Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Blaðsíða 12
12 Erlent 11. janúar 2012 Miðvikudagur Lúxusbílar seljast vel n Árið 2011 var draumaár fyrir framleiðendur Rolls-Royce og Bentley Þ rátt fyrir nokkuð djúpa efnahagskreppu í heimin- um virðast margir enn hafa það afar gott. Sala á Rolls- Royce-lúxusbifreiðum jókst veru- lega á síðasta ári miðað við árið 2010. Þannig seldust 3.538 nýjar Rolls-Royce-bifreiðar samanborið við 2.711 árið 2010. Þetta er aukn- ing upp á 31 prósent og hefur sal- an raunar aldrei verið meiri í 107 ára sögu fyrirtækisins Rolls-Royce Motors sem framleiðir bílana, en það er dótturfyrirtæki bílarisans BMW. Að kaupa Rolls-Royce er ekki fyrir meðaljóninn en nýir slík- ir bílar kosta frá nokkrum tugum milljóna króna allt upp í nokkur hundruð milljónir. Á íslenska vefn- um bilasolur.is má til dæmis finna splunkunýja Rolls-Royce Phan- tom-bifreið á 160 milljónir króna, en bifreiðin stendur íslenskum auðmönnum til boða í gegnum ís- lenskt fyrirtæki. Flestar bifreiðarnar sem fyrir- tækið seldi á síðasta ári fóru til auð- manna í Bandaríkjunum og Kína. Í Bretlandi jókst salan um 30 pró- sent, en Þýskaland og Rússland voru stærstu markaðssvæðin í Evr- ópu. „Árið 2011 var frábært. Saga fyrir tækisins hefur verið Bretlandi til sóma,“ segir Torsten Muller-Ot- vos, stjórnarformaður Rolls-Royce Motors. Fyrirtækið hefur þegar til- kynnt að framleiðsluverksmiðja þess í Good wood í Vestur-Sussex á Eng- landi verði stækkuð, en framkvæmd- ir munu hefjast í febrúar næstkom- andi. Árið 2011 var gott fyrir fleiri lúxus- bílaframleiðendur því í síðustu viku tilkynnti Volkswagen, framleiðandi Bentley, að sala á þeim bifreiðum hefði aukist um 37 prósent árið 2011. Með lík í lestinni Þrír Norður-Kóreubúar komust til Japans á litlum sjö metra löngum trébáti í síðustu viku. Með í för var látinn félagi þeirra sem lést úr of- kælingu á leiðinni. Japanska strandgæslan fann mennina nálægt japönsku eyjunni Oki á föstudaginn síðastliðinn. Þeir gáfu þær skýringar á ferð- um sínum að þeir hefðu verið við veiðar þegar vélin bilaði. Því hafi þá rekið á haf út. Í fyrstu var talið að mennirn- ir væru að flýja ógnarstjórnina í heimalandinu en þeir lýstu yfir vilja sínum til þess að komast aftur til síns heima. Merkilegt nokk náðist samkomulag á milli Japana og Norður-Kóreu um að þeir færu aftur heim. Reuters greindi frá þessu en þaðan er myndin komin. Síðasta mark 13 ára drengs Þrettán ára drengur lést í Bret- landi eftir að hafa skorað mark í fótboltaleik. Þetta gerðist í Staffordskíri í miðvesturhluta Englands á sunndagsmorgun. Liam Wood hafði rétt skorað fimmta mark AFC Saints, og hneig niður þegar hann hljóp fagnandi til baka. Honum var veitt skyndihjálp á staðnum þar til sjúkrabíll flutti hann á næsta sjúkrahús. Tilraunir til endur- lífgunar báru ekki árangur. „Við sáum að hann brást ekki við tilraunum til endurlífg- unar – hann virtist einfaldlega hafa hætt að anda,“ sagði Geoff Green, þjálfari mótherjanna Stafford Falcons. Facebook minningarsíða hefur verið sett á laggirnar til minningar um drenginn, sem hafði ekki kennt sér meins þegar atvikið varð. Sýknaður í kynvillumáli Rúmlega þremur árum eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, Anwar Ibrahim, var ákærður fyrir kynvillu hefur hann verið sýknaður í málinu. „Rétt- lætinu hefur verið fullnægt,“ sagði Anwar þegar hann ávarp- aði stuðningsmenn sína fyrir utan dómshúsið. Málaferlin á hend- ur Anwar hafa verið harðlega gagnrýnd enda þótt lykta langar leiðir af spillingu og pólitískum nornaveiðum. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Malasíu en sýknudóminn má rekja til þess að lífsýni sem notuð voru sem sönnunargögn í málinu spillt- ust. Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að Anwar stefni á endur- komu í stjórnmálin enda kosn- ingar í nánd í landinu. Honum var gefið að sök að hafa átt kynmök við 23 ára aðstoðarmann sinn en grunsemdir vöknuðu strax vegna tímasetningar ásakananna. Í mars 2008 hafði flokkur Anwars unn- ið mjög á í þingkosningunum í landinu og í júlí sama ár var hann handtekinn. Hann átti yfir höfði sér 20 ára fangelsi hefði hann ver- ið fundinn sekur. Vinsæll Á síðasta ári seldust rúmlega 3.500 nýjar Rolls-Royce-bifreiðar. Slíkar bifreiðar kosta frá tugum milljóna króna upp í hundruð milljóna. Mynd ReuteRs Í janúar 2011 var Salman Taseer, héraðsstjóri í Punjab í Pakistan, myrtur af einum af lífvörðum sín- um. Lífvörðurinn, Mumtaz Qadri, var dæmdur til dauða í október síðastliðnum fyrir morðið. Þrátt fyrir að Taseer hafi verið hátt settur emb- ættismaður í Pakistan er hávær krafa uppi um það í landinu að dómnum verði breytt í lífstíðarfangelsi. Ástæð- an er sú að stór hluti almennings telur að Qadri hafi gert það rétta í stöðunni þegar hann skaut yfirmann sinn 27 sinnum þegar hann yfirgaf veitinga- stað í Islamabad, höfuðborg Pakist- ans. Mengaði brunn Forsaga málsins er sú að Taseer, sem var þekktur fyrir að taka mál- stað minnihlutahópa, fór í herferð fyrir konu sem var sökuð um guð- last. Konan, sem er kristin og heit- ir Asia Bibi, var sökuð um að menga drykkjarbrunn í þorpi í Punjab-hér- aði, en brunnurinn var aðeins ætlað- ur múslimum. Íbúar þorpsins kröfð- ust þess að hún tæki íslamska trú en þegar hún neitaði var hún sökuð um guðlast. Þegar Taseer heyrði af mál- inu hóf hann baráttu fyrir konuna og því að hún yrði hreinsuð af ásökunum þorpsbúa og yfirvalda. Hann, ásamt hópi blaðamanna, heimsótti hana í fangelsi og fékk hann blaðamennina til að taka viðtal við sig. Í viðtölunum gagnrýndi hann lög landsins um guð- last, en samkvæmt þeim á hver sem kastar rýrð á kóraninn eða múslimska trú yfir höfði sér fangelsi. Þessi barátta Taseer lagðist illa í strangtrúaða múslima og var Qadri sannarlega í þeim hópi. starfaði í Playboy-klúbbi Taseer var mikilsvirtur og moldríkur embættismaður sem stundaði nám í fjármálum í Lundúnum á sjöunda áratug liðinnar aldar. Hann var þekkt- ur glaumgosi, starfaði sem féhirð- ir í Playboy-klúbbi í borginni og var í góðu sambandi við stúlkurnar sem störfuðu á klúbbnum. Þegar hann snéri aftur til Pakistans fór hann út í stjórnmál og var hann meðal annars dæmdur í fangelsi fyrir baráttu sína fyrir lýðræði á einræðistímum forset- ans, Zia ul Haq. Blaðamaður breska ríkisútvarps- ins, BBC, Owen B. Jones, heimsótti Pakistan vegna málsins á dögun- um. „Eftir að hafa spurt almenning um Taseer-málið í heila viku, yfirgaf ég landið með þá tilfinningu að fleiri hefðu samúð með Qadri en með fórn- arlambi hans,“ segir Jones í grein sinni. Hetja í augum háttsettra Málið þykir mjög eldfimt og til merkis um það vildi nánast enginn taka að sér að málið gegn Qadri. Að lokum féllst einn lögmaður á það sem Jones hitti á skrifstofu hans í Lahore. Við inngang- inn stóðu tveir vopnaðir öryggisverð- ir. „Þegar ég sagði vinum mínum frá því að ég ætlaði að taka málið að mér hvöttu þeir mig til að gera það ekki. Ef ofsatrúarmenn verða pirraðir út í einhvern verður sá hinn sami drep- inn,“ segir lögmaðurinn í viðtalinu. „En dauðarefsinguna verður að upp- fylla. Ef refsingin verður milduð í lífs- tíðarfangelsi mun ekki líða langur tími þar til honum verður sleppt. Þá mun Qadri fá góða stöðu, sem þingmaður eða ráðherra, af því að hann er hetja í augum almennings. Hann er ekki ein- göngu hetja í augum hins venjulega borgara heldur einnig í augum vel menntaðra og vel lesinna manna, þar á meðal dómara við dómstóla lands- ins. Hann er hetja í augum mjög, mjög háttsettra manna í Pakistan.“ Þetta virðist vera rétt ef marka má lokaorðin í umfjöllun Jones. Hann hitti bróður Qadri á heimili hans í borginni Rawalpindi þar sem hann býr ásamt 72 ættingjum sínum við bágbornar aðstæður. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað bróðir minn hefur gert. Áður fyrr vildi fólk varla horfa í augun á okkur, hvað þá heilsa okkur. Nú kemur það upp að okkur, tekur í hendur okkar og kyssir þær. Við erum þakklát Guði fyrir það að velja með- lim úr fjölskyldu okkar til að vernda orðspor spámannsins.“ Morðinginn sem múgurinn elskar „Hann er hetja í aug- um mjög, mjög hátt- settra manna í Pakistan. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hampað sem hetju Hér sjást stuðn- ingsmenn Qadri halda á spjaldi honum til stuðnings eftir að hann var dæmdur til dauða. Í járnum Qadri var yfirbugaður af öðrum lífvörðum Taseer eftir að hann myrti hann. Hér sést hann skömmu eftir hand- tökuna. MyndiR ReuteRs n Lífvörður myrti moldríkan héraðsstjóra fyrir að taka málstað kristinnar konu n Konan sögð hafa mengað drykkjarbrunn sem aðeins var ætlaður múslimum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.