Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Side 2
2 Fréttir 11. janúar 2012 Miðvikudagur S vanhildur Jakobsdóttir, móð- ir Önnu Mjallar Ólafsdóttur, segir ástæðuna fyrir hjóna- skilnaði hennar og Cals Worthington ekki vera vegna líkamlegs ofbeldis, en sögusagn- ir þess efnis hafa meðal annars ver- ið á kreiki. „Nei, nei, það er alls ekki ástæða þess að þau eru að skilja,“ segir Svanhildur og bætir við að hann hafi hafi aldrei komið illa fram við Önnu Mjöll á þann hátt. „Mér hefur alltaf líkað mjög vel við Cal og veit að hann er mjög góður maður. Ég er búin að þekkja hann lengi og veit að hann er alls ekki þannig mað- ur. Hann hefur aldrei komið illa fram við hana líkamlega.“ Aðspurð hvort ástæðan fyrir því að Anna Mjöll og Cal voru ekki gift lengur en raun bar vitni væri vegna framhjáhalds Cals segist hún „ekki vilja tjá sig um þetta mál.“ Svanhildur segir að flestar af þeim sögusögnum sem eru í gangi um ástæðu skilnað- arins vera rangar, en málið sé mjög viðkvæmt. „Ósættanlegur ágreiningur“ Anna Mjöll sem fagnaði 42 ára af- mæli sínu síðastliðinn laugardag, sótti um skilnað frá eiginmanni sín- um til níu mánaða, Cal Worthington, í lok síðasta árs. Ástæða skilnaðarins mun vera ósættanlegar ágreiningur á milli þeirra hjóna. Hvort að ósætt- anlegi ágreiningurinn liggi í kyn- slóðabilinu sem er á milli þeirra er ekki gott að segja, en Cal er fæddur árið 1920 og er því á 92 aldursári. Það eru því 50 ár sem skilja á milli þeirra. Þrátt fyrir háan aldur virðist Cal enn vera í fullu fjöri, en hann er sagður hugsa vel um heilsuna, drekka í hófi og ku vera reyklaus. Sögð vera „gullgrafari“ Skilnaður þeirra hjóna virðist ætla að verða stormasamur, en Cal lét á dögunum draga forláta Bentley-bif- reið Önnu Mjallar í burtu frá heim- ili hennar. Anna Mjöll þurfti að leggja leið sína á lögreglustöðina til þess að ná í hann aftur. Þegar þang- að var komið fékk hún þó ekki bíl- inn afhentan því bíllinn er skráð- ur í eigu fyrirtækis en ekki á hennar nafn. Þetta fannst Önnu Mjöll skrýt- ið enda taldi hún bílinn hafa verið gjöf til sín frá Cal. „Þetta var gjöf til mín, hmmm, mjög skrýtið, bara einn af þessum dögum býst ég við,“ sagði hún á Facebook-síðu sinni eftir at- vikið. Cal hefur sagt að hún fái ekki krónu meira út úr skilnaðinum en framfærslu upp á 500.000 krónur mánaðarlega í sex mánuði eftir skiln- aðinn. Anna Mjöll lætur hart mæta hörðu og krefst þess að fá helming af andvirði rúmlega 400 milljóna króna glæsivillu þeirra í Beverly Hills. Sam- kvæmt TMZ hefur Anna Mjöll kraf- ist framfærslu frá eiginmanni sínum upp á þúsundir dollara og má því ætla að þau hafi ekki gert kaupmála eins og algengt er þegar annar aðili í hjónabandi er mun efnaðri en hinn. Slúðurpressan í Bandaríkjunum hefur fjallað talsvert um skiln- að Önnu Mjallar og Cals. Þar hef- ur Anna Mjöll meðal annars verið kölluð „gullgrafari“ og verið líkt við kynbombuna sálugu, Önnu Nicole Smith, en báðar eiga það sameigin- legt að vera ljóshærðar og hafa gifst mönnum sem eru nógu gamlir til að vera afar þeirra. Skiptir máli að hafa í sig og á Anna Mjöll, sem búsett hefur verið í Los Angeles í tæpa tvo áratugi, sagði í einlægu viðtali í DV í janúar á síð- asta ári „að stundum geti pening- arnir orðið meira böl en hamingja og þá einangrist fólk.