Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.2012, Síða 22
Frímann afhenti „Frímanninn“ n Nýr ferðavefur já.is S jónvarpsmaðurinn hégómlegi Frímann Gunnarsson afhenti á þriðjudaginn verðlaun- in „Frímanninn“ – verðlaun sem hann sjálfur stendur að og eru veitt fyrir góða eftir- fylgni við þá miklu landkynn- ingu sem hann hefur sjálf- ur staðið að á undanförnum árum. Tilefnið var opnun nýs vefj- ar Já sem ætlað er að veita er- lendum ferðamönnum betra aðgengi að upplýsingum um Ísland og vörur og þjónustu sem þeim standa til boða hér á landi. Nýja vefinn, sem má finna á slóðinni www.iceland. ja.is, er samstarfsverkefni Já og aðila í íslenskri ferðaþjón- ustu, og verða íslensk fyrirtæki sýnilegri ferðamönnum bæði áður en þeir koma til landsins og meðan á dvöl þeirra stend- ur. „Í fyrra komu í kringum 600.000 ferðamenn til Íslands og sumir telja að þeim muni fjölga upp í milljón gesti inn- an nokkurra ára,“ segir Sig- ríður Margrét Oddsdóttir, for- stjóri Já í fréttatilkynningu: „Árlegur ferðamannafjöldi sem nemur tvöfaldri til þre- faldri íbúatölu Íslands þarf vörur, þjónustu og ekki síst upplýsingar. Ferðamenn vilja með einföldum hætti að geta kynnt sér bæði verslanir og þjónustu á Íslandi. Þessi upp- lýsingaþörf á jafnt við um veit- ingastaði sem lýtalækna, hótel sem heilsulindir.“ Sigríður segir að ferða- menn þurfi alls kyns þjón- ustu því sumir komi hingað til lands meira að segja til að gifta sig. „Ég tel að þjónustu- og verslunariðnaður á Íslandi geti rennt styrkari stoðum undir reksturinn með því að höfða betur til erlendra ferða- manna. Ferðamenn þurfa alls kyns hefðbundna þjón- ustu, án þess að vita endilega hvar þeir eigi að bera niður til að afla hennar, sumir koma meira að segja hingað til þess að gifta sig!“ 22 Fólk 11. janúar 2012 Miðvikudagur Þ að er allavega alveg rosalega gaman að vera til,“ segir sund- drottningin Ragn- heiður Ragnarsdótt- ir sem er komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Atli Bjarnason og leggur stund á viðskiptafræði. Ragnheiður staðfestir í viðtali við DV að þau Atli séu par en vill lítið tjá sig um sambandið. „Þetta er mjög nýtt. Ég er búin að þekkja hann mjög stutt. Þetta gerðist allt mjög hratt en ég er gríðarlega glöð,“ segir hún hlæjandi og bætir við að það gangi enn betur að æfa þegar hún sé svona glöð og ánægð með lífið. Ragnheiður hugsar vel um heilsuna en hún starfar sem fyrirsæta meðfram sund- inu. Aðspurð segist hún ekki einblína á útlitið þegar hún standi á sundlaugarbakkan- um en viðurkennir þó að út- litið hafi samt áhrif. „Þar er útlitið algjört aukaatriði en ég fjármagna sundið með fyrir- sætustörfum og vil því líta vel út. Ég vil ekki vera með bauga niður á gólf ef einhver kúnni vill nota mig í auglýsingar. Svo hefur maður líka meira sjálfs- traust á sundlaugarbakkan- um ef maður þarf ekki að hafa áhyggjur af of mikilli appels- ínuhúð svo þetta helst allt í hendur,“ segir hún en bætir þó við að allir hafi appelsínuh- úð. „Þrátt fyrir að ég æfi mjög mikið er ég ekki það heppin að sleppa,“ segir hún en bæt- ir við að hún lumi á góðu ráði í baráttunni við appelsínuh- úðina. „Ég reyni að fara viku- lega í LPG-líkamslögun sem bæði styrkir og stinnir húðina og virkjar sogæðakerfið. Þetta tæki er alveg frábært, bæði fyrir appelsínuhúðina og fyrir mig sem íþróttakonu og verð- ur til þess að ég næ mér betur á milli æfinga. Margar stórar stjörnur á borð við Madonnu og knattspyrnumanninn Zid- ane nota þetta svo það þarf enginn að skammast sín fyrir að prófa.“ Aðspurð segir hún að nýi kærastinn sé ekki íþróttamað- ur. „Hann æfir og lifir heil- brigðu lífi enda efast ég um að ég geti heillast af manni sem hugsar ekki um heils- una. Heilsan er svo stór partur af mínu lífi. Ég er ekki mann- eskjan sem djammar eða situr með snakk og kók fyrir fram- an sjónvarpið á kvöldin og því held ég að það yrðu miklir árekstrar ef ég færi í samband með þannig manni.“ indiana@dv.is Ástfangin sunddrottning n Ragnhildur Ragnarsdóttir er ástfangin og nýtur lífsins n Notar sömu tækni og Madonna gegn appelsínuhúð Flott Þótt útlitið sé aukaatriði hjá Ragnheiði á sundlaugarbakkanum vill hún líta vel út. Sunddrottning Æfingarnar ganga vel þessa dagana hjá Röggu enda er hún sátt við lífið og tilveruna. „Þetta gerð- ist allt mjög hratt en ég er gríð- arlega glöð Lífskúnstner Frímann Gunnarsson er engum líkur. Tekst ekki að byrja Þessa dagana berjast eflaust margir við að skemma ekki þau áramótaheit sem strengd voru þegar nýja árið gekk í garð. Á meðal vinsæl- ustu áramótaheita er án efa að ætla að hætta að reykja, hreyfa sig meira og drekka minna. Fréttamaðurinn Andri Ólafsson á Stöð 2 hlýt- ur að hafa farið vitlausum megin fram úr á nýársdag. Á fésbókarsíðu sína skrifar Andri færslu um að honum sé ekki að takast að byrja reykja aftur. Það sé því ekkert annað í stöðunni en að selja þá sígarettupakka sem hann eigi. Stundum er gott að takast ekki það sem maður ætlar sér. Rekinn af RÚV Íþróttafréttamanninum Hirti Júlíusi Hjartarsyni hefur ver- ið sagt upp á RÚV og hverfur hann af skjánum tafarlaust. Hjörtur hefur starfað fyrir íþróttadeildina síðan haustið 2007 og var fljótlega gerður að yfirmanni deildarinnar. Hann hefur verið áberandi á skjánum, þá einna helst sem stjórnandi knattspyrnuþátt- arins vinsæla Íslensku mörk- in. Síðasta verk Hjartar var að stýra beinni útsendingu af Íþróttamanni ársins sem fór fram síðastliðinn fimmtudag. Stjörnur fara í Stjörnu- þjálfun Deildarstjórinn, íþróttakenn- arinn og einkaþjálfarinn Anna Eiríksdóttir stendur fyrir námskeiðinu Stjörnu- þjálfun í líkamsræktarstöð- inni Hreyfingu. Á námskeið- inu hefur fjöldi þekktra og áberandi Íslendinga látið sjá sig en á meðal þeirra eru tískulöggan Svavar Örn, Smartlandsritstýran Marta María Jónasdóttir og Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir. Stjörnuþjálfunin virðist því standa fyllilega undir nafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.