Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 8
„Ég er ekkert brjálaður“
n Vilhjálmur Bjarnason svarar Birni Val Gíslasyni fullum hálsi
N
ei, ég er ekkert brjálaður,“ seg-
ir Vilhjálmur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjár-
festa, í samtali við DV. Björn
Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-
grænna, varpaði þeirri spurningu
fram á bloggsíðu sinni á þriðjudag
hvort Vilhjálmur væri „brjálaður“.
Ástæðan er sú að Vilhjálmur líkti
skattastefnu íslenskra stjórnvalda nú
til dags við stefnu stjórnvalda á mið-
öldum á skattadegi Deloitte og Við-
skiptaráðs sem var á þriðjudag.
„Á miðöldum voru stjórnvöld
áköf í að komast yfir eignir efnaðra
ekkna. Þá var brugðið á það ráð að
saka þær um galdra og brenna þær
þannig að hægt væri að komast yfir
eignir þeirra. Líkja má skattastefnu
íslenskra stjórnvalda við þessa þró-
un, þau eru áköf í að komast yfir
eignir auðugra einstaklinga,“ hafði
vefur Viðskiptablaðsins eftir Vil-
hjálmi.
Björn Valur svaraði þessu á blogg-
síðu sinni og sagði meðal annars:
„Hann ber hlutskipti íslenskra auð-
manna saman við ömurleg ör-
lög þeirra sem urðu fyrir ofsókn-
um fyrr á öldum og enduðu líf sitt á
kvalafullum bálkesti fáfræði og mann-
vonsku. Er maðurinn brjálaður?“
Vilhjálmur segist telja að brjálsem-
in sé miklu fremur Björns megin en
sín. „Maðurinn gerir sér enga grein
fyrir grundvallarstaðreyndum. Það
sem ég er að benda á er að hann er
væntanlega að brjóta 72. grein stjórn-
arskrárinnar um eignarnám. Hann
getur viðhaft hver þau orð sem hann
vill um það. Ef hann vill nota orð-
ið brjálaður, þá er það bara ágætt. Ég
var spurður að því um daginn hvern-
ig mér liði þegar fólk drullaði yfir mig
þegar ég væri að reyna að halda uppi
skynsamlegri umræðu. Ég sagði að
mér liði vel meðan ég drullaði ekki yfir
aðra. Þannig að ég hef mjög góða sam-
visku. Þarna er bara ákveðinn hópur
sem er tekinn út og það er bara ráðist
á hann,“ segir Vilhjálmur sem gagn-
rýndi mjög auðlegðarskatt stjórnvalda
á tekjuháa einstaklinga í erindi sínu.
einar@dv.is
V
ið skiljum fyllilega ákvörð-
un ríkisendurskoðanda og
gerum ekki athugasemd við
hana,“ segir Eygló Harðar-
dóttir, ritari Framsóknar-
flokksins um þá ákvörðun ríkisend-
urskoðanda að ríkisstyrkur flokksins
verði ekki greiddur út fyrr en árs-
reikningum fyrir árið 2010 verði skil-
að. „Það er svo sannarlega enginn
ásetningur að baki því að skila ekki
bókhaldinu. Hvorki hjá okkur né
Framsóknarfélögunum,“ segir Eygló
og bætir við að flokkurinn sé ekki
eins miðlægur og fólk haldi.
„Framsóknarflokkurinn er með
tæplega níutíu flokksfélög sem falla
undir samstæðureikning flokksins
en forystan lagði mikla áherslu á
bjóða fram undir eigin nafni á sem
flestum stöðum. Þess vegna eru
óvenju mörg félög sem falla undir
samstæðureikning flokksins,“ seg-
ir Eygló og bendir á að aðeins Sjálf-
stæðisflokkurinn bjóði fram undir
eigin nafni á fleiri stöðum.
Erfið fjárhagsstaða
„Erfið fjárhagsstaða flokksins er ekk-
ert leyndarmál, um hana vita flestir.
Það hefur leitt til þess að við höfum
dregið úr miðlægri starfsemi flokks-
ins og reiðum okkur enn meir á störf
sjálfboðaliða.“ Eygló segir Fram-
sóknarflokkinn, eins og aðra stjórn-
málaflokka, byggja á miklum fjölda
sjálfboðaliða. Hún segir marga
flokksfélaga ekki hafa áður þurft að
skila reikningsuppgjöri í samræmi
við lög um fjármál stjórnmálaflokka.
„Stjórnmál eru rekin áfram af sjálf-
boðaliðum og við verðum að virða
það að fólk vinnur ekki við þetta
heldur starfar af áhuga. Allir fram-
sóknarmenn eru að vinna fyrir flokk-
inn eins vel og þeir mögulega geta,“
segir Eygló aðspurð hvort málið sé
ekki vandræðalegt fyrir stjórn flokks-
ins.
Ríkisstyrkur er
flokknum mikilvægur
DV spurði Eygló hversu slæm
lausafjárstaða flokksins væri, fyrst
styrkurinn hafi ekki verið greiddur
út? „Það þrengist í búi við lok hvers
árs. Það sýnir að svo sannarlega er
mikill vilji til að skila inn ársreikn-
ingi til ríkisendurskoðunar.“ Spurð
hvort starfsfólk flokksins ætti á
hættu að fá launin sín ekki greidd
um næstu mánaðamót, svaraði
Eygló; „Þetta verður í lagi.“ Hún
ítrekaði þó að stjórn flokksins legði
áherslu á að málinu yrði kippt í lið-
inn sem allra fyrst.
Breytingar svo
fylgja megi lögum
„Okkur þykir þetta öllum leitt og
það er mikilvægt að við náum að
tryggja að við getum framfylgt
lögunum um fjármál stjórnmála-
flokka. Við höfum breytt lögum
flokksins til að halda aðalfundi
framsóknarfélaganna fyrr á árinu.
