Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 18
Gömul en góð formúla Þ ví verður ekki leynt að ég hafði beðið útgáfu Call of Duty: Modern Warfare 3 (MW3) með mikilli eftirvæntingu. Þær vikur (já, vikur!) sem fóru í spilun Call of Duty: Black Ops á netinu koma aldrei aftur. En mér er alveg sama. Leikurinn var frábær og von- aði ég innilega að MW3 yrði jafn öflugur. Einspilun (e. campaign) leiksins hefst á sama stað og Modern Warfare 2 endaði og ertu í baráttu við Rússana sem eru á góðri leið með að leggja undir sig Bandaríkin og Evrópu. Þessi hluti leiks- ins er einstaklega vel heppn- aður að flestu leyti. Grafíkin er frábær, hljóðið óaðfinn- anlegt og sagan rígheldur í mann. Bardagarnir eru nán- ast allir stórbrotnir og verk- efnin fjölbreytt. Einspilunin er þó helst til stutt og tók það einungis um fimm klukku- stundir að klára hana. Hjarta leiksins er sem fyrr netspilunin (e. multiplayer). Þar hafa verið gerðar nokkrar ágætlega heppnaðar breyt- ingar. Ber þar helst að nefna Killstreak-kerfið sem hefur verið tekið rækilega í gegn. Þá er kominn nýr spilunar- möguleiki, Kill Confirmed, sem er svipaður og Team Deathmatch. Þar þarftu að ná í svokallað Dog Tag af hverjum sem þú drepur til að fá stig. Þetta er ansi hress- andi enda eru flestir á fullri ferð á meðan á leik stendur. Leyniskyttur eru því tiltölu- lega sjaldséðar – sem er gott. Þriðji möguleikinn er svo Co-op, þar sem þú getur bar- ist við óvinaöldur með félaga, til dæmis í gegnum netið. Leikurinn er að flestu leyti vel heppnaður. Framleið- endur hans, Activision, virð- ast þó hafa ákveðið að fara öruggu leiðina enda svipar leiknum mjög til MW2. Það er því ekki beinlínis verið að finna upp hjólið í MW3. Hér er verið að fara eftir formúlu sem hefur reynst vel. MW3 er fínasta skemmtun þó vikurn- ar sem munu fara í þennan leik verði eflaust færri en fóru í Black Ops. 18 Menning 21. nóvember 2011 Mánudagur Call of Duty: Modern Warfare 3 Tegund: Fyrstu persónu skotleikur Spilast á: X360, PS3, PC og DS Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Tölvuleikur Fín skemmtun Leikurinn er að flestu leyti vel heppnaður. Framleiðend- urnir virðast þó hafa ákveðið að fara öruggu leiðina. Draumur að veruleika Íslenski leikstjórinn Elfar Aðalsteinsson og breska stórstjarnan John Hurt voru saman í viðtali við BBC á föstudaginn þar sem þeir fjölluðu um stuttmyndina Sailcloth. „Myndin er dæmi um það þegar drauma- hlutverkaskipan verður að veruleika,“ sagði Elfar í viðtalinu en Elfar skrifaði handrit myndarinnar, leik- stýrði henni og framleiddi. Hurt, sem á myndir eins og Midnight Express og The Elephant Man að baki, segist aldrei áður hafa leikið í kvik- mynd sem er alveg laus við tal. „Þó hef ég gert nokkrar myndir sem innihalda að- eins nokkur orð.