Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 43
43Helgarblað 11.–13. maí 2012
„Tvöfaldur
skolli“
„Ekki alvond
sýning“
Tiger Woods
PGA Tour 13
Svar við
bréfi Helgu
Uppáhaldsrithöfundurinn
Þ
á eru flækingar Beck-
etts, Estragon og
Vladimir, enn á ný
mættir á sviðið hér
og byrjaðir að bíða
eftir Godot. Leikrit Samu-
els Beckett, tímamótaverk og
klassíker í leikbókmenntum
tuttugustu aldar, var frum-
sýnt í nýrri sviðsetningu á
Litla sviði Borgarleikhússins
á laugardaginn var. Sýningin
er nýstárleg hérlendis að því
leyti að það eru kvenmenn
sem leika flækingana tvo –
sem reyndar eru trúðar í upp-
haflegri gerð verksins – svo og
þá Pozzo og Lucky, herrann
og þrælinn, sem detta tvívegis
inn á sviðið og stytta þeim fé-
lögum – og okkur – stundir á
meðan við erum að bíða eftir
Godot. Sem lætur auðvitað
aldrei sjá sig.
Það er ekki nýtt að konur
fari með hlutverkin í þessu
verki sem höfundur skrifaði að
sjálfsögðu fyrir karla. Það var
gert á meðan Beckett lifði og
hann var eindregið á móti því.
Eitt sinn gekk hann svo langt
að höfða mál fyrir hollenskum
dómstóli til að stöðva slíka
sýningu. Dómurinn féll hon-
um ekki í vil, dómarinn taldi
að verkinu væri ekki misboð-
ið með þvíumlíku. En Beckett
var sem sagt ekki sama sinnis.
Ég verð að játa að ég skil ekki
hvernig var hægt að hunsa
vilja hans svo; ég hefði haldið
að höfundur gæti alltaf bann-
að flutning á verkum sínum að
viðlögðum þungum sektum.
Vandasamt verk í túlkun
Beðið eftir Godot, sem var
frumsýnt í París árið 1953, er
einstaklega vandasamt verk í
túlkun. Það dansar á hár-
fínni línu á milli stílfærslu
og natúralisma, og reynslan
hefur sýnt að sýningar á því
eiga til að lenda öðru hvoru
megin hennar: verða annað
hvort of stílfærðar, ýktar og
leikrænar, eða of natúralískar.
Ef þær lenda raunsæis megin
er mikil hætta á að þær verði
þyngslalegar, jafnvel upphafn-
ar og tilfinningasamar, sem er
eins langt frá anda skáldsins
og hugsast getur. Ef þær ganga
of langt í stílfærslunni, er
viðbúið að hin alvarlega und-
iralda, tragíkin sem þarna býr
undir, glatist og leikurinn endi
í yfirborðslegum leikaraskap.
Sjálfum mun Beckett hafa
verið mjög í mun að leikhúsið
í leiknum, trúðshátturinn og
allt sem honum fylgir, kæm-
ist til skila. Þó að hann hefði
hvorki menntun né reynslu
sem leikhúsmaður, þegar
hann samdi þetta verk sem
bylti leikhúsinu umfram flest
ef ekki öll önnur verk síðari
tíma, fór svo að hann setti það
sjálfur á svið í frægri sýningu í
Berlín árið 1975, sýningu sem
vakti mikla athygli og var sýnd
víða. Hún var að sögn þaul-
unnin hvað varðaði hraða,
hrynjandi og tímasetningar,
þagnirnar urðu alltaf að taka
jafnlangan tíma, slapp-stikkið
og orðahnippingarnar að
fylgja fyrirfram ákveðnu
mynstri út í æsar. Sýningin
vakti mikla hrifningu margra,
en sumum fannst hún full
mekanísk, of öguð til að lifna
til fulls á sviðinu.
Djarft að láta konur leika
karla
Mér virðist Kristín Jóhannes-
dóttir hafa leitast við að gæta
vel að þessu viðkvæma jafn-
vægi í sviðsetningu sinni
með leikfélagi því, sem að
sýningunni stendur og kallar
sig Garp. En það er vissu-
lega djarft að láta konur leika
þessa karla alla saman og
ég fær ekki séð að það út af
fyrir sig opni neinar nýjar
víddir á leiknum. Hættan er
fyrst og fremst sú að persón-
urnar, einkum Estragon og
Vladimir, verði of tilbúnar,
fremur eftirhermur af tiltekn-
um karlatöktum og týpum
en persónur sem við getum
að einhverju leyti sam-
samað okkur við, fundið til
með. Kómíkin nái yfirhönd-
inni, tragíkin verði undir. Sú
varð og raunin að nokkru
hjá þeim Ólafíu Hrönn Jóns-
dóttur, sem lék Estragon, og
Halldóru Geirharðsdóttur,
sem lék Vladimir, einkum þó
Halldóru. Ólafía Hrönn var
yfirleitt betri, sannferðugri og
fyndnari, dró upp skemmti-
lega og hugstæða mynd af
hinum þunglynda húmorista
Estragon. En þær eru auð-
vitað báðar, hvor með sínum
hætti, kómískir virtúósar sem
fá seint of mörg og góð tæki-
færi til að gleðja okkur með
listum sínum og sumar trúð-
arútínurnar voru drepfyndn-
ar, ekki síst þær sem reyna á
líkamlega fimi í síðari þættin-
um. Þær héldu góðum dampi
allt til enda, það var aldrei
dauður punktur. Það var líka
vel til fundið að láta þær stíga
stöku sinnum út fyrir leik-
ramman og textann og ræða
beint við áhorfendur um það
hvað þetta sé nú erfitt leik-
rit og hvað sé snúið að þýða
það. Það var skemmtilegt og
gerði sig ágætlega. Ég hef séð
alveg drepleiðingar sýningar
á þessu verki – og svo sem
fleiri verkum Becketts – en
þessi verður sannarlega ekki
talin í þeim hópi.
