Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 21. nóvember 2011 E lsa Margrét Víðisdóttir seg- ir að níu ára gamall son- ur sinn, Gabríel Víðir, hafi komið heim úr skólanum útataður drullu og með bólgna vör. Elsa Margrét kom fram í DV á dögunum og sagði að son- ur hennar væri fórnarlamb einelt- is og að vanlíðanin vegna þess og margvíslegra geðraskana sem hann glímdi við væri orðin svo mikil að hann hefði beðið um lyf til þess að sofna að eilífu. Lendir enn í árekstrum Í kjölfarið brugðust margir við og þau mæðgin fengu óvæntan stuðning úr hinum ýmsu áttum. Foreldrar barna tjáðu sig í kom- mentakerfi DV.is og sögðu að það væri ekki nóg að kenna börnunum sínum að leggja ekki aðra í einelti heldur yrði að segja þeim að það væri líka rangt að gera ekki neitt. Einn af þeim sem lögðu Gabríel í einelti hringdi líka og sagði: „Ég vil ekki að þú deyir,“ baðst afsökunar á framferði sínu og bauð Gabríel í afmælið sitt. Þrátt fyrir það gengur lífið upp og niður og enn verða árekstrar. „Einn daginn kom Gabríel grát- andi heim, allur í drullu og illa til hafður og með bólgna vör. Móð- ir mín tók á móti honum en hann sagði að honum hefði verið hald- ið niðri af fjórum strákum. Hann sagði að þeir hefðu nuddað hon- um upp úr moldinni og við það hefði vörin sprungið. Þeir hefðu einnig viðhaft ljótt orðbragð, sagt að hann ætti að koma sér úr þess- um skóla og það væri gott að pabbi hans hefði dáið.“ Veitir sér áverkana ekki sjálfur Að sögn Elsu Margrétar hefur skól- inn dregið frásögn Gabríels í efa. „Þegar ég sagði frá þessu sagði starfs- fólk skólans að það gæti ekki verið því það hefði verið fylgst með honum allan tímann. Ég botna ekki upp né niður í þessu, hvernig getur það verið ef hann kemur svona heim? Ekki er hann að veita sér áverka sjálfur. Svo nú er Félagsmálaþjónust- an að kanna af hverju svo mikið ber á milli í frásögn Gabríels og skól- ans. Frásögn Gabríels er nokkuð ná- kvæm, hann segir að þetta hafi gerst í frímínútum þar sem hann var að reyna að hjálpa stúlku sem brást illa við og sagði honum að fara. Þá komu víst þessir strákar, sögðu „gott á þig“ og ýttu honum niður. Og hann nafn- greindi alla strákana.“ Starfsfólk skólans getur ekki veitt upplýsingar um málefni ein- staklinga og þegar DV hafði sam- band við Þorstein Sæberg skóla- stjóra Árbæjarskóla, þar sem Gabríel Víðir stundar nám, voru einu svörin þessi: „Ég tala ekki við DV og vísa bara til fjölmiðlafulltrúa skólasviðs Reykjavíkurborgar“. Brosir vegna stuðningsins Gabríel er því enn að berjast, bæði við stríðni og vanlíðan. „Hann er enn með mikinn kvíða og glímir við van- líðan,“ segir Elsa Margrét. „En hann brosir fyrir svefninn, þökk sé þeim sem hafa lagt okkur lið. Eins hjálpar það honum þegar ég les fyrir hann kveðjur frá fólki sem styður okkur. Það heldur honum gangandi og fyrir það er ég afar þakklát,“ en sérstök grúppa til stuðnings Gabríel var stofnuð á Face book þar sem hann fær regluleg- ar kveðjur. Gat ekki látið þetta líðast Jafnvel þótt Gabríel Víðir sé enn að berjast við stríðni og vanlíðan segir hún margt breyst til batnað- ar frá því að hún sagði sögu hans opinberlega. Á föstudaginn skrif- aði hún til dæmis undir samning varðandi ungan mann sem ætl- ar að taka að sér að vera liðveisla fyrir Gabríel Víði. „Hann mun fara með Gabríel í bíó, spjalla við hann og spila tölvuleiki með honum og gera allt þetta sem vinir eru vanir að gera saman. Þá hef ég fengið upplýsingar um margvíslega aðstoð sem við eigum rétt á en ég vissi ekki af. Nú er ég til dæmis búin að sækja um skamm- tímavistun í Hólabergi fyrir hann, sem þýðir að við fáum smáfrí. Elsa Margrét hefur fengið tals- mann frá Jerico –samtökum gegn einelti – til liðs við sig og leitað til Umboðsmanns barna en bíður nú svara varðandi viðbrögð skólans. n Kom heim með sprungna vör n Segir fjóra stráka hafa haldið sér niðri n Grét eftir árásina n Segir skólann efast um frásögn drengsins„Hann sagði að þeir hefðu nudd- að honum upp úr mold- inni og við það hefði vör- in sprungið. Þeir hefðu einnig viðhaft ljótt orð- bragð. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Önnur árás Elsa Margrét heldur utan um Gabríel Víði sem segir fjóra stráka hafa haldið sér niðri. fyrir framtíð Hönnu Birnu í borginni eða lýðhylli almennt. „Hún kemur fram sem sterkur foringi en ég er ekki viss um að það muni skipta öllu máli. Ég held að á öllum vígstöðum, bæði í borginni og í landsmálum þá hafi hún styrkt sig sem stjórnmálamaður.“ Andrés Jónsson almannatengill er ekki eins viss og Birgir um að umræð- an fyrir landsfundinn muni ekki skaða stöðu Hönnu Birnu í borginni og spyr: „Hvaða skilaboð ætlar hún að senda Reykvíkingum varðandi framtíð sína í borgarmálum þegar hún hefur lýst þessu yfir? Er það síðri kostur í henn- ar huga að vera í borgarmálum?“ spyr hann og bætir því að nú þurfi Hanna Birna að gefa út einhverja yfirlýsingu um framtíð sína á þeim vettvangi. Skaut á Bjarna Kosningabaráttan var snörp en Hanna Birna beið fram á síðustu stundu með að tilkynna framboð sitt. Hvorki hún né Bjarni svöruðu spurningum fjölmiðla um helstu þjóð- félagsmálin í aðdraganda formanns- kjörsins. Andrés segir að Hanna Birna hafi skaðað baráttu sína með því að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. „Það var miklu verra fyrir hana því hún þurfti miklu meira á því að halda. Það er svolítið eins og hún hafi farið í þetta af hálfum hug.“ Það var fyrst í framboðsræðunni sem Hanna Birna skaut á Bjarna þegar hún sagði: „Það að taka við erfiðu búi er ekki afsökun fyrir því að að geta ekki náð árangri. Góðir leiðtogar vaxa þeg- ar á móti blæs.“ Benti hún á að Ólafur Thors og Davíð Oddsson hefðu verið sannir leiðtogar sem „horfðu ekki van- máttugir á samfélagið sigla í strand og grátbáðu svo um lengri tíma til að ná því á flot aftur. Þeir sögðu aldrei: ,,Gef- ið mér annað eða þriðja tækifærið. Ég þarf lengri tíma til að sanna mig.““ Stuðningsmanni brugðið Þá segir Andrés að Hanna Birna hefði notið góðs af því að gefa út stuðnings- yfirlýsingar frá þungavigtarmönnum í flokknum. Það hefði sýnt að hún nyti trausts en margir áhrifamenn studdu hana. „Hún hefði þurft að hafa stuðn- ingsmannaauglýsingar eða alla vega heimasíðu þar sem þungavigtarmenn stökkva á vagninn,“ segir Andrés. Það fylgdi því þó áhætta að taka opinbera afstöðu gegn sitjandi for- manni og mátti sjá að Halldóri Hall- dórssyni, formanni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, var verulega brugðið þegar úrslitin voru kunngerð en hann var einn helsti stuðningsmað- ur Hönnu Birnu. Andrés segir að Bjarni hafi náð að múlbinda marga þingmenn og for- ystumenn flokksins. „Hann virðist hafa unnið þessa grunnvinnu þannig að það var óskaplega lítið fylgi eftir á landsfundinum,“ segir Andrés. Engu að síður studdu þingmenn- irnir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, Pétur Blöndal og Unnur Brá Konráðsdóttir Hönnu Birnu sem og Ragnheiður Elín Árnadóttir sem er einnig þingflokksformaður flokksins og varaþingmaðurinn Erla Ósk Ás- geirsdóttir. Alls voru 1.323 atkvæði greidd en auðir seðlar og ógildir voru tíu. Eins og fyrr sagði þá stóð Bjarni uppi sem sig- urvegari, með 55% atkvæða gegn 44%. Séra Halldór Gunnarsson, sóknar- prestur í Holti, studdi einnig Hönnu Birnu en hann bauð sig fram gegn Ólöfu Nordal sem varaformaður flokksins. Hann fékk þó aðeins um 9% atkvæða en Ólöf var endurkjörin með 80% af gildum atkvæðum. Sögulegt framboð Formannskjörið var engu að síður sögulegt þar sem Hanna Birna braut blað í sögu flokksins með því að vera fyrst kvenna til að bjóða sig fram til for- manns frá stofnun flokksins árið 1929. Hefðin er því að kjósa karlmann til for- ystu. „Mín tilfinning er sú að það hafi ekki unnið gegn henni,“ segir Birgir sem telur að reynsluleysi hennar af landspólitík hafi hins vegar gert það sem og áherslur hennar á samræðu- pólitík þar sem sjálfstæðismenn séu margir hrifnari af því að láta sverfa til stáls. „Hanna Birna gerði út á að vera al- þýðleg og ég hugsa að sú ímynd hafi ráðið meiru en kynið. Menn töldu að þetta væri ekki rétti tíminn til þess að skipta um flokksforystu, svo hún hef- ur ekki grætt á því.