Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 12
12 Erlent 21. nóvember 2011 Mánudagur Reiði vegna nektarmyndar n Íslamistar nota frjálslyndan bloggara sem vopn í kosningabaráttu H inn tvítugi egypski bloggari, Aliaa Magda Elmahdy, birti á dögunum nektarmyndir af sér á bloggsíðu sinni. Mynd- irnar birti hún til þess að mótmæla íhaldssömu samfélagi Egyptalands. Bandaríska dagblaðið New York Ti- mes hefur fjallað um málið að und- anförnu en í umfjöllun blaðsins kemur fram að myndbirtingin hafi vakið upp mikla reiði á meðal ísl- amista í Egyptalandi. Þá er talið að myndbirtingin geti haft teljandi áhrif á þingkosningar sem haldnar verða í vikunni. Íslamistar eru sagðir ætla að nota hana sem vopn í kosningabarátt- unni til þess að herja á íhaldssama Egypta. Kosningarnar í vikunni eru þær fyrstu síðan Hosni Mubarak lét af embætti sem forseti landsins síðastliðið vor. Íhaldssamir íslamist- ar segja að vernda þurfi samfélagið gegn manneskjum eins og Elmahdy. „Þeir segja að ef frjálslyndir vinna þá muni Elmahdy verða fyrir- mynd ungra kvenna í Egyptalandi,“ er haft eftir Emad Gad hjá egypska Jafnaðarflokknum. Þeir sem stóðu að ungliðahreyfingunni sem kennd er við sjötta apríl í Egyptalandi neituðu því að Elmahdy hefði ein- hver tengsl við hreyfinguna eftir að fregnir bárust af því í Egyptalandi í síðustu viku. Elmahdy segist hafa birt mynd- irnar til þess að berjast gegn íhalds- semi í Egyptalandi. Kærasti hennar var í fangelsi í fjögur ár fyrir skrif sín sem voru talin móðgun í garð íslam og Mubaraks forseta. birgir@dv.is Jólatilboð Falleg olíumálverk í úrvali á einstökum verðum Allt orginal málverk Erum í Kauptúni 3 Á móti Ikea S.5800800 Söguleg heimsókn Hillary Clinton verður fyrsti utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna í yfir 50 ár til að heimsækja Mjanmar í Suðaustur-Asíu. Um tveggja daga ferð er að ræða og er Clinton væntanleg til landsins 1. desemb- er næstkomandi. Tilgangurinn er að efla samskipti Bandaríkjanna og Mjanmar, samkvæmt Washing- ton Post, en samskiptin hafa verið af afar skornum skammti undan- farna áratugi. Mjanmar, einnig þekkt sem Búrma, hefur verið tals- vert í umræðunni undanfarin ár vegna mannréttindabrota sem yfirvöld hafa framið á þegnum landsins. Ástandið þar virðist vera að breytast til hins betra. Þann- ig var Nóbelsverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi sleppt úr stofu- fangelsi í fyrra auk fjölda annarra pólitískra fanga. Pakistanar banna dónaleg orð Yfirvöld í Pakistan hafa sent lista til farsímafyrirtækja landsins sem inniheldur 1.500 orð sem flest þykja dónaleg eða móðgandi. Hafa fyrirtækin verið beðin um að úti- loka eða banna SMS-sendingar sem innihalda umrædd orð. Anj- um Nida Rahman, talsmaður far- símafyrirtækisins Telenor Pakistan, segir að tilgangurinn sé að koma í veg fyrir fjöldasendingar, eða svokallaðan ruslrafpóst. Það sem vekur athygli er að orðin „Jesús Kristur“ eru talin óæskileg í smá- skilaboðum landsmanna. Farsíma- fyrirtæki landsins hafa sjö daga til að bregðast við beiðni yfirvalda. E ftir tuttugu og einn dag á flótta og mikinn viðbúnað lögreglu höfðu rannsóknarlögreglu menn í Ástralíu loksins hend- ur í hári Craig Stanley og Re- beccu Michels. Craig og Rebecca eru bæði á þrítugsaldri, en Craig hefur starfað sem einkaspæjari og einbeitt sér sérstaklega að því að rannsaka yfirnáttúrulega hluti svo sem drauga- gang og spámiðla. Þau eru bæði sök- uð um kynferðisbrot gegn drengjum á aldrinum 10 til 16 ára, vörslu og framleiðslu barnakláms og fyrir að reyna að flýja réttvísina. Ástralskir fjölmiðlar hafa farið mikinn í frétta- flutningi af málinu enda ekki á hverj- um degi sem grunaðir glæpamenn leggja á svo vel skipulagðan flótta. Húsleitarheimild Í lok október gerði lögregla húsleit á heimili Craig og Rebeccu. Við