Undir ákveðið gæðastig
Stærsti veikleiki sýningarinn-
ar er hins vegar leikur þeirra
Sólveigar Guðmundsdóttur
og Alexíu Bjargar Jóhannes-
dóttur í hlutverkum kúgarans
Pozzos, og þrælsins Lucky. Ef
Estragon og Vladimir eru full-
trúar ringlaðrar mannskepnu
í heimi sem hefur glatað trú
á æðri tilgang, eru Pozzo og
Lucky tákn fyrir grimmúð
manna gagnvart meðbræðr-
um sínum, stéttakúgun og
ofbeldi í hvaða mynd sem
þær birtast. Jafnvel þótt Guð
kunni að vera horfinn okkur,
þá eru siðalögmálin það ekki;
hvort sem hinir góðu fá alltaf
umbun sinna verka, þá þurfa
hinir illu ekki að halda að
þeir séu stikkfrí og geti komist
upp með hvað sem er. Það er
návist þeirra tveggja, herrans
og þjónsins, sem umfram allt
gæðir þetta verk því pólitíska
biti, þeirri siðferðislegu undir-
öldu og félagslegu skírskot-
un, sem ferðir þess um heim
allan hafa sýnt að það býr yfir.
Alræðisstjórnirnar hafa óttast
það og bannað það, en hinir
útskúfuðu og fótumtroðnu
hafa tekið ástfóstri við það, af
því þeir hafa lesið úr því svo
djúpan skilning og samúð
með hlutskipti þeirra. Einkum
hefur það notið vinsælda
meðal fanga og er af því löng
og merk saga sem hér verður
ekki sögð. Kannski mætti
leggja út af henni í næstu
uppfærslu leiksins hér.
En Sólveig og Alexía Björg
eru ekki listamenn á við Ólaf-
íu Hrönn og Halldóru. Það
var yfir atriðum þeirra áhuga-
mennsku- og viðvanings-
bragur sem dró sýninguna
niður og orkaði óþægilega
meðan á þeim stóð. Við erum
ekki vön því að listræn vinnu-
brögð leikenda í Borgarleik-
húsinu fari undir ákveðið
gæðastig, hversu vel val-
in sem leikritin kunna ann-
ars að vera eða sýningarnar
heppnaðar í heild. Það var
leitt að það skyldi gerast nú.
Falleg leikmynd
Leikmynd Helgu I. Stefáns-
dóttur er afar falleg. Hún er
öll í hvítu með gervisnjó á
hringlaga gólfinu sem gefur
vísbendingu um að leikurinn
færi fram að vetri til. Svo er
að vísu ekki í texta Becketts,
en mér fannst ekki fara illa á
því og varð hugsað til Vetrar-
ferðar Schuberts og Wil-
helms Müller, þess undur-
samlega verks sem fjallar
einmitt um einhvers konar
beckettíska eyðimerkur-
göngu í eyðilöndum róman-
tískrar einsemdar og dauða-
þrár. Sjálfur var Beckett
mikill Schubert-unnandi
og ég gæti best trúað því að
honum hefði þótt þetta allt
í lagi.
Hvað hann hefði hugsað
um sýninguna að öðru leyti,
má Godot vita.
Skemmtilegar lausnir
„Það var vel til fundið
að láta þær stíga stöku
sinnum út fyrir leik-
ramman og textann og
ræða beint við áhorfendur
um það hvað þetta sé nú
erfitt leikrit og hvað sé
snúið að þýða það.“
Godot í vetrarbúningi
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
Leikrit
Beðið eftir Godot
eftir Samuel Beckett
Þýðing: Árni Ibsen
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir
Leikmynd og búningar: Helga I.
Stefánsdóttir
Sýnt í Möguleikhúsinu
n Sýningin Á vit... er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og hljómsveitarinnar GusGus
„Við brimum á
þeirra öldum“
„Fólk má ekki
gera sér allt
of miklar væntingar
um að við séum að
dansa einhver flókin
dansatriði.
sögu en við viljum ekki að þetta
verði bókstaflegt.“
Þetta er í fyrsta skipti sem
dansflokkurinn vinnur að verk-
efni þessu líku. „Við dansflokk-
urinn erum að vinna þessa
sýningu sjálf – öll saman. Við
erum að semja verkið í samein-
ingu og það höfum við aldrei
gert áður.“ En Emilía segir hóp-
inn vera mjög samstilltan og
hann eigi því auðvelt með að
vinna saman.
Hún lofar áhorfendum stór-
glæsilegri sýningu. „Þetta er
ótrúlega spennandi þetta er
svo öðruvísi.“
Filippía Elísdóttir og Aðal-
steinn Stefánsson sjá um um-
gjörð verksins, leikmynd og
búninga. Aðeins tvær sýningar
verða á verkinu í Norðurljós-
um í Hörpu dagana 18. og 19.
maí næstkomandi. n
Uppáhaldsrithöfundurinn
Margrét Gústavsdóttir ritstjóri Oliver Sacks eða Stephen King, nei báðir!
Margrét Gústavsdóttir ritstjóri Pjattrófanna
Oliver Sacks eða Stephen King, nei báðir! ,“ segir Margrét. Sacks er
taugalæknir og hefur skrifað fjölda fræðirita en King er ókrýndur
konungur spennusagnanna.