Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 13
Erlent 13Miðvikudagur 1. febrúar 2012
n Vill fá 123 milljónir króna fyrir sjö ára gamla bifreið Bílaverks
tæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
N
ýjar ljósmyndir í lit eftir
einkaljósmyndara Adolfs
Hitler hafa nú birst á netinu.
Þær sýna íbúð Hitlers, sum-
arhöll hans í Bæjaralandi og
skrifstofu hans í höfuðborginni. Þær
sýna glöggt hve íburðurinn í lífi hans
var mikill og að ekkert var til sparað.
Ljósmyndarinn sem tók myndirn-
ar heitir Hugo Jaeger og er talinn hafa
tekið um 2.000 litmyndir af harðstjór-
anum og lífi hans, frá árinu 1936 til
stríðsloka árið 1945. Hann geymdi
myndirnar fyrstu árin eftir stríðið í
skjalatösku.
Hermennirnir völdu koníakið
Sagan segir að eitt sinn hafi hann
hitt bandaríska hermenn og hafi ótt-
ast að verða fangelsaður og kærður
fyrir vörslu mynda af jafn hötuðum
manni og Hitler var. Þegar hermenn-
irnir opnuðu töskuna höfðu þeir hins
vegar fyrst og fremst áhuga á forláta
koníaksflösku sem þar var einnig.
Þeir drukku koníakið með Jaeger en
skeyttu ekki um myndirnar.
Síðar gróf Jaeger myndirnar í gler-
krukkum skammt frá borginni Mün-
chen í Þýskalandi og vitjaði þeirra
reglulega, til að athuga hvort þær
hefðu varðveist. Árið 1955 gróf hann
myndirnar upp og kom þeim fyrir
í læstu bankahólfi í heimalandinu.
Það var svo árið 1965 sem Jaeger
seldi myndirnar tímaritinu Life. Þær
myndir sem hér birtast hafa ekki áður
birst opinberlega. Þær voru teknar á
árunum 1937 til 1939 en það var árið
1939 sem markviss útrýming nasista
á gyðingum hófst af fullum krafti.
Góður smekkur
Myndirnar, sem nú hafa birst í fjöl-
miðlum víða um heim, eru um tíu
talsins og eru af íbúð Hitlers í Berlín,
sumarhöll foringjans í Bæjaralandi
og skrifstofu í höfuðborginni Berlín.
Myndirnar sem hér birtast eru úr
íbúðinni hans og af skrifstofunni sem
hann hafði í Berlín.
Svo virðist sem Hitler hafi haft
góðan smekk fyrir húsgögnum og
listmunum því hýbýli hans eru afar
glæsileg. Hátt var til lofts og vítt
til veggja. Hitler lagði ávallt mikla
áherslu á umgjörð og útlit þeirra
samkoma sem hann efndi til og var
haldinn fullkomnunaráráttu að því
leyti.
Jaeger var einn fárra ljósmynd-
ara á þessum tíma sem bjó yfir þeirri
tækni að geta tekið myndir í lit og því
varpa þessar myndir nýju ljósi á það
hvernig umhorfs var á þeim stöðum
þar sem Hitler dvaldi á valdatíma sín-
um.
LúxusLíf HitLers
n Life birtir myndir sem ekki hafa áður komið fyrir augu almennings
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Kátt á hjalla Foringinn fær sér
kaffi og með því á góðri stundu með
eiginkonu svæðisstjórans Alberts
Forster í Berghof. Myndir HuGo JaeGer
Stór skrifstofa Hér gefur að líta risastóra skrifstofu Hitlers í Berlín. Myndin er tekin í lok
fjórða áratugarins. Þarna voru að líkindum teknar afdrifaríkar ákvarðanir.
Falleg íbúð Þessi mynd er tekin í íbúð Hitlers og sýnir hversu mikla áherslu foringinn lagði
á að hafa fínt í kringum sig dagsdaglega.