Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 16
Sandkorn S Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert lært af eigin afglöp- um í aðdraganda hrunsins, ef marka má ræður þriggja formanna á landsfundi um helgina. Bjarni Benediktsson, endur- kjörinn formaður, mærði Davíð Oddsson, fyrrverandi formann og höfund hrunsins. Taldi Bjarni fráleitt að honum hefði verið vikið úr emb- ætti seðlabankastjóra. Alkunna er þó að bankinn varð tæknilega gjald- þrota undir stjórn Davíðs og sam- starfsmanna hans. Þá beygði Bjarni af í ræðu sinni þegar hann tíundaði þau örlög Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að vera dreginn fyrir landsdóm. Talaði formaðurinn um pólitísk réttarhöld. Gaf hann ekk- ert fyrir þá staðreynd að það var vilji meirihluta Alþingis að landsdómur yrði kallaður saman. Í þessu sam- hengi er rétt að hafa í huga að Geir er einungis ákærður, ekki sakfelldur. Ef réttarkerfið heldur mun mál hans fá sanngjarna niðurstöðu. Geir sjálfum er þó vorkunn í því samhengi að það er undarleg niður- staða að draga einungis hann fyrir dóm. Hið rétta hefði verið að taka með fleiri ráðherra hrunsins og einn- ig þá sem á undan fóru og bjuggu til það fen spillingar og oflætis sem varð landinu að falli. Dómurinn hefði þar með haft tækifæri til að meta sekt eða sýknu í víðu samhengi. Í ræðu Bjarna kom fram að fráleitt væri að kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið. Iðrunin frá síðasta lands- fundi, þegar samin var skýrsla um- bótanefndar um mistök flokksins, var horfin. Hátt á annað þúsund fulltrúar fögnuðu nú afneituninni og virtust trúa því að hrunið væri almenningi eða Samfylkingunni að kenna. Næsta skref hjá Bjarna hlýtur að vera að lýsa útrásarvíkinga þjóðarinnar saklausa og kenna Jóni og Gunnu um allt. Til að kóróna fortíðar- og spill- ingarhyggjuna var tveimur fyrrver- andi formönnum flaggað í ræðustóli. Salurinn titraði af hrifningu undir tali þeirra. Stemningin var eins og í jólaleikriti Dickens þar sem andar hrunsins stigu fram og börðu sér á brjóst. Afneitun Sjálfstæðisflokksins og harðlínustefna í ýmsum málum er áhyggjuefni allra þeirra sem trúa því að frelsi og einstaklingsframtak eigi að vera ofarlega á meðal þeirra gilda sem viðhalda verði í samfélaginu. Forysta Sjálfstæðisflokksins verð- ur í næstu framtíð að taka sér tak og reka burt spillingaröflin í flokknum. Bjarni Benediktsson hefur átt það til að taka undarlegar beygjur í sinni pólitík. Sumpart hefur hann sýnt heiðarleika og þekkingu á efnahags- málum en hann hefur líka borið af leið í því skyni, að því er virðist, að ganga í augun á forvera sínum. Ef Bjarni og bandamenn hans taka sér ekki tak og setja skýra stefnu sem hefur að markmiði að siðvæða Ís- land undir merkjum einstaklings- hyggju eiga þeir sem trúa á heiðar- leika til hægri ekki annan kost en þann að stofna nýjan flokk. Eins og staðan er núna er fátt annað á hægri vængnum nema brunarústir þeirra spillingarafla sem ættu að vera horf- in en lifa góðu lífi vegna veikrar for- ystu flokksins sem notar drauga for- tíðar sem hækjur. „Eyþór Yngri“ n Hljómsveitin Todmo- bile hefur lengi verið við- loðandi Sjálfstæðisflokkinn og skemmt þar sem við á. Nú hefur sú breyting orðið á bandinu að Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Ár- borg, er ekki á sviðinu. Í stað hans kemur nafni hans, stór- stjarnan Eyþór Ingi Gunnlaugs- son, sem þykir fylla skarð- ið bærilega. Gárungar hafa þegar breytt nafni afleysinga- mannsins í Eyþór Yngri. Tár á landsfundi n Sjálfstæðismenn á lands- fundi héldu heljarinnar skemmtun og ball um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Einn hápunktur- inn var þegar Bjarni Bene- diktsson for- maður og Hanna Birna Kristjánsdóttir, áskorandi hans, tóku sam- an lagið á sviði með kór og hljómsveit. Hermt er að upp- ákoman hafi komið við marga og sjá mátti blika tár á hvarmi. Þetta var í anda þess sem gamli leiðtoginn, Davíð Odds- son, hafði fyrirskipað í ræðu sinni fyrr um daginn þegar hann lagði áherslu á að víga- ferli innan flokks væru jafnan í bróðerni. Vinur Davíðs n Á meðal öflugustu stuðn- ingsmanna Davíðs Oddssonar nú er Jón Magnússon, fyrr- verandi þingmaður, sem gerði garðinn frægan innan Frjáls- lynda flokksins þar sem hann gætti vandlega hagsmuna Ís- lendinga. Jón yfirgaf Frjáls- lynda eftir hatrömm átök og gerðist þá þingmaður Sjálf- stæðisflokksins. