Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 27
Áhyggjur af auknum umsvifum Kínverja Erlent 27Helgarblað 11.–13. maí 2012 Tár og tilfinningar Dómari tárast í Breivik-máli Í Noregi er fátt sem hefur skyggt á réttarhöldin yfir hryðjuverka- manninum Anders Behring Breivik. Fyrir skömmu heyrði rétturinn fyrsta vitnisburð ein- staklings sem komst lifandi úr þeim hildarleik sem átti sér stað í Útey í júlí í fyrra þegar Breivik varð 69 manns að bana. Fyrsta vitni miðvikudags- ins 9. maí, Tonje Brenna, lýsti þeirri skelfingu sem greip um sig á eynni þennan örlagaríka dag. Einnig lýsti hún „ánægju- hrópum“ Breiviks, sem viður- kennir að hafa orðið 77 manns að bana, í Útey og í sprengjutil- ræði í Osló, þann 22. júlí. Brei- vik þvertekur hins vegar fyrir að um glæpsamlegan verknað hafi verið að ræða og hefur borið við sjálfsvörn. Tonje Brenna er leiðtogi æskulýðshreyfingar Verka- mannaflokksins og skipulagði uppákomu ungliðanna í Útey í fyrra. Með því að þykjast vera dauð tókst henni að forðast þau örlög sem biða fjölda annarra í Útey. „Ég hljóp í átt að því sem ég hélt að væru flugeldar. Við beygju í veginum, á bak við kaffistofuna, féllu tvö eða þrjú til jarðar fyrir framan mig. […] Ég öskraði í símann: Það er verið að skjóta í Útey.“ Tonje Brenna hafði áður lýst því í norsku sjónvarpi hvernig Breivik hló og var sigri hrósandi þegar hann gekk myrðandi um eyna. Samkvæmt norskum fjöl- miðlum hefur Breivik vísað full- yrðingum um slíkt til föðurhús- anna. Af þeim 69 sem féllu í Útey voru 67 skotin til bana. Eitt hinna látnu lést sökum falls og annað drukknaði. Meðalaldur fórnarlambanna var átján ár. Að sögn Breiviks var ætlun hans að bana eins mörgum og mögulegt var, jafnvel með því að hrekja fórnarlömb sín út í Tyri- fjarðarvatn þar sem þau myndu drukkna. Einn dómara í málinu, Wenche Elizabeth Arntzen, komst við í byrjun vikunnar þegar hún hlýddi á orð ættingja fórnarlamba Breiviks. Arntzen táraðist og samkvæmt vefsíðu Ekstra Bladet gerði saksóknar- inn, Inga Bejer Engh, slíkt hið saman. Á vefsíðu danska ríkisút- varpsins er haft eftir Lis Hævd- holm, dönskum dómara til 40 ára, að ekki geti talist góð latína ef dómari opinberar tilfinning- ar sínar í dómsal. „Það er ekki í lagi. Því þannig sýnir maður að maður sé ekki hlutlaus,“ sagði Hævdholm í viðtali við dr.dk. Hævdholm sagðist, öll sín 40 ár í starfi, aldrei hafa orðið vitni að því að dómari táraðist í réttarsal. Þ að er víðar en á Íslandi sem landvinningar kín- verskra kaupsýslumanna vekja deilur eða áhyggjur. Kínverski kaupsýslu- og at- hafnamaðurinn Huang Nubo hef- ur verið til umfjöllunar í íslenskum fjölmiðlum og á Alþingi hin síðustu misseri, eða allt síðan hann viðraði áhuga sinn á að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Sýndist sitt hverjum um þann áhuga sem Nubo hafði á landspild- unni og þau áform sem hann sagð- ist hafa varðandi hana. Beiðni Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöll- um var hafnað af Ögmundi Jónas- syni innanríkisráðherra í nóvember í fyrra, við fögnuð sumra en óþökk annarra. Nú horfir Nubo bjartsýnn til leigusamnings, sem hann vonar að gildi til 99 ára, en ekki er útséð um lyktir þeirra þreifinga. Nýsjálendingar ósáttir Um þessar mundir gætir meðal Nýsjálendinga, sumra hverra, ótta um að útlendingar fari í auknum mæli að seilast eftir nýsjálensku landi. Ástæðan er sala gjaldþrota keðju mjólkurbúa, Crafar Farms, til kínversks fyrirtækis. Crafar Farms, sem var stærsti nýsjálenski mjólkur- framleiðandinn í fjölskyldurekstri með 20.000 kýr á nokkrum býlum, var tekið til skiptameðferðar árið 2009. Í kjölfar meira en eins árs ferlis samþykktu þarlend stjórnvöld í síð- asta mánuði sölu 16 eigna mjólk- urframleiðandans Crafar Group til kínverska fyrirtækisins Shanghai Penxin í gegnum dótturfélag sitt, Milk New Zealand Holding Limi- ted. samningurinn er sagður vera 210 milljóna nýsjálenskra dala virði, um 170 milljóna Bandaríkjadala eða tæplega 21 milljarðs íslenskra króna. Salan gæti hafa leikið lítið hlut- verk í viðskiptasamkomulagi