Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Síða 18
Teiknar hvorki fyrir Davíð né Berlusconi n Hugleikur Dagsson hætti að teikna fyrir „hægra sorpritið“ Libero H ugleikur Dagsson nýt- ur mikillar velgengni með myndasögur sínar og selur þær til dag- blaða og tímarita víða um heim. Nýlega seldi hann eina myndasögu sína til ítalska dagblaðsins Libero. Sam- starfið var komið af stað þegar Hugleikur frétti af því að dag- blað þetta væri álitið áróðurs- blað Silvios Berlusconi. Hug- leikur segist snögglega hafa bundið enda á samstarfið. „Já, ég hætti eftir eina mynd- birtingu,“ segir Hugleikur. „Ég var búinn að semja um ágætis greiðslu við þá og allt. En svo hafði ónefndur kontakt minn á Ítalíu samband við mig og benti mér á að þetta væri afar hægrisinnað sorprit eða eins og hann orðaði það beint: „Libero is simply paper toilet, is a very bad bad poor and nasty attempt to something one could barely recognize as „journalism“.“ Hugleikur segist venju- lega ekki fylgja sannfæringu sinni þegar hann fær á annað borð borgað fyrir sína vinnu en honum hafi samt fund- ist hann þurfa að vera sam- kvæmur sjálfum sér. „Ég er ekkert svakalegur prinsipp- maður þegar ég fæ á annað borð borgað fyrir mína vinnu. En fyrst ég þykist of góður fyr- ir blaðið hans Davíðs Odds- sonar hérlendis er fárán- legt að birtast í blaðinu hans Berlusconis þarlendis. Þannig að ég sendi þeim bara ímeil og sagðist hættur við. Þeir voru ekki kátir en virtu engu að síður ákvörðun mína.“ Hugleikur segir það gjarn- an gerast að þessari gerð af gríni sé fagnað báðum megin við miðjuna. „South Park er til dæmis vinsælt bæði hjá hörðustu repúblikönum og mýkstu demókrötum.“ kristjana@dv.is 18 Menning 11. janúar 2012 Miðvikudagur Agnete á Kjar- valsstöðum Málverk hinnar hljóðlátu listakonu Karenar Agnete Þórarinsson og framúrskar- andi hönnunarafrek norsku arkitektastofunnar Snøhettu prýða vestursal Kjarvalsstaða á tveimur aðskildum sýning- um, sem verða opnaðar næst- komandi laugardag kl. 16. Málarinn Karen Agnete var dönsk að uppruna og fluttist hingað til lands þegar hún giftist íslenskum kollega sínum. Afar fá verk liggja eftir hana, en hún hélt sína fyrstu einkasýningu á áttugasta og fyrsta aldursári. Arkitektastofan Snøhetta hefur unnið til margra, alþjóð- legra viðurkenninga og staðið að gerð þekktra bygginga um heim allan. Sunnudaginn 15. janúar kl. 15 verður efnt til málþings í tengslum við sýn- ingu Snøhettu þar sem frum- mælendur eru Eva Mads- hus sýningarstjóri og Tarald Lundvall, framkvæmdastjóri Snøhetta. Í Fjölskyldusmiðjunni sameinast að þessu sinni báð- ir heimar vestursalarins undir yfirskriftinni Byggingarlist og tímaflakk. Sýningarnar standa allar til 4. mars. Auðvelt að aflæsa rafbók Eiríkur Örn Norðdal gerir raf- bækur að umtalsefni á bloggi sínu á Smugunni. Hann er ósáttur við að rafbækur, til dæmis Forlagsins, séu seldar með Adobe-afritunarvörn sem er takmörkuð við fimm lestæki og einungis hægt að nota í tækjum sem styðja af- læsingu slíkra varna. Sjálfur á Eiríkur Kindle sem les ekki rafbækur eins og þessar en notast annars við ólæst form. Eiríkur vildi sýna fram á að afritunarvörnin geri ekk- ert gagn. Allt eins væri hægt að selja þær án varna og peningarnir og vesenið ekki þess virði. Hann setti því í gang skeiðklukku og „krakk- aði“ forritið og að hans sögn tók þetta lögbrot sem hann fúslega gengst við aðeins 25 mínútur og 23 sekúndur. Ungir einleik- arar í Eldborg Sigurvegarar árlegrar ein- leikarakeppni Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Listaháskólans munu á fimmtudagskvöldið stíga á svið með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Hlutskörpust í ár urðu þau Elín Arnardóttir á píanó, fiðluleikararnir Ísak Ríkharðsson og Chrissie Thelma Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Árnadóttir sópransöngkona. Á efnis- skránni verða verk eftir Moz- art, Prokofiev og Saint-Saëns. Tónleikarnir hefjast kl. 19 og verða í Eldborgarsal Hörpu. Libero er „sorprit“ Hugleikur Dagsson selur ekki myndasögur í Morgunblaðið og enn síður í hið ítalska Libero. L eikflokkur sem kallar sig Fullt hús frumsýndi á sunnudagskvöld enskt leikrit, Dealer’s Choice, í Tjarnarbíói. Það er eftir Patrick Marber og heitir Póker í þýðingu. Leik- endur eru sex karlmenn, flestir í yngri kantinum, og hafa sumir sést hér lítið á sviði. Þetta er vel unnin sýn- ing, snyrtilega sett upp og á heildina litið vel leikin. En leikritið sjálft er ekki mikið til að hrópa húrra fyrir. Patrick Marber sló í gegn fyrir fimmtán árum með leik- ritinu Closer sem