Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Side 4
4 Fréttir 1. febrúar 2012 Miðvikudagur Með silíkon í hálsi og baki n Saga Ýrr boðuð á fund velferðarnefndar vegna PIP-púða S aga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður kvennanna sem hyggjast leita réttar síns vegna PIP-brjósta- púða, var boðuð á fund vel- ferðarnefndar Alþingis síðastliðinn mánudag. „Þetta voru í rauninni bara spurningar sem voru lagðar fyrir mig til að þau fengju upplýsingar um hver staðan væri,“ segir Saga til að útskýra hvað fór fram á fundinum. Næstir inn á fund á eftir Sögu voru landlæknir og fulltrúi velferðarráðuneytisins. „Maður vonast til að þetta verði til þess að það fari að koma einhver að- gerðaáætlun,“ segir Saga og bendir á að ekkert hafi verið gefið út um það hvenær aðgerðirnar til að fjarlægja brjóstapúðana eigi að hefjast. Vel- ferðarráðuneytið hefur einungis sent út bréf til kvennanna þar sem þeim er boðið upp á ómskoðun á brjóstum. Saga lét þá skoðun sína í ljós á fundinum að það yrði að fara að taka ákvarðanir í þessu máli. „Það er ekki hægt að hafa konur bíðandi í von og ótta um hvort þær fái aðgerð, hve- nær þær fái aðgerð og hvort þær fái aðra púða.“ Hún segir sumar þessara kvenna jafnvel vera sárkvaldar. Þær hafi farið í ómskoðun á eigin vegum og fengið staðfestingu á því að silí- konið sé farið að leka og dreifast um líkama þeirra. Það sé komið í háls, rifbein, bak og á fleiri staði. Þá segir Saga það ekki síður mik- ilvægt að þær fái þessar upplýsingar sem fyrst svo þær geti skipulagt sig og fengið frí frá vinnu vegna aðgerð- anna. Saga er þó mjög ánægð með að hafa verið boðuð á umræddan fund og telur önnur yfirvöld mega taka sér velferðarnefnd til fyrirmyndar í þessu máli. solrun@dv.is Boðuð á fund Saga Ýrr vonast til að nýaf- staðinn fundur hjá velferðarnefnd flýti fyrir aðgerðaráætlun vegna PIP-púða. Stal úr verslun Karlmaður um fertugt var hand- tekinn aðfaranótt þriðjudags eftir að hann var staðinn að þjófnaði í verslun í Austurstræti í miðborg Reykjavíkur. Í tilkynningu frá lög- reglu kemur fram að maðurinn hafi ekki viljað greiða fyrir vöruna sem hann tók og þá ógnaði hann öryggisvörðum sem höfðu afskipti af honum. Þegar lögregla kom á staðinn reyndist maðurinn vera mjög ölvaður. Hann neitaði að gefa lögreglu upp persónuupplýs- ingar og greip lögregla því til þess ráðs að færa hann á lögreglustöð. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu þar sem hann svaf úr sér áfengisvímuna. Lögregla leitar að vitnum: Sprengja við Stjórnarráðið Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík snemma á þriðjudag. Í tilkynningu frá lögreglu er aðili sem var á biðstöð fyrir strætis- vagna neðst á Hverfisgötunni, fyr- ir klukkan sjö, sérstaklega hvattur að gefa sig fram. Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30–7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upp- lýsingar má einnig senda í tölvu- pósti á netfangið abending@lrh. is. Þá er hægt að koma nafnlaus- um ábendingum á framfæri í síma 800-5005. Sprengjan sprakk fyrir klukkan sjö að morgni, steinsnar frá Stjórnarráðinu í Lækjargötu, en engan sakaði og sömuleiðis urðu engar skemmdir. Sprengjan var ekki öflug en hætta var þó á ferðum í nánasta umhverfi þar sem hún sprakk. Einnig er ljóst að sá eða þeir sem bjuggu hana til hafa búið yfir einhverri kunnáttu. Málið er litið alvarlegum augum og er rannsókn þess í fullum gangi. Enn er enginn grunaður um verknaðinn en meðal þess sem lögreglan vinnur að er að yf- irfara myndefni úr eftirlitsmynda- vélum í miðborginni. Ógnaði kennara með hnífi Nemandi á tólfta aldursári við Melaskóla í Reykjavík mætti vopn- aður hnífi í skólann eftir hádegi á þriðjudag. Drengurinn mun sam- kvæmt heimildum DV hafa hótað að skera kennara við skólann á háls og ógnað nærstöddum með vopninu. Lögreglan var kölluð til og tókst að telja drenginn á að láta hnífinn af hendi. Málið verður tilkynnt til barnaverndaryfirvalda. Samkvæmt upplýsingum DV voru nemendur við skólann kall- aðir fyrr inn úr frímínútum vegna atviksins þar sem umsjónarkenn- arar ræddu við nemendur. Starfs- mönnum og nemendum var víst brugðið vegna þessa en eru allir sagðir hafa brugðist hárrétt við.  