milli Kína og Nýja-Sjálands að andvirði 10 milljarða nýsjálenskra dala á ári. Þess má geta að Nýja-Sjáland varð fyrst þróaðra landa til að undirrita fríverslunarsamning við Kína, árið 2008. Ræktarland með aðgengi að vatni Landbúnaður hefur löngum ver- ið Nýsjálendingum mikilvægur og landið er einn stærsti útflytjandi mjólkurafurða. Því er ekki að undra að ákvörðun stjórnvalda hafi far- ið fyrir brjóstið á mörgum og var íhaldsríkisstjórn John Key forsætis- ráðherra sökuð um svik við nýsjá- lensku þjóðina – að láta undan er- lendum hagsmunum. Helsti stjórnarandstöðuflokkur- inn, Verkamannaflokkurinn, gekk svo langt að segja ákvörðunina vera „hrikalegt spark í kvið“ nýsjálenskra bænda, og Winston nokkur Peters í New Zealand First Party sagði að um væri að ræða „efnahagsleg svik“. Skoðanakannanir sýna yfirgnæf- andi andstöðu við söluna og Græn- ingjar (e. Green Party) sögðu að um væri að ræða skipuleg áform erlendra kaupahéðna um að sölsa undir sig gjöful ræktarlönd til að tryggja eigið fæðuöryggi og matar- forða. Varaformaður Græningja, Russel Norman, undirstrikaði þessa skoð- un: „Ræktarland sem gefur af sér matvæli og þar sem aðgengi er að vatni verður sífellt verðmætari auð- lind í heimi með síauknum íbúa- fjölda og hverfandi vatnsframboði.“ Hagnaður úr landi Russel Norman fór ekki í launkofa með álit sitt og sagði að „… kínversk stjórnvöld hefðu skipulagt aðgerðir sem hvetja kínversk fyrirtæki til að kaupa ræktarland víða um heim,“ sem að hans viti ylli því að arður sem ætti uppruna sinn á Nýja-Sjá- landi flyttist úr landi. Eins undarlegt og það kann að virðast viðraði John Key nýlega áhyggjur sínar af því að Nýsjálend- ingar kynnu að verða „leigjendur í eigin landi“. Engu að síður, og eðli málsins samkvæmt, lýsti hann yfir stuðningi við söluna og sagði að Nýja-Sjáland gæti ekki hafnað fjár- festum á þeim grunni einum að þeir væru kínverskir – að allir erlendir fjárfestar, án tillits til þjóðernis, ættu að fá sömu meðferð sem lyti lögum. „Ef ástralskur kaupandi fengi samþykki eða ef bandarískur kaup- andi fengi samþykki þá ætti kín- verskur kaupandi að fá samþykki,“ sagði John Key og klykkti út með að segjast telja samninginn koma öll- um hlutaðeigandi til góða. Enn fremur sagði Key að þess væru engin teikn á lofti að salan á Crafar Farms opnaði flóðgáttir sölu lands í dreifbýli til erlendra fjárfesta – innan við tvö prósent nýsjálensks landbúnaðarlands væru í eigu út- lendinga, aðallega evrópskra og bandarískra. Dökka mynd þjóðarsálarinnar Maurice Williamson fer fyrir ríkis- stofnun sem hefur æði mörgum skyldum að gegna, meðal annars að framfylgja og viðhalda regluverki sem varðar eignarrétt á landi og framkvæmdir á jörðum. Williamson var ómyrkur í máli vegna augljósrar og útbreiddrar andstöðu við sölu nýsjálensks lands til Kínverja og sagði hana „jaðra við rasisma“. Aðrir skelltu skuldinni á útlendingahræðslu og góða gamal- dags flokkapólitík. Bryce Edwards, hjá Otago-há- skólanum, sagði að vissulega væri mikið um gagnrýni sem ekki byggði á kynþáttafordómum, hann teldi þetta „samt áhyggjuefni“. Williamson sagði nýja hlið á Nýsjálendingum koma í ljós nú um stundir: „Hin dökka hlið Nýja- Sjálands er að birtast; óþol okkar í garð útlendinga og þá sérstaklega asískra fjárfesta.“ Williamson sagði að áður fyrr hefði þetta snúist um vörur og þjónustu sem keypt hefði verið frá Asíu, en nú væri öldin önnur: „Ég hef ekki séð þetta áður. […] Þetta er komið upp á annað stig.“ n n Nýsjálensk stjórnvöld samþykktu sölu á ræktarlandi Kolbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is „… kínversk stjórn- völd hefði skipu- lagt aðgerðir sem hvetja kínversk fyrirtæki til að kaupa ræktarland víða um heim. John Key Forsætis- ráðherra Nýja-Sjálands segir að ekki sé hægt að vísa fjárfestum á bug vegna þjóðernis þeirra. MyND ReuTeRs Nýsjálenskar kýr á beit Kaup Kínverja á landi gjaldþrota nýsjálensks mjólkurfram- leiðanda hafa farið fyrir brjóstið á mörgum Nýsjálendingnum. MyND ReuTeRs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.