fjallar um brengluð samskipti nokk- urra einstaklinga, vinsælt efni í enskum samtímaleik- bókmenntum. Það var verð- launað og sýnt víða um lönd, þar á meðal hér í Þjóðleik- húsinu. Síðar var það kvik- myndað, en það naut sín bet- ur á sviði en í kvikmynd, eins þótt myndin væri stjörnum prýdd. Sigurför? Dealer’s Choice er fyrsta verk Marbers, frumsýnt í London árið 1995. Í leikskrá og á vefsíðu, sem hópurinn hefur opnað af þessu tilefni, er fullyrt að leikurinn hafi farið sigurför um allt Bret- land og Bandaríkin og unnið til margra verðlauna. Já, er það svo? Hann fékk tvær viðurkenningar þegar hann var frumsýndur; fleira hef ég nú ekki getað fundið með því að tékka á Netinu, að vísu lauslega. Það skyldi þó ekki vera að menn hafi farið hér aðeins yfir strikið í auglýs- ingamennskunni? „Sigur- för“ er orð sem vert er að fara varlega með, alveg sérstak- lega í þessu samhengi. Það var Closer sem fór sigurför og vakti vonir um að fram væri komið athyglisvert leikskáld. En Marber hefur ekki staðið undir þeim vonum, hann hefur fátt skrifað síðan, mjög lítið fyrir leiksvið en eitthvað af kvikmyndahandritum. Leikurinn fer fram á veit- ingastað í London. Persónur eru eigandi staðarins, sonur hans, tveir þjónar og kokkur. Svo birtist þessi dularfulli ókunni maður sem þarf til að hægt sé að koma ruglingi á munstrið, búa til drama. Á þessum stað er venjan að fara í póker eftir lokun á sunnu- dagskvöld og í fyrstu tveimur þáttunum eru menn að búa sig undir leikinn. Þá er gert hlé. Í þriðja þætti er farið í leikinn. Marber kann að skrifa natúralísk samtöl, en mikið meira er það nú ekki. Jú, auð- vitað kann hann vissar form- úlur, getur búið til væntingar, vakið hugboð um óþægileg leyndarmál. Samt fer áhorf- andann að gruna, þegar líður á fyrsta þáttinn, að ekki sé nú mjög feitt á stykkinu. Einn þjónanna er með draum um að stofna eigin veitingastað, og er sá lopi endalaust teygð- ur, löngu eftir að hann er upp urinn og áhorfandinn veit að þetta eru tómir órar. Sami brandarinn margtugginn. Sonur eigandans er eitthvað í vandræðum með sjálfan sig og í ljós kemur að heimsókn dularfulla mannsins tengist því. Allur annar þáttur fer í að kynna hann til sögu. Loks setjast menn við spil og þá fer „uppgjörið“ fram sam- kvæmt formúlunni. Ekki má segja hvernig það fer til þess að eyðileggja ekki fyrir áhorf- endum, ég tek þó fram að enginn er drepinn. Frumsýningarhrollur Ég skil ekki til hvers er verið að draga þetta leikrit fram hér. Í leikskrá segir að kafað sé í „heim karlmennsku, valda- tafls, keppnisanda, fíknar“, en það er orðum aukið; hér er ekki „kafað í“ eitt né neitt. Það mætti svo sem fyrirgefa, ef höfundur væri aðeins hug- myndaríkari, léti sér detta eitt- hvað í hug, þó ekki væri nema fáeina góða brandara. Svo er því miður ekki. Af leikendum voru þeir Ellert Austmann Ingimund- arson og Ingi Hrafn Hilmars- son bestir í hlutverkum feðg- anna. Ellert hefur ekki sést á sviði alllengi, en hefur ekk- ert farið aftur í millitíðinni. Hann gefur margt í skyn með litlum og einföldum með- ölum: viðkvæmar tilfinningar undir hörkulegu yfirborði lífs- þreytts bisnissmanns. Ég hef ekki oft séð hann gera betur. Inga Hrafn, sem er útskrif- aður frá Rose Bruford-skólan- um í London, hef ég ekki séð leika áður; hann kom því til skila með hófstilltum og fín- legum leik hvers konar dula drengurinn er. Jón Stefán Sigurðsson var helst til stífur í hlutverki annars þjónsins og Magnúsi Guðmundssyni hætti til að ofgera í hlutverki hins; sama má segja um Finn- boga Þorkel Jónsson í hlut- verki kokksins. Þeir gætu allir átt eftir að lagast með fleiri sýningum; vera má að nokkur frumsýningarhrollur hafi ver- ið í liðinu. Þorsteinn Gunnar Bjarnason dró athyglina fyrir- hafnarlaust til sín í hlutverki gestsins, þó að ekki reyndist maður sá jafn varasamur og vonir stóðu til. Vefsíða sýningarinnar er flott, en það er afar ógeðfellt að bjóða þar upp á á tilsögn í fjárhættuspili. Þeir í Fullu húsi væru menn að meiri, ef þeir létu fjarlægja þann dálk strax. Endasleppur póker Fullt hús Leikendur eru sex karlmenn, flestir í yngri kant- inum, og hafa sumir sést hér lítið á sviði. Þetta er vel unnin sýning, snyrtilega sett upp og á heildina litið vel leikin. Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademi.is Leikrit Póker eftir Patrick Marber Þýðandi: Jón Stefán Sigurðsson. Leikstjóri: Valdimar Örn Flygenring. Leikarar: Leikhópurinn Fullt hús. Leikmynd: Svanur Þór Bjarnason. Ljós: Björn E. Sigmarsson. Sýnt í Tjarnarbíó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.