Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 33
Viðtal 33Helgarblað 11.–13. maí 2012 í kristinni trú og er í Hvíta- sunnusöfnuðinum. „Ég er trú- uð og hef alltaf verið. Trúin hefur alltaf spilað stórt hlut- verk í mínu lífi,“ segir hún og bætir við að hún sé ágætlega kirkjurækin. „Ég spila mikið í kirkjum. Það er hluti af mínu starfi. Svo er líka mikið tónlist- arstarf í söfnuðinum. Trúin og tónlistin blandast mikið sam- an. Ég fæ styrk minn úr trúnni. Það er svo gott að geta treyst því að trúin geti fleytt mér lengra en ég sjálf og vita að ég þurfi ekki að bera allar áhyggj- ur sjálf. Ég get varpað þeim annað. Það er mikill styrkur í því þessa dagana. Ég veit að ég get vandað mig og gert mitt allra besta en svo læt ég hitt ráðast og treysti því að það fari eins og það á að fara. Trú er mjög persónubundin og hún er mjög mismunandi. Fyrir mörgum er trú mikið feimnismál en alls ekki fyr- ir mér. Ég er samt ekkert að flagga henni vísvitandi en reyni í staðinn að láta verkin tala. Í rauninni er trúin mjög stór partur af því sem ég er.“ Félagslynd bindindis- manneskja Aðspurð segist hún hafa verið rólegt barn og unglingur og að líklega hafi hún verið „nörd“ upp að vissu marki. „Ég var alltaf með fiðluna í annarri og bækur í hinni. En að sama skapi alltaf á fullu og alltaf með í öllu. Ég er ekki nörd í dag. Ég hef sterkar skoðan- ir á því hvernig ég haga hlut- unum í kringum mig. Ég var mjög þægilegur unglingur og ég held að það sé vegna þess hvernig fjölskylda mín er. Ég hef alltaf átt rosalega góða vin- konu í mömmu. Í stað þess að taka mótþróaskeið hef ég leit- að til hennar og sótt til henn- ar styrk. Við systurnar erum líka mjög nánar enda er stutt á milli okkar í aldri.“ Greta drekkur ekki áfengi en hún tók þá ákvörðun fyr- ir tveimur árum að það hent- aði henni ekki að drekka. „Það hefur bara aldrei hentað mér að drekka. Það er mjög langt síðan ég ákvað að það væri ekki eitthvað sem ég vildi til- einka mér. Mér finnst gaman að fara út og hitta fólk en þeg- ar djammið byrjar af alvöru er ég vanalega farin heim. Ég fór meira að segja bara heim að sofa eftir úrslitakvöldið í Hörpunni. Mér finnst ég ekki vera að missa af neinu og ég hefði líka pottþétt ekki orku til að gera allt sem ég er að gera ef ég væri að detta í það um helg- ar. Maður velur og hafnar og með ákvörðunum koma fórn- ir. Ef ég hef fórnað djamminu fyrir velgengni í tónlistinni þá finnst mér það ekki stór fórn. Ég er líka „allt eða ekkert“ manneskja og finnst óþægilegt að vera á gráu svæði. Síðustu árin hef ég fengið mér í glas við hátíðleg tilefni. Það hefur ver- ið svo sjaldan að mér fannst alveg eins gott að sleppa því bara alveg og vera bindindis- manneskja. Annars var þetta engin stór ákvörðun. Ég vissi bara að þetta var ekki það sem ég vildi,“ segir hún og bætir við að hún mæti skilningi hjá fólk- inu í kringum sig. „Það virða þetta allir. Mér finnst líka ekk- ert mál að vera í kringum fólk sem er að drekka og get haft gaman af því að fara út og hitta fólk. Það hentar mér bara betur að gera það án þess að drekka. Ég hef líka aldrei skilið að það þurfi áfengi til að hafa það gaman. Skemmtilegustu stundirnar í mínu lífi hafa ver- ið áfengislausar. Bindindis- fólk er oft talið félagsskítir en í mínu tilfelli hefur það aldrei verið þannig. Ég fór í gegnum menntaskólann án þess að drekka dropa en tók samt virk- an þátt í félagslífinu.“ Enginn Eurovision-aðdá- andi Hún játar því að líklega sé hún gömul sál. „Mamma hefur alltaf sagt að ég sé gömul sál. Ég hef alltaf verið að hugsa fram fyr- ir mig og samkvæmt mömmu svaf ég með annað augað opið þegar ég var ung. Það hefur alltaf reynst mér erfitt að hvíla í núinu en ég er að læra það. Annars er ég ekkert ólík jafn- öldrum mínum. Ég hef kannski alltaf verið að gera öðruvísi hluti en ég er heppin að eiga góða vini sem hafa tekið tillit til þess sem ég hef verið að gera og virt mínar lífsskoðanir. Partur af því að eiga vini er að fagna fólki eins og það er og virða skoðanir þess og lífsviðhorf. Fyrir mér er það að vera vinur.