Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.2012, Qupperneq 15
Neytendur 15Miðvikudagur 1. febrúar 2012 n Margir finna fyrir löngun í sætindi þegar líður á daginn Í ljósi undangenginna atburða finnst okkur mikilvægt að hafa aðhald með eftirlitinu,“ segir Brynhildur Pétursdóttir hjá Neytendasamtökunum en samtök- in hafa ítrekað þá beiðni að tekið verði upp svokallað broskallakerfi sem sem þau telja bestu leiðina til að auka trúverðugleika eftirlits- stofnana og fyrirtækja þar sem eft- irlitsskýrslur og úttektir eru gerðar opinberar. Samtökin sendu sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra erindi í febrúar 2011 þar sem þau hvöttu til þess að kerfið yrði tek- ið upp hér á landi en það gengur út á að opinbera eftirlitsskýrslur heilbrigðisfulltrúa þannig að neyt- endur séu upplýstir um ástand veitingastaða, matvöruverslana, ís- búða, bakaría og annarra staða sem selja matvæli. „Í Danmörku nær þetta yfir alla staði sem selja mat, svo sem versl- anir, veitingastaði og bakarí. Við myndum vilja að það næði einnig yfir alla þá sem framleiða mat,“ seg- ir Brynhildur en Danir hafa stuðst við slíkt kerfi í 10 ár með góðum árangri. Fyrirtæki og heilbrigðis- fulltrúar höfðu efasemdir í fyrstu en nú er þekking danskra neytenda á kerfinu mjög mikil enda hafa þar- lend stjórnvöld kynnt það vel með- al neytenda. Brynhildur segir að kerfið sé ekki valfrjálst því allar úttektir heilbrigð- isfulltrúa á stöðum sem selja mat eru gerðar opinberar. Í kjölfarið sé þeim gefin einkunn í formi bros- kalla sem eru settir í glugga staðar- ins auk eftirlitsskýrslu heilbrigðis- fulltrúa. Með þessu móti eru neytend- ur upplýstir um ástand þess fyrir- tækis sem þeir versla við og sjá hversu vel þau framfylgja þeim reglum sem gilda um starfsem- ina. Vissulega sé í dag eftir- lit með slíkri starfsemi en neytendur fá ekki að vita niðurstöð- una. gunnhildur@dv.is Bros táknar gæði n Neytendasamtökin vilja innleiða broskallakerfið Broskallar Með þeim geta neytendur verið betur upp- lýstir um ástand til dæmis veitingastaða. Reykjavík Hafnarfjörður Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Akranes Reykjanesbær Mosfellsbær Akureyri Árborg Fljótsdalshérað Fjarðabyggð Ísafjörður Skagafjörður Vestmannaeyjar Dalvíkurbyggð Hornafjörður Leikskólagjald 24.501 kr. 30.021 kr. 31.477 kr. 25.078 kr. 33.390 kr. 27.868 kr. 31.480 kr. 31.642 kr. 29.560 kr. 31.146 kr. 25.336 kr. 33.726 kr. 34.342 kr. 27.688 kr. 29.829 kr. 30.797 kr. 25.396 kr. Systkinaafsláttur 75,00% 30,00% 50,00% 30,00% 50,00% 50,00% 50,00% 50,00% 30,00% 25,00% 25,00% 50,00% 30,00% 50,00% 50,00% 30,00% 50,00% Sorphirða 16.300 kr. 19.300 kr. 16.050 kr. 23.300 kr. 17.500 kr. 27.700 kr. 36.225 kr. 21.500 kr. 23.100 kr. 26.760 kr. 20.972 kr. 21.500 kr. 43.659 kr. 16.000 kr. 15.238 kr. 27.447 kr. 11.500 kr. Útsvar 14,480% 14,480% 14,180% 14,480% 13,660% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% 13,280% 14,480% 14,480% 14,480% 14,480% Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis 0,200% 0,320% 0,209% 0,320% 0,260% 0,361% 0,300% 0,265% 0,380% 0,325% 0,500% 0,430% 0,650% 0,500% 0,420% 0,470% 0,500% Fráveitugjald, hlutfall af