Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 19
Ísland einna umsvifa- mest í Afríkuveiðunum Fréttir 19Helgarblað 11.–13. maí 2012 n Forstjóri Síldarvinnslunnar sýndi mynd af börnum sínum n Hart tekist á fyrir austan Í slendingar eru einna umsvifa- mestar allra þjóða í fiskveiðum við vesturströnd Afríku sem nátt- úruverndarsamtök hafa gagn- rýnt á liðnum árum. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu um þessar Afríku veiðar sem náttúruverndar- samtökin Greenpeace unnu í mars árið 2010 og aðgengileg er á vefsvæði þeirra. Skýrslan ber heitið „How Af- rica is feeding Europe: EU (over)fis- hing in West Africa.“ Skýrslan byggði á rannsóknar- vinnu eins af skipum Green Peace, Arctic Sunrise, við strendur Má- ritaníu og Senegal frá febrúar til apríl 2010. Skipið fylgdist með og skrásetti veiðar erlendra skipa við strendur landanna tveggja á um sex vikna tímabili á fyrri hluta árs 2010 og ræddi í einhverjum tilfellum við stjórnendur skipanna. DV hefur síð- ustu daga fjallað um þessar veiðar ís- lenskrar útgerða, Samherja, Úthafs- skipa, Sjólaskipa, Sæblóms og Blue Wave, við strendur Vestur-Afríku. Næstir á eftir Rússum Íslenskar útgerðir voru skráðar fyrir sex þeim 42 uppsjávarfiskstogurum sem Greenpeace skráði niður á þessu tíma. Öll íslensku skipin eru skráð í Belís. Þetta voru Samherjatogar- arnir fimm, Beta 1, Hein aste, Vic- toria, Geysir og Kristina, auk togar- ans Blue Wave sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fjárfestingar bankans Straums meðal annarra. Einungis Rússar voru skráðir fyrir fleiri upp- sjávarfiskstogurum sem Greenpeace sá við veiðar við strendur landanna tveggja, alls 11 talsins. Íslendingar eru því einna um- svifamestir erlendra aðila í veiðum á uppsjávarfisktegundum eins og hestamakríl við strendur Vestur-Afr- íku. Þetta þýðir einnig að Íslending- ar eru langumsvifamestir í þessum veiðum á svæðinu af öllum þjóðum heims miðað við höfðatölu. Rann- sókn Greenpeace tók ekki til stranda Marokkó og Vestur-Sahara þar sem íslenskar útgerðir hafa einnig stund- að veiðar, meðal annars hin nú gjald- þrota útgerð Sæblóm. Þá voru tvö af skipum Úthafsskipa ekki meðtalin, en fyrirtækið hóf starfsemi árið 2010. Í skýrslunni er skipunum sem Greenpeace skráði niður skipt í þrjá flokka eftir gerð þeirra og er sérstak- lega minnst á íslensku togarana í umfjölluninni um uppsjávarfiskstog- arana. „Þessir togarar eru frá löndum eins og fyrrverandi Sovétríkjunum, Íslandi og Hollandi.“ Ofveiðin færð til Afríku Í skýrslu Greenpeace er rakið hvernig stórvirkir togarar landa í Evrópu hafa gert það að verkum að ákveðnar fisk- tegundir hafi verið ofveiddar á Evr- ópumiðum. Í skýrslunni er rakið hvernig evrópskar útgerðir hafi brugðist við þessari ofveiði með því að hefja veiðar í öðrum löndum, til dæmis í Afríku. Þar er rakið hvernig þessi veiði fer í einhverjum tilfellum fram á grundvelli samninga sem Evrópu- sambandið hefur gert við ríkisstjór- nir í Máritaníu og fleiri löndum sem og með samningum sem útgerðirnar gera beint við viðkomandi lönd. Í tilfelli Samherja veiðir útgerðar- fyrirtækið í Vestur-Afríku bæði á grundvelli samninga við Evrópu- sambandið og eins samninga við rík- isstjórnir í viðkomandi löndum. Ein af niðurstöðum Greenpeace í skýrslunni er að Evrópusambandið og aðildarríki þess eigi að stuðla að sjálfbærum fiskveiðum í vanþróaðri löndum. „Evrópusambandið og að- ildarríki þess bera siðferðilega ábyrgð á að stuðla að sjálfbærni í vanþróaðri ríkjum.“ Greenpeace vill meina að með veiðunum við Vestur-Afríku séu þjóðir Evrópu alls ekki að gera þetta. n Sex af 42 uppsjávartogurum íslenskir n Aðeins Rússar umsvifameiri„Evrópusambandið og aðildarríki þess bera siðferðilega ábyrgð á að stuðla að sjálfbærni í vanþróaðri ríkjum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Berjast gegn veiðunum Greenpeace hafa barist gegn veiðum evrópskra stórskipa við strendur Vestur-Afríku. Hér er þyrlu frá sam- tökunum flogið í mótmælaskyni yfir hollenskum verksmiðjutogara, Willem van der Zwan, við strendur Máritaníu í síðasta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.