Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 10
10 Fréttir 21. nóvember 2011 Mánudagur
E
ignarhaldsfélag í eigu Finns
Ingólfssonar og viðskipta-
félaga hans skilur eftir sig
rúmlega 3 milljarða króna
skuldir sem ekkert fæst upp
í. Félagið heitir VGK Invest og var
einn af hluthöfunum í jarðvarma-
fyrirtækinu Geysi Green Energy og
síðar Reykjavík Energy Invest (REI).
REI var samstarfsverkefni Orku-
veitu Reykjavíkur, Bjarna Ármanns-
sonar og Geysis Green Energy sem
var í eigu hóps fjárfesta: Hannesar
Smárasonar og annarra hluthafa FL
Group, fjárfestingafélagsins Atorku
og Finns Ingólfssonar og viðskipta-
félaga hans.
Aðrir eigendur VGK Invest voru
verkfræðistofan Mannvit, Helgi S.
Guðmundsson og lögmannsstof-
an Fulltingi, en lögmaður Finns
og samverkamaður til margra ára,
Kristinn Hallgrímsson, er einn af
eigendum þeirrar lögmannsstofu.
Stjórnarformaður Mannvits var
Eyjólfur Árni Rafnsson, einn af eig-
endum Mannvits, og fyrrverandi
formaður kjördæmasambands
Framsóknarflokksins í Suðvestur-
kjördæmi. Mannvit átti 50 prósent í
félaginu, eignarhaldsfélagið Land-
var, sem var í eigu eignarhalds-
félaga í eigu Finns og Helga S., átti
35 prósent og Fulltingi átti 15 pró-
senta hlut.
Mikil saga
Geysir Green Energy var stofnað af
FL Group, Glitni og VGK-Hönnun
í byrjun janúar 2007 til að kaupa
rúmlega 15 prósenta hlut íslenska
ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja.
Rúmlega mánuði áður hafði Bjarni
Ármannsson, sem þá var forstjóri
Glitnis, sent bréf til einkavæðingar-
nefndar þar sem hann falaðist eftir
hlutnum fyrir hönd Glitnis. Bréfið
hratt af stað söluferli á hlut ríkisins
í Hitaveitu Suðurnesja. Í lok apríl
2007 ákvað Árni Mathiesen fjár-
málaráðherra að ganga að 7,6 millj-
arða tilboði Geysis Green Energy í
hlutinn.
VGK Invest átti um 11 prósenta
hlut í Geysi Green Energy þegar
mest lét og rúmlega 2,2 prósenta
hlut í hinu sameinaða REI-félagi,
eftir sameiningu Reykjavík Energy
Invest og Geysis Green Energy
um haustið 2007. Meirihluti Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
sprakk vegna deilna um málið þegar
Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Fram-
sóknarflokksins, ákvað að taka upp
samstarf við Samfylkinguna, Vinstri
græna og Frjálslynda flokkinn. Ekki
varð svo á endanum af sameiningu
REI og Geysis Green Energy vegna
deilna um sameininguna í borgar-
stjórn. Borgarráð hafnaði samrun-
anum á fundi þann 1. nóvember
2007 og var Geysir Green Energy því
áfram sjálfstætt félag.
Eftir bankahrunið varð erfitt fyr-
ir Geysi Green Energy að standa í
skilum við helsta lánardrottin sinn
Íslandsbanka. Skuldir félagsins við
bankann námu þá um 30 milljörð-
um króna. Í maí 2010 hafði Íslands-
banki svo milligöngu um söluna
á ríflega 50 prósenta hlut Geysis
Green Energy í Hitaveitu Suður-
nesja til kanadíska fyrirtækisins
Magma Energy fyrir um 16 millj-
arða króna.
Fóru sjálfir fram á gjaldþrota-
skipti
Magnús Ingi Erlingsson, skipta-
stjóri VGK Invest, segir að stærsti
kröfuhafi VGK Invest hafi verið Ís-
landsbanki en að Mannvit hafi
einnig lýst kröfu í búið. Hann seg-
ir að Íslandsbanki sé hins vegar
langstærsti kröfuhafinn. Magnús
Ingi segir að forsvarsmenn félags-
ins hafi sjálfir farið fram á að það
yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Hann
segir að skuldsetning félagsins hafi
verið tilkomin út af fjárfestingu á
hlutabréfum í Geysi Green Energy.
„Þessi bréf eru verðlaus. Það var
tekið lán til að kaupa þessi bréf og
þetta leiðir til gjaldþrotsins,“ segir
Magnús Ingi.
VGK Invest er annað félagið
sem er að öllu leyti eða að hluta til
í eigu Finns Ingólfssonar sem verð-
ur gjaldþrota á síðustu mánuðum.
Í september síðastliðinn greindi
DV frá því að félagið FS7 ehf., sem
var í eigu eignarhaldsfélags Finns
sem heitir Fikt ehf., hefði verið tek-
ið til gjaldþrotaskipta og skildi eftir
sig fjögurra milljarða króna skuldir.
Þrátt fyrir þetta fjögurra milljarða
gjaldþrot FS7 ehf. heldur Fikt ehf.
eftir um 400 milljóna króna arði
sem greiddur var út úr FS7 árið
2007. FS7 hélt utan um eignar-
hlut í eignarhaldsfélagi Langflugs
sem átti um fjórðung hlutafjár í
Icelandair. Finnur seldi hlut FS7 í
Icelandair árið 2007 með um 400
milljóna króna hagnaði sem hann
síðar greiddi út sem arð til Fikts.
