkadóttur kon- ungsins, árið 2000, komst hann í feitt. Í ágúst 2002 gengu þau í það heilaga í huggulegri athöfn á Hawaii en Adam var ekki lengi í paradís og í nóvember var búið að útbúa skiln- aðarpappíra fyrir Nicolas þar sem hann meðal annars hafði á orði að þau „hefðu aldrei átt að giftast yfir- höfuð.“ 205 dagar Stutt hjónabönd stjarnanna eru ekki nýmæli og 6. maí, 1950, voru gefin saman á Hollywood-vísu kvik- myndastjarnan Elizabeth Taylor og hótelmógúllinn Conrad „Nicky“ Hilton. Elizabeth var aðeins átján ára þegar hún játaðist Conrad Hilton sem var sex árum eldri. Eftir aðeins 205 daga, þar af 90 hveitibrauðsdaga í Evrópu, duldist engum að neistinn var kulnaður og þegar skilnaður þeirra var tekinn fyrir fór Elizabeth mörgum orðum um „megna andlega grimmd“ Con- rads Hilton, og sagði að hann hefði „sýnt henni afskiptaleysi og svívirt hana í orðum“. 122 dagar Hjónaband er ekki ávallt ljúf sigling og sannaðist það í 122 daga hjóna- bandi „strandvarðarins“ Pamelu Anderson og rokkarans Kid Rock. Þau komust að því að snekkja, ómælt áfengi og St. Tropez eru ekki lykillinn að gæfuríku hjónabandi, hvað sem öllu öðru líður. 9 dagar Stallsystir Pamelu, „strandvörðurinn“ Carmen Electra, sló henni þó við. Hjónaband hennar og körfubolta- stjörnunnar Dennis Rodman, sem stofnað var til í Las Vegas –en ekki hvar – árið 1998. Reyndar töldu einhverjir áhöld um lögmæti hjónabandsins, meðal annars útgáfustjóri Rodmans sem ný- lega hafði gefið út sjálfsævisögu sína, sem sagði að skjólstæðingur sinn hefði verið „verulega drukkinn“ þegar vígslan fór fram. Turtildúfurnar héldu því hins vegar fram að ást þeirra væri sönn – þar til 9 dögum síðar þegar þau fóru fram á ógildingu. Þegar Car- men Electra leit síðar yfir farinn veg tjáði hún sig um hjónabandið í viðtali við tímaritið People: „Það er auðvelt að missa sig. Þú heldur að um róm- antík sé að ræða en síðan rennur upp fyrir þér ljós; „Guð minn góður, við gerðum það [gengum í hjónaband] í Vegas?“ Það er eins og að fá sér ost- borgara á skyndibitastað.“ HeiMildir Wikipedia, tiMe.coM, Handbag.coM o.fl. Ostborgari á skyndibitastað Uns dauðinn aðskilur fólk er eitt þess sem það gengst undir þegar gengið er í hjónaband. Að eilífu er teygjanlegur og ófyrirséður tími. Þú ert mitt dýrasta djásn Kim Kardashian sýnir giftingarhringinn í Dúbaí. Demantar endast að eilífu sem er meira en sagt verður um hjónaband hennar og Kris Humphries. Stutt hjónabönd fleira frægs fólks 18 dagar – Hjónaband Saved by the Bell-stjörnunnar Mario Lopez og leik- konunnar Ali Landry. 225 dagar – Hjónaband leikkonunnar Renée Zellweger og kántrísöngvarans Kenny Chesney. 163 dagar – Hjónaband leikkonunnar Drew Barrymore og leikarans Toms Green entist í 163 daga. Reyndar var ekki um að ræða stysta hjónaband Drew því árið 1994 giftist hún barþjóni að nafni Jeremy Thomas og entist hjónabandið í sex vikur. 218 dagar – Söngkonan Jennifer Lopez hitti dansarann Cris Judd við gerð tónlistarmyndbands. Þau gengu í hjónaband í september 2001 en ákváðu að láta gott heita í júní 2002. 9 dagar – Líkt og virðist oft vera raunin með frægt fólk þá stukku söng- konan Cher og Suðurríkjarokkarinn Greg Allman upp í flugvél, skelltu sér til Las Vegas og létu splæsa sig saman. Níu dögum síðar var ævintýrið úti. ekki ljúf sigling Hjónaband Pamelu og Kid Rock entist í 122 daga. giftist átta sinnum Elizabeth Taylor sagðist hafa haft barnalegar hugmyndir þegar hún giftist fyrst. „Guð minn góður, við gerðum það í Vegas SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%nÁnAR Á Miði.iS nÁnAR Á Miði.iS GLeRAuGu SeLd SéR 5% iMMORtALS 3d KL. 6 - 8 - 10 12 eLÍAS OG fjARSjÓðSLeitin KL. 6 L tOweR HeiSt KL. 8 - 10 12 iMMORtALS 3d KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 iMMORtALS 3d LúxuS KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 eLÍAS OG fjÁRSjÓðSLeitin KL. 3.40 L tOweR HeiSt KL. 8 - 10.20 12 in tiMe KL. 8 - 10.30 12 ÆvintýRi tinnA 3d KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 HeAdHunteRS KL. 5.45 - 10.20 16 ÞÓR 3d ÍSLenSKt tAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2d ÍSLenSKt tAL KL. 3.40 L iMMORtALS 3d KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 in tiMe KL. 10.15 12 HuMAn Centipede KL. 10.20 18 MOneyBALL KL. 8 L ÆvintýRi tinnA 3d KL. 5.40 - 8 7 MidniGHt in pARiS KL. 5.45 L eLdfjALL KL. 5.45 - 8 L fRÁ fRAMLeiðenduM 300 “SjÓnRÆn veiSLA Með SKeMMtiLeGu OfBeLdi OG GRjÓtHöRðuM töffARASKAp.” t.v., KviKMyndiR.iS / Séð & HeyRt A SMOKEHOUSE/APPIAN WAY PRODUCTION RYAN GOSLING GEORGE CLOONEY PAUL GIAMATTIPHILIP SEYMOUR HOFFMAN “THE IDES OF MARCH” CASTING BY ELLEN CHENOWETH MUSICSUPERVISOR LINDA COHEN MUSICBY ALEXANDRE DESPLATMARISA TOMEI JEFFREY WRIGHT AND EVAN RACHEL WOOD EDITED BY STEPHEN MIRRIONE, A.C.E.COSTUMEDESIGNER LOUISE FROGLEY PRODUCTIONDESIGNER SHARON SEYMOUR DIRECTOR OFPHOTOGRAPHY PHEDON PAPAMICHAEL, ASC EXECUTIVE PRODUCERS LEONARDO DiCAPRIO STEPHEN PEVNER NIGEL SINCLAIR GUY EAST TODD THOMPSON NINA WOLARSKY JENNIFER KILLORAN BARBARA A. HALL BASED ON THE PLAY “FARRAGUT NORTH” BY BEAU WILLIMON SCREENPLAYBY GEORGE CLOONEY & GRANT HESLOV AND BEAU WILLIMON PRODUCEDBY GRANT HESLOV GEORGE CLOONEY BRIAN OLIVER DIRECTED BY GEORGE CLOONEY IN ASSOCIATION WITH CRYSTAL CITY ENTERTAINMENTEXCLUSIVE MEDIA GROUP AND CROSS CREEK PICTURES PRESENT BELLA ER Í LÍFSHÆTTU OG EDWARD OG JACOB ÞURFA AÐ SAMEINA KRAFTA SÍNA EF ÞEIR ÆTLA BJARGA LÍFI HENNAR MYNDIR SEM HAFA VERIÐ AÐ SLÁ ÖLL AÐSÓKNARMET Í USA HEIMSFRUMSÝND - VERTU MEÐ ÞEIM FYRSTU Í HEIMINUM TIL AÐ SJÁ HIÐ MAGNAÐA ÆVINTÝRI UM BELLU, EDWARD OG JACOB VI ÁÐ  FRÉTTABLAÐIÐ A SMOKEHOUSE/APPIAN WA PRODUCTIO RYAN GOSLING GEORGE CLOONEY PAUL GIAMATTIPHILIP SEYMOUR HOFFMAN “THE IDES OF MARCH” CASTING BY ELLEN CHENOWETH MUSICSUPERVISOR LINDA COHEN MUSICBY ALEXANDRE DESPLATMARISA TOMEI JEFFREY WRIGHT AND EVAN RACHEL WOOD EDITED BY STEPHEN MIRRIONE, A.C.E.COSTUMEDESIGNER LOUISE FROGLEY PRODUCTIONDESIGNER SHARON SEYMOUR DIRECTOR OFPHOTOGRAPHY PHEDON PAPAMICHAEL, ASC EXECUTIVE PRODUCERS LEONARDO DiCAPRIO ST PHEN PEVNER NIGEL SINCLAIR GUY EAST TODD THOMPSON NINA WOLARSKY JENNIFER KILLORAN BARBARA A. HALL BASED ON THE PLAY “FARRAGUT NORTH” BY BEAU WILLIMON SCREENPLAYBY GEORGE CLOONEY & GRANT HESLOV AND BEAU WILLIMON PRODUCEDBY GRANT HESLOV GEORGE CLOONEY BRIAN OLIVER DIRECTED BY GEORGE CLOONEY IN ASSOCIATION WITH CRYSTAL CITY ENTERTAINMENTEXCLUSIVE MEDIA GROUP AND CROSS CREEK PICTURES PRESENT ÁLFABAKKA 12 12 12 L V I P KRINGLUNNI 7 EGILSHÖLL 12 7 7 L L L 16 12 12 L L 7 TWILIGHT : BREAKING DAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D THE IDES OF MARCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D THE INBETWEENERS kl. 10:40 2D THE HELP kl. 5:20 - 8 2D 12 L 16 AKUREYRI THE TWILIGHT SAGA: BREAKING DAWN kl. 8 - 10:30 THE THREE MUSKETEERS kl. 10:20 THE SKIN I LIVE IN kl. 8 TWILIGHT: BREAKING DAWN PART 1 kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D THE ADVENTURES OF TINTIN kl. 5:30 - 8 3D THE IDES OF MARCH kl. 8 - 10:30 2D ÞÓR: HETJUR VALHALLAR m/ísl tali kl. 5:30 3D THE INBETWEENERS MOVIE kl. 8 - 10:30 2D THE THREE MUSKETEERS kl. 5:30 3D HELP kl. 10:20 2D 12 12 KEFLAVÍK 16 TWILIGHT : BREAKING DAWN PART 1 kl. 8 2D IMMORTALS kl. 10:30 2D WHAT’S YOUR NUMBER kl. 8 - 10:20 2D TWILIGHT : BREAKING DAWN kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D TWILIGHT : BREAKING DAWN VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D TOWER HEIST kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D THE IDES OF MARCH kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D THE INBETWEENERS kl. 8 - 10:30 2D THE HELP kl. 5:40 - 8:20 2D JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 2D SAMbio.is SAMbíóklúbburinn - alvöru fríðindi Tvær bíóferðir á mánuði á kr. 500 - frítt í VIP - kynntu þér málið IMMORTALS 3D 8 og 10.15(POWER) ELÍAS 6 TOWER HEIST 8 og 10.15 BORGRÍKI 6, 8 og 10 TINNI 3D 5 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN HHHH POWER SÝNING KL. 10.1 5 www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.