Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Síða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 11. janúar 2012 Sigríður orðuð við biskupsframboð n Gefur ekkert upp strax D V hefur heimildir fyrir því að verið sé að leita eftir stuðn- ingi fyrir séra Sigríði Guð- marsdóttur en þegar blaða- maður leitaði svara hjá henni sagði hún ekki tímabært að gefa upp afstöðu sína til biskupsemb- ættisins fyrr en kirkjuþing fundar og gefur upp dagsetningu kosn- ingarinnar. „Í rauninni er biskup ekki búinn að segja formlega af sér fyrr en þá,“ segir Sigríður, en vildi þó ekki gefa upp hvort hún hefði áhuga á embættinu eða ekki. „Það verður bara að koma í ljós þegar að kirkjuráð ákveður hvenær þær kosningar verða.“ Það mun vera fljótlega sem kirkjuráð setur dag- setningu á biskupskosningar, en eins og kunnugt er tilkynnti Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, við upphaf síðasta kirkjuþings að hann vildi láta af embætti. Það er því viðbúið að margir prestar sæk- ist eftir embættinu, en lítið hefur farið fyrir formlegri kosningabar- áttu enn sem komið er og hefur enginn formlega lýst yfir áhuga á embættinu. Rétt til að kjósa bisk- up hafa biskupar og prestar þjóð- kirkjunnar, kennarar við guð- fræðideild Háskólans og margir leikmenn. Þá verður sú nýbreytni nú að formenn sóknarnefnda og varaformenn þeirra á suðvestur- horninu hafa nú atkvæðisrétt, svo hátt í 500 manns taka þátt í kjör- inu. Að þessu sinni eru fleiri kon- ur orðaðar við embættið en karlar og telja margir að nú sé tækifærið fyrir konu að sækjast eftir emb- ættinu. Auk Sigríðar hafa þær séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Agnes Sigurðardóttir hafa allar verið nefndar sem líklegir kandíd- atar. Það eru þó ekki aðeins kven- prestar sem hafa verið orðaðir við embættið, nafn Arnar Bárð- ar Jónssonar, sóknarprests í Nes- kirkju, hefur einnig verið nefnt, auk þess hefur eignmaður Jónu Hrannar, séra Bjarni Karlsson, einnig verið nefndur í tengslum við biskupsembættið. astasigrun@dv.is V iðskiptavinur Heilsuaka- demíunnar í Egilshöll, kona á sextugsaldri, býst ekki við að fá til baka þær tuttugu þúsund krónur sem hún greiddi fyrir Pilates-námskeið sem átti að hefjast hjá fyrirtækinu síðast- liðinn þriðjudag. Ástæðan er sú að Heilsuakademían hætti starfsemi eft- ir áramót og tók líkamsræktarstöðin Árbæjarþrek yfir kort viðskiptavina. Bergþór Ólafsson, eigandi Árbæjar- þreks, segir í samtali við DV að fyrir- tækið hafi ekki getað boðið upp á öll þau námskeið sem fyrirhuguð voru. „Við höfum einfaldlega ekki pláss né tíma fyrir þau öll.“ Auglýst til leigu Ástæða þess að Heilsuakademían hætti starfsemi liggur ekki fyrir, en ekki hefur náðst í eigendur henn- ar undanfarna daga þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Heilsuakademían var í eigu Heilsuakademíunnar ehf. þar til 26. janúar 2011 að félagið var af- skráð, samkvæmt því sem fram kem- ur í upplýsingum Creditinfo. Eftir það virðist starfsemin hafa verið flutt yfir á nýja kennitölu en sömu aðilar eru skráðir í stjórnir beggja félaga. Stofn- endur Heilsuakademíunnar ehf. voru þær Eygló Rós Agnarsdóttir og Valdís Fjölnisdóttir. Fasteignafélagið Reginn, dóttur- félag Landsbankans, auglýsti líkams- ræktarstöðina til leigu um helgina og virðist því óvissa