Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Side 15
einnig kjötætur sem eru í ofsa- lega góðum málum. Aðrar kjöt- ætur eru í slæmu ásigkomulagi og sumar jurtaætur eru vannærðar. Það er því erfitt að mæla með öðru frekar en hinu. Það er ávallt þessi gullni meðalvegur sem við þurfum að hafa í huga,“ segir hann og bæt- ir við að þeir sem ákveði að gerast mjög strangar jurtaætur þurfi að taka fæðubótarefni en þeir sem ætli einungis að útiloka rautt kjöt hafi yfirleitt enga ástæðu til að fara út í fæðubótarpakka. Hvatt til neyslu á dýraafurðum Ólafur bendir á nýja bók eftir Gary Taubes sem ber heitið Hvers vegna fitnum við? og er í mótsögn við nýjustu rannsóknir. Þar er svarað spurningum um offitu og til dæmis rætt um hvaða máli erfðir skipta og hvaða hlutverki sykrur gegni í offitu. Ráðleggingar Taubes eru á skjön við aðrar ráðleggingar þar sem hann hvetur fólk til að borða sem mest af kjöti og forðast ávexti og því þvert á manneldisráðleggingar. „Þar má finna gömul rök um að kolvetni séu fitandi og nú eru ávextir komnir í hlutverk sökudólganna. Hann hvet- ur okkur til að snúa til fornra lífs- hátta og segir að við eigum að borða sem mest af kjöti, fiski og dýraafurð- um,“ segir Ólafur. n líklegri til að verða ofþyngdinni að bráð,“ segir hann. Þegar hópur jurta- æta sé borinn saman við hóp dýra- æta komi í ljós að jurtaæturnar séu frekar í réttum holdum og það sé í sjálfu sér fyrirbyggjandi. Vannæring á meðal jurtaæta Aðspurður hvort það geti verið skað- legt að vera grænmetisæta segir hann að mestu vandkvæðin við það sé vannæring. Lunginn úr jurtaaf- urðum sé hitaeiningasnauður, fyrir utan hnetur og fræ, og það auki lík- ur á vannæringu hjá fólki sem borði ekki nægilega margar hitaeiningar. „Það að vera vannærður getur ver- ið afskaplega hættulegt allri líkams- starfseminni. Sem dæmi orsakar það rýrari vöðvamassa og beinabyggingu en alvarlegustu dæmin eru hjá þeim sem stríða við átröskun en þá byrja líffærin að veslast upp.“ Jurtaætur þurfa gjarnan fæðubótarefni Hann bendir á að viss næringar- efni séu tiltölulega fátækleg í jurta- fæði en ríkuleg í dýraafurðum. Í því sambandi sé oftast rætt um B12-vít- amín sem finnst ekki í jurtafæði. Því þurfi þeir sem gerast algjörar jurta- ætur og borða engar dýraafurðir að neyta vítamínsins í formi fæðubót- arefnis. „Járn er af skornum skammti í grænmeti og ávöxtum þó það sé vissulega til staðar en fólk þarf þó að passa betur upp á að neyta þess í formi fæðubótarefna. Eins er kalk að finna í vissu grænmeti eins og blóm- káli en ráðlagður dagskammtur á fullorðna er 800 milligröm og 1.000 milligrömm hjá börnum og ung- lingum. Sé tekið mið af því að í 100 grömmum af grænmeti eru kannski 100 milligrömm af kalki þá þarf fólk að borða ofboðslega mikið af því grænmeti til að fá nægilegt kalk. Þá þarf að grípa til fæðubótarefna.“ Eins megi bæta við að fólk ræði um hvað jurtafæði sé hollt og náttúrulegt en á sama tíma taki það fæðubótarefni sem seint verði talið náttúrulegt. Hinn gullni meðalvegur „Ég þekki jurtaætur sem hafa tekið kjöt út úr mataræði sínu og þetta fólk lifir mjög góðu lífi. Ég þekki Neytendur 15Miðvikudagur 11. janúar 2012 n Skúli Helgason mælir með því fólk gerist grænmetisætur Bílaverks tæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Við borðum of mikið kjöt Clinton orðinn grænmetisæta n Bill Clinton, fyrrverandi Banda- ríkjaforseti, er einn þeirra sem hafa ákveðið að taka mataræði sitt í gegn. Það var alkunna að Clinton var mikill sælkeri og hafði dálæti á skyndibitum og annarri óhollustu. Hann barðist við aukakílóin í mörg ár en þegar hann var hætt kominn vegna hjartaáfalls fyrir nokkrum árum ákvað hann að taka mataræði sitt í gegn og gerðist grænmetisæta. Í samtali við CNN í ágúst síðastliðnum sagði hann að líf hans hefði í raun verið rússnesk rúlletta. „Þó ég hafi veri búinn að breyta mataræðinu og minnka kólesterólið hef ég greinilega neytt of mikils af því, annars hefði ég ekki fengið hjartaáfallið.“ Það hefði verið þá sem hann gerði sér grein fyrir því að hann yrði að grípa til róttækra breytinga. Hann hefði því stuðst við The China Study og borðar núna hvorki kjöt, mjólkurvörur né egg. Grænmeti og ávextir Hvort sem við gerumst grænmetisætur eður ei þurfum við að vera duglegri að neyta matvæla úr jurtaríkinu. M y n d S iG tr y G G u r A r i Dánarorsakir Íslendinga Helstu dánarorsakirnar eru sjúkdómar sem rannsóknir sýna að tengist mataræði. 36,4% 28,1% 8,7% 5,9% 20,7% n Blóðrásarsjúkdómar n Krabbamein n Aðrar ástæður n Sjúkdómar í öndunarfærum n Ytri orsakir (t.d. slys) Miðað er við árið 2009 - tölur frá Hagstofu Íslands „Þegar hópur jurta- æta sé borinn saman við hóp dýraæta komi í ljós að jurtaæt- urnar séu frekar í réttum holdum og það sé í sjálfu sér fyrirbyggjandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.