hús- leitina fann hún mikið af barnaníðs- efni og kom fljótlega í ljós að parið hlaut að hafa lagst í framleiðslu þess sjálf. Tölvur og myndbandsupptöku- vélar voru gerðar upptækar í kjöl- farið. Þau voru þó ekki handtekin en síðar þennan sama dag lögðu þau á flótta frá Frankston. Fjölskyldur þeirra beggja höfðu ekki hugmynd um húsleitina og létu því lögreglu vita af því að parið væri horfið. Lögregla lýsti eftir þeim en neitaði að gefa upp hvers vegna parið væri eftir lýst, en sagði það tengjast „alvarlegum glæp- um“. Þar sem ekki hafði gefist tæki- færi til þess að ræða við þau væri ekki mögulegt að upplýsa almenning um hvers vegna lögregla vildi ná tali af þeim. Í fyrstu voru þau ekki eftirlýst sem glæpamenn, heldur sagt að lög- regla vildi ræða við þau. Lögregla bað parið um að fara varlega og sleppa því að gera eitthvað „heimskulegt“. Fjöl- skyldur þeirra fengu litlar sem engar upplýsingar um það hvers vegna lög- reglu fannst svo mikilvægt að ná tali af þeim, en fjölskyldan tók engu að síður virkan þátt í leitinni og komu þau meðal annars fram í sjónvarpi og fjölmiðlum og grátbáðu Craig og Rebeccu um að snúa aftur til Melbo- urne. Það var fjölskyldunni því mikið áfall að komast að ástæðu þess að lýst var eftir skötuhjúunum. Craig og Re- becca, sem nágrannar hafa lýst sem þægilegu fólki og góðum nágrönn- um, virðast hafa lifað tvöföldu lífi. Á tölvum þeirra fannst mikið magn af barnaníðsefni og þegar efnið var skoðað nánar kom í ljós að þau bæði höfðu tekið þátt í framleiðslu þess. Á myndböndum og ljósmyndum voru ungir drengir, á aldrinum tíu til sext- án ára. Sögðust vera í gullleit Eina vísbendingin um hvar par- ið væri staðsett voru skilaboð sem þau skildu eftir á heimili sínu þess efnis að þau væru farin að leita að gulli. Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að parið hafði leigt sér jeppa sama dag og það hvarf og var lík- lega á leið til Ballarat. Þegar þangað kom greiddu þau bílaleigunni fyr- ir að koma bílnum aftur heim, en fóru ekki með hann sjálf. Síðan hafði ekkert til þeirra spurst. Fjölskyldur þeirra einbeittu sér að því að nota samfélagsmiðla til að lýsa eftir þeim og töldu að þau hefðu jafnvel stung- ið af til að gifta sig, enda væru þau nýtrúlofuð. Eftir tólf daga á flótta var gefin út handtökuheimild á hend- ur Craig og Rebeccu. Það var fjöl- skyldum þeirra beggja mikið áfall og systir Rebeccu sendi skilaboð sem gengu um Facebook þar sem sagði: „Við elskum og styðjum Rebeccu og líka Craig, við biðjum þau að snúa aftur og takast á við þessar ákærur. Rebecca ef þú sérð þessi skilaboð, þá elskum við þig og stöndum með þér.“ Ábending frá ferðalöngum Rúmlega tuttugu dögum eftir að leit að Craig og Rebeccu hófst voru það útileguferðalangar sem komu upp um þau. Ferðalangarnir höfðu séð lýst eftir þeim í sjónvarpinu og rákust á Craig fyrir tilviljun í klukkuverslun. „Ég hringdi á lögregluna og hún kom mínútu síðar,“ segir Tom Crowhurst sem býst nú við verðlaunafé fyrir að hafa gefið lögreglu upplýsingarnar. Craig og Rebecca eru í haldi lögreglu og ekki er búist við því að þau fái að ganga laus fyrr en í fyrsta lagi eftir að réttað verður yfir þeim vegna kyn- ferðisbrotanna. n Eftirlýst vegna framleiðslu og vörslu barnakláms n Lögðu á flótta eftir húsleit n Fjölskyldan lýsti eftir þeim n Sögðust hafa farið að leita að gulli Á flótta í 20 daga „Ég hringdi á lög- regluna og hún kom mínútu síðar. Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is Þægileg og notaleg Ástæða þess að Craig og Rebecca voru eftirlýst kom nágrönnum þeirra heldur betur á óvart. Handtekinn Það var ferðamaður sem leiddi lögreglu að parinu. Djörf Aliaa Magda Elmahdy mótmælti íhaldssemi í Egyptalandi með því að birta nektarmyndir af sér á vefsíðu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.