heildarfasteignamati 0,185% * 0,110% 0,169% 0,120% * 0,170% 0,130% 0,150% 0,317% 0,318% 0,290% 0,250% 0,275% 0,200% 0,370% 0,300% Vatnsgjald Allt að 0,5% 0,112% 0,120% 0,135% 0,110% Allt að 0,5% 0,193% 0,110% * 0,196% * 0,310% 0,180% 0,160% 0,193% 0,350% 0,180% Skólamatur 310 kr. 375 kr. 365 kr. 395 kr. 428 kr. 300 kr. 275 kr. 310 kr. 350 kr. 410 kr. 425 kr. 435 kr. 412 kr. 305 kr. * 345 kr. 260 kr. Fermetraverð 219.195 kr. 209.780 kr. 266.167 kr. 220.557 kr. 243.733 kr. 149.005 kr. 140.460 kr. 199.283 kr. 175.087 kr. 146.612 kr. 149.691 kr. 102.653 kr. 77.407 kr. 134.990 kr. 124.063 kr. 129.380 kr. 93.361 kr. Sund barnamiði 120 kr. 110 kr. 120 kr. 150 kr. 120 kr. Frítt Frítt 130 kr. 150 kr. Frítt 250 kr. 200 kr. 260 kr. Frítt 150 kr. Frítt 180 kr. Sund fullorðinsmiði 500 kr. 450 kr. 400 kr. 550 kr. 350 kr. 380 kr. 370 kr. 400 kr. 470 kr. 550 kr. 500 kr. 450 kr. 510 kr. 500 kr. 450 kr. 500 kr. 580 kr. Frístundakort 25.000 kr. * 25.000 kr. Allt að 24.000 kr. 25.000 kr. 25.000 kr. * 15.000 kr. 10.000 kr. 10.000 kr. 20.000 kr. Lágvöruverslun Já Já Já já Já Já já Já já já já já já Nei já Nei já *Reykjavík og Akranes - 8.263 króna fráveitugjald fast gjald auk 318 króna breytilegs gjalds *Vestmannaeyjar - skólamatur 338 krónur fyrir 1. til 6. bekk og 415 krónur fyrir 7. til 10. bekk *Akureyri - 109,15 króna vatnsgjald auk 7.275 króna fastagjalds *Fljótsdalshérað - 225 króna vatnsgjald auk 7.400 króna fastagjalds *Skagafjörður - Hvatakort að upphæð 8.000 krónur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum n Samanburður á 18 sveitarfélögum sýnir að fermetraverð er hæst nálægt höfuðborginni n Töluverður munur er á leikskólagjöldum ið en á heimasíðu fyrirtækisins segir að gjaldið miðist við byggingarvísi- tölu en fari þó aldrei yfir 0,5 prósent af fasteignamati. Það er hæsta vatns- gjaldið sem rukkað er en í Garðabæ og Mosfellsbæ er það einungis 0,11 prósent. Fasteignaverð Þó svo að Reykjavík sé ekki með hæsta fermetraverðið á fasteignum þá er greinilegt að fólk þarf að borga meira fyrir fermetrann því nær höf- uðborginni sem það vill vera. Mik- ill munur er á fasteignaverði á milli sveitarfélaga en á heimasíðu Hag- stofunnar má reikna út fermetraverð eftir stöðum á landinu. Þegar sett voru inn leitarskilyrði fyrir fermetra- verð á sérbýli síðustu 12 mánuðina kemur í ljós að dýrast er að kaupa sér fasteign á Seltjarnarnesi. Þar má búast við að þurfa að greiða 266.167 krónur fyrir fermetrann í sérbýli. Næst dýrasti fermetrinn er í Garða- bæ 243.733 krónur og Kópavogur er í þriðja sæti með 220.557 krónur. Ódýrast er að kaupa sér fasteign á Ísafirði af þeim stöðum sem skoðað- ir voru en þar er fermetrinn á 77.407 krónur. Bæði á Hornafirði og Húsavík má fá fermetrann á rúmlega 90.000 krónur. Á þessu má sjá að munurinn á hæsta og lægsta fermetraverðinu á landinu er allt að 70 prósentum. Þrátt fyrir að vera með hæsta fer- metraverðið í ár þá hefur það lækk- að töluvert á Seltjarnarnesi eða um rúmar 80.000 krónur. Það hefur að vísu lækkað á flestum stöðum en ekki eins mikið og á Seltjarnarnesi. Verðið hefur þó hækkað örlítið á nokkrum stöðum en það er á Fljótsdalshéraði, í Fjarðabyggð og í Vestmannaeyjum. Mikill