“ Bjarni er aftur á móti fæddur í þetta hlutverk, er ættstór maður sem kemur af viðskiptajöfrum og stórlöxum úr Sjálfstæðisflokknum. Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæj- arstjóri Kópavogs, stóð fyrir utan Laug- ardalshöllina, reykti smávindil og lýsti ánægju sinni. „Ég sá ekki ástæðu til að vera skipta um hest í miðri á. Bjarni hefur staðið sig mjög vel og rifið upp fylgi flokksins, þess vegna vildi ég ekki skipta,“ sagði Gunnar og drap í vindl- inum. Talað var um að formannskjörið snerist fyrst og fremst um ásýnd flokks- ins en ekki stefnu hans. Sú barátta muni halda áfram. „Það kom í ljós að flokkurinn er efins um ásýnd sína,“ seg- ir Birgir. „Mér blöskrar“ Engu að síður lýsti Bjarni yfir stuðn- ingi við gamla forystumenn í flokkn- um í framsögu sinni. Gagnrýndi hann harkalega að Davíð Oddsson hefði ver- ið „hrakinn“ úr stóli seðlabankastjóra „undir þeim ótrúlegu formerkjum að ráðast þyrfti í hreinsanir í þjóðfélag- inu.“ Sagði hann að aðförin að Geir H. Haarde væri „ógeðfelld og þeim sem að henni standa til ævarandi skammar.“ Loks talaði hann beint til forvera síns. „En við þig Geir vil ég segja, pers- ónulega, að mér blöskrar þessi aðför og ég stend heilshugar á bak við þig í þessu máli. Og það gerir líka hver ein- asti þingmaður Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni, og uppskar dynjandi lófa- tak. „Það gerir hver einasti þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, Geir. Það ger- ir hver einasti sveitarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins og ég veit, og þú heyrir, að ég tala fyrir hönd allra þeirra sem eru hér inni, Geir. Og ég tala fyr- ir hönd þúsunda Íslendinga, þegar ég segi við þig: Við stöndum öll með þér.“ Davíð ræðumaður fundarins Davíð og Geir stigu einnig í pontu og voru hylltir af salnum. Davíð sagði að núverandi ríkisstjórn gerði ekk- ert nema skapa leiðindi. Ríkisstjórnin hefði lofað hástöfum að tryggja nor- ræna velferð. „Og hvaða kosti býður hún upp á til að tryggja norræna vel- ferð? Jú, þann að þeir sem vilja velferð geta flutt út með Norrænu,“ sagði hann og salurinn hló. Hann var síðan kjörinn ræðumaður fundarins. Geir gagnrýndi einnig ríkisstjórn- ina og sagði að hún hefði látið tæki- færi fara forgörðum. Landsdómsmál- ið var fyrirferðarmikið í ávarpi hans en hann sagði að með því væri fallinn blettur á réttarríkið Ísland og að réttar- höldin minntu mjög á pólitísk réttar- höld yfir Júlíu Timoshenko í Úkraínu. „En, já, það tókst að ýta mér út á hlið- arlínuna um hríð, jafnvel tvö til þrjú ár. Og, já, það tókst að leggja þungar byrðar á mig og mína fjölskyldu. En það hefur ekki tekist og mun ekki tak- ast að koma mér á knén. Og það mun ekki takast að knésetja Sjálfstæðis- flokkinn. Aldrei!“ Koma fram og sækja „Þetta er Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Birgir. „Þetta er vakningarsamkoma. Um leið og þetta er gríðarlega mikilvæg stjórnmálasamkoma þá skapast gríð- arleg stemning á þessum fundum. Þá falla brandarar eins og Davíð var með alltaf í góðan jarðveg. Þetta er einhver besta og frjósamasta jörðin fyrir svo- leiðis sem þú getur hugsað þér. Þeir stóðu með sínum gömlu ráð- herrum. Sjálfstæðismenn eru ekki að horfa í baksýnisspegilinn núna og leita að blórabögglum og afsaka sig. Þeir ætla að koma fram og sækja. Þeir hamra mikið á því að þeir horfi til fram- tíðar.“ Birgir segir að það skili sér í skoð- anakönnunum. „Ég myndi halda að það gæti vel verið að það sé kominn tími á þetta. Pirringurinn í samfélaginu er almennt þannig að fólki finnst ekki mikið að gerast og ástandið ekki að batna nógu hratt. Ég held að flokkurinn sé bara að hlusta eftir því hvað landan- um finnst í því.“ n „Þeir sögðu aldrei: ,,Gefið mér ann- að eða þriðja tækifærið. Ég þarf lengri tíma til að sanna mig.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.