Það er nauðsynlegur þáttur í að
auðvelda reiknisskil. Ég hef talað
fyrir því að fækka félögum. Svig-
rúmið innan flokksins verður að
gera okkur kleift að hafa starfs-
mann sem fer í þetta verkefni og að-
stoðar stjórnir félaganna við reikn-
ingsskil,“ segir Eygló og bætir við að
þegar hafi verið tekin ákvörðun um
að ráða starfsmann til þess.
Hver er staðan með reikninga
fyrir árið 2011? „Við förum að vinna
í þeim um leið og við höfum getað
klárað ársreikninga fyrir 2010,“ seg-
ir Eygló.
Reglur um styrki
til stjórnmálaflokka
Fyrir 2006 voru engar sérstakar
skorður við fjárframlögum til
stjórnmálaflokka og þeir fjármagn-
aðir fyrst og fremst með framlögum
lögaðila og einstaklinga. Árið 2006
voru sett lög um fjármál stjórnmála-
flokka. Samþykkt var að allir stjórn-
málaflokkar sem fengju að minnsta
kosti einn kjörinn á Alþingi eða 2,5
prósent atkvæða í alþingiskosning-
um ættu að fá fjárveitingu á fjár-
lögum. Fjárhæðinni skyldi úthlut-
að í hlutfalli við atkvæðamagn. Þá
geta samtök sem bjóða fram í öllum
kjördæmum fengið styrk frá ríkinu
til að mæta kostnaði við kosninga-
baráttu, að hámarki þremur millj-
ónum króna. Um leið var stjórn-
málasamtökum bannað að taka við
framlögum umfram 300 þúsund
krónur frá lögaðilum. Þakið var svo
hækkað í 400 þúsund krónur í fyrra.
Flokkunum er nú skylt að upplýsa
um fjárhag sinn og stuðningsmenn.
Erfið fjárhagsstaða
Framsóknarflokks
n Framsókn fær ekki ríkisstyrk fyrr en ársreikningi fyrir árið 2010 er skilað inn n 90
flokksfélög falla undir samstæðureikning flokksins n Mikið liggur á ríkisstyrknum
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Með góða samvisku
Vilhjálmur gagnrýndi mjög
skattastefnu stjórnvalda
og líkti henni við aðferðir
stjórnvalda á miðöldum.
8 Fréttir 11. janúar 2012 Miðvikudagur
Hart í ári Eygló, sem er ritari flokksins, segir erfiða fjárhagsstöðu hans ekkert launungarmál. Mynd RóBERt REynisson
„Það þrengist í búi
við lok hvers árs
Kýldi gegnum bílrúðu:
Hefur ekki
mætt til
skýrslutöku
„Það er verið að reyna að for-
gangsraða og komast í þetta úr
öðrum verkefnum,“ segir Margeir
Sveinsson, lögreglufulltrúi hjá lög-
reglunni í Hafnarfirði, um árás á
hringtorgi fyrir framan bensín-
stöð N1 í Hafnarfirði síðastliðinn
fimmtudag. Hlustandi hringdi
í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í
gær og greindi frá árásinni. Sagð-
ist hann hafa flautað á ökumann
bíls sem honum fannst aka heldur
ógætilega. Sagði hann ökumann-
inn hafa reiðst við flautið og kýlt
sig í gegnum bílrúðuna.
Hlustandinn var með sex ára
gamla dóttur sína í bílnum og
sagði hann glerbrotum hafa rignt
yfir hana. Hann undraðist vinnu-
brögð lögreglu sem hann sagði
ekki hafa handtekið manninn.
Margeir Sveinsson segir málið
vera í rannsókn hjá lögreglunni í
Hafnarfirði og staðfestir í samtali
við DV að árásarmaðurinn hafi
ekki verið handtekinn.
„Það er búið að boða hann í
skýrslutöku en hann hefur ekki
komið enn,“ segir Margeir.
Verði maðurinn ekki við kvaðn-
ingu lögreglu um að mæta til
skýrslutöku verður hann hand-
tekinn að sögn Margeirs sem
gat ekki gefið upp hversu langan
tíma maðurinn hefur til að sinna
kvaðningunni. „Við verðum að for-
gangsraða það sem við erum með,
með tilliti til verkefna og mann-
skaps sem við höfum. Við erum
allir af vilja gerðir og að reynum
að gera okkar besta.“
Sló samfanga
Fangi á Litla-Hrauni var dæmdur
í þriggja mánaða óskilorðsbundið
fangelsi í síðustu viku fyrir að slá
samfanga sinn hnefahöggi í maí
á síðasta ári. Maðurinn sem varð
fyrir högginu hlaut skrámur yfir
nefbeini, eymsli í ytri neðri augn-
tóft og brot á kinnbeini.
Maðurinn, sem var nýkom-
inn á Litla-Hraun þegar líkams-
árásin átti sér stað, en hann hafði
verið dæmdur í tveggja ára fang-
elsi í sama mánuði. Brot hans
voru margvísisleg og hafði hann
meðal annars verið dæmdur fyrir
fjölmarga bílaþjófnaði og rán.
Þar að auki hafði hann slegið lög-
reglumann hnefahöggi. Maður-
inn játaði brot sitt greiðlega og var
það talið honum til tekna að hann
hefði sýnt af sér fyrirmyndar-
hegðun eftir brotið, því þótti rétt
að dæma hann í 3 mánaða fang-
elsi, óskilorðsbundið. Sá sem varð
fyrir árásinni var sjálfur dæmdur
í fimm ára fangelsi árið 2006 fyrir
fjölmörg afbrot.