É g skil ekki þessa málfærslu, þetta er alveg „clean“,“ sagði Björn Leifsson, einn aðaleig- enda Lauga ehf. sem rekur lík- amsræktarstöðvarnar World Class, í skýrslutöku fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Þrotabú Þreks ehf., sem var í eigu Björns og hélt utan um rekstur lík- amsræktarstöðvanna, krefst riftun- ar á meintum 300 milljóna króna „gjafagjörningi“, þar sem peningar voru færðir úr Þreki yfir í Laugar ehf. Þá er Laugum gert að endurgreiða þrotabúinu peningana. Forsaga málsins er sú að Laug- ar ehf., sem hélt utan um fasteignir og tæki World Class, gerði samning við Seltjarnarnesbæ um byggingu íþróttamannvirkis á Suðurströnd 2 til 8. Áætlaður kostnaður við bygg- inguna var um 400 milljónir en hækkaði upp í 715 milljónir á bygg- ingartímanum vegna stækkunar húsnæðisins, óðaverðbólgu og geng- isfalls. Veit ekki um hvað þetta snýst Björn rakti það fyrir dómi hvaða at- burðarás hefði farið í gang í kjölfarið. Hann sagði Laugar ekki hafa getað fengið meira fé lánað út á húsnæðið og því var brugðið á það ráð í byrjun árs 2008 að Þrek tæki lán fyrir viðbót- arkostnaðinum. Þannig hefði orðið til skuld Þreks við Laugar. Í maí hefði fjármálastjóri Þreks hins vegar bent á að eðlilegra væri að Þrek eignaðist í staðinn 40 prósenta hlut í fasteign Lauga á Seltjarnarnesi. Þegar samningurinn var gerður var hins vegar ákveðið að hann skyldi gilda frá áramótum og er hann því dagsettur 2. janúar 2008. Björn virtist ansi brattur í dómsal og virkaði stundum hálfhneykslaður á spurningum Ólafs Kjartanssonar, lögmanns þrotabús Þreks ehf., sem nú nefnist ÞS69. Björn sagðist oft- ar en einu sinni ekki skilja um hvað málið snérist og spurði lögmanninn hvað hann vildi eiginlega fá að vita. Viðskiptin geta ekki staðist Ólafur benti á það í málflutningi sín- um að samkvæmt þinglýstum eigna- skiptasamningi þá hefði hlutur Þreks í fasteigninni á Suðurströnd verið 50 prósent. Þá hefði Þrek einnig verið skráð leigutaki á lóðinni sem byggt var á. Þannig hefði félagið í raun frá upp- hafi átt 50 prósenta hlut í umræddri fasteign. Það gæti því ekki staðist að Þrek hefði fengið 40 prósenta hlut fyrir 300 milljónir króna og ljóst væri að um „örlætisfærslu“ væri að ræða. Ólafur benti jafnframt á að eng- ar sannanir hefðu verið lagðar fram fyrir því að Laugar hefðu greitt allan kostnað við framkvæmdirnar á Suð- urströnd fram til ársins 2008, líkt og haldið hefði verið fram. Þá sagði hann skýringarnar á því af hverju samn- ingurinn væri ranglega dagsettur ekki trúverðugar og að bókhaldsgögn sýndu að færslan hefði ekki átt sér stað fyrr en 4. febrúar 2009. Þá hefði Þrek ehf. í raun verið orðið ógjaldfært. Félagið varð svo gjaldþrota í sept- ember árið 2009, en sama dag og það gerðist keyptu Laugar ehf. rekstur World Class út úr Þreki ehf. ÞS69 hef- ur einnig krafist riftunar á þeim gjörn- ingi. „Kallaður kennitöluflakkari“ Sigurður G. fór mikinn í málflutningi sínum. Hann gerði lítið úr málflutn- ingi Ólafs og sagðist hafa tekið það fram í greinargerð að málið væri illa framsett og án sönnunargagna. Hann krafðist að sjálfsögðu sýknu yfir skjól- stæðingi sínum. Sigurður sagði það tóman mis- skilning að halda því fram að tölur í bókhaldskerfi segðu til um það hve- nær færsla væri gerð. Hann fullyrti að réttri skipan hefði verið komið á sam- skipti félaganna tveggja í maí 2008. Þá benti Sigurður á að það væri óhugs- andi að Þrek hefði getað eignast 50 prósenta hlut í fasteigninni án þess að leggja til fé. Ef það væri raunin þá væri þetta líklega eina félagið á Íslandi sem hefði tekist þetta og það jaðraði við fjársvik. Þá benti Sigurður á að Þreki hefði verið lofað 550 milljóna króna hlutafé frá Straumi vegna fjárfestinga í Dan- mörku. Það hefði hins vegar verið svik- ið. Félagið hefði því orðið gjaldþrota. Sigurður málaði Björn upp sem hálfgert fórnarlamb í málinu. „Björn Leifsson hefur bara fengið ónot frá fjölmiðlum, verið kallaður kennitölu- flakkari og svikari,“ sagði hann og benti í áttina að Birni sem sat keikur í dóm- sal meðan á málflutningi stóð. Hann sagði Björn borga skuldir félaga sinna og vera meira að segja í ábyrgð fyrir félag sem væri í þroti. Kröfuhafarnir hefðu því ekki orðið fyrir neinu tjóni. n Bjössi í World Class botnar ekkert í málsókninni gegn sér Krefjast riftunar á „örlætisfærslu“ „Björn Leifsson hefur bara fengið ónot frá fjölmiðlum, verið kallaður kennitöluflakkari og svikari. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Skilur ekki málið Björn Leifsson, einn aðaleigenda Lauga ehf., segir ekkert óeðlilegt við viðskipti Þreks ehf. og Lauga ehf. Mynd SIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.