“ Tónleikar í lobbíi Tónleikaröðin Live in the Lobby verður haldin á Far- fuglaheimilinu á Vesturgötu annan hvern miðvikudag í vetur þar sem hinir ýmsu tónlistarmenn munu troða upp í lobbíinu. Farfugla- heimilið hefur verið „off- venue“-staður á Airwaves undanfarin ár við góðan orð- stír en það er sami aðili sem skipuleggur þessa tónleika og hefur aðstoðað við dag- skrá Airwaves. Bandaríski tónlistarmaðurinn Low Roar mun ríða á vaðið þann 23. nóvember og Ólafur Arnalds stígur á svið 7. desember. Frítt er inn á tónleikana. Queen í Hörpu Þann 24. nóvember eru 20 ár síðan Freddie Mercury, söngvari Queen, lést. Af því tilefni mun stór hópur ís- lenskra tónlistarmanna halda tónleika í Hörpu á þriðjudag og miðvikudag. Á efnisskránni eru 30 lög sem allflestir ættu að þekkja en 14 þeirra voru samin af Fred- die sjálfum. Þeir sem verða í framlínunni eru söngvar- arnir Matthías Matthíasson, Friðrik Ómar, Eiríkur Hauks- son, Magni Ásgeirsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson auk söngkonunnar Huldu Bjarkar Garðarsdóttur. Að- eins örfá sæti eru laus svo nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða. L ífsstíls- og megrunar- bókin er byggð á Tísku- blogginu, vinsælasta bloggi á vesturhveli jarðar að sögn tísku- bloggarans h. Útgáfa bók- arinnar er að hennar eigin sögn mikil tíðindi fyrir allar komandi kynslóðir íslenskra kvenna. En í bókinni er fjallað um útlit, hegðun, hugsun, framkomu og kynlíf, auk þess sem í henni má finna ítar- legan kafla um gæludýrafóður og greiningu á kvikmyndinni Alien vs. Predator sem kom út árið 1993. Hildur Knútsdóttir meintur höfundur sver af sér öll tengsl við bloggið en hún hefur lengi svarað fyrir það. Hún bendir á h sem sýnir and- lit sitt í fyrsta sinn og svarar spurningum um nýútkomna bók sína en er ófáanleg til þess að gefa blaðamanni upp fullt nafn. Hvað heitir þú fullu nafni? „Hugmyndir eru stærri en einstaklingar og því skiptir fullt nafn mitt ekki máli. Með því að nota skammstöfun tekst mér að vera samnefnari fyrir kvenþjóðina og það skiptir máli, því það er mikilvægt að íslenskar konur eigi sér sam- einingartákn sem þær geta all- ar speglað sig í. Það er enginn að velta fyrir sér hvað Gandhi heitir fullu nafni, enda er hann tákn fyrir ákveðna afstöðu. Hann er ekki einstaklingur, heldur hugmynd. Hið sama gildir um mig.“ Um hvað er lífsstílsbókin þín og hvaða tilgangi þjónar hún? „Þetta er hegðunarvísir byggður á blogginu mínu sem segir konum hvernig þær eiga að klæða sig, hvernig þær eiga að borða, á hverju þær eiga að hafa áhuga, hvernig þær eiga að vera í kringum karlmenn og hvernig þær eiga að hugsa. Mér vitanlega hefur eng- inn skrifað viðlíka bók áður, en þörfin fyrir þess háttar rit er mikil. Útgáfa bókarinnar telst því til mikilla tíðinda í ís- lenskri menningarsögu.“ Áttu kærasta? „Já. En ég býst við því að ég verði bráðum svo fræg að ég verði að fá mér einhvern nýjan.“ Hvers vegna ertu alltaf að tala um beikon og aspartam? „Þetta er sorgleg spurning sem opinberar fávisku þína. Ég skammast mín fyrir þína hönd.“ Hefur þú eitthvað á móti femín- istum? „Já. Femínistar eru sorg- legar, loðnar, ljótar og bitrar konur sem geta ekki unnt fallegu og vinsælu kvenfólki velgengni. Ég veit ekki alveg hvers vegna kvenrembur trana sér fram með þessum hætti, bersýnilega býr eitthvað an- kannalegt að baki hegðun þeirra. Rannsóknir benda til þess að þetta stafi af því að þær eru svo ljótar að það vill enginn sofa hjá þeim, þar af leiðandi eru þær svo illa riðnar að þær geta ekki hugsað skýrt. Og svo eru þær náttúrulega öfundsjúkar líka.