systkinaafsláttur Í könnuninni kemur í ljós að útgjöld vegna barna eru lægst í Reykjavík en hér er þó ekki tekinn inn kostnaður vegna íþrótta og tómstunda en hann getur verið afar misjafn eftir svæðum. Þegar kemur að leikskólagjöldum er ódýrast að vera með barn á leik- skóla í Reykjavík en auk þess að vera með lægsta gjaldið fyrir 8 tíma vist- un á fullu fæði er systkinaafsláttur- inn einnig hæstur í höfuðborginni, eða 75 prósent fyrir annað barn og frítt er fyrir þriðja barn. Önnur sveit- arfélög sem komu vel út úr þessum samanburði eru Kópavogur, Fljóts- dalshérað og Hornafjörður, en gjald- ið á þeim stöðum er um 25.000 krónur á mánuði. Hæst greiða for- eldrar 34.342 krónur fyrir leikskóla barnanna á Ísafirði en Fjarðabyggð og Garðabær fylgja fast á eftir. Þess má geta að öll sveitarfé- lögin bjóða upp á systkinaafslátt og er hann lægstur 25 prósent. Eins má finna staði þar sem þriðja barn fær leikskóladvölina fría. Mesti styrkurinn á höfuð- borgarsvæðinu Alls staðar er boðið upp á að kaupa mat í skólanum fyrir börnin og er hann ódýrastur á Hornafirði þar sem foreldrar greiða 260 krónur fyr- ir hverja máltíð. Mest þarf að greiða fyrir hádegisverð fyrir börnin á Húsa- vík en þar er maturinn á 461 krónu. Þetta er töluverður munur, eða um 43 prósent. Íþrótta- og tómstundaiðkun barna er niðurgreidd af sveitarfé- laginu á nokkrum stöðum á land- inu. Hæsta styrkinn er að finna í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Akranesi, eða 25.000 krónur fyrir hvert barn. Í Hafnarfirði er styrknum skipt í 20.400 krónur fyrir börn í 1. til 6. bekk, en 30.600 fyrir börn á efsta stigi. Lægsti styrkurinn er á Akureyri og Árborg ef ekki eru taldir með þeir staðir sem veita enga slíka styrki. Frítt í sund fyrir börnin Það sem sveitarfélögin eiga sam- eiginlegt er að á öllum stöðum eru sundlaugar og þegar gerður er verð- samanburður á þeim kemur í ljós að algengt verð fyrir fullorðna eru 500 krónur. Dýrast er í sundlaugar Árborgar eins og kom í ljós í könn- un DV frá árinu 2009. Nú kostar þar sundferð á manninn 550 krónur en er þó frítt fyrir börnin. Það er algengt að sundlaugar landsins veiti börn- um frían aðgang en í þessari könnun eru það fimm sveitarfélög sem rukka ekki börnin fyrir sundferðina. Dýrast er fyrir börnin í Fljótsdalshéraði, eða 260 krónur. Lágvöruverðsverslanir Verðlag og verslanir á hverjum stað geta haft áhrif á hvort fólki finn- ist staðurinn vera góður valkostur. Sparverslanir eru um allt land en það er síður en svo hægt að finna eina slíka í öllum sveitarfélögum. Flest þau sveitarfélaga sem hér eru skoð- uð búa að einni eða fleiri sparversl- unum en þar má finna annað hvort Bónus, Nettó eða Krónuna. Í Skaga- firði, Dalvíkurbyggð og Húsavík er þó enga slíka að finna og þurfa því íbú- ar að fara til nágrannabyggðarlaga til að versla ódýrara í matinn. Það skal tekið fram að einungis var leitað eftir þessum þremur verslanakeðjum. Barnafjölskyldur hafa það best í Reykjavík Reykjavík Leikskólagjöld eru lægst og systkinaafsláttur mestur í höfuðborginni. Sundlaug Garðabæjar Það er ódýrast fyrir fullorðna að fara í sund í Garðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.