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina hélt hann uppi ákafri málsvörn fyrir gamla for- manninn en benti á afglöp Jó- hönnu Sigurðardóttur og með- reiðarsveina hennar. Þá hnýtti hann í Gunnar Andersen, sem er arftaki brottrekins sonar hans sem forstjóri Fjármála- eftirlitsins. Frímann í toppslag n Á allra næstu vikum mun koma í ljós hvaða bækur vermi efstu sæti metsölulista jólabóka. Ekki er vafi á því að Arnaldur Indriðason með Einvígið heldur toppn- um. Annað er óljósara. Nokkuð ljóst er að ævisaga Jakobs Frímanns Magnússon- ar, Með sumt á hreinu, sem Þórunn Erlu Valdimarsdóttir skráði, á eftir að gera góða hluti. Einkenni þess var út- gáfuteiti kappans á föstudag- inn þar sem troðfullt var út úr dyrum. Þá er bókin listilega vel skrifuð og unnið vel með gullaldarmál kappans. Við stöndum öll með þér „Ég er fyrst og fremst forvitin Bjarni Benediktsson talaði til Geirs H. Haarde á landsfundi. Guðrún Eva Mínervudóttir um að eignast sitt fyrsta barn. – DV. Draugar flokksins Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Stemning- in var eins og í jólaleikriti Dickens Þ að skiptir miklu máli hvernig við tölum um ofbeldi, ofbeldis- fólk, þolendur og aðstandend- ur. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið vegna ofbeldisverka og mest áberandi eru kynferðisbrot. Æ fleiri stíga nú fram með sögur sínar og sýna mikið hugrekki með því að segja frá. Fyrir flesta eru þetta stór og þung skref. Það þekki ég vel af eigin reynslu. Og nýlega kom út bók Guð- rúnar Ebbu, Ekki líta undan, sem Elín Hirst skráði. Ég starfa með fjölmörgum þolend- um ofbeldis og hef fengið að fylgjast með fólki vinna með sín mál og sínar tilfinningar. Ég minni á að hlutfall upploginna ásakana í þessum brota- flokki eru það sama og í öðrum flokk- um, um 1–3%. Ekki mín sök Ástæður þess að fólk stígur fram eru fyrst og fremst: Að varpa af sér skömminni. Segja hátt og skýrt: „Þetta var ekki mín sök, það er ofbeldis- manneskjan sem ber ábyrgðina á of- beldinu.“ Fólk langar til að skila sökinni þangað sem hún á heima; að reyna að stöðva ofbeldismanneskjuna. Margir þolendur verða vitni að því að of- beldismanneskjan heldur áfram með líf sitt eins og ekkert hafi í skorist og heldur jafnvel áfram að beita aðra of- beldi. Eða heldur áfram að starfa með eða umgangast fólk sem getur auð- veldlega orðið þolendur (til dæmis ef ofbeldismanneskjan er í miklum sam- skiptum við börn innan fjölskyldunn- ar, er kennari, lögreglumaður/kona, starfar að sálgæslu eða annað álíka). Að reyna fá fleiri til að hugsa um þessi mál. Fólk vill leggja sitt af mörk- um til að halda umræðunni opinni. Þetta getur skipt miklu máli fyrir þau sem enn búa yfir slíkum leyndar- málum og hafa ekki unnið með sinn sársauka vegna þeirra. Umræða og frásagnir af ofbeldi geta hvatt fólk til að leita sér aðstoðar. Ég hef séð það gerast ótal sinnum. Margir vilja fá viðurkenningu á að brotið hafi verið á þeim. Vilja fá upp- reisn æru. Afleiðingar ofbeldis eru margvíslegar og þolendur ofbeldis eru ósjaldan gagnrýndir fyrir ýmislegt í lífsstíl, hegðun eða framkomu sem þó er hægt að rekja til afleiðinga vegna ofbeldisins. Fólk vill standa með sjálfu sér og birta styrk sinn á þennan hátt. Fyrir marga er þetta liður í því að geta borið höfuðið hátt með heiðarleika og stolti. Toppurinn á ísjakanum Það fólk sem við sjáum stíga fram í fjölmiðlum er aðeins toppurinn af ís- jakanum og varla það. Þolendur of- beldis eru því miður margir á Íslandi og ef við ætlum að hafa áhrif á þróun mála þá þurfum við sem þjóð að horfa á vandann. Við þurfum að hafa kjark til að horfa í augu þeirra sem hafa þurft að þola ofbeldi og við þurfum að hafa kjark til að taka skýra afstöðu gegn ofbeldi. Fólkið sem stígur fram og leggur sjálft sig að veði til að hjálpa okkur sem samfélagi er stór liður í því að náum að vinna úr þessum málum. Þolandi ofbeldis getur staðið nær flestum okkar en okkur grunar. Við munum mörg hvernig okkur gekk að taka á ofbeldi og afleiðingum þess áður en umræðan varð opinber. Við viljum ekki fara þangað aftur. Og nú er ég ekki að segja að þessi mál séu hafin yfir gagnrýni. Það er hins vegar sterk tilhneiging hjá mörg- um að vilja ekki trúa þessum málum, einfaldlega vegna þess að þau eru erfið og sár. Fólk reynir stundum að fara leið sem það telur þægilegri, að líta undan eða afneita því sem blasir við. Hlustum – líka þegar það er erfitt „Við viljum ekki fara þangað aftur Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 21. nóvember 2011 Mánudagur Kjallari fyrri hluti Thelma Ásdísardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.