“ Þú hefur oft lent í ritdeilum, hvers vegna áttu svona oft í úti- stöðum við annað fólk? „Ritdeilum? Ég hef aldrei átt í útistöðum við neinn, það elska allir Tískubloggið. Það var reyndar einn rætinn ein- staklingur sem var að reyna að eigna sér heiðurinn af bloggi mínu, en ég fékk mér lögfræð- ing og kærði hana, sem varð til þess að hún féllst á að greiða mér skaðabætur og hætta jafn- framt að stæra sig af verkum mínum.“ Hvað kemur kvikmyndin Alien vs. Predator einhverjum við? „Alien vs. Predator er uppáhaldsbíómyndin mín. Hún er ekki bara mjög estetísk, heldur færir hún okk- ur mikilvægan boðskap um þær afleiðingar sem femínismi mun hafa á samfélagið allt ef við grípum ekki í taumana strax og stöðvum þessar öfgar.“ Í bókinni bendir þú konum á að fjarlægja öll hár fyrir neðan háls. Er það ekki svolítið ógeðslegt? „Nei.“ Hvað af lífsstílsbloggum keppi- nautanna lest þú? „Ekkert. Ég las nokkur þegar ég var að byrja, en ég hef fyrir löngu tekið fram úr þeim í gæðum og þess vegna kýs ég að menga ekki eigin sýn með því að lesa efni frá einstakling- um sem eru mér óæðri.“ Hvað lestu alls ekki? Hvers vegna? „Fréttir. Þær eru niður- drepandi og leiðinlegar og svo er ekkert minna sexí en kona sem hefur skoðun á alþjóða- stjórnmálum.“ Hvað segir þú við ungar stúlkur sem líta upp til þín? Hvernig eiga þær að haga sér? „Ég segi þeim að það sé aldrei of snemmt að byrja að hugsa um útlitið, því það er það mikilvægasta í fari hverrar konu og raunar það sem mun skilja á milli þeirra sem njóta velgengni í lífinu og þeirra sem munu deyja óhamingju- samar, einmana og feitar. Það skiptir ekki máli hvað þú gerir, það eina sem skiptir máli er hvernig þú lítur út á meðan þú ert að gera það. Þennan lærdóm hef ég m.a. dregið af fjölmiðlum, sem hafa eðlilega meiri áhuga á því að fjalla um neytendahegðun kvenfólks en skoðanir þeirra og störf, svo sem með því að kíkja í fata- skápana þeirra eða snyrtiveski og forvitnast um hver sé uppá- haldsbúðin þeirra eða uppá- haldshönnuður. Og öll hegðunar-, megrun- ar- og fegrunarráð finna ungar stúlkur í nýútkominni lífsstíls- bók minni. Hún er nauðsynleg öllum sem ætla sér að ná ein- hvers konar frama.“ Hvernig eiga þær ekki að haga sér? „Eins og kvenrembur. Því þá vill enginn sofa hjá þeim, þær verða bitrar yfir kyn- lífsskorti sem veldur því að femínískar tilhneigingar þeirra aukast enn frekar, sem veldur því að líkurnar á því að einhver vilji sofa hjá þeim minnka, sem veldur því að þær verða bitrari, sem veldur því að femínískar tilhneigingar þeirra aukast enn frekar, sem minnkar svo aftur líkurnar á því að einhver vilji sofa hjá þeim. Þetta er sorglegur víta- hringur sem ungar stúlkur ættu að varast.“ Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal Kyndilberi megrunar n Lífsstíls- og megrunarbókin er byggð á Tískublogginu n Höfundurinn h kemur nú í fyrsta sinn fram og sýnir andlit sitt n Hildur Knútsdóttir alfarið hætt að tjá sig um bloggið H! Höfundurinn h kemur nú í fyrsta sinn fram og sýnir andlit sitt. Hildur Knútsdóttir alfarið hætt að tjá sig um bloggið. Myndir úr bókinni Lífsstíls- og megrunarbókin er ríkulega myndskreytt og myndefnið myndu margir samþykkja að væri ekki hefðbundið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.