Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 11.–13. maí 2012 Helgarblað „Allir munu tApA“ n Forstjóri Síldarvinnslunnar sýndi mynd af börnum sínum n Hart tekist á fyrir austan É g þarf svona tvo tíma hér,“ sagði Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, þegar hann steig í pontu á opnum borgarafundi – og sal- urinn hló. Gunnþór talaði fyrir hönd útvegsmanna á Austurlandi á fund- inum sem var haldinn í Neskaup- stað á þriðjudagskvöld, en Stein- grímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var einnig með erindi á fundinum sem og Páll Björgvin Guðmundsson. Hátt í fjög- ur hundruð manns sóttu fundinn, sem var mikill hitafundur. Til stóð að efni hans yrði tvíþætt, annars vegar jarðgöng að Norðfirði og hins veg- ar frumvarp um stjórn fiskveiða og frumvarp um veiðileyfagjöld. Biðlað til sveitunga Fyrr þennan sama dag var Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra af- hentur undirskriftalisti þar sem fjög- ur þúsund manns skoruðu á hann að ráðast í framkvæmdir á nýjum göng- um. Þar sem umræður um sjávarút- veginn voru svo heitar varð þó lítill tími til að ræða jarðgöngin á fund- inum, en ljóst er að íbúar á svæðinu ætla sér að berjast, annars vegar fyrir göngum og hins vegar gegn þessum frumvörpum. Steingrímur biðlaði til heima- manna og bað þá um að sýna því skilning að sjávarútvegsfyrirtæki yrðu að leggja meira af mörkum á meðan efnahagsástand þjóðarinnar væri í kreppu. Þessi fyrirtæki hefðu hagnast mikið á undanförnum árum og sú framlegð væri meðal annars mynduð með slöku gengi krónunnar. „Það er ekki ókeypis fyrir aðra lands- menn. Það borga landsmenn í formi skertra lífsgæða og minni kaupmátt- ar gagnvart innfluttri vöru. Það er veruleikinn. Þess vegna, og vegna þess að ríkissjóður er skuldum vaf- inn, væri ákaflega gott ef við gætum verið sammála um að nú gæti sjáv- arútvegurinn lagt meira af mörkum – á meðan afkoma hans býður upp á það,“ sagði Steingrímur við litlar undirtektir heimamanna. Tilraun til sátta Sagði hann jafnframt að það væri því miður dapurleg staðreynd að enn væru sum sjávarútvegsfyrir- tæki skuldug, meðal annars vegna þess að þau hefðu sum hver fjárfest of mikið og jafnvel út fyrir greinina. „Eiga tekjur af veiðum og vinnslu að standa undir skuldum sem sjávarút- vegurinn setti á sínar herðar þegar hann fór út í aðrar greinar? Ég held ekki,“ sagði Steingrímur. Í máli hans kom einnig fram að þessi frumvörp eru tilraun ríkis- stjórnarinnar til að sætta andstæð- ar fylkingar, hagsmunaaðila ann- ars vegar og andstæðinga kerfisins hins vegar. Átökin hefðu staðið yfir of lengi. Markmið laganna væru sjálfbær nýting og sjálfbærni, sjálf- bær þróun, farsæl samfélagsþróun og hagsmunir komandi kynslóða, að hámarka fjárhagslegan ávinning af þessari auðlind og tryggja þjóð- inni auðlindarentu, tryggja sjávar- útvegi stöðugt og hagstætt rekstrar- umhverfi. „Ég held að það andmæli enginn þessum markmiðum en deil- an snýst um það hvernig tekst að þætta þetta saman. Eða er einhver á móti þessu?“ spurði hann salinn sem svaraði með þögn. Ekki leyst með upphrópunum „Það er ekki spennandi framtíðarsýn að mínu mati að halda styrjöldinni áfram,“ sagði hann og bætti því við að þrátt fyrir harða umræðu undan- farnar vikur væri grundvöllur til þess að leysa málið en það kallaði á vilja allra til þess. „Það verður ekki gert með auglýsingum í sjónvarpi og það verður ekki gert með upphrópunum og hræðsluáróðri á hvoruga hlið. Það þurfa allir að leggja sitt málefnalega af mörkum. En getum við gengið út frá því að við hættum að rífast? Og því að þetta er sameiginleg auðlind, að það sem við erum að útdeila er afnotaréttur af henni sem er háður þessum tíma, menn greiða gjald eftir því sem afkoman býður upp á og við reynum að sætta þessar tvær hliðar málsins?“ spurði hann og bætti því svo við með áherslu á orð sín að vegna félags- og byggðarlegra ástæðna og pólitíkur yrði það aldrei þannig að „eitthvað eitt kvótakerfi með fullkomlega framseljanlegum réttindum sem taki á sig ígildi beins eða óbeins eignaréttar væri grund- völlur sáttar í þessum málum. Það verður aldrei þannig, aldrei!