Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2011, Blaðsíða 4
4 Fréttir 21. nóvember 2011 Mánudagur Jólabjórinn rokselst n Fyrstu þrjá dagana seldust tæplega 42 þúsund lítrar F yrstu þrjá dagana seldust tæp- lega 42 þúsund lítrar af jólabjór,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Vínbúðanna. Á þessum árstíma flykkjast áhuga- menn um bjór í verslanir til að verða sér úti um jólabjórinn, en hann fór í sölu síðastliðinn þriðjudag. Að sögn Sigrúnar hefur salan farið vel af stað, eins og við var að búast, en á þriðju- dag seldust um tíu þúsund lítrar. Mikill dagamunur er á því hversu margir viðskiptavinir leggja leið sína í Vínbúðirnar. Þannig eru fyrstu sölu- tölur í ár ekki alveg samanburðarhæf- ar við fyrstu sölutölur í fyrra. Ástæðan er sú að þá kom jólabjórinn í verslan- ir á fimmtudegi en þá er jafnan mun meira að gera en til dæmis á þriðju- dögum. „Fyrstu þrjá dagana í fyrra seldust um 70 þúsund lítrar,“ segir Sigrún og á þar við fimmtudag, föstudag og laug- ardag. Fyrsta daginn í fyrra seldust um 19 þúsund lítrar. Sigrún tekur það skýrt fram að hlutverk Vínbúðanna sé ekki að selja meira magn af áfengi. Hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að þjónusta viðskiptavini og reyna að koma til móts við þá eins og best er hægt. Í fyrra seldust nokkrar tegundir upp og var Tuborg Julebryg ein þeirra. Í ár er hann hins vegar bruggaður á Ís- landi og ættu bjórþyrstir landsmenn ekki að lenda í sömu sporum og í fyrra þegar hann seldist upp löngu fyrir jól. Sigrún segir þó að það sé eðli jólabjórsins að hann sé framleiddur í takmörkuðu magni. „En við gerum til dæmis ráð fyrir að Tuborg komi í meira magni en í fyrra.“ einar@dv.is www.omnis.is444-9900 Nú getur þú borið saman epli og appelsínur á einum stað. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES M ikill ótti greip um sig meðal foreldra á Akureyri á fimmtudag eftir að nokkrir einstaklingar töldu sig hafa séð til Ágústs Magnússonar, dæmds barnaníðings, í bænum. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Ágúst ekki verið á Akureyri eins og haldið hefur verið fram og málið virðist á mis- skilningi byggt. Hyggst kæra til lögreglu Fréttirnar um að Ágúst væri á Akureyri fóru um eins og eldur í sinu um netið og þar var einnig nafngreindur maður að nafni Gísli Wendel Birgisson sem á að hafa verið kunningi Ágústs og leyft honum að dvelja á heimili sínu. Gísli var sjálfur upphrópaður barnaníð- ingur á spjallborði og sagður hafa átt barnklám í tölvu sinni. Lögreglan á Akureyri kom að heim- ili Gísla á fimmtudag þar sem ekki fannst neitt sem studdi þessar fullyrð- ingar og segist Gísli ætla að leita réttar síns og kæra málið til lögreglunnar. „Ég þekki þennan Ágúst ekki neitt. Þetta er bara eins og með Lúkasarmálið sem kom upp hérna á Akureyri 2007, menn eru teknir af lífi á internetinu út af ein- hverri móðursýki sem myndast. Ég er sagður vera með barnklám í tölvunni minni en ég á ekki einu sinni tölvu og hef aldrei átt. Ég ætla ekki að sitja und- ir þessum rógburði og ætla að kæra málið til lögreglunnar.“ Líflátshótanir og mannorðsmorð Gísli segir erfitt að sitja undir slíkum ásökunum og hann hafi varla treyst sér út fyrir hússins dyr síðan málið kom upp. „Maður er bara búinn að vera í hálfgerðu taugaáfalli hérna og líða mjög illa. Þegar það er búið að nafn- greina mann á internetinu og bendla við mál af þessu tagi líður manni auð- vitað ekkert vel. Ég hef heyrt að lífláts- hótanir hafi verið í gangi og annað sem hafi beinst að mér og ég ætla ekki að sitja undir því. Ég get ekkert annað en farið með þetta til lögreglunnar. Þetta er ekkert annað en mannorðsmorð.“ Að sögn Gísla hafa hafa ættingjar hans einnig verið dregnir inn í þetta mál og nafngreindir í tengslum við það. „Ég er bara hættur að skilja nokk- urn skapaðan hlut. Þetta mál er með ólíkindum.