Félög í eigu Finns, sem orðið
hafa gjaldþrota síðustu mánuðina,
skilja því eftir sig samtals um 7
milljarða króna skuldir sem ekkert
fæst upp í. n
„Það var tekið lán
til að kaupa þessi
bréf og þetta leiðir til
gjaldþrotsins.
Þriggja milljarða
gjaldþrot hjá Finni
n Einn af stofnendum Geysis Green Energy gjaldþrota n Finnur Ingólfsson
einn af hluthöfum n Engar eignir fundust upp í þriggja milljarða skuldir
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Einn af hluthöfunum Finnur Ingólfsson var einn af stærstu hluthöfum VGK Invest í gegnum eignarhaldsfélagið Landvar. Félagið var einn
af stofnendum Geysis Green Energy sem keypti hlut íslenska ríkisins í HS Orku í apríl 2007.
Stofnun Geysis
Green og REI-málið
29. nóvember 2006 Bréf Bjarna
Ármannssonar, forstjóra Glitnis, berst til
einkavæðingarnefndar. Bjarni lýsir yfir
áhuga á hlut ríkisins í Hitaveitu Suður-
nesja fyrir hönd Glitnis.
13. desember 2006 Árni Mathiesen
fjármálaráðherra og Jón Sigurðs-
son iðnaðarráðherra skrifa bréf til
einkavæðingarnefndar þar sem henni er
falið að taka 15,2 prósenta hlut ríkisins í
Hitaveitu Suðurnesja til sölumeðferðar.
20. desember 2006 Fyrsti fundur
einkavæðingarnefndar um söluna.
Stefán Jón Friðriksson skrifar bréf
fyrir hönd einkavæðingar til Bjarna
Ármannssonar þar sem fram kemur að
ekki verði farið í viðræður við áhuga-
sama kaupendur að hlutnum fyrr en
söluferlið hafi verið ákveðið.
5. janúar 2007 Geysir Green Energy
er stofnað af FL-Group, Glitni og VGK-
Hönnun.
29. mars 2007 Niðurstaða um þátt-
takendur í forvali vegna kaupa hlutarins
liggur fyrir.
4. apríl 2007 Capacent, ráðgjafi ríkis-
ins vegna sölunnar, sendir einkavæð-
ingarnefnd bréf þar sem sagt er frá því
að tíu fjárfestar standist skilyrðin vegna
kaupanna.
30. apríl 2007 Árni Mathiesen gengur
að 7,6 milljarða tilboði Geysi Green í hlut
ríkisins. Bjarni Ármannsson hættir sem
forstjóri Glitnis.
2. október 2007 Dótturfélag
Orkuveitu Reykjavíkur, REI, og Geysir
Green Energy sameinast undir nafni
hins fyrrnefnda. Bjarni Ármannsson er
stjórnarformaður hins nýja sameinaða
félags.
1. nóvember 2007 Borgarráð
Reykjavíkur hafnar samruna REI og
Geysis Green.Heldur Frumherja
Stærsta og verðmætasta eignin sem Finnur
Ingólfsson heldur eftir íslenska efnahags-
hrunið er Frumherji. Fyrirtækið hefur verið
með ráðandi stöðu á bifreiðaskoðunar-
markaðnum um árabil. Rekstrarhagnaður
Frumherja fyrir fjármagnsliði var rúmlega
312 milljónir króna árið 2009 og rúmlega
920 milljónir króna árið 2008. Eignir Frum-
herja eru metnar nærri 2,7 milljarða króna
en þar af er viðskiptavild bókfærð sem
tveir milljarðar. Skuldir félagsins eru 2,6
milljarðar króna.
Í ársreikningi Frumherja fyrir 2009 kemur
fram að óvissa ríki um rekstrarhæfi félags-
ins vegna skulda þess og kemur endur-
skoðandi fyrirtækisins með ábendingu
um þennan vafa. „Við viljum vekja athygli
á skýringu 10 og 12 með ársreikningnum.
Í skýringu 10 kemur fram að félagið er í
ábyrgðum utan efnahags vegna skulda
systurfélagsins Varða ehf. sem nemur
um 3,6 milljörðum króna í árslok 2009. Í
skýringu 12 er greint frá samkomulagi við
viðskiptabanka félagsins og einnig er þar
fjallað um þær óvenjulegu aðstæður sem
hafa skapast á fjármálamarkaði og þeirrar
almennu óvissu sem nú ríkir um áfram-
haldandi rekstur fyrirtækja landsins. Ekki
er fyrirséð hver áhrif fjármálakreppunnar
verða á áframhaldandi rekstur félagsins
og er því almenn óvissa um rekstrarhæfi
þess.“ Verðir ehf., sem nefnt er á nafn í
tilvitnuninni, er systurfélag Frumherja:
Félagið á fasteignirnar þar sem bifreiða-
skoðunarstöðvar Frumherja eru til húsa.
Samanlagðar skuldir félaganna tveggja
nema því um 6,2 milljörðum króna.
Íslandsbanki er viðskiptabanki Frum-
herja og virðist því sem framtíð bifreiða-
skoðunarfyrirtækisins velti á bankanum.
Frumherji hefur ekki skilað ársreikningi fyrir
árið 2010.