“ Salurinn fagnaði Í kjölfarið steig Gunnþór í pontu og sagði að ríkisstjórnin fengi nú þeg- ar stóran hluta kökunnar í gegnum skatta launþega, fjármagnstekjuskatt og önnur gjöld sem fylgja útgerðinni. Það væri því ekki sanngjarnt af ríkinu að ætla að taka til sín svo stóran bita af kökunni eins og hér væri um að ræða. „Við munum ekki halda áfram að þróa Síldarvinnsluna og verð- mætasköpun hér, fjárfesta í skipum og því sem við erum að gera á þess- um forsendum,“ sagði hann og upp- skar lófaklapp. Flott markmið „Það er laukrétt hjá Steingrími að fyrsta grein laganna er flott. Mark- miðin eru flott og við eigum að stíga þessa leið. En það er með þetta eins og annað, við eigum að ná þessum markmiðum saman. Við verðum að finna sameiginlega leið að þessum markmiðum. Hluti af því er að þing- menn og ráðherrar tali við okkur og útfæri þetta með okkur. Einfaldlega þannig náum við þessum markmið- um. Gerum það saman. Gerum göng í gegnum Oddskarð, byrjum þá leið og þegar við erum komin í gegnum göngin þá finnum við réttu leiðina að þessum markmiðum,“ sagði Gunn- þór og gerði hlé á máli sínu á með- an salurinn fagnaði orðum hans með klappi. Sagði störf í hættu Sagði hann að ef af þessu yrði myndi störfum fækka, það yrði til dæmis ekki hægt að halda úti frystitogaranum Barðanum, Þar myndu 24 störf tapast og óvíst hvar sjómennirnir ættu að leita nýrra starfa. Taldi hann ólíklegt að þeir gætu fengið kvóta til að hefja litla útgerð því líklegast yrði kvótinn fluttur úr sveitarfélaginu. „Afleið- ingarnar af þessu blessaða veiði- gjaldi, gangi það í gegn, verða margvíslegar. Þetta mun stöðva alla framþróun fyrirtækja, framleiðslu- búnaður mun eldast, samkeppnis- hæfni mun stöðvast og við mun- um skapa minni verðmæti með meiri tilkostnaði,“ sagði hann. „All- ir munu tapa. Starfsmenn munu tapa, eigendur munu tapa, fyrir- tæki sem vinna með okkur munu tapa, þjóðin mun tapa. Og það er slæmt,“ sagði hann og endurtók það: „Það er slæmt.“ „Hvað höfum við gert ykkur?“ „Það er of mikið í húfi til að ég geti leyft ykkur að ganga með þessum hætti að mikilvægustu mjólkurkú okkar. Við munum ekki fæða hana eins og þarf,“ sagði hann og birti mynd af börnunum sínum með loka- orðunum: „Gerum þetta þannig að hún færi börnunum okkar líka fram- tíð.“ Eftir að lófaklappinu lauk var orð- ið gefið laust. Tryggvi Þór Herberts- son steig þá í pontu og sagði Gunn- þóri að hann þyrfti ekki að örvænta. „Þrátt fyrir að það verði þungt högg næsta árið fyrir sjávarútveg í landinu ef þetta verður að lögum þá hef ég ekki svo miklar áhyggjur af því. Af því að það er ekki nema rétt um ár þang- að til það koma ný stjórnvöld sem geta auðveldlega breytt þessu veiði- gjaldi.“ Eins og fyrr segir þá var fundur- inn mikill hitafundur og hart var tek- ist á um þessi mál langt fram á kvöld. Fleiri heimamenn stigu í pontu og sýndu frumvarpinu andstöðu, kona flutti þar ljóð þar sem hún taldi upp þá þjónustu sem væri til staðar í byggðinni í stafrófsröð og lauk ljóð- inu með bón um að þetta yrði ekki skemmt fyrir samfélaginu. Annar bar upp spurning sem hann beindi til stjórnvalda og var einföld: „Hvað höfum við gert ykkur?“ n „Vegna þess að rík- issjóður er skuld- um vafinn, væri ákaflega gott ef við gætum verið sammála um að nú gæti sjávarútvegurinn lagt meira af mörkum. Steingrímur J. Sigfússon Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Þung brún á viðstöddum Viðstaddir tóku ekki vel í málflutning ráðherra. Myndir ingiBjörg dögg Hvað með börnin? Forstjórinn Gunnþór Ingvason gagnrýndi stjórnvöld harðlega á fundinum. getur lagt meira af mörkum Stein- grímur J. Sigfússon segir að sjávarútvegur- inn geti lagt meira af mörkum meðan staða ríkisins er eins og hún er. Mun afnema veiðigjaldið Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, boðaði breytingar þegar ný ríkisstjórn tæki við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.