“ „Ótrúleg móðursýki í gangi“ Nágrannakona Gísla sagði í samtali við DV mikinn fjölda fólks hafa keyrt framhjá íbúðarhúsinu eftir að kvittur- inn um veru Ágústs þar komst á kreik og fólk hafi jafnvel hringt dyrabjöllum og spurt um hann. Hún sé hins vegar fullviss um að Ágúst hafi aldrei verið þar og gagnrýnir þær aðfarir og upp- hrópanir sem Gísli hefur þurft að sitja undir. „Það er spjallborð á netinu sem margar mæður á Akureyri skrifa gjarn- an á og mér blöskrar það sem ég las þar um Gísla. Hann er sagður vera barna- níðingur og ég veit ekki hvað. Það er ótrúleg móðursýki í gangi hérna og fólk þarf að fara varlega í að fullyrða um hluti sem það veit ekkert um.“ Lögregla segir múgæsing hafa myndast Gunnar Jóhannsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Akureyri, sagði í sam- tali við DV á föstudag ekkert benda til þess að Ágúst Magnússon hafi verið á staðnum. „Við höfum ekkert orðið varir við þennan mann á Akureyri. Svo virð- ist sem hér hafi kviknað einhver múg- æsingur.“ Hann segir enga ástæðu til að rengja framburð Gísla en Gísli segist ekkert þekkja til Ágústs. Gunnar segir lögregluna ekkert geta staðfest hvar Ágúst haldi sig en eftir að hafa brugðist við fjölda ábendinga frá óttaslegnum foreldrum hafi ekkert komið fram sem gefi til kynna að óttinn eigi við rök að styðjast. Gunnar segir að sjálfsagt sé að vera á varðbergi gagnvart barnaníðingum en bendir á að mikil- vægt sé að fólk fari ekki fram úr sér og sé ekki með ásakanir á hendur einstak- lingum án þess að vera visst í sinni sök. „Ég leyfi mér að líkja þessu við Lúk- asarmálið sem kom hér upp um árið. Fólk verður að fara að bera ábyrgð á sínum málflutningi.“ n Grunur um veru barnaníðings á Akureyri talinn á misskilningi byggður n Lögreglan varar við múgæsingi n Maður sem bendlaður var við Ágúst hyggst leita réttar síns „Ekkert annað en mannorðs orð“ „Ég leyfi mér að líkja þessu við Lúk- asarmálið sem kom hér upp um árið. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ógn Margir foreldrar á Akureyri urðu óttaslegnir vegna orðróms um að Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðngur, dveldi þar. Á Akureyri Lögreglan á Akureyri segir ekkert benda til þess að Ágúst hafi verið þar. Jólabjórinn Meðfylgjandi mynd var tekin þegar sérfræðingar DV um jólabjór brögðuðu á bjórnum í ár. Mynd SiGtryGGur Ari Annar hand- tekinn vegna skotárásar Tveir menn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn henn- ar á skotárás við Bryggjuhverfið á föstudagskvöld. Annar þeirra hefur verið úrskurðaður í gæslu- varðhald til 25. nóvember en yfir- heyrslur yfir hinum standa yfir. Mennirnir eru báðir á þrítugs- aldri. Lögreglan hefur einnig lagt hald á bifreið sem talið er að árásarmennirnir hafi verið á. Bíll- inn fannst í sama borgarhluta og árásin var gerð. Fleiri manna er leitað í tengslum við rannsókn málsins að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Of dýrt til New York Ódýrasta flug fram og til baka til New York með Iceland Express til 9. janúar kostar rúmar 190 þúsund krónur. Þetta sagði Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Ice- land Express, í samtali við frétta- stofu Ríkisútvarpsins. Félagið þurfti að fella niður flug til New York í dag, mánudag. Heimir Már sagði að ástæðan sé sú að of dýrt sé fyrir félagið að fljúga til New York eins og staðan er í dag. Félagið tilkynnti fyrir skömmu að það myndi hætta flugi þangað frá 9. janúar til 28. mars. Líkt og fyrr segir kostar ódýrasta flugið fram og til baka til New York með Iceland Express 190 þúsund krónur en félagið ætlar að leita allra leiða til að lækka það verð að sögn Heimis Más. Hann sagði að farþegum sem áttu bókað flug til New York á morgun verði komið á leiðarenda með öðrum hætti. Hann sagði næsta flug til New York, á fimmtudag, vera í skoðun. DV0811263446_staekkud

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.