ríkja um framtíð hennar að svo stöddu. Engin svör „Ég var dálítið pirruð og hef engin svör fengið,“ segir konan sem greiddi fyrir Pilates-námskeiðið þann 3. janúar síðastliðinn. Sem fyrr segir átti námskeiðið að hefjast þriðjudaginn 9. janúar og ákvað konan að fara inn á heimasíðu Heilsuakademíunnar til að athuga hvort nokkuð hefði breyst. Konan komst hins vegar ekki inn á heimasíðuna og þegar hún hringdi til að kanna málið svaraði símsvari sem sagði að allar línur væru uppteknar. Konan sá síðan upplýsingar um mál- ið á samskiptavefnum bland.is þar sem fram kom að Árbæjarþrek hefði tekið yfir kort viðskiptavina. Konan hringdi því í Árbæjarþrek þar sem henni var tjáð að ekki yrði boðið upp á námskeiðið sem hún greiddi fyrir hjá Heilsuakademíunni. „Þeir í Árbæjarþreki voru mjög al- mennilegir. En þetta var kort á Pila- tes-námskeið en það er ekkert í boði í Árbæjarþreki. Þess vegna varð ég pirruð því ég hefði vel getað keypt mér kort í Árbæjarþreki, þannig lag- að séð, en þeir bjóða ekki upp á þá þjónustu sem ég var að leita að,“ segir konan. Líklegt þykir að fleiri séu í sömu sporum og umrædd kona og hafi greitt fyrir umrætt námskeið. „Ég á ekki von á að fá eitthvað út úr þessu og á alveg eins von á að þessar 20 þúsund krónur séu tapaðar. Mér finnst þetta svolítið lélegt,“ segir kon- an og bætir við að hún hafi ekki verið látin vita að fyrirtækið væri að hætta. Hún ætlar að kanna rétt sinn hjá Neytendasamtökunum. Tóku bara kortin yfir Bergþór Ólafsson, eigandi Árbæjar- þreks, segir að fyrirtækið hafi einung- is tekið yfir kort viðskiptavina Heilsu- akademíunnar. Þeir geti ekkert gert fyrir þá sem hafa greitt til Heilsuaka- demíunnar. „Heilsuakademían hætti starfsemi þarna og við tókum bara yfir þau kort sem voru í gildi. Það er það eina sem við gerðum,“ seg- ir Bergþór en taka ber fram að ekki eru sömu eigendur að Árbæjarþreki og Heilsuakademíunni. Aðspurður hvers vegna Árbæjarþrek hafi tekið kortin yfir segir Bergþór að hann hafi litið á þann gjörning sem viðskipti fyrir sitt fyrirtæki. „Það er ákveðinn fórnarkostnaður að taka kortin yfir en maður vonar að ákveðin prósenta haldi áfram. Þeir láta okkur hafa kort- in svo viðskiptavinir sem hafa keypt kort geti nýtt þau áfram.“ Á rétt á endurgreiðslu Hildigunnar Hafsteinsdóttir, lög- fræðingur Neytendasamtakanna, segist í samtali við DV ekki þekkja til þessa máls. Hún segir þó að al- menna reglan sé sú að þegar kom- inn er bindandi samningur beri að standa við hann. „Ef viðskiptavin- ur kaupir þjónustu af fyrirtæki sem getur ekki staðið við samninga hlýt- ur viðskiptavinurinn að fá endur- greiðslu,“ segir hún. Í þeim tilfellum þegar fyrirtæki verða gjaldþrota flæk- ist málið en þá þarf viðskiptavinur- inn að gera kröfu í þrotabúið til að fá upphæðina greidda til baka. „Ég veit ekkert hvernig rekstrinum var háttað þannig að það er erfitt að segja nán- ar til um það án þeirra upplýsinga. Almenna reglan er sú að ef þú gerir samning um að kaupa eitthvað og það er ekki staðið við það áttu rétt á að fá endurgreitt.“ Borgaði námskeið sem er ekki í boði n Árbæjarþrek tók rekstur Heilsuakademíunnar yfir um áramót n Viðskiptavinur greiddi fyrir námskeið sem Árbæjarþrek býður ekki upp á n Telur féð vera tapað „Ég á ekki von á að fá eitthvað út úr þessu. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Á rétt á endurgreiðslu Hildigunnur Haf- steinsdóttir, lögfræðingur Neytendasam- takanna, segir að almenna reglan sé sú að viðskiptavinir eigi rétt á endurgreiðslu geti fyrirtæki ekki staðið við gerða samninga. Hætt starfsemi Viðskiptavinir Heilsuakademíunnar koma að læstum dyrum þegar þeir mæta í ræktina. Mynd Eyþór ÁrnAson Vilja ólaf burt: „Hvert á ég að fara?“ Ólafur Bertelsson, rúmlega sjötugur fyrrverandi sjómaður, kemur fyrir dómara á næstu vikum þar sem hann berst gegn því að vera borinn út af heimili sínu. Búseti sem á íbúð- ina sem Ólafur leigir telur að hann hafi brotið gegn samkomulagi sem hann gerði við félagið með ósæmi- legri hegðun. Málið snýst að mörgu leyti um þá staðreynd að Ólafur gengur nakinn um heimili sitt með dregið frá öllum gluggum. DV hefur áður greint frá því að nágrannar Ólafs hafi verið óánægðir með athæfi hans. Ólafur var nýverið dæmdur í fangelsi vegna hegðunar sinnar heima hjá sér þegar mál gegn honum vegna ósiðsamlegrar fram- komu var tekið fyrir. „Hvert á ég að fara, viltu segja mér það? Illa á mig kominn, gamall og illa veikur, ég hef ekkert að fara,“ segir Ólafur um málið. Hann segir að málið sé um tveggja ára gamalt og snúist um meint brot sín á hús- reglum hússins. „Það er komið á annað ár síðan hann skipaði mér að fara út, sá sem er framkvæmda- stjóri Búseta. Ég átti bara að fara út um leið og hann sagði mér það,“ seg- ir Ólafur. „Ég er nú með þær hérna, húsreglurnar, og er búinn að marg- lesa þær,“ segir Ólafur sem bætir við að hann finni ekki þau ákvæði í hús- reglunum sem honum er gefið að sök að hafa brotið. „Ég hef ekkert gert hérna af mér til þess að þurfa að láta fara svona með mig, bara ekki nokkurn hlut, ekki nokkrum manni. Ég er búinn að gera hérna meira gott en nokkur annar hérna, bæði úti og inni, sem hinir hafa ekki gert – aldrei,“ segir Ólafur. „Maður er bara réttlaus alls staðar.“ Ólafur hefur minnst tvisvar hlotið dóm fyrir athæfi sitt. Hann var dæmdur í níu mánaða fang- elsi í desember á síðasta ári fyrir að særa blygðunarkennd nágranna sinna með því að vera nakinn en með brotinu rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut árið 2008 fyrir svipað athæfi. Í desember var Ólafur einnig ákærður fyrir að hóta fólki, sem kvartaði undan athæfinu, líf- láti. Fyrir dómi játaði Ólafur skýlaust brot sín. Dómarinn í málinu óskaði eftir að geðmat yrði gert á Ólafi þar sem hann hafði ítrekað ónáðað dómar- ann með símhringingum, gripið ítrekað fram í fyrir dómaranum og lögmönnum fyrir dómi og þá hafði dómari áhyggjur af því að Ólafur muldraði talsvert í dómsal. Niður- staða geðmatsins var hins vegar á þann veg að Ólafur var talinn sak- hæfur. adalsteinn@dv.is Jón Gnarr á Beinni línu Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykja- vík, situr fyrir svörum á Beinni línu á DV.is á morgun, miðviku- dag klukkan 12 á hádegi. Þar svarar hann þeim spurning- um sem brenna á lesendum og borgarbúum. Jón hefur staðið í ströngu undanfarið og hefur til dæmis verið gagnrýndur fyrir að láta ekki salta eða sandbera götur borgarinnar af nægjanlegu kappi. Gefur ekkert upp Margir telja að tími kvenbiskups sé kominn, en séra Sigríður segir ekki tímabært að gefa upp afstöðu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.