“ Hún viðurkennir að hún beri þá von í brjósti að Euro- vision eigi eftir að opna henni einhverjar dyr. „Vonandi. Þetta ævintýri hefur þegar opnað fullt af dyrum hér heima. Mað- ur veit samt aldrei hvað gerist í þessari keppni. Oft lifa lögin sem vinna ekki lengst. Mín- ar væntingar eru þær að fólk kunni að meta það sem við erum að gera. Ég er svo ánægð með Jónsa. Hann gerir þetta þrusuvel og nákvæmlega eins og ég sá fyrir mér að þetta ætti að vera. Hann hefur þennan kraft í röddinni sem mig vantar og svo pass- ar hann vel í þetta íslenska karlmannlega en samt stráks- lega hlutverk. Okkur kemur mjög vel saman og hann veit- ir mér mikinn stuðning. Hann er kletturinn minn á sviðinu. Mér finnst ég mjög örugg með hann við hlið mér.“ Aðspurð segist hún aldrei hafa verið svokallað „Euro- vision-nörd“. „Þessi keppni kemur einu sinni á ári, hvort sem manni líkar betur eða verr, og maður horfir alltaf á hana. Ég er samt enginn sér- stakur aðdáandi þótt ég hafi skoðanir á henni. Eins og all- ir. Að því hef ég komist,“ segir hún brosandi. Jafnvægi í sambandinu Þrátt fyrir annríki passar hún sig að eiga tíma með kærastan- um. „Við nýtum allar samveru- stundir sem við fáum. Hann fylgir með í mátanir og annað til að eiga smátíma með mér,“ segir hún og bætir við að það sé lítill tími fyrir önnur áhuga- mál en tónlistina og cross- fit. „Ég lít meira á crossrit sem lífstíl en áhugamál. En ef ég ætti önnur áhugamál væri lík- lega ómögulegt að sinna þeim. Annars hef ég lúmskan áhuga á því að gera fallegt í kringum mig. Ætli það verði ekki helsta áhugamálið á þessu ári, svona eins og verkefnastaðan er núna, að búa til fallegt heimili með manninum mínum,“ seg- ir hún og brosir þegar hún er spurð hvort brúðkaup sé fram undan. „Við eigum pottþétt eftir að gifta okkur einhvern tímann en ég veit ekki hvenær. Okkur líður ofsalega vel sam- an og við vitum nákvæmlega hvert við stefnum. Það er mikið frelsi að vera með manneskju sem styður jafn fallega við bak- ið á manni og hann gerir við mig og við hvort við annað. Hann á sér líka stóra drauma og þeir taka jafn mik- inn tíma og það sem ég er að gera. Hann fór til dæmis á heimsleikana í crossfit í fyrra og varð þriðji á Evrópumeist- aramótinu. Það er mikið jafn- vægi í okkar sambandi og við erum voðalega samstiga. Við viljum til að mynda bæði fara snemma að sofa á kvöldin enda þurfum við á allri okk- ar orku að halda. Kvöldun- um eyðum við svo í vinnunni. Hann vinnur að sínu fyrirtæki hér í tölvunni og ég í mínu. Svo æfum við mikið saman enda erum við með fullkomna lík- amsrækt hér heima.“ Hlakkar bara til Fatnaður íslensku flytjend- anna vekur alltaf mikið umtal hérna heim. Líkt og allt annað sem viðkemur íslenska hópn- um. Greta vill lítið segja um kjólinn nema að hún sé hæst- ánægð með útkomuna. Enn fremur segist hún ekki kvíða því að stíga á svið í Bakú. „Ég hlakka bara til. Ég hef ákveð- ið að líta á þetta sem tónleika. Það eru forréttindi að fá að flytja tónlist sína fyrir fram- an Evrópu og það í svona frá- bærri aðstöðu. Ef maður horf- ir á þetta þannig er útkoman aukaatriði. Auðvitað skipt- ir máli að vera sjálfum sér og þjóðinni til sóma. Ég á pott- þétt eftir að biðja bæn áður en ég stíg á svið enda best að láta stóra karlinn þarna uppi bara um þetta,“ segir hún brosandi og bætir við: „Núna skiptir mestu máli að brynja sig. Ég sæki líkamlegan styrk í íþrótt- irnar og andlegan styrk í trúna og er því með bestu mögulegu vopnin. Við erum samt bara mannleg og getum aldrei gert betur en okkar besta. Atriðið er hins vegar svo vel æft og ég hef svo mikla trú á tónlistinni. Það tvennt á eftir að koma okkur langt. Ég trúi staðfast- lega á vinnu og undirbúning og þar höfum við staðið okkur vel. Við höfum unnið mikið í atriðinu og laginu. Þess vegna er ég ekki kvíðin. Ég hlakka bara til.“ n „Ef ég hef fórn- að djamminu fyrir velgengni í tón- listinni þá finnst mér það ekki stór fórn. Með bestu vopnin Greta Salóme segist vera vel vopnuð fyrir Eurovision. Hún er á kafi í crossfit og segist sækja líkamlegan styrk í íþróttirnar. Andlega styrkinn fái hún hins vegar úr trúnni. „Ég treysti mér ekki til að fara í þessa ferð án hans Flott par Greta og Elvar hafa verið saman í tvö ár og ætla að flytja saman í eigin íbúð í haust. Elvar rekur eigin líkamsræktarstöð en hann er fjórum árum yngri en Greta. Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.