“ Hún bætti þó við: „Áhyggjuleysi skiptir miklu máli og ef maður hefur nægilegt fé til að hafa í sig og á, þá er maður á besta staðn- um.“ Fái Anna Mjöll framfærslu frá Cal líkt og heimildir herma að hún hafi óskað eftir, ætti hún að geta lifað áhyggjulausu lífi. Svo virðist sem Anna Mjöll og Cal hafi hist um eitthvert skeið áður þau ákváðu að innsigla ást sína með hjóna- bandi í apríl 2011, en fréttamiðillinn Vísir greindi frá því í lok apríl 2010 að Anna Mjöll hefði setið til borðs með honum á veitingastað á Honolúlú á Hawaii. Skötuhjúin rákust á leikarann George Clooney á veitingastaðnum og Anna Mjöll sagði Clooney hafa sprott- ið á fætur til að heilsa upp á Cal enda hafi Cal þekkt Frank Sinatra, Dean Martin og Gary Grant persónulega, en Clooney lítur mikið upp til þeirra, að sögn Önnu Mjallar. Cal þögull sem gröfin Lögmaður Önnu Mjallar, Mark Vin- cent Kaplan, er reynslumikill á sviði stjörnuskilnaða en hann var lög- maður Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns Britney Spear, sem fékk háa fjárhæð út úr skilnaði sínum við söngkonuna. Blaðamaður DV hringdi í eina af bílasölum Cals í Long Beach í Kali- forníu og fékk samband við konu sem vildi ekki láta nafns síns get- ið. Aðspurð hvort hún vissi hvar Cal væri niðurkomin svaraði hún því neitandi og bætti við með þykkum bandarískum hreim að hvorki hún né Cal hefðu neinn áhuga á að svara spurningum frá blaðamönnum. „Hver sem spurningin er, þá höfum við ekkert að segja. Ég veit ekki hvar Cal er og get lofað þér því að hann vill ekki ræða við þig.“ Veltir 600 milljónum dala á ári Cal hefur í gegnum tíðina vakið verð- skuldaða athygli fyrir sérstakar sjón- varps- og útvarpsauglýsingar sínar. Hann birtist gjarnan með „hundin- um“ Spot, sem er í raun aldrei hund- ur. Spot hefur til að mynda komið fram sem mörgæs, naut og fíll. Cal á að baki þrjú önnur hjóna- bönd og á sex börn á aldrinum 9 til 63 ára. Hann er mjög efnaður, en samkvæmt umfjöllun The Los Ange- les Times á síðasta ári á hann fjór- ar bílasölur, tíu skrifstofubyggingar, tvær verslunarmiðstöðvar, tíu þús- und ekra búgarð, upptökuver, aug- lýsingastofu og fjárfestingarfyrirtæki. Fyrirtæki hans eru sögð velta 600 milljónum dala á ári. „Hann er alveg einstakur“ Svanhildur Jakobsdóttir, móðir Önnu Mjallar, sagði í samtali við DV skömmu eftir brúðkaup þeirra Önnu Mjallar og Cals að hún hefði þekkt Cal í sjö ár. „Þetta er yndislegur maður í alla staði,“ sagði hún um tengdasoninn, bráðum fyrrverandi. „Hann er alveg einstakur,“ bætti hún við. Svanhildur og Ólafur Gaukur heitinn, faðir Önnu Mjallar, voru við- stödd brúðkaupið og birti Svanhild- ur myndir frá því á Facebook-síðu sinni. Öll fjölskyldan brosti og virt- ist geisla af hamingju, hvítklædd frá toppi til táar. Lyktaði eins og fjós Meredith Myers, bandarískur bloggari og uppistandari, sagði á bloggi sínu í september 2010 frá því þegar hún hitti Cal á bar í New York skömmu áður. Þar kemur fram að hún hafi hálfpart- inn vorkennt þessum gamla manni sem hafi virst hálftýndur inni á stað þar sem inni hafi verið aðallega ungt, hresst fólk. Cal hafi boðið henni upp á drykk en ekki heyrt hana afþakka, því það heyrðist ekki nógu vel í heyrn- artækinu hans. Hún segir hann hafa lyktað eins og hann hafi verið að koma beint úr fjósinu. Cal hafi gerst áleit- inn við hana og boðið henni með sér á hótelherbergi. Vinnufélagar Meredith fylgdust með samskiptum hennar og Cals þeim til mikillar skemmtunnar og það hafi ekki verið fyrr en seinna sem einhver þeirra áttaði sig á um hvern var að ræða, enda er hann mun þekkt- ari á vesturströnd Bandaríkjanna en fyrir austan. Annað hjónaband Önnu Mjallar Þetta er ekki fyrsta hjónaband Önnu Mjallar en í byrjun árs 2007 giftist hún Neil Stubenhaus sem er þekktur bassaleikari. Hjónaband þeirra varði ekki lengi en þau skildu í fyrra eftir stormasamt hjónaband. Anna Mjöll virðist því ekki hafa verið lengi laus og liðug áður en hún og Cal fóru að stinga saman nefjum. Staubenhaus er átta árum eldri en Anna Mjöll, svo hann kemst ekki í hálfkvisti við hinn níræða Worthington hvað aldur varðar. Cal á að baki þrjú hjónabönd og er faðir sex barna á aldrinum 10 til 64 ára. Önnu Mjöll og Cal varð ekki barna auðið en Anna Mjöll á hins vegar tvo hunda sem heita Maestro og Mel- ódía sem hún segir að séu litlu börn- in hennar og að hún gæti ekki lifað án þeirra. Eyddi helgi með Michael Jackson Líf Önnu Mjallar hefur verið skraut- legt og einkennst af miklum ævin- týrum. Hún var meðal annars bak- raddasöngkona hjá Julio Iglesias og ferðaðist með honum um heiminn í þrjú ár á tónleikaferðalagi. Hún hef- ur lýst lífinu á ferðalaginu sem ævin- týralegu sígaunalífi en þau spiluðu meðal annars á tónleikum fyrir Slo- bodan Milosevic. Þá gerðist Anna Mjöll svo fræg að eyða heilli helgi á Neverland- búgarðinum með poppgoðsögn- inni Michael Jackson árið 1993. Hún lýsti heimsókninni í ítarlegu viðtali í DV í ágúst það ár. Hún sagði meðal annars að Jackson væri „mest normal“ maður sem hún hefði kynnst. Hann væri gíf- urlega jarðbundinn og greinilega með stórt hjarta. Anna Mjöll hefur einnig orð- ið þess heiðurs aðnjótandi að vera boðið í partí á Playboy-setri Hughs Hefner. Í viðtali í DV í janúar lýsti hún stemningunni í partíunum og hún virðist hafa kunnað vel við sig í faðmi Hefners. Hún sagðist hafa verið ein þeirra heppnu sem hann heilsaði upp á. Sagði að hann væri „…voða góður gæi, mjög hlýlegur …“ Hún sagði hann ávallt hafa kysst sig og boðið velkomna. Ekki náðist í Önnu Mjöll við vinnslu fréttarinnar. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Hann er mjög góður maður“ „Svanhildur seg- ir flestar af þeim sögusögnum sem eru í gangi um ástæðu skiln- aðarins vera rangar. Á brúðkaupsdaginn Anna Mjöll og Cal á brúðkaupsdaginn ásamt foreldrum hennar, Svanhildi og Ólafi Gauki. Þegar allt lék í lyndi Anna Mjöll var gift Worthington í níu mánuði áður en hún sótti um skilnað. Fjallað var um sambandið á ýmsum slúðurfréttamiðlum vestanhafs. SkJÁSkot Af tMz.CoM n Harka færist í skilnaðarmál Önnu Mjallar og Cals Worthington n Móðir hennar segir málið mjög viðkvæmt n „Bara einn af þessum dögum býst ég við,“ sagði Anna Mjöll eftir að bíllinn var tekinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.