Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Qupperneq 14
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 240,5 kr. 252,8 kr.
Algengt verð 240,1 kr. 252,5 kr.
Höfuðb.sv. 240,0 kr. 252,4 kr.
Algengt verð 240,5 kr. 252,9 kr.
Algengt verð 242,4 kr. 252,8 kr.
Melabraut 240,2 kr. 252,6 kr.
14 Neytendur 11. janúar 2012 Miðvikudagur
Sagði skilið við kjötið 2003
n Skúli Helgason mælir með því fólk gerist grænmetisætur
Frábær
þjónusta
n Lofið fær Jurtaapótekið á Skóla-
vörðustíg en viðskiptavinur vill
koma eftirfarandi á framfæri: „Það
er alveg frábær þjónusta þar. Ég
sendi fyrirspurn í tölvupósti
og fékk svar tveimur dögum
síðar sem mér finnst bara
mjög gott. Sendi svo aftur
aðra fyrirspurn og var
svarað daginn eftir.
Sem sagt gott að leita
til þeirra og manni er
svarað um hæl.“
Svarað seint
og illa
n Lastið fær Umboðsmaður skuld-
ara sem hefur ekki svarað tölvu-
pósti sem sendur var fyrir mán-
uði. Síðasta skipti þar áður var
ekki heldur svarað fyrr en gengið
var eftir svari. Lesandi sendi eftir-
farandi: „Umboðsmaður skuldara
svarar ekki tölvupóstum sem ég
hef sent og gerir almennt ekk-
ert umfram bankana til að hjálpa
skuldurum í erfiðum verðsetning-
armálum.“
DV leitaði til Umboðsmanns
skuldara og bar lastið undir Svan-
borgu Sigmarsdóttur upplýsinga-
fulltrúa. Hún sagði að þetta væri
leiðinlegt að heyra. „Vissulega
reynum við að svara fyrr en þetta
og ef engin svör hafa borist við fyr-
irspurnum er ekkert annað hægt
að gera en biðjast af-
sökunar á því. Ég get
hins vegar ekki tjáð
mig um fullyrð-
inguna um að ekk-
ert sé gert umfram
bankana, þar sem ég veit
ekki um hvað málið snýst,“
sagði Svanborg.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Fjölmörg erindi
frá leigjendum
Ársskýrsla Leigjendaaðstoðar Neyt-
endasamtakanna 2011 er komin út
en Leigjendaaðstoðin var stofnuð á
síðasta ári. Samkvæmt heimasíðu
samtakanna bárust Leigjendaað-
stoðinni á árinu alls 1.048 erindi
frá leigjendum, þar af 817 eftir að
þjónustusamningur við velferð-
arráðuneytið tók gildi í maí 2011.
Flest erindin vörðuðu viðhald og
ástand leigueignar annars vegar
og álitamál sem snúa að uppsögn
leigusamnings hins vegar. Finna
má ítarlega umfjöllun um leigumál
á nýrri heimasíðu, leigjendur.is.
n
eysla á dýraafurðum í því
magni sem tíðkast á Vestur-
löndum eykur líkur á þeim
sjúkdómum sem helst eru
banamein Íslendinga. Nær-
ingarfræðingurinn Ólafur G. Sæ-
mundsson mælir með því að fólk
minnki neyslu dýraafurða eða taki
jafnvel eina tegund þeirra úr mat-
aræði sínu, til dæmis rautt kjöt. Hann
bendir á að óhóf í neyslu dýraafurða
leiðir til offitu.
Getum snúið þróuninni við
Ein þeirra rannsókna sem sýna
tengsl milli neyslu dýraafurða og
banvænna sjúkdóma er The China-
Cornell-Oxford Project en þar var
dánartíðni, mataræði og lífsstíll
6.500 Kínverja skoðaður en rann-
sóknin spannaði 20 ára tímabil. Að
rannsókninni stóðu Oxford-háskól-
inn í Bretlandi, Cornell-háskólinn
í Bandaríkjunum og Chinese Aca-
demy of Preventive Medicine í Kína.
Niðurstöðurnar voru þær að þeir
sem borða mikið af kjöti og öðrum
dýraafurðum voru mun líklegri til að
fá langvarandi sjúkdóma en þeir sem
borðuðu einungis mat úr plönturík-
inu. Síðarnefndi hópurinn sneiðir
hjá dýraafurðum svo sem kjöti, fiski,
eggjum, osti og mjólk en með því
minnka þeir eða jafnvel snúa við þró-
un langvinnra sjúkdóma. Niðurstöð-
ur rannsóknarinnar benda þannig til
Við borðum
of mikið kjöt
Á Vísindvef Háskóla Íslands segir að græn-
metisætur séu engan veginn einsleitur
hópur heldur skiptist hann í undirhópa
eftir því hversu strangt fæðuvalið er:
Semivegetarian er sá sem
neytir jurtafæðu og útilokar sumar
dýraafurðir úr neyslu sinni. Algengt er
að neyslu á rauðu kjöti sé sleppt en að
fuglakjöt og sjávarfang sé stundum
á borðum. Semivegetarian neytir
mjólkurafurða og eggja.
Lacto-ovo-vegetarian neytir
eggja og mjólkurafurða úr dýraríkinu en
annars eingöngu jurtaafurða.
Lacto-vegetarian neytir mjólkur-
afurða en þar fyrir utan einungis jurtaafurða.
Vegan útilokar allar dýraafurðir úr fæðu sinni,
en neytir allra jurtaafurða.
Fructarian borðar eingöngu jurtaafurðir sem
má tína án þess að skemma móðurjurtina sam-
kvæmt mismunandi þröngum skilgreiningum.
n Offita er meðal annars afleiðing of mikillar neyslu dýraafurða n Offitan
eykur líkur á að fá langvarandi sjúkdóma n Vannæring hrjáir oft jurtaætur
að marga langvinna sjúkdóma megi
rekja til vesturlandavæðingar en á
Vesturlöndum eykst neysla dýrapró-
teina og mjólkurafurða sífellt. Það
eru matarvenjur sem hafa aldrei
tíðkast í Kína eða eru afar óalgengar.
Í kjölfar rannsóknarinnar gáfu
feðgarnir og læknarnir T. Colin
Campbell og Thomas M. Campbell
II út bókina The China Study. Þar er
skoðað sambandið á milli neyslu á
dýraafurðum og sjúkdóma, svo sem
ýmiss konar krabbameina, sykur-
sýki, hjartasjúkdóma, offitu, bein-
þynningar og heilahrörnunarsjúk-
dóma.
Offitan orsakar sjúkdóma
„Ég mundi ekki ráðleggja fólki að
taka allt kjöt út úr mataræðinu held-
Næringarfræðingurinn Ólafur G.
Sæmundsson segir að margir neyti allt of
mikils kjöts.
ur hafa í huga þessa gömlu góðu
reglu að fara ekki út í ofát á einu né
neinu. Sýnt hefur verið fram á tengsl
á milli mikillar neyslu á kjöti og ým-
issa sjúkdóma. Um það er ekki deilt
en aftur á móti er spurning hvort það
sé betra að taka út allan dýramat,“
segir Ólafur.
Hann segir að kjötneysla margra
sé allt of mikil og helstu tengsl við
langvarandi sjúkdóma, hvort sem
það eru hjarta- og æðasjúkdómar,
sykursýki eða krabbamein, er offita.
„Eftir því sem við erum feitari, þeim
mun meiri líkur eru á að við verðum
fyrir barðinu á þessum sjúkdómum.
Þetta er svo tengt offitunni því þeir
sem borða mikið af dýraafurðum eru
Gunnhildur Steinarsdóttir
gunnhildur@dv.is
Heilsa nokkrir hópar
grænmetisæta
S
kúli Helgason alþingis-
maður og fjölskylda hans
hafa verið grænmetisætur
síðan sumarið 2003. Hann
segir að eins og flestar góð-
ar hugmyndir hafi þessi komið frá
konu hans en hún hafði tekið af
skarið og var búin að vera græn-
metisæta í nokkur misseri á und-
an. „Við vorum á leið til Banda-
ríkjanna í nám og mér fannst það
ágætur tímapunktur að segja skilið
við kjötið áður en maður færi inn í
þetta mikla vígi hormónakjötsins.
Það má eiginlega segja að þetta séu
þessi klassísku rök úr Dýrunum í
Hálsaskógi, að ekkert dýr má borða
annað dýr,“ segir hann.
Skúli segir að þau borði dýraaf-
urðir, svo sem mjólkurvörur og egg,
en ekkert kjöt en hann sé sá eini
sem borði stundum fisk. „Ég borða
hann stundum í vinnunni en það er
bara mín sérviska og kannski þjóð-
arstoltið sem kemur upp. Heima
borðum við eingöngu grænmetis-
rétti og mat sem kallar ekki á að dýr
þurfi að deyja fyrir okkar hönd.“
Synirnir fylgja einnig þessu mat-
aræði en Skúli segir að það hafi kom-
ið skemmtilega á óvart hve þeir séu
harðir í grænmetinu. Þau hjónin hafi
strax ákveðið að leyfa drengjunum
að ráða og þeir hafi haldið mataræð-
inu síðan. „Þeir eru jafnvel harðari en
við.“ Það hafi þó stundum verið flókið
fyrir þá utan heimilisins og þeir hafi
þurft að fá sérstakan mat í skólanum
sem hafi gengið upp og ofan. Synirn-
ir hafi þó aldrei gefið eftir með þetta.
Aðspurður hvort honum finn-
ist þetta hafa áhrif á heilsuna og al-
menna líðan segist Skúli hafa fund-
ið það strax. „Við höfum verið býsna
heilsuhraust eftir við tókum þetta
skref þannig að ég mundi mæla
með þessu. Ég geng ekki um með
eldibrand og boða þetta fagnaðar-
erindi en þetta hentar okkur vel og
hver og einn verður að gera upp við
sig hvort hann vilji taka þetta skref.
Ég held að þetta sé sniðugt fyrir
fólk sem er opið fyrir nýjungum, að
prófa þetta og taka svo ákvörðun.“
Skúli Helgason Segir
að hugmyndin hafi komið
frá eiginkonunni